Alþýðublaðið - 24.08.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.08.1927, Blaðsíða 2
2 ÁLÞVÐuÖHAðíÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. Atgreiðsla í Alþýðuhúsinu við Hveríisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til ki. 7 síðd. Skrifstofa á sama staö opin kl. 9’/s —1012 árd. og kl. 8 — 9 síöd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á rnánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (i sama húsi, sömu simar). Sacco es Vanzetti myrtir. Öreigar í öilum löndum sameinast gegn yfirstétt- inni. Það eru krónur og doliarar, sterlingspund og frankar, sem skapa skoðanir, lög, „réttlæti", „mannúð", „f relsi“ og fram- kvæmdir þeirra, sem vaidir hafa verið til að stjórna mannkyninu. Vald þeirra er auðurinn og það er ekki bygt á sandi. Það er bygt á bökum hins vinnandi lýðs. Það er hann, sem gengur hokinn undir byrðununt og ber uppi her- ina og hernaðarbáknið, 'herskip- in, vopnaverksmiðjurnar, lögreglu- liðin og Jögreglustöðvarnar. Það eru bök hans, sem bera uppi al- þingi þeirra, skó/a þeirra, kirkj- ur þeirra, musteri og fangelsi. Enginn má rétta úr sér, því þá hrynja borgirnar og lönd vald- hafanna og ríki leggjast í eyði og rústir. Hegningu varðar, ef einhver segir eins og barnið sagði um hégómagjarna keisarann, 'sem gekk nakinn. Þó hafa ýmsir orðið tii að kvarta undan kúgun og þrældómi og sett sig upp á móti valdhöf- unum. En þeir hafa allir orðið að greiða fyrir dirfskuna. Atvinnu- sviftingar, fangelsanir, pyndingar og liflát eru hegningarnar, sem framkvæmdar eru á vinnuþrælun- um. Sacco og Vanzetti myrtir. tað er nýjasta og ijósasta dæm- ið upp á rétt’ætistiifinningu auð- valdsins. Þeir voru í fylkingar- brjðsti kúgaðrar alþýðu, lifðu með henni, liðu með henni og börðust með henni. Þeir voru .,raudir“. Þeir voru hugsjónamenn, upp- reisnarmenn gegn kúgurunum, og þeir urðu að greiða það dýru verði. Aldrei hefir eins mikill stormur staðið um nöfn tveggja fátækra alþýðumanna og þessara. Heimurinn hefir verið eitt eld- haf. Ailjr, sem unnu réttiæíi, hvaða trúar eða stjórnmálaskoöunar sem vpru, mótmæ'tu meðferð auð- valdsins á þessum verkamönnum. Þeir gengu allir hlið við hlið og börðust gegn Iíflátsdóminum. Menn létu i ljósi mótmæli sín á margvíslegan hátt. 24 stunda verkföll voru í mörgum löndum. Ýmsir gripu til hermdarverka og sprengdu í loft upp byggingar. Það var ekki hægt að mótmæla sterkar. Heimurinn var sannfærð- ur um sakleysi þeirra Saccos og Vanzettis. En valdhafarnir hertu á tökunum og verkamennirnir voru myrtir — að næturlagi. „Náttvíg eru morð.“ Auðvaldiö í ölium löndum hefir lika eiginleika. Auðurinn er því alt, en sá er að eins munurinn, að eiginleikarnir koma misjafn- Jega skýrt fram. Skatlar og tollar sprengja blóð undan nöglum íslenzkrar alþýðu. Auðvaldinu fanst það þó eigi hóg. Það hrópaði og vi'.di fá ríkislög- reglu. Það hefir leitt það ’í iög sín, að fyrir fátæktar sakir skuii menn eigi fá að nota þann rétt, sem flestum er þó leyfð- ur, að velja fulltrúa á alþingi, og nóg þótti því það þó ekki, því það varnaði með færslu kjördags- ins því, að mikill hluti alþýðu gæti komíö þvi við að neyta kosn- ingarrétlar síns. Þannig er íslenzka auðvaldið, en útlent auðvald notar stórvirk- ari raeðui. Sacco og Vanzetti, þessir fá- tæku alþýðumenn, urðu píslar- votíar. Jafnaðarmenn unr heim allan fella fána sína þessa dag- itma í minningu um fallna félaga. En fánarnir verða hafnir aftur og þeir verða fleiri en nokkurn tíma fyrr, sem taka undir her- ópið: „Öreigar i öllum löndum! Sam- einist!“ Það stígur hærra og hærra og sameinar hinn vinnandi lýð í bar- áttunni fyrir jafnrétti, bræðralagi og jafnaðarstefnu. Albert Thomas. Eins og getið var um hér í blað- tnu i gær i viðttali 'því, sem G. J. látti við Albert Thomas, er hann- skiifstoíustjóri atvinnumálaskrif- stofunnar í Genf. En af því, að þessi maður er einn af merkustu mönnum nútimans, af því að' hann er jafnaðarmaður og af þvi, að hann er lítið kunnur hér, þykir hlýða að geta hans nokkru nánar. Albert Thomas er fæddur árið 1878 í Champigny-sur-marne. For- eldrar hans voru fremur fátæk og lítils megandi, en vegna þ:ss, að snemma bar á því, hve óvanaleg- um gáfum drengurinn var gædd- ur, var hann settur til menta. Á írámsái'unum varð Irann að þola margs konar mótlæii, sem fátækt- in leiðir af sér, en þrátt fyrir það brauzt hánn áfram, og að ioknu námi tók hann ágætispróf í fé- Iagsfræði. Á næstu árum fór ham- ingjan' að verða honum hliðholl- ari. Ferðaðist hann nú um rnörg lönd og las við ýmsa erlenda há- skóla félagsfræði, hagfræði og heimspeki. Eftir það hvarf hann afíur heim til Frakklands og fór þá þegar að taka þátt í félags- ---—.... --- ... skap jafnaðarmanna. Félagar hans sáu brátt, hve miklum hæfileikum hann var gæddur, og fólu honum því mörg trúnaðarstörf. Hann var Iengi vel náinn samverkamaður hins a'kunna jafnaðarmanns og mannvinar Jaurés, sem myrtur var á stríðsárunum, og 1904 urðu þeir báðir ritstjórar að aðalmálgagni jafnaðarmanna í Frakklandi,, l’Hu- manité“ (Mannúð). Árið 1910 var hann kosinn á þing. Thomas er mikill sanrvinnunraður og sat nú í sumar á þingi samvinnumanna, sem háldið var að þessu sinni í Stokkhólnri og hófst 15. ágúst. Þegar Þjóðabandalagið var stofnað, varð það vandinn mesti að velja í stjórn þess nýta menn og gáða. hugsjónamenn, er ekki vildu láta sitja við orðin tóm um frið milli þjóðanna. Það kom ‘líka brátt í lós, að mikill vandi var áð finna hæfan mami í hið'vantía- sama starf að hafa yfirstjórn at- vinmimálanna á hendi, og svo fór, að Albert Thomas var valinn, og hefir hann gegnt þeirri stöðu ‘með prýði siSan 1919. Albert Thomas er , praktiskur" hugsjónamaður. Hann er fastur fyrir og áræðinn, *g treysta verkamenn honum framar öðrum að gæta hagsmuna þeirra í þess- 'ari ábyrgðarmiklu stöðu, sem hann hefir á hendi. íhaldsgæsir eða framsóknar- álftir. ,Mgbl.“ segir frá því í morg- un, að Loftur had tckið myndir af „Fiaarsóknar“-þingmönnum og k\róðu þær vera tií sýnis j eld- hússglugga ,Mgbl.“ Ha’da sumir, að Lofti hafi skjátlast aftur. Það hafi verið íhaldsgæsir, .sem hann myndaði, en ekki framsóknarálft- ir. íbúð binna „dauðu“. Sing-Sing. Það hefir veriö ritað á erlend- um rnáluni ógrynnin öll um fang- elsið ameríska, sem kallað er Sing-Sing. En á íslen ku hefir lit- ið eca ekkert verið ritað um það. Nokkrir hér í höfuðstaðnum liafa þó einhverja hugmynd um það frá ýmsurn reyíarakvikmyndum. Þegar raaður, sem þekkir þessa stofnun, heyrir nalnið Sing-Sng nefnt, rennur kalt vatn niður eftir baki hans. Það er eins og nálg- isthann einhver ónotalegur dauða- gustur, hráslagalegur, kaldur og súrþefinn. Það er ekki einkum það, að þetta er fangelsi, sem gerir það svo ægilegt, heldur byggingin sjáif, útlit hennar og þó sérstaklega „rafmagnssíöliinn", sem ýmsir kannast við. Sing-Sing stendur á bökkum Hudsonfljótsins og er umkringt á alla vegu af voldugum, geysi- háum múrunr. Fljótsmegin viö fangelsið er afskaplega há gadda- vírsgdðing, og á hún að varna því, að fangarnir geti flúið. Turnarnir á fangelsinu gnæfa við himin. Uppi í þeirn ganga verðirnir hægt, en fast, fram og aftur, með byssu um öxl. Inni í garðánum eru auk fang- elsisbyggingarinnar, ýmsar aðrar byggingar, svo sem: Leikvöllur og skóii, verksmiðjur, sjúkrahús, og siðast en ekki sízt hefir mann- vitið ameríska sett þar kirkju, fagra útlits, með turnana teygj- endi sannleika og réttvísi ame- rískra dómara upp í himinhvolf- ið. Það er gott og blessað(l). I einni sérstakri álmu hinnar ramgerðu fangelsisbyggingar er í- búð hinna dauðu, og í einu her- bergi hennar er „rafmagnsstóll- inn“. Liðan fanganna í þessu „heims- fræga“ fangelsi er amerísk, það er að segja i fullu samræmi við hugsunarhátt Ameríkumanna. Líf þeirra fanganna er i föstum skorðum, óbreytaníegum. Það sem gerist fyrsta daginn, eftir að nýr fangi kemur í fangelsið, er að endurtaka sig alla daga, vikuk eftir viku, ár eftir ár, alt af meílt- an h.ann dvelur þar. Þetta breyt- ingaleysi er ein af uppfyndingum amerísku valdhafanna, og hún hefir gefist .,vel“ á þeirra mæli- kvarða, því að margir fangar hafa mist vitið í þessari gryfju, þar sem þeir eru grafnir lifandf. - Þegar fangi hefir verið dæmd- ur til dauða, er hann undir eins fluttur úr fangelsinu yfir i hej- bergið, þar sem morðtólið al- kunna, „rafmagnsstóllinn", er. Þó fær fjölskylda hans eða nánasta skyldfólk hans að kveðja hann áður en dauðarefsingin byrjar. Á hurð , dauða-herhergisins“ stendur skrifað með ko'svörtum bókstöfum orðið „silence“, sem þýðir ptígn. Herbergið er mjög látlaust og fátt merki’egt við það.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.