Tíminn - 11.11.1956, Blaðsíða 1
Fylgizt með tímanum og lesið
TÍMANN. Áskriftarsímar 2323 og
81300. Tíminn flytur mest og fjöl-
breyttast almennt lesefni. j S 3.;
40. árgagnur.
Reykjavík, sunnudaginn 11. nóvember 1956
12 síður
Munir og minjar, bls. 4. : ’j
Mál og menning, bls. 4.
Lífið í kringum okkur, bls. 4.
Erlent yfirlit, bls. 6. 5
Skrifað og skrafað, bls. 7.
257. blað
Rússar hóta sendingu sjálfboðaliða,
ef herir fari ekki skjótt frá Sáez
Stöðugur orðrómur að russueskar flugvéi-
ar og ftugm. séu komnir til Arabaríkjanna
Moskvu og London, 10. nóv. — Tass-fréttastofan rúss-
neska birti í dag tilkynningu frá hinu opinbera og segir þar,
að Sovétríkin fagni vopnahléi í löndunum fyrir botni Mið-
jarðarhafs, en harmi jafnframt að ísraelsmenn, Bretar og
Frakkar skuli ekki hafa hörfað með her sinn á brott. Margir
rússneskir fiugmenn og hermenn, sem börðust í seinustu
heimsstyrjöld, en nú eru í varaliðinu, hafi farið þess á leit
að fá leyfi til að fara sem sjálfboðaliðar til Egyptalands. Seg-
ist Sovétstjórnin ekki muni meina þessum mönnum að gera
svo, ef í ljós komi að Bretar og Frakkar þverskallist við að
fara brott með lið sitt.
Sfiepifov í KefSavik
í gærmorgun
í gærmorgun lenti flugvél frá
SAS flugfélaginu á Keflavíkur-
flugvelli. Hafði hún orðið að snua
við vegna mótvinds á leið sinni
vestur um haf. Klukkustund áður
en vélin lenti, var starfsfólki á
veilinum tilkynnt, að meðal far-
þega í vélinni væri Shepilov,
utanríkisráðherra ráðstjórnarríkj
anna, og er vélin lenti voru mætt
ir flugvallarstjóri, Pétur Guðm-
undsson og Magnús Guðjónsson,
fulítrúi lögreglustjórans á Kefla-
víkurvelli til að taka á móti ráð-
herranum. Kom hann með miklu
föruneyti, 22 manna nefnd, og
mun það vera sendinefnd Ráð-
stjórnarríkjanna á Allsherjar-
þingi S.þ. Flugvélin stóð við í
liálfa aðra klukkustund, og gekk
ráðherrann ásamt föruneyti sínu
til flugvallarhótelsins á meðan,
og fékk sér þar morgunverð.
Sýning Finns Jóns-
sonar fjölsóít
Málverkasýning Finns Jónssonar
listmálara að Kvisthaga 6, hefir
verið fjölsótt, og hafa nú um 700
manns séð hana. Forsetahjónin
voru meðal gesta s.l. fösudag. Mörg
málverk hafa selzt. Sýningin
opin á virkum dögum frá kl. 2-
en sunnudögum kl. 10—10.
Fréttaritari brezka útsvarsins við
austanvert Miðjarðarhaf segir um
þessa tilkynningu, að hún sé gerð
í því skyni að láta líta svo út sem
það séu Rússar, sem raunverulega
hafi komíð til leiðar vopnahléinu
og þannig reynt að ræna S. Þ.
heiðrinum af því. Hann telur og
að yfirlýsingin muni ekki gera
annað en valda enn meiri glund-
roða og vandræðum þar eystra.
Rússneskar flugvélar í Bagdad?
Fréttaritarar skýra frá orðrómi,
sem sé á kreiki í Bagdad um að
rússneskar herflugvélar séu komn
ar þangað ásamt rússneskum flug-
mönnum. Þetta er borið íil baka
af hálfu stjórnarvaldanna. Þá hef
ir stjórn Jórdaníu neitað því, að
hún hafi beðið Rússa um aðstoð
eða hún hyggist gera það. Engar
rússneskar flugvélar séu þar. Ut-
anríkisráðherra ísraels vildi og
er gera lítið úr því að rússneskar
10 flugvélar og sjálfboðaliðar væru
komnar til Arabarikjanna. Taldi
hann að egypzkar flugvélar hefðu
sloppið til flugvalla í Sýrlandi
undan loftárásum Breta.
Engir bardagar við Súez.
Ekki berast fregnir af bardögum
við Súez og virðist vopnahléið vcl
haldið. Burns yfirmaður gæzluliðs
S. Þ. er enn í Kairó, en fer senn
til Kýpur og ræðir við herstjórn
Breta og Frakka.
Bandaríkjastjórn gaf út yfirlýs-
ingu í dag varðandi sjálfboðaliða,
sem kvnnu að vilja fara til austur-
landa. Var bent á, að stjórnar-
völdin hefðu heimild til að barma
slíkt og myndu gera það í bessu
tilfelli.
Margar tillögur fyrir þingi S.þ.
Reglulegt þing S. Þ. kemur sam
an til fundar n. k. mánudag. Á-
kveðið hefir verið, að mál þau,
| árásirnar á Ungverjaland og Eg-
| yptaland, skuli bæði rædd á þing-
I inu. í báðum málunum liggja fyrir
ýmsar tillögur og fleiri eru á döf-
inni.
Drengur slasaðist er bíll rann
niður í gljúfur við Goðafoss
Frá fréttaritara Tímans á Fosshóli.
Það slys varð að Fosshóli í gær, að bifreið sem stóð þar
á hlaðinu og skilin hafði verið eftir í gangi, rann afturábak
niður í árgljúírið nokkuð fyrir neðan Goðafoss. Bílstjórinn
hafði brugðið sér inn í bæ, en tveir menn voru í bifreiðinni. |
Aldraður maour, sem gat forðað sér út í þann mund er hún
rann fram af brúninni, og lítill drengur, sem fór með henni
alla leið niður og slasaðist mikið.
Þetta er jappabifreið og höfðu
mennirnir komið frá Laugum í
veg fyrir áætlunarbílinn. Litli
drengurinn, sem slasaðist, er son-
ur hjónanna Páls H. Jónssonar,
kennara á Laugum og konu hans,
en þau voru að koma með áætlun-
arbílnum og hafði drengurinn feng
ið að fara til þess að taka á móti
þeim.
Bílstjórinn stöðvaði jappann á
hlaðinu og brá sér inn í bæinn.
Skipti það engum togum að japp-
| læknarnir hann höfuðkúpubrotinn
og mikið meiddan að öðru leyti.
Hann er aðeins sex ára gamall.
Sjúkrabíll frá Akureyri var á leið
inni og var ætlunin að flytja dreng
inn til Akureyrar.
S.þ.taka að sérhreins
im Söez-skisrðar
NEW YORK, 10. nóv. — Tilkynnt
var í aðalstöðvum S.þ. í New York
í dag, að samtökin hefðu falið
liollenzkum og dönskum fyrir-
tækjum að annast hreinsun Súez-
skurðar. Myndu S.þ. taka að sér
að greiða kostnaðinn af þessum
framkvænidum. Bretar tilkynna,
að miklu fleiri skipum liafi verið
sökkt í skurðinn en upphaflega
var gert ráð fyrir, e'ða alls um
16. Muni taka marga mánuði að
gera skurðinn skipgengan. Nass-
er sagði í gær, að ekki kæmi til
mála að leyfa siglingar um skurð
inn fyrr en allar erlendar her-
sveitir væru af egypzkri grund.
Bretar liöfðu farið þess á leit
við S.þ., að þeim yrði heimilað
að hreinsa skurðinn, enda hefðu
þeir góð tæki til þess. Því boði
virðist hafa verið hafnað.
22 Akranesbátar lönduðu
3600 tunnur síldar í gær
inn tók að renna afturábak og
rann iram af brúninni. Þarna er
um tíu metra hár hamraveggur.
Bifreiðin kom niður á hjólin en
mun hafa snúizt einu sinni í loft-
inu.
Hægt er að komast niður í gljúfr
ið norðan við brúna og var strax
brugðið við og farið niður. Einnig
var símað til læknanna á Húsavík
og Breiðumýri og komu þeir báð-
ir upp að Fosshóli. Drengurinn
var mjög mikið slasaður. Töldu
Sjómemi kvácSust hafa séí
Frá fréttaritara Tímans
á Akranesi.
Akranesbátar komu með ó-
hemju afla í gær, hinn lang-
mesta, sem þeir liafa fengið í
liaust. 22 bátar lönduðu 3600 tunn
um síldar, og var sá eflahæzti
Reynir, með rúmar 300 tn. Skip-
stjóri á honum er Helgi Ibsen.
Næstur var Sigurvon með 280
tn., og þá Heimaskagi og Ás-
mikla síld á stóru svæfti
björn með 250 bn. hvor. Bátarnir
urðu lítið varir við háhyrning, en
nokkrar netaskemmdir urðu
vegna þess hve síldin var mikil.
Allir réru bátarnir aftur í gær-
kvöldi í sæmilegu veðri, en á-
hafnirnar kvaðust hafa séð mikla
síld á stóru svæði. Öll síldin er
söltuð eða fryst til útflutnings,
þar sem nú þegar er búið að
frysta nóg til beitu. GB.
Myndin sýnir Nasser Egyptalands forseta og ráðherra hans á ráðuneytis-
fundi þeim, þar sem ákveSið var aS hafna úrsiitakostum Breta og Frakka.
Sala 2. fl. vísitölubréfa veð-
deildar Landsbankans hafin
Við úrdrátt verða bréfin endurgreidd eig-
anda með þeirri hækkun framfærsluvísitöl-
unna, sem orðið hefir frá útgáfu þeirra
Mánudaginn 12. nóvember verður hafin sala á 2. ílokki
vísitölubréfa þeirra, sem veðdeild Landsbanka íslands gefur
út samkvæmt lögum um húsnæðismálastjórn, veðlán til í-
búðabygginga 0. fl. Fénu, sem aflast með sölu bréfanna, er
sem kunnugt er varið til íbúðalána.
Vísitölubréfin eru með 5Vz %
vöxtum og verða dregin út á 15
árum. Á hvert brófanna er skráð
sú vísitala, sem i gildi var, þegar
flokkurinn var opnaður, en við.út-
drátt verða bréfin endurgreidd
eiganda mcð þeirri hækkun íram-
færsluvísitölunnar, sem oröið hef-
ir frá útgáfu þeirra. Annar vísi-
töluflokkurinn, sem nefnist B-
flokkur 2, er með grunnvísitölunni
180, svo að þegar hefir orðið S
vísitölustiga hækkun, síðan hann
var opnaður. Er því grunnvirði
bréfanna þegar orðið 3Vz % hærra
en nafnverð þeirra. Auk vísitölu-
tryggingar njóta bréf þessi skatt-
frclsis og eru undanþegin íram-
íalsskyldu.
Verðmætið helzt óbreytt.
Þegar útgáfa vísitölubréfanna
j hófst um þetta leyti á síðasta ári,
jvar um mjög merkilegt nýmæli að
| ræða, þar sem í íyrsta sinn var
|reynt að búa svo um hnútana, að
1 eigendur verðbréfa væru tryggðir
I gegn áhættu verðþenslunnar. Hve-
I nær sem vísitölubréfin verða dreg
! in út á næstu 15 árum, fá eigend-
ur þeirra endurgreidda samsvar-
^ andi upphæð í raunverulegum verð
mætum og þeir láta nú af hendi.
Til viðbótar hljóta þeir svo 5V2%
. vexti af nafnverði bréfanna.
Sá, sem kaupir vísitölubréf er
tryggður gegn rýrnandi peninga-
gildi, og fjölda margir þeirra, sem
nú leggja fé sitt í fastcignir, sem
eru með uppsprengdu verði, geta
komið því fyrir á tryggilegri, ein-
faldari og ódýrari hátt ineð því
að kaupa vísitölubréf. í viðbót
njóta þeir svo skattfrelsis og und-
anþágu írá íramtalsskyldu, sem
bankavaxtabréfunum íylgir. Þegar
1. vísitöluflokkurinn var gefinn út
á s. 1. ári, voru undirtektir alménn
ings hinar beztu, enda hafa þau
reynzt eigendum sínum góð fjár-
festing, þar sem grunnverð þeirra
hefir þegar hækkað um 3% og
þar með íyllilega iialdið gildi ;'ínu
miðað við ríkjandi verðlag, jafn-
framt því að skila eigendum rín-
um góðum vörum.
Sala hins nýja flokks hefst, svo
sem áður segir m.ánudaginn 12.
nóvember, og verða þau til sölu
hjá Landsbanka íslands og útibú-
um hans, ennfremur hjá verðbréfa
sölum, sparisjóðum og bankaúti-
búum víðs vegar um landið.
Valdimar Björnsson
náði einn flokks-
bræðra sinna
kosningu
Frá því var skýrt í biaðinu í
gær, að Valdimar Björnsson hefði
verið kjörinn til að gegna fjár-
málaráðherraembætti í Minne-
sótafylki í Bandaríkjuimm og
hann ásamt dómsmálaráðherra
fylkisins hefðu verið einu Repú-
blikanarnir, sem náð hefðu kosn
ingu í fylkisstjórnina. Við endur-
talningu koin í Ijós, að Valdiniar
var sá eini, sem náði kosningu
af flokksbræðrum sínum í fylk-
isstjórnina og sýnir það glögg-
lega hinar miklu vinsældir hans
í ríkinu.
Vahliniar náði kosningu með
693 þús. atkv. og var það þó naum
ur meirihluti, en mikill kosninga
sigur engu að síður.
Ræða Ungverja-
landsmálið á Seffossi
Stúdentafélag Suðurland.s efnir
til almenns fundar að Selfossi n.
k. þriðjudag og hefst hann klúkk-
an 8,30 e. h. í Selfossbíói. Til um-
ræðu verða Ungverjalandsmálin og
öryggisleysi smáþjóða. Fundar-
stjóri verður Páll Hermannsson,
sýslumaður, en ræðumenn séra Jó
hann Hannesson, Þingvöllum, Þor-
steinn Sigurðsson, bóndi, Vatns-
leysu, séra Sigurður Einarsson,
Holti, Sigurður Greipsson, skóia-
stjóri, Haukadal, og dr. Sveinn
Þórðarson, skólameistari, Laugar-
vatni. Jafnframt verður efnt til
samskota handa Ungverjum og
fara þau fram í fundarlok.