Tíminn - 04.11.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.11.1956, Blaðsíða 7
T í M I N N, sunnudaginn 4. nóvember 1956. 7 S RIFAÐ OG SKRAFAD - Árás Ereta og beitir fsví. — an í variiarmálimiiM. — Þrísöngur SjálístæSismanna á Aífjkgi. — Lofsöngur íhaldsforkgj á Egypfaland. — Ofbeldimi verSnr aS mótmæla, án tillits til þess hver unMaSiS hamast gegn stefnn SjálfstæSismanna frá 1949. — íslenzka stefn- anna um hagsbætnr Orsök stöðvnnarlagaiina. — Yfirboðstillögur á Alþingi STÆRSTU TÍÐINDI vikunnar,! sem leið, eru tvímælalaust árás I Breta og Frakka á Egyptaland.i Með þessari árás hafa þessar j merku þjóðir sett svartan blett á skjöld sinn. Árás þeirra hcfir líka undantekningarlaust hlotið fordæm ingu frelsisvina og lýðræðissinna ; um allan heim. Aðeins á einum i stað, virðist þessari árás vera fagn i að. Það er hjá einræðisstjórninni í Kreml. í skjóli þessarar árásar, virðist hún ætla að herða aftur tökin í Ung' rjalandi. Atburðirnir í Egyptalandi og Kngverjaiandi sýna, a'ð enn ev ekki til nein alþjóðleg samtök,er geta stöðvað ofbeldisaðgerðir stór yelda með valdi. Það hefir hins- yegar komið í Ijós. að almenn- ingsálitið í beiminum getur mátt sín mikils, ef því er skipulega beitt gegn ofbeldismönnum. Þar geta Sameinuðu þjóðirnar tví- mælalaust unnið mikilvægí verk. Rússar Iiafa áreiðanlega farið með meiri gætni í Ungverjalandi en ella vegna almenningsálitsins í heiminum. Eins er víst, að Bret- ar og Frakkar fara vægilegar vegna afskipta Sameinuðu þjóð-' anna og þeirrar almennu andúð- ar, sem framferði þeirra hefir vakið. Því bstur sem almennings- álitið er skipulagt til þess að stöðva umræddar ofbcldisaðgerð- ir, því meiri vonir eru til þess, að Rússar, Breíar og Frakkar fari sér hófsamlegar. Víða um heim eru nú haldnir fundir til þess að mótmæla þeim ofbeldisverkum, er hafa átt sér stað í Ungverjalandi og Egypta- landi. íslendingar mættu gjarnan láta heyra til sín á sama hátt. Nú hafa samtök stúdenta og rithöf- unda boðað fund til að mótmæla ofbeldi Rússa í Ungverjalandi. Víssulega er allt gott um það að segja. En því að mótmæla ekki líka framferði Breta og Frakka í Egyptalandi? Er ofbeldið nokkuð betra, ef það er framið af Bret- um og Frökkum en Rússum? Eru sprengjuárásir úr brezkum og frönskum flugvélum nokkuð betri en árásir rússneskra skriðdreká? Nei, íslenzkir stúdcntar og rithöf- undar mega ekki flokka ofbeldið eftir því, hver fremur það, heldur mótmæla því í öllum þessum myndum og án tillit til þess, hver frémur það. Það eitt er frelsis- hugsjón íslenzku þjóðarinnar sam- boðið. Stelnan Irá 1949 í sambandi við atburði bá, er gerzt hafa i Ungverjalandi og Egyptalandi að undanförnu, hefir það komið betur og betur í Ijós, hvo fullkomlega forvígisinenn Sjálf stæðisflokksins hafa nú svikið ,þá utanríkisstefnu, sem þeir mörkuðu 1949, ásamt Framsóknarflokkn- um og Alþýðuflokknum, en hún var sú, að herseta yrði ekki leyfð hér á friðartímum. Mbl. hefir mjög kappsamlega reynt að túlka þessa atburSi sem sönnun þess, að herseta sé nauð- synleg á fslnndi um ófyrirsjáan- lega framtíð. Þetta gerir það, þótt flestum komi saman um, a‘ð atburðirnir í leppríkjunum veilci hernaðarsty. k Rússa og dragi því úr árásarhæUu úr þeirri átt. Það gefur sér heldur ekki tíma tf.l að bíða cftir því, hver árangur ver'ð- ur af miiligöngu Sameinuðu þjóð anna í Súezdeiiunni, en vcl má vera, a‘ð lausn hennar sé nú nærri en margur hyggur. Fyrir Mbl. virðisí það eitt vera áhuga- mál að gera sem mest úr strí'ðs- hættunni og teikna sem óíri'ð- vænlegastar myndir á vegginn. Þegar Búdapcstbúar höfðu velt hinu mikla Stalínlíkneski af sfalli ■ árdögum uppreisnarinnar gegn kúgun kommúnismans, let múgurinn ekki þar við sitja, heldur hóf að lima líkneskið sundur, brjóta fennurnar og vinna á því önnur spjöll. Að lokum var hin afmyndaða táknmynd kommúnismans dregin um göfurnar og fót- um troðin. Þar fékk útrás margra ára innibyrgð heift fyrir kúgun og misgerðir valdhafanna. Ef fara ætti inn á þá braut að telja hvers konar árekstra og skær- ur milli þjóða réttlætingu fyrir hersetu á íslandi, er það alveg víst, að hún yrði hér næstu aldirn- ar. Við þetta var stefnan frá 1949 vissulega ekki miðuð. Hún var miðuð við það, að hér væri ekki her, nema stríðshætta væri yfir- voíandi á Atlantshafssvæðinu. Þetta sést bezt, ef menn virða fyr- ir sér ástandið 1949. Þá var barist í Kína, í Indó-Kína, í Palestínu, og flutningabannið á Berlín stóð þá sem hæst. Ófriðarhorfur voru þá vissulega miklu meiri en nú. Þó höfnuðu íslendingar hersetu þá. Þeir féllust ekki á hana fyrr en Kóreustyrjöldin hófst, en þar börð- ust raunverulega Bandaríkjamenn og Rússar og því fylgdi henni stríðshætta á Atlantshafssvæðinu. Þegar skrif Mbl. nú eru athuguð í ljósi þessara staðreynd, sést það gleggst, hve alger breyting hefir orðið á stefnu Sjálfstæðismanna síðan 1949. i varnarmálunum íslenzka stefnan Stcfnan, sem andstöðuflokkar konimúnista mótuðu 1949, var vissulega byggð á sterkum rökum. Langvarandi herseta hefir hvar- vetna gefist illa og það alveg eins þótt aðkomuherinn sé frá vinveittri þjóð. Þess vegna kusu íslendingar heldur þá áhættu, — eins og Bjarni Benediktsson orðaði það, — er fylgdi því að hafa ekki her, en áhættuna, sem fylgir langvarandi hersetu. Framsóknarmenn og Alþýðu- flokksmenn halda enn fast við stefmina frá 1949, þótt forkólfar SjálfstæSisflokksins hafi skorist úr leik og brugðist henni. Þess vegna beita þeir sér fyrir því, að undirbúningur verði hafian að brotíför hersins. Þeim er það hins vegar ljóst, að er.n gctur syrt í i óiinn, þótt friðarhorfur hafi far- j ið batnandi a@ undanförnu. Þess I vegna vilja þeir láía haJda við í varnarmanRt'irkjum, svo að þauj geti veri'3 til taks, ef á þarf að; halda. En íslendmgar eiga sjálfirj að annast þessa gæzlu, nema al-1 veg óveiijulegar aðstæður séu fyrir hendi. Þannig verður tryggður liér hæfilegur viðbún- aður, án þess að þurfa að búa við langvarandi hersetu. Þetta er áreiðanlega hin eina rétta íslenzka stefna í þessum mál- um. Það mun síðar talið andstöðu- flokkum kommúnista til gildis, að þeir hafi borið gæfu til þess að marka rétta stefnu í þessum mál- um vorið 1949. Það verður hins vegar ekki neinn vegsauki fynr forkólfa Sjálfstæðisflokksins að hafa brugðist þessari stefnu, þeg- ar á reyndi. En þjóðin mun ekki bregðast og þess vegna mun Fram sóknarmönnum og Alþýðuflokks- mönnum auðnast að fylgja stefn- unni frá 1949 fram til sigurs. Þrísöngur SjálfstæíJis- manna á Alþingi Sjálfstæðismenn liafa seinustu viku haldið uppi málþófi gegn verð- og kaupfestingarlögum ríkis- stjórnarinnar. Umræður þessar hafa verið hinar lærdómsríkustu um starfshætti Sjálfstæðisflokks- ins. Sjálfstæðismenn hafa nefnilega sungið þrísöng við þessar umræð- ur. Bjarni Benediktsson og Björn Ólafsson hafa verið látnir lýsa því yfir, að með þessum lögum væri raunverulega verið að fram- kvæma stefnu Sjálfstæðismanna og hefði hér gerzt ánægjuleg stefnubreyting hjá Alþýðuflokks- mönnum og kommúnistum. í ann an stað hafa Ólafur Björnsson og Jóliann Hafstein verið látnir deila á lögin fyrir það, að kaupbind- ing væri óhagstæð launþegum. í þriðja lagi hafa Ingólfur Jónsson og Jón á Reynistað verið sendir fram til að halda því fram, að verðfestingin væri andstæð bænd- um. Þannig hefir verið reynt að fullnægja öllum með þessum þrí- söng Sjálfstæðisflokksins — bæði þeim, sem eru ánægðir með lög- in, og hinum, sem kunna að vera andvígir þeim af einhverjum sér- ástæðum. Um hitt hefir ekki ver- ið skeytt, þótt slíkur málflutning ur gerði það næsta óljóst, hver sé liin raunverulega stefna Sjálf stæðisfíokksins í málinu. Þetta er hins vegar ekki neitt nýtt. Starfshætíir Sjálfstæðisflokks ins liafa jafnan verið svona. Þeir hafa verið fólgnir í loddaraskap, sem hefir beinst að því að reyna að þóknast öllum og að því að' leyna hinni raunverulegu stefnu. Þessi loddaraháttur hefir þó sjald- an komið eins glöggt fram og í þessum umræðum. „Hagsbætur“ dýrtítS- arinnar Þótt Sjálfstæðismenn hafi með þrísöngnum reynt að leyna hinni raunverulegu stefnu sinni, hefir hún eigi að síður komið ótvírætt í ljós. Hún gerði það, þegar Bjarni Benediktsson gat ekki stillt sig um að lýsa þeirri skoðun, að verð- bólga tryggði næga atvinnu og launajöfnuð milli stétta. Þar kom fram sama kenningin og hjá Ólafi Thors á þingi 1945, þegar hann hélt því fram, „að dýrtíðin hefði miðað að því að dreifa tekj- um milli framleiðenda og annarra og þannig orðið til eðlilegrar auð- jöfnunar öllum þorra manna til hagsbóta.“ Það hefir líka komið fram því greinilegar, sem liðið hefir á áðurnefndar umræður á Al- þingi, að Sjálfstæðisflokkurinn er fjandsamlegur verð- og kaup- festingarlögunum, þótLhann þyk- ist fylgjandi þeim í orði kveðnu vegna hins almenna vilja, sem er fyrir því að stöðva dýrtíðina. For ingjar Sjálfstæðisflokksins Iiafa með því sýnt, að þeir eru mót-. failnir bæði þessmn og öðrum ráðstöfunum, er miða að því að stöðva verðbólg'una. Andstaða þeirra stafar hins veg- ar síður en svo af því, að verð- bólgan tryggi næga atvinnu, eins og Bjarni Ben. segir, eða jafni tekjur og tryggi öllum hagshætur, eins og Ólafur Thors segir. Ástæð- an er þvert á móti sú, að verðbólg- an gerir kjörin ójafnari, eykur gróða braskara og milliliða, en þrengir að almenningi. Þess vegna vilja gróðamcnn og braskar- ar viðhalda henni. Þess vegna er Sj álf stæðisf lokkurinn andvígur stöðvun liennar og reynir nú eftir megni að rægja stöovunarlögin bæði meðal launþega og bænda. Hann er þar sem fyrr að ganga er- inda milliliðanna, sem raunveru- lega ráða flokknum. | Orsök stö (Svunarlaganna j Nokkuð hefir verið deilt um það á Alþingi hver sé orsök þess, að þurft hefir að grípa til ráðstafana eins og verð- og kaupfestingarlögin eru. Slíkt ætti þó vissulega ekki að þurfa að dyljast neinum. Jóhann- es Nordal liagfræðingur benti mjög greinilega á orsökina í tímariti Landsbankans í árslok 1954. Hann sagði þar að hin hóflausa fjárfest- ing myndi draga dilk kauphækk- ana og verðhækkana á eftir sér, nema gerður yrði sérstakar ráðstaf- anir til úrbóta. Ríkisstjórnin hélt hins vegar að sér höndum. Næsta vor skullu kauphækkanirnar á og verðhækkanirnar fylgdu svo á eftir. Raunverulega var þessi óheilla- þróun mörkuð við stjórnarskiptin 1953. Sjálfstæðismenn gerðu þá kröfu til að stórlega yrði dregið úr öllum fjárfestingarhömlunum. í kjölfarið fylgdi hin takmarka- litla fjárfesting og ofþensla. Of- þenslan hafði það í för með sér, að mörgum stéttum var greitt hærra kaup en taxtar mæltu fyr- ir um. Kauphækkunin var því raunverulega komin á að mjög miklu leyti fyrir verkföllin 1955, því að raunverulega gerðist þá ekki annað en að þau félög, sem höfðu dregist aftur úr, voru að fá hækkun til samræmis við aðra. Ofþenslan, sem hljóp af stokkun- um við stjórnarskiptin 1953, er meginorsök þess, hve illa er nú komið. Hvers vegna knúði Sjálfstæðis- flokkurinn fram þessa óheillaþró- un við stjórnarskiptin 1953? Því er fljótsvarað. Braskararnir, sem ráða flokknum, vildu fá ofþenslu og verðbólgu. Þeir vissu, að það var hagkvæmt fyrir þá. Þess vegna settu Sjálfst.menn þetta á oddinn. Annars hefðu þeir ekki fallist á rafvæðingu dreifbýlisins og önnur nauðsynjamál þess. YfirbotSstiIIögur SjálístæÖismanna Sjálfstæðismenn kvörtuðu mjög undan yfirboðum stjórnarandstæð- inga meðan þeir sátu í stjórn. Þessari gagnrýni sinni virðast þeir nú búnir að gleyma. A. m. k. kepp- ast þeir nú við að flytja yfirboðs- frumvörp á Alþingi, þar sem gert er ráð fyrir milljónatuga framlög- um ríkisins, án þess að bent sé á nokkrar leiðir til að afla umræddra fjármuna. Sjálfstæðismenn hafa þegar lagt fyrir Alþingi eftirgreind frumvörp og tillögur, sem ganga í þessa átt: Frumvarp um jafnvægissjóð, er ríkið leggi til 75 millj. kr. Frumvarp um Fiskveiðasjóð, þar sem gert er ráð fyrir, að árlegt framlag ríkisins aukist um 10 millj. króna. Tillaga um eftirgjöf á 12.5 millj. kr., er bændur á Suðvesturlandi fengu lánaðar í fyrra vegna óþurrk anna. Þá hafa Sjálfstæðismenn flutt tillögur um aukið framlag til iðn- lánasjóðs, aukin framlög vegna holræsagerðar í kauptúnum og um afnám ýmsra tolla. Vitanlega væri það æskilegt, ef hægt væri að fullnægja þessum til- lcgum Sjálfstæðismanna um aukin útgjöld. En það tókst hins vegar ekki meðan þeir sátu í stjórn, og þess vegna hefði verið viðkunnan- legra fyrir þá sjálfa að flytja þær, ekki svona strax eftir stjórnar- skiptin. Það sýnir annað tveggja, að þeir treysta núv. stjórn betur en sinni eigin stjórn eða að þeir hafa fallið fyrir sömu freistingum og þeir ásökuðu stjórnarandstæð- inga fyrir áður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.