Tíminn - 30.10.1956, Qupperneq 6
6
T í MI N N, þriðjudaginn 30. október 1956,
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Ritstjórar: Haukur Snorrason
Þórarinn Þórarinsson (áb.).
Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu.
Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn),
auglýsingar 82523. afgreiðsla 2323.
Prentsmiðjan Edda h.f.
B- -------------------------------------
Norrænn dagur
BLÖÐ og útvarp til-
kynna, að í dag sé norrænn
dagur. Þjóðhöfðingjar hafa
flutt ávörp, ýmsir forustu-
menn sagt vængjuð orö um
samstarf, bróðurhug og
frændsemi. En margir iáta
sér fátt um finnast. Telja
þessi ytri merki helzta ein-
kenni norrænnar samvinnu,
kalla að hún sé lítil nema á
vettvangi veizlugólfs á tylli-
degi. Þetta er vitaskuld mik-
ill misskilningur, byggður á
of miklu bráðlæti um þróun
milliríkjastarfs. Auðvelt er að
nefna fjölda dæma um norr-
æna samvinnu, sem eru hert
í eldi reynslu og gagnsemi.
Það er líka auðvelt að benda
á, að á mörgum sviðum nær
hún skammt. En það er rangt
mat á samtímasögunni að vé-
fengja gagnsemi norrænna
samskipta á þessum grund-
velli. Miðað við samskipti
annarra ríkja hins frjálsa
heims og heildarþróun al-
þjóðasamskipta á liðnum
áratugum, er norræn sam-
vinna fyrirmynd. Norður-
landaþjóðir leggja allar kapp
á að efla samstarf sitt og
auka skilning á viðfangsefn-
um hvor annarrar. En á
þeirri braut verður engum
skjótum sigri náð. Það er ó-
hófleg óþolinmæði að ætl-
ast til þess að stór stökk séu
tekin fram á við af Norður-
landabúum að þessu leyti á
sama tíma sem alþjóðleg
samskipti yfirleitt þumlung-
ast áfram, og standa stund-
um í stað eða er hrundið aft-
ur á bak úti á hinu stóra
veraldarsvæði.
ÞAÐ ER gagnlegt að
halda norrænan dag, jafnvel
þótt ekki sé nema fimmta
hvert ár, og gera hann að
fcynningar- og fræðsludegi
um Norðurlönd. Ekki sízt á
þessum tímum. Ýmsum verð-
ur starsýnt á þá staðreynd,
að Norðurlönd eru ekki efna-
hagsleg heild, og munu seint
verða vegna ólíkra atvinnu-
skilyrða og mismunandi að-
stöðu á ýmsum sviðum, og svo
vegna mismunandi viðhorfs
þjóðanna. í utanríkismálum
hafa löndin ekki átt samleiö
í einstökum atriðum enda
þótt öll séu í fremsta flokki
þeirra, sem virða og verja
frelsi og mannréttindi. En
þótt hver þjóð fari að nokkru
sínar eigin götur í daglegum
framkvæmdamálum er það
fleira sem sameinar en að-
skilur. í ágætri hugvekju um
norrænt menningarsamstarf,
sem Gylfi Þ. Gíslason
menntamálaráðherra ritar í
nýtt hefti af félagsblaði
Norrænafélagsins, ræðir
hann einmitt þessi atriði og
kemst m. a. svo að orði:
. . . Lífið hefur fleiri
hliðar en þær, sem lúta að
varnarmálum og efnahags
málum — sem betur fer.
Einstaklingar og þjóðir
þurfa að sjálfsögðu að
njóta öryggis og hafa bæði
í sig og á En fullkomið
stjórnarfar og blómlegur
búskapur er ekki lokamark
í sjálfu sér heldur jarðveg
ur menningarlífs. Norður-
lönd eiga ekki að öllu leyti
sömu hagsmuna að gæta í
varnarmálum og efnahags
málum. En menning þeirra
er ein og hin sama, sprott-
in upp af einni rót. Norr-
ænar þjóöir eiga sér sam-
eiginlega sögu, töluðu eitt
sinn sömu tungu, hafa um
aldir aðhylzt skyldar
skoðanir á réttu og röngu,
fögru og Ijótu, og hafa á
síðustu áratugum gerzt
brautryðjendur velferðar-
hugsjóna í þjóðfélagsmál-
um. Norðuriönd eru ekki
hernaðarheild og ekki held
ur efnahagsheild. En þau
eru menningarheild. Þess
vegna er menningarsam-
starf sú norræna sam-
vinna, sem er eðlilegust
og á að geta orðið frjósöm-
ust. . . .“
ÞETTA eðlilega norræna
samstarf að hvers konar
menningarmálum mun smátt
og smátt þoka þjóðunum nær
hver annarri og um leið und-
irbúa jarðveginn fyrir sam-
stöðu og samstarfi á öðrum
sviöum þá fram líða stundir.
Hér heima virðist stundum
ástundað af mestu kappi að
toga menn í dilka austurs
eða vesturs. Þær sviptingar
byrgja stundum sýn til þess,
sem er aðalatriðið og í rauh
og veru viöhorf alls þorra
landsmanna: íslendingar eru
norræn þjóð. Sú staöreynd
hefur mótað sögu þéirra og
menningu, og hún mótar lífs-
viðhorf fjöldans í dag. Það er
hin trausti grunnur, sem ekki
bifast, þótt vindar höfuðátt-
anna blási fast um sviðið.
Pólitískt ofstæki
ÞAÐ rirjast upp á þess-
mm norræna degi, að flokks-
stjórn Sjálfstæðismanna
taldi það heppilega starfs-
aðferð fyrir einum tveimur
árum að ná undir sig ýmsum
fcunnum ópólitískum félög-
'um, eins og Norrænafélag-
:inu, sem áður höfðu lotið
stjórn áhugamanna úr öllum
;3tjórnmálaflokkum. Var gerð
'um þetta sérstök áætlun.
iHeimdalIarlið gerði innrás á
íélagsfundi með fjölritaðar
íillögur um uppstillingarlista
upp á vasann. Mönnum sem
lengi höfðu þjónað og unnið
mikið starf og óeigingjarnt,
var hrundið úr áhrifastöðum
og einlitri hjörð stillt upp í
staðinn. Síðan hefur þess ver
ið vandlega gætt, að enginn
óverðugur í augum flokks-
stjórnarinnar yrði tekinn í
trúnaðarstarf.
MEÐ ÞESSU atferli er
heilbrigðu félagsstarfi, sem
miðar að almennri kynningu,
unnið tjón, tortryggni sköp-
ER.LENT YFIRLIT:
Hvert stefnir í Austur-Evrópu?
Nokkrar bollaleggingar eftir atburftma í Póllandi og Ungverjalandi
ATBURÐIRNIR í Póllandi og
Ungverjalandi hafa verið helzta um
talsefni manna seinustu vikur og
verður það að líkindum lengi enn.
Öllum kemur saman um, að hér
sé um atburði að ræða, er geti
haft heimssögulega þýðingu. Á
þessu stigi verður þó að sjálfsögðu
ekkert endanlega fullyrt um áhrif
þeirra og afleiðingar. Af ýmsum
líkum virðist þó mega ráða, hvað
helzt muni leiða af þeim. En vitan-
lega getur eitthvað átt eftir að ger-
ast, sem getur breytt þeirri þróun,
sem sennilegast virðist nú.
Hér á eftir verður minnt á nokk-
ur þeirra atriða, sem mest hefur
verið rætt um í sambandi við þau
áhrif og afleiðingar, sem þessir at-
burðir muni hafa.
ÞAÐ ER ÖLLUM augljóst, sem
reyna að líta hlutlaust á þessi mái,
að hér er fyrst og fremst að ræöa
um uppreisn gegn nýlendustjórn
Rússa. Það þýðir hinsvegar engan-
vegin, að þessar þjóðir vilji snúast
gegn Rússum og taka þátt í sam-
tökum gegn þeim. Landfræðileg af-
staða þeirra er m.a. slik, að þær
þurfa að hafa góða sambúð við
hinn austræna nábúa. Það væri eins
rangt af þeim að ganga í bandalag
gegn Rússum og af okkur að ganga
í bandalag gegn Bandaríkjamönn-
um. Slíkt myndi ekki heldur leiða
neitt gott af sér, heldur aðeins
ýta undir tortryggni Rússa og auka
stríðshættuna á ný. Hin rétta stefna
þessara þjóða er sú, að reyna að
losna við öll nýlenduyfirráð Rússa,
en hafa við þá vinsamleg samskipti
á jafnréttisgrundvelli. Afskipti
Vesturveldanna af þessum málum
þurfa að markast af þessum sjónar
miðum.
Eins og nú horfir, eru mestar
líkur til þess, þrátt fyrir alla þessa
atburði, að þessar þjóðir haldi á-
fram enn um hríð að vera í varnar
bandalagi með Rússum, en taki
ekki upp hlutleysisstefnu. Samt má
ekki halda, að engin breyting hafi
orðið. Ef sambúð þeirra og Rússa
kemst á jafnréttisgrundvöll og
rússneski herinn hverfur úr lönd-
um þeirra, hefur orðið stórkostleg
breyting. Þessar þjóðir hafa þá
miklu betri aðstöðu eftir en áður
til að draga úr árásarstefnu, er
Rússar kynnu að aðhyllast. Þær
myndu líka vafalaust gera það, því
að ný styrjöld myndi fyrst og
fremst bitna á þeim.
ÞÓTT UPPREISNIN í Póllandi
og Ungverjalandi beinist fyrst og
fremst gegn nýlendustjórn Rússa,
beinist hún einnig gegn hinu komm
únistíska skipulagi, sem tekið hefir
verið upp í þessum löndum. Hún
beinist bæði gegn því andlega ó-
frelsi, sem jafnan fylgir konimún-
ismanum, og hinu efnahagslega
kerfi hans, þ. e. einhliða ríkis-
rekstri. Með þessu er hinsvegar
ekki sagt, að þjóðir þessara landa
óski eftir að endurreisa hið kapítal
istíska kerfi, sem áður var búið
við. Því fer vafalaust fjarri. Fólkið
vill vafalaust ekki fá aftur iðju-
höldana og stórbændurna, sem áð-
ur þrengdu lífskjör þess og stjórn
uðu með harðri hendi. Af kröfum
verkamanna virðist helzt mega ráða
að þeir vilji koma rekstri iðnaðar-
ins á grundvöll framleiðslusam-'
vinnu, þ. e. að verkamenn fái hlut-
deild í stjórn verksmiðja og ágóða
þeirra. Kröfur bænda eru hinsveg-
ar þær, að styrktur verði sjálfs-
eignabúskapur bjargálna bænda
stéttar, er noti sér úrræði samvinnu
og samhjálpar á sem flestum svið-
um. Hugur alþýðunnar í þessum
löndum virðist því mjög hneigjast
að úrræðum samvinnu og samhjálp
ar, en hafna hinum algera ríkis-
rekstri og kapítalismanum.
Ef þessar þjóðir fá óáreittar að
ráða málum sínum, gæti þróun
félagsmála hjá þeim orðið hin
merlcasta.
STÆRSTA spurningin, sem rís
í sambandi við þessa atburði alla,
er tvímælalaust sú, hvaða áhrif þeir
kunna að hafa á þróunina í Sovét-
ríkjunum. Það skiptir að sjálfsögðu
mestu fyrir gang heimsmálanna.
Eins og nú horfir, hafa Rússar
tæpast nema um tvær leiðir að
velja.
Önnur leiðin er sú, að þeir hverfi
aftur til Stalinismans og berji niður
allar frelsishreyfingar, bæði í lepp-
ríkjunum og heima fyrir, með
harðri hendi. Slíkt virðist vart
sennilegt. Með því móti myndu
rússnesku valdhafarnir ekki aðeins
fá þessar þjóðir á móti sér, heldur
jafnvel sína eigin þjóð, sem hefur
nú hlotið nokkurt aukið frjálsræði
og gerir kröfu til þess, að haldið
verði áfram á þeirri braut.
Hin leiðin er sú, að valdhafar i
Rússa reyni að gera eins gott úrl
þessu og orðið er, slaki til við >
leppríkin og hefji við þau sam- •
vinnu á jafnréttisgrundvelli. Jafn- i
framt þessu haldi þeir svo áfram1
að auka frjálsræði heima fyrir.
Miklu meiri líkur benda til, að
þessa leið muni valdhafarnir rússn
esku velja, tilneyddir af rás atburð
anna og kröfum fólksins.
Ef niðurstaðan verður þessi, eins
og flest bendir til, hefur hér raun-
ar ekki gerst annað en það, sem
oft áður hefur gerzt í mannkyns-
sögunni. Eftir að einræðisstjórn
hefur neyðst til að gera tilslakanir,
hefur þróunin í frelsisátt orðið
’miklu örari en hún reiknaði með
og kerfi hennar breyzt eða hrunið
til grunna.
ZOLTAN TILDY
fyrrv. formaSur Smábændafiokksins
í Ungverjalandi, sem hefir nú tekiS
sæti í ríkisstiórninni aftur eftir að
hafa setið í fangelsi í ailmörg ár.
Hann var um skeið forseti Ungverja-
iands fyrst eftir styrjöldina.
í FRAMHALDI af þessu, spyrja
nú margir: Hver verður fram-
tíð kommúnismans í Sovétríkjun-
um og raunar í öllum heiminum,
ef atburðarrásin í Sovétríkjunum
verður á þessa leið?
Endanlegt svar við þessu veit
vitanlega engin nú. En dæmt eftir
reynslú mannkynssögunnar, virðist
það hugsanlegt, að annaðhvort taki
kommúnisminn verulegum breyt-
ingum, svo að hann verði raunar
önnur og ný stefna, eða að Iierfi
hans hrynji alveg. Sumir giska á,
að lierinn muni brátt taka völdin
af flokknum í Sovétríkjunum, og
breyti skipulagsháttunum. Margir
benda á, að sú breyting sé nú raun-
verulega orðin í Sovétríkjunum, að
í stað eldheitra byltingarmanna, er
stjórnuðu þar áður, sé kominn til
valda tækifærissinnuð yfirstétt, er
hugsi meira um það að treysta að-
stöðu sína en að framfylgja viss-
um kennisetningum, sem reynslan
hefur dæmt óhæfar á ýmsan hátt.
HVAÐ sem þessum spádómum
líður, er eitt víst: Miklar hræring-
ar eiga sér nú stað í öllum löndum
(Framhald á 8. síðu.)
'&AÐSroMN
uð í stað trausts, klíkusjón-
armið hafin upp fyrir al-
menn viðhorí. Menningar-
starf látið gjalda ómenningar
fámenns hóps að ósekju.
Vonandi er, að flokksforust-
an átti sig á því áður en
meira er gert, að hún er
þarna á villigötum. Þessar
starfsaðferðir eru hvorki til
gagns né sæmdar, hvernig
sem á málið er litið. Þær
eiga engan rétt á sér. í þess-
um félögum á enn að ný að
takast samstarf áhugamanna
án afskipta pólitískra of-
stækismanna.
Peningarnir eru undirrótin.
SAMTÖK kennara, fundir sam-
vinnumanna og fleiri aðila, hafa
birt ályktanir um sorpritin og
krafist þess, að það flóð, sem nú
streymir frá nokkrum prentsmiðj-
um í höfuðstaðnum, verði stöðv-
að. Menntamálaráðherra hefir
skipað nefnd manna tii að athuga
mál þetta og gera tillögur um,
hvernig megi vinna að úrbótum,
án þess að skerða eðlilegt prent-
frelsi. Af fréttatilkynningu ráðu-
neytisins um nefndarskipunina
og verkefnið varð ljóst, að ráð-
herra og ráðgjöfum hans er vel
ljóst, að þarna er um vandasamt
mál að ræða, og meðalvegurinn
er þröngur og vandrataður. Það
er vafasamt að setja upp ein-
hvers konar ritskoðun, en hins
vegar óþolandi, að gróðafyrir-
tæki fárra einstaklinga rífi nið-
ur það, sem menntastofnanir og
heimili reyna að byggja upp. A
því er enginn efi, að peningar eru
undirrót æsiritanna. Sú stað-
reynd varð glöggum kennara leið-
beining til að benda á leið til að
stöðva sorpritaútgáfuna án rit-
skoðunar. Það á ekki að banna
þessi rit, nema þá af sérstöku til-
efni hverju sinni, heldur á að búa
svo um hnútana af opinberri
hálfu, að útgáfan verði aldrei
gróðavegur. Því marki má ná
með skattheimtu til dæmis. Ef á-
góðinn af útgáfunni í núverandi
mynd væri tekinn og lagður til
menningarmála, mundi skjótlega
hlaðast stífla í sorpritaflóðið. Ein-
staklingar munu snúa sér að öðr-
um verkefnum.
Útlenda sorpið eklci betra.
í SAMBANDI við þessar umræður
er rétt að vekja athygli á því, að
útlendu sorpritin og hasarblöðin,
sem hingað flytjast, eru sízt betri
en innlenda framleiðslan. Það
ætti að vera auðvelt að losa þjóð-
ina við þann óþverra. Við búum
ekki við frjálsa verzlun hvort eð
er, og höfum ekki gert um lang-
an tíma. Mörg nauðsynjavara fæst
ekki vegna þess að gjaldeyrir
fæst ekki. Það er því einfalt mál
að stöðva óþarfa og óþverra þá
leiðina, ef skilningur er á því.
Forréttindi sjoppanna.
ÞAÐ ER einkennileg stefna hjá
bæjaryfirvöldum hér í Reykjavík,
og raunar víðar, að á sama tíma
sem samtök kennara og æskulýðs-
leiðtoga, og margir aðrir aðilar,
keppast við að fordæma sorprit
og margt fleira, sem glepur fyrir
æskunni, eru þessi yfirvöld sífellt
að aðstoða við að stofnsetja sjopp
ur vitt um borgina, jafnvel þar
sem sízt skyldi, í grennd við skóla
og íþróttasvæði. Það er furðulegt
sjónarmið, að fyrirskipa lokun
mjólkur- og brauðbúða á sama
tíma og sígarettur, gosdrykkir og
sorprit fást á öðru hverju götu-
horni, með sérstöku leyfi og fyr-
irgreiðslu yfirvaldanna fram und-
ir miðnætti. Þetta er öfugstreymi.
Þarna er góðsemi við gróðasjón-
armið orðin helzt til mikil. —
Frosti.