Tíminn - 28.10.1956, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.10.1956, Blaðsíða 8
3 TÍMINN, sunnudaginn 28. október 1956. Msmm Þáttur kirkjunnar: Vaka í vetrarmyrkri „Það, sem ég segi yður, það segi ég öllum. Vakið. Kristur. ENN HEFST íslenzkur vet- ur. Orð, sem hafði að geyma flest það, sem skefldi þjóðina mest á liðnum öldum. Kuldi, myrkur, hungur, dauði voru förunautar vetrarins í margar aldir. Allt þetta hrakti brott hina fyrstu norrænna manna, sem ætluðu að hefja sér land- nám, Flóka og förunauta hans. Og hið sama varð aðalorsök þess að nær þriðjungur þjóðar- innar flutti til Vesturheims á síðast liðinni öld. EN ÓGNIR vetrarins áttu sína kosti, sem urðu íslenzku þjóðinni ómetanlegir á vegum manngildis og þjóðernis. Kannske var það veturinn, barátta hans og skelfingar, sem skírðu gullið í sálunum öllu öðru fremur, hertu þrek seiglu og dug, meitluðu og mótuðu bókmenntir og hugdýpt fólksins sem vakti í rökkri skammdegis- nætur, bað sinn Guð og las og ritaði sín fræði, sínar sagnir og ódauðlegu fræði. Þessi vaka fólksins að vetrin- um, kom í veg fyrir, að líf þess yrði andlegur dofi og sinnuleysi þar sem óttinn einn hafði völd. Söngvararnir í rökkrinu, sögurn ar á kvöldvökunni efldu glóð í augum og hjötrum, glóð, sem t hvorki kuldi né myrkur gátu slökkt. En upp af þessari glóð " rann logi heitur og bjartur, er _' brann í kapp við ógnir vetrar- ins, lýsti, vermdi og leiðbeindi. Það var guðslogi, logi vizkunn- 2 ar og sannleikans, fegurðarinn- 111 ar og frelsisins. H Það var ekki út í bláinn að i vaka vetrarins endaði dag hvern með bæn hugvekju og sálma- söng. ógnum vetrarins hefir _ verið bægt frá bæjardyrum íslend- inga. Sem betur fer er flest breytt til hins betra hið ytra og hungurvofur vekja ekki framar vonandi hvorki til ótta og þján- inga né heldur til hugsunar og bæna. En megum við þá sofa á- hyggjulaus í rökkri skammdeg- isins við fullan ísskáp í eldhús- inu, sofa í bjarma rafljóssins, sem vakir og sendir föla birtu um freðinn ljóra. Nei, sannarlega þurfa íslend- ingar að lialda vöku sinni ekki síður þótt ógnir vetrar hafi þok að um set. Ef við ekki geymum þeirra verðmæta í andlegri mynt, sem vetrarvökur liðinna alda og genginna kynslóða hafa veitt, varðveitum og vöxtum þann auð af alefli, verðum við ekki annað en leikbrúður og aftaníossar annarra þjóða. Hug- rekkið, seiglan, þrekið, skyldu- ræknin, trúmennskan, sem efld- ist á altari vetrarins, að ó- gleymdri þeirri trú, bænrækni og tilbeiðslu, sem þarna ljóm- aði í vetrarmyrkrum svörtum, allt þetta verður að vaka í hug- um og hjörtum. SÁLMARNIR, sagnirnar, Ijóðin, sem þá urðu til verða að vaka á vörunum, skapa ný lista- verk í litum, ljóðum, sögn og leijíjum, starfi og fórnum. Án slíkrar vöku verðum við ekki framar þjóð, heldur týnum tungu og arfi, sem fyrirlitleg leiguþý erlendra stórvelda. Leiðtogar og stjórnmálamenn vakið, skólastjórar og kennarar vakið, foreldrar og húsráðend- ur vakið, prestar og listamenn vakið. íslendingar vakið á verði yfir frelsi og erföum. Vakið — veri veturinn blessaður af hin- um hæsta. NU ER öldin önnur. Mestu Árelíus Nielsson. Lundúnapistill (Framhald af 4. síðu) heilög skylda. Félagarnir tveir losna úr fangelsinu og annar þeirra vegur Eddie. Lögfræðingur fátækrahverfisins, sam á sviðinu gegnir svipuðu hlut- yerki og kórinn í gömlu grísku harmleikjunum, talar máli höfund Br þegar hann segir í lokin að Eddie skuli ekki dæmur, þó að hann hafi framið þann höfuðglæp |ém Miller hefur jafnan haft einna mesta andstyggð á: svik við bræðra fag manna. En honum er ekki held ur fyrirgefið. En meðaumkun á hann skilið, því hann var maður Éem þorði að kannast við tilfinning- þr sínar og breyta eftir þeim í irássi við guðs og manna lög. Sú yfirlýsing er að vísu í nokkurri ínótsögn við' persónu Eddies eins cg hún er frá höfundar hendi og eins og hún er túlkuð af leikaran iim, þar sem blind þrjóska og þvermóðska sprottin af særðri ó- vitaðri ást er hreyfiaflið. Eddie sr einmitt eina persóna leiksins ifem ekki þorir að kalla tilfinn- Ihgar sínar réttum nöfnum og það cr einmitt þess vegna sem þær ’kalla yfir sig öll ósköpin. Hann er •blindur á sjálfan sig og það dreg- ur úr áhrifamætti harmleiksins. Atburðirnir á sviðinu sjálfu. Arthur Miller skágengur gersam- lega þá klassisku reglu gömlu harm leikjahöfundanna að láta ÖII meiri háttar tíðindi og „stóra“ atburði gerast að tjaldabaki. í þessu nýja Jeikriti leiðir hann þá fram á svið- ið og lætur þá gerast fyrir allra rjónum. Handtökur, ryskingar, blóð ug einvígi og morð fá að njóta sín í allri sinni dýrð. Fyrir frábæra leikstjórn Peter Brokks verða þau atriði sem önnur í leiknum hríf- andi, áhrifamikil og sönn. Fyrra Jelk'iþt Millers, Thp Cruc: ible, er stórfelídara og stærra í sniðum en þetta nýjasta. Proctor, sem fórnar lífi sínu fyrir sannleik- ann, er óneitanlega meiri hetja en Eddie. Proctor kýs að deyja fremur en láta af sannfæringu sinni. Eddie getur ekki sleppt því sem hann elskar né kannast við ást sína. Það er enginn ljómi písl- arvættis yfir dauðdaga hans. Það er e. t. v. þess vegna sem manni finnst örlög hans öllu mannlegri og mennskari en Proctors, þó að sá síðarnefndi sé náttúrlega meiri fyrirmyndarkarakter en hinn. Jökull Jakobsson. Grein Lippmanns (Framhald af 6. síðu) Títóisminn keppinautur í ÞEIM löndum, sem skemmst eru á veg komin í efnahagsþróun, er efalaust að títóismi hefir meira aðdráttarafl en hinn gamli stalín- ismi. Kommúnismanum sjálfum, sem byltingarfræði og alþjóðlegri endurskipulagshreyfingu, stafar nú | minni hætta en fyrr af skugga rúss neskrar heimsvaldastefnu. Það væri því heimskulegt að loka aug- unum fyrir því, að títóiskur komm únismi er hættulegur keppinautur lýðræðisins. Því að stalínisminn, sem krafðist þjónkunar við-heims- veldi, og var jafnframt ógnun við áhrifastöðu hvíta kynstofnsins, bar sjálfur í sér móteitrið að verulegu leyti. (NY I-Ierald Tribune. Einkarétt- ur á íslandi: TÍMINN). 14. Gufuböð. ! 5. Slá og fáein f leiri íþróttatæki í j sólskýli. 16. Nýtt sólskýli, sem bæri nafn með rentu og veitti skjól og ef hægt væri, hefði útgang beint í bún- ingsklefa. Jón Kristgeirsson. Sýnisig Magnásar A. Áraasonar í j eira um sundhöll — Nú eru það ljósböð, gufuböð, svifslá og fáein fleiri íþróttatæki í skýli, og nýtt sólskýli sunnan undir vegg. — Ei þarf nema einn gikk í veiði- stöð. Eg var ekki fyrr kominn inn í Sundhöll hér um daginn en ýms- ir gáfu sig fram, og sögðu, að ég hefði átt að nefna fleira í sambandi við Höllina, úr því að ég hafi far- ið að ræða um hana á annað borð. Eg hafði í einfeldni minni minnst aðeins á tvö atriði, þau brýnustu, að því er mér fannst. Nú hafði hver og einn nokkuð til mála að leggja. Virðist mér rétt að láta það koma fram, þar eð byrjun er komin. Sá veit gerst hvar skórinn kreppir, sem ber hann. Hér er um að ræða óskir Sundhallargesta með nokkurri leiðbeiningu frá starfsmönnum hennar. Ættu þessir menn, marg- ir hverjir, að vera dómbærir um, hvað hentar bezt. Að vísu mun framkvæmdavald í þessu efni vera hjá bæjarstjórn. En það er varla von, að bæjarfulltrúar, sem ef til vill aldrei koma í höllina, séu að rekast í þessu. Borgar- stjórinnn kvað sækja Sundlaug- arnar. Við hinir erum ekkert of góðir að láta í liós hvers við ósk um. Verður nú sagt frá því sem bar á góma. Ljósböð eru æskileg. Mundi margur þiggja að skreppa þar inn, einkum á vetrum og eridranær, er sólar nýtur ekki. Er það lítið ó- mak fyrir baðgesti. Þeir eru fá- klæddir við sundið, og því lítil tímatöf að því. Að sjálfsögðu yrðu þeir, að greiða gjald fyrir þetta. Ætti því rekstur ljósbaða að geta borgað sig að mestu. Bent var á að tilvalinn staður fyrir þessa starfsemi væri við austurgafl bygg ingarinnar. Þar eru eins konar sval ir yfir vélahúsi, Þær eru ekkert notaðar, en auðvelt að reisa þar skýli yfir ljósböðin og ef til vill fleira. Gufuböð eru hátt á baugi hjá þeim, er sækja Sundhöllina. Marga fýsir að iðka þau. Enda eru þau talin heilsulind mikil. En við ís- lendingar höfum ekki enn lært al I mennt að nota þau. Þarna væru þau mjög aðgengileg fyrir gestina. Sennilega yrði, að greiða eitthvað ! gjald fyrir afnot þeirra, svo að \ reksturskostnaður yrði ekki tilfinn- anlegur fyrir bæinn. Geta má þess hér, að aðgöngueyri að lauginni er mjög í hóf stillt eftir atvikum, enda þótt hér verði ekki óskað eft- ir hækkun hvað það snertir. Það kæmi sér vel, að menn gætu haft eitthvað fyrir stafni þá stund er þeir dvelja í sólskýli. Liggur þá beint við, að fást við einhver í- þróttatæki. Má í því sambandi nefna svifslá og fleira þar að lút- andi, er gefur mönnum færi á að teygja á sér og reyna kraftana. Ekki þarf þessi útbúnaður að vera margbrotinn né flókinn. Kostnað- ur við hann er því sáralítill. Óánægjuraddir hafa alltaf verið uppi um sólskýlið, vegna þess hve þar er áveðra og vindasamt. Eigin- lega er þar aldrei skjól, ef nokkur vindblær er. Skiptir þar máli um vindátt. Fyrir því veigra menn sér við að nota það. Skilyrði þess að njóta sólbaðs eða loftbaðs er af- dráttarlaust, að hafa til þess skjól gegn vindi og hreti. Og menn reyna það ekki neitt að ráði án þess. Áður hefir verið lýst nauð- syn slíkra baða við Sundhöllina. Nú er stungið upp á, að gert sé nýtt sólskýli sunnan undir bygg- lingunni niður við jörð. Þykir tryggt, að þar myndi fást skjól. Getið var um, að haganlegt væri, að fá útgang þaðan beint inn í bún ingsklefa svo að menn gætu geng- ið þangað þurrum fótum, en þyrftu ekki að ösla gegnum ræstiklefa eins og nú ííðkast. Þá kemur hér að lokum saman- dreginn óskalisti í 6 liðum: 1. Stunguútbúnaður við laug, auð- vitað í samræmi við stærð henn- ar. 2. Skúti gegn hreti í sólskýli. 3. Ljósböð. FóðriS íirossin! Búkarest Sýning Magnúsar Á. Árnasonar í Búkarest var haldin 8.—18. okt. Á sýningunni voru 8 tréristur eftir Barböru Árnason og 30 mál- verk og 14 teikningar eftir Magn- ús. Sýningin var opnuð með við- höfn að viðstöddum forstöðumönn um stofnunar þeirrar, er annast menningartengsl við útlönd, er stóð fyrir sýningunni, en auk þeirra voru fulltrúar frá utanrík- isráðuneytinu, menntamálaráðu- neytinu og menningarmálaráðu- neytinu, auk fjölda frægra lista- manna í öllum greinum og þar á meðal framkvæmdastjóra lista* mannabandalagsins. Við opnun sýningarinnar flutti Ionel Jianu prófessor við listaaka- demíuna ávarp og fór lofsamleg- um og hlýjum orðum um list þeirra hjóna. Hann skrifaði einnig formála fyrir sýningarskrána, er var mjög myndarlega úr garði gerð með sjö fetirmyndum af verk um listamannanna. Sýhingin vár haldin í sérlega fallegum sýning- arsölum við aðalgötu borgarinnais Aðsókn var mjög géð og meiri en ráð var fyrir gert, því eftir 'jóra daga þurfti að endurprenta sýning arskrána. 12. okt. var haldið „íslenzkt kvöld“ í húsi Blaðamannabanda- lagsins. Magnús flutti þar erindi um íslenzka myndlist og tónlist, þ. e. a. s. mælti fram fyrstu og síðustu málsgreinarnar á íslenzku, en túlkur hans flutti svo allt er- indið á rúmensku. Þá flutti Nico- lae Vasilescu, íormaður rúmenskr- ar sendinefndar, er heimsótti ís- land í sumar á vegum verkalýðs- félaganna í Reykjavík, skemmti- legt og fróðlegt erindi um dvöl þeirra hér á landi og það, sem þar fyrir augun bar. Síðan voru flutt tónverk af plöt um eftir Magnús Á. Árnason, 3 prelúdíur, 5 sönglög og Sónatína nr. 2. Þessi verk voru flutt í Rík- isútvarpinu fyrir tveimur árum. Aðsókn að fundinum var slík, að færri komust að en vildu og margir urðu að standa- Hér með skora ég á öll dýra- verndunarfélög þessa lands, ásamt yfirvaldi liverrar sýslu, að beita sér fyrir því, að allir hafi hús og fóður handa skepnum sínum í vet- ur og engum líðist að setja sumar skepnur á ekki neitt nema gadd- inn úti, eins og mönnum hefir lið- izt að gera frá ómunatíð með hrossaeignina. Og ekki sízt hætt við því nú, þar sem hrossum hefir stórfjölgað nú undanfarin mörg góðæri, en ekki hugsað fyrir i'óðri og húsnæði handa þeim, að hvenær sem harður vetur kemur, verður almennur fellir vegna fóðurskorts, því að fáir leggja svo vel fyrir nautgripi sína og fénað að þeir megi nokkuð af því klípa handa hrossum. Er því leitt til þess að vita, að ennþá skuli þessi ljóti og hryllilegi leikur vera leikinn, að láta þessi blessuð hross falla úr hungri, hor og kulda hvenær sem harður vetur kemur. Hirða svo gróðann af þeim meðan ve! geng- ur og ekkert þarf upp á þau að kosta, en líkna þeim svo ekkert. þegar þörf er fyrir hjálp. Þetta er því einhver svívirðilegasti gróði, sem menn geta aílað sér og hæfir illa nútíðar mennta og mermingar- öld að vilja enga líkn og mannúð sýna, þegar þess er þörf. Eru því þeir réttnefndir skepnukvalarar. sqip breyta ekki u.m.til þatnaðafi og Játa þetta endmjaka sigi'-.i.-.-ffy Bændur, þið getið sparað ykkur mikil fóðurbætiskaup með því að gefa nautgripum ykkar og fénaði saltað hrossakjöt, blandað svolitlu kornmatarhári. Þið fáið tæpast betri og ódýrari fóðurbætir og úr því allt lifir hér hvað á öðru í þess- um heimi, því þá ekki að notfæra sér kjötið á þennan hátt, eins og handa mönnum, svipað er holdið og blóðið í hvort tveggju? Roskinn og reyndur skagfirzkur starfsmaður á Flugvallarhóleli Keflavíkur. — Á. Sv. Auk blaðaviðtala og erindis þess, sem að ofan getur, flutti Magnús 5 mínútna erindi á íslenzku í útvarp ið í Búkarest, sem síðan var flutt í rúmenskri þýðingu. Þá skrifaði hann grein fyrir „La Roumaine Nouvelle“, blað sem gefið er út á frönsku og sent er til annarra landa. Og loks átti hann viðtal á ensku, sem flutt var í enskri dagskrá útvarpsins í Búkarest. (Frétt frá Vináttutengslum fs- lands og Rúmeníu.) Faðir okkar Brynjólfur Björnsson frá NorSfirSi, andaSist aS heimili okkar, Stangarholti 34 þann 26. þ. m. JarSar- förin ákveSin síSar. Þórdís og Bjarnheiðijr Brynjólfsdætur. Hjartans þakkir tii allra er sýndu okkur samúS og vináttu við hið sviplega fráfall Gunnars Gissurarsonar. Sérstaklega þökkum við starfsfélögum hans á bifreiðaverkstæöi S. í. S. fyrir rausn þeirra og vinsemd í hans garð. Fyrir hönd vandamanna. iílÍÍK'.'J.'lÍYúJP.Ó'xO. Ir.38 ffþJ, ,3ÓCf 'IÍ’IV.Í jJáj : ,1‘i GsrSFKn'íPáJjjdóttir^Gisgyr^^v. ^yjUKsson.^.j-u'J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.