Tíminn - 16.11.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.11.1956, Blaðsíða 6
6 TÍM NN, föstudaginn 16. nóvember 1956. Ötgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (fib.). Skrifstofur I Edduhúsi vi* Lindargötu. Simar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgroiíWa 2323. Prentsmiðjan Edda hi. Londunarbanninu afSétt FJÖGUR ÁR eru liðin tnú á þessu hausti síðan tarezk ir útgerðarmenn settu hið illræmda löndunarbann á íslenzkan fisk og ætluðu með þeim ráðum að kúga íslendinga til að hætta við iyrirætlanir sínar um aukna vernd fiskimiða við strendur iandsins. Á þeim tíma var í gildi viðskiptasamningur í milli Bretlands og íslands. 'Voldug hagsmunasamtök íóku sér fyrir hendur að ó- merkja hann í framkvæmd, og brezk stjórnarvöld höfð- ust ekki að, þótt þannig væri í raun réttri tekið fram íyrir hendurnar á ríkisvald inu. Aðgerðarleysið var vott 'ur þess, að brezk stjórnar- vöid litu með nokkurri sam- úð á hefndaraðgerðir útgerð armanna. Útkoman varð, að íslenzka þjóðin mátti sæta verri kjörum á brezkum markaði en aðrar þjóðir, þrátt fyrir Atlantshafs- bandalag og yfirlýsingar um efnahagssamvinnu. Sú harkalega ráðstöfun að svipta þjóðina einum helzta fiskmarkaði sínum fyrirvara laust að kalla, gat haft al- varlegar afleiðingr í för með sér. Það hlaut upphafs- mönnum löndunarbannsins þegar að vera ljóst. Ef áætl- anir þeirra hefðu staðist, hefði sultarólin að lokum kúgað þjóðina til að falla frá rétti sínum. En hér fór allt á annan veg. Með löndunar- ibanninu urðu tímamót í fisk iðnaði og fiskverkun lands- manna. Nýrra markaða var leitað og nýjar fiskverkunar aðferðir reyndar. Frystihús voru byggð, fiskhjöllum kom ið upp. Á stuttum tíma tókst að snúast svo til varnar, að löndunarbannið reyndist ekki það rothögg á efnahags- kerfi þjóðarinnar, sem í upp- hafi var ætlað. En brezku hagsmunasamtökin misreikn uðu fleira en viðnámsþrótt íslendinga. Með aðgerðum Breta var íslendingum ýtt út á þá braut austurvið- skipta, sem síðan hefur ver- ið fetuð. Þar voru banda- menn að verki. Það hefur ætíð vakið furðu áhorfenda að á sama tíma, sem unnið var í orði kveðnu að þjví að treysta ýmis bandalög og samskipti vestrænna þjóða, var markvisst unnið að því að neyða íslendinga til að sækja sífellt meiri viðskipti austur á bóginn. LÖNDUNARBANNIÐ hef- ur staðið í fjögur ár og frið- unaraðgerðir íslendinga á grunnmiðum missiri lengur. Útkoman er, að löndunar bannið hefur gjörsamlega misheppnast, en aflabrögð innlendra og erlendra fiski- skipa og vísindalegar athug anir hafa sannað nauðsyn friðunaraðgerðanna. Nú eru umræður þjóðanna um land helgismál líka komnar á ann að stig en var meðan 4 mílna friðunarsvæði íslendinga þótti goðgá í Bretlandi. Nú ræða samveldislönd Breta hiklaust um 12 mílna land,- helgi. Sú gamla þriggja mílna lfna, sem nokkur stór- veldi, með Bretland í broddi fylkingar, hafa haldið vippt, á nú orðið færri formælend- ur en fyrrum á þingum þjóö anna. Ný skipan á þessum málum er að myndast. Rétt indi strandríkjanna eru að öðlast viðurkenningu. Um þessi mál fara nú fram hi-n- ar þýðingarmestu athuganir á þingi Sameinuðu þjóðanna. ÞAÐ ER ánægjulegt, að bað er Efnahagssamvinnu- stofnun Evrópu, sem hefur beitt sér fyrir því, að lönd- unarbanninu er ^flétt. A,ð því er stefnt, að endurreisa trú manna hér á gildi slíks samstarfs. En hún beið mik- inn hnekki við aðgerðir Breta. ViS enim reymlunni ríkari EFTIR 4 ár láta Bretar siú af löndunarbanninu. ís- lendingar hafa af því til- efni lýst yfir að þeir muni jbíða átekta og sjá, hver ár- angur verður af umræðum á Tpingi Sameinuðu þjóðanna um þjóðarétt á hafinu áður en næsta skref til friðunar á fiskimiðum verður stigið. Hér er ekki um annað að 3ræða en viðurkennipgu á staðreynd. Engin ríkisstjórn hiundi telja það ávinning að hefjast handa á þeim vett- vangi á þessu augnabliki, enda engu afsalað og stað- ;lð fast á öllum réttindum. Önnur atriði í yfirlýsingu ut anríkisráðherra eru aðeins lýsing á núverandi staðreynd úm. Engu er afsalað, ekkert er siegið af upphaflegu við- horfi íslendinga í málinu. Bretar hreyfðu nú ekki til- mælum um tímabundna yfir- lýsingu eða öðrum efnum, sem þeir áður vöktu máls á. Hér hefur íslenzkt mál því haft sigur að öliu leyti og því mun almennt fagnað. Hitt er svo annað mál, að opnun brezka fiskmarkaðs- ins hefur ekki sama gildi nú en áður. Eins og sakir standa eru litlar líkur fyrir fiskút- flutningi til Bretlands svo að nokkru nemi. Þeirri þró- un sem orðið hefur í viðskipt um s. 1. 4 ár, verður ekki kippt til baka í einu vetfangi. Nú eru breyttir tímar. Reynsl an hefur kennt landsmönn- um, að vinnsla hráefnisins í landinu sjálfu skapar mikið verðmæti. Allt um það eru úrslitin fagnaðarefni. Skyn semi og réttlæti hafa að lok um borið sigur af hólmi. Þjóðin er reynslunni ríkari. Bretar og Frakkar fóru á bak við Bandarikjamenn í Egyptalandsmálinu Bandalag þessara líjóoa getur aldrei or'Si'ð hið sama og þaí áíSur var, segir kunnur stjórnmála- ritari í áhrifamiklu amerísku Ma'tsL Ameríska stórblaðið New York Herald Tribune birti íyr- ir nokkrum dögurn grein eftir Marguerite Higgins, hinn kunna stjórnmála- og fregnrit j ara, þar sem rætt er um sam-1 skipti Vesturveldanna fyrir og j eftir atburðina við Súez. Koma þar fram athyglisverðar upp- lýsingar og lögð er áherzla á, hverja meginþýðingu í þróun samtímasögunnar aðfarir Breta og Frakka hafa haft. í greininni sgeir: — Hvernig svo sem þróunin verður á næstunni, er eitt víst: Úrslitakostir þeir, sem Bretar og Frakkar settu Egyptum, hefir hrundið af stað atburðarás, sem um alla tíð breytir þeirri valda- skiptingu, sem var á eftirstríðs- tímanum. Sú staðreynd, að Bretar og Frakkar gengu í móti stefnu Banda ríkjamanna jafngildir ekki enda- lokum bandalags þessara þjóða. En það verður vissulega aldrei aftur hið sama og fyrr. Hér er heldur ekki um að ræða endalok brezka samveldisins. En það hefir aldrei komið fyrir áður, að Bretar hafi ógnað með valdi gegn harðskeyttri andspyrnu meirihluta samveldisríkjanna. (Það voru aðeins Nýsjálendingar og Ástralíumenn, sem greiddu at- kvæði með Bretum á Allsherjar- þinginu.) Hér er heldur ekki enn um að ræða modus vivendi í inilli Itússa og Bandaríkjamanna. En í fram- tíðinni munu birtast enn undar- Iegri hlutir en þeir, sem sáust í fyrri viku, er Bandaríkjamenn og Rússar stóðu saman í atkvæða- greiðslu í Öryggisráðinu og voru kveðnir niður með brezk-frönsku neitunarvaldi. Andúð Bandaríkjanna á nýlendusfefnu Endurvakning nýlendustjórnar- aðferða 19. aldar leiddi til glöggra vegamóta. Með því var í eitt skipti fyrir öll bundinn endir á tilraunir Bandaríkjamanna — óþægilegar eins og þær voru — að sitja á tveimur reiðskjótum samtímis. Annars vegar var bandalag vest- rænna þjóða, hins vegar eðlileg samúð Bandaríkjamanna með vaknaðri þjóðerniskennd í Asíu og Afríku. Enda þótt Bandaríkin muni að sjálfsögðu reyna að bæta þau göt, sem komin eru á yfir- höfn Atlantshafsbandalagsins, mun það aldrei aftur gerast, að þau breiði yfir hefðbundna andúð á nýlendustefnu til þess að frið- þægja bandamönnum sínum. í ný- lendumálum, en þau snerta stór- felldan meirihluta veraldarinnar í dag, fara Bretar og Frakkar sína leið, Bandaríkin sína leið. Hvers vegna völdu þessi tvö ríki að taka þessa ógurlegu á- hættu? Hvers vegna hættu þau olíunni, sem er nauðsynleg fyrir framleiðslu Vestur-Evrópu, tóku á sig áhættu ólgandi haturs milj- ónanna í löndum Araba, áhættu rússneskrar íhlutunar? Hvers vegna lögðu þau sig í þá áhættu að fá yfir sig nýja flóðbylgju and- úðar á brezkum og frönskum yfir- ráðum, áhættu nýrrar einangrun- arstefnu, áhættu nýrrar heims- styrjaldar? Hvernig hefir heimur- inn ratað út á barm þessarar óg- urlegu nýju kreppu? Innanlandspólitík — sært stolt í Bretlandi og Frakklandi snerta þessi mál innanlandspólitík allná- ið, svo og sært stolt. Þjóðnýting Nassers á brezk-franska Súezfélag inu, sem þó gæti vel hafa verið í samræmi við alþjóðalög, var síð asta niðurlægingin, sem yfir dundi, en listinn er orðinn lang- ur. Frá sjónarhóli Breta var það fyrst cap Indlands, Ceylons, Burma og Pakistans, brottrekstur Glubbs úr Jórdaníu, og er þá að- eins fátt talið. Frakkar horfa til baka á Indó-Kína, á frelsishrær- ingarnar í Norður-Afríku og upp- reisnina í Alsír, sem þeir töldu Egypl.a hafa stofnað til. Sjúkdóms greiuingin, sem gerð er í París og London annars vegar og í Wash- ington hins vegar, er líka gjörólík. Bretar og Frakkar telja að ekki verði mikil mótspyrna af hendi Araba, telja sig þekkja viðhorf þeirra af langri reynslu, öllu mundi hafa verið lokið á skömm- um tíma og Nasser steypt af stóli og þar með væri úr sögunni hættu legur andstæðingur, án þess að miklu hafi þurft til að kosta. Dull es og hans menn telja hins vegar, að vestræn lönd geti ekki til lengd ar bælt undir sig þjóðernisvakn- ingu Araba. Þar sem Bretar og Frakkar hafa talið að hernaðarað- gerð á borð við töku Súezskurðar gæti í senn verið ódýr og áhrifa- rík, hafa þeir haft sterka andúð á tilraunum Bandaríkjamanna til að koma í veg fyrir þá þróun. Það var þessi andúð, sem án alls efa leiddi til þess að Bretar og Frakk ar héldu fyriræílunum sínum leyndum fyrir stjórninni í Washing ton. Þrátt fyrir afneitanir í Lond- on og París, þykjast stjórnmála- menn í Washington vita það íyrir víst, að sennilega hafi Bretar og Frakkar alveg áreiðanlega haft ein hverja vitneskju um hvað í vænd- um var hjá ísraelsmönnum varð- andi Egyptalandi. Og ísraelsmenn hafi þá talið það fullvíst, að eftir- leikurinn mundi verða íhlutun Breta og Frakka eins og varð. 1 Marguerite Higgirts 1000 ára gamlar rætur Það mun skoðun Eisenhowers forseta, að vel athuguðu máli, að Súez-skurðurinn hafi ekki verið hið brennandi spursmál fyrir Breta og Frakka. Lausn að kröfu Vestur- veldanna, byggð á alþjóðlegum við horfum, var að áliti Washington- stjórnarinnar, skammt undan. Það sem undir bjó, var ósk Vestur- veldanna tveggja, að láta Nasser setja ofan og fyrirbyggja að hann gæti eflt þjóðernisstefnu Araba víða um nálæg Austurlönd. Hér eru efnahagsmál líka á vog- arskálinni. En Bandaríkjamenn telja að sú stefna, sem valin var, hafi fólgið í sér langtum meiri áhættu á því sviði fyrir Vestur- Evrópu. Áður en árásin var gerð, rann olía í stríðum straumi í gegn um leiðslurnar um Súez-skurðinn og á miðsvæðinu þar eystra. Nú er þar allt í uppnámi. Árás ísraelsmanna á að nokkru leyti rætur í 1000 ára gamalli sögu, en þó að mestu leyti í þeirri hugsun, að heyja þyrfti stríð til að koma í veg fyrir stríð. Þar er (Frh. á 7. síðu) Myndir á frímerkium. FRÍMERKIN fara víða. Þau sjá þúsundir manna í öllum löndum heims, venjulegt fólk, sem fær bréf í pósti og lítur á ókunnug- legt frímerki, póststarfsmenn, sem handfjalla bréfin, og svo frí- merkjasafnararnir, og þeir eru margir. Myndin á islenzku frí- merki er því landkynning. Mikluj skiptir, hvernig hún er gerð. ís- lenzk frímerki eru misjöfn, sum falleg, önnur eintrjáningsleg. Slíkt er smekksatriði. En fallegt og listilega gert frímerki er liður í landkynningarstarfsemi. Það ber vott fögru handbragði, virð- ingu fyrir list og fegurð. Mér finnst að listamenn landsins ættu að keppa um að gera fallegar frí- merkjamyndir. Það væri eðlileg aðferð. Póststjórnin hefði eftir sem áður úrslitavald í höndum sér, e. t. v. hefði hún ráðgefandi nefnd sér við hlið. En upp úr þessu mundi koma meiri fjöi- breytni. Ártíð Schumanns. MAÐUR SÉR KVARTAÐ um það í eriendum blöðum, að Schumann sé ekki nægur sómi sýndur á þessu ári, en nú eru liðin 100 ár liðin frá því að þetta mikla tón- skáld lézt. Hér hjá okkur virðast menn fara sér hægt aö minnast hans. Við erum enn að halda upp á afmæli Mozarts. Ef til vill er það ekki furða, þótt jafnvel mikil tónskáld hverfi í skugga Mozarts. Hins vegar mætti gjarnan iialda upp á afmæli Schumanns með því að kynna verk hans meira en orðið er, t. d. í útvarpinu. Kostulegt frímerkl. AF ÞVÍ AÐ frímerki og tónskáld eru á dagskrá í baðstofu í dag, ætla ég að rifja upp dálitla sögu um frímerki og tónskáld, er gerð ist í sumar, einmitt á ártíð Schu- manns. Austur-þjóðverjar gáfu út 20 pfenninga frímerki, fallegt og vel gert, með Schumannsmynd framan á, en bakgrunnurinn var tvær linur úr handriti tónskálds- ins að sönglagi. Merkið vakti at- hygli og aðdáun, unz einhver upp- götvaði að lagið á bak við mynd- ina var eftir Schubert en ekki Schumann. Merkið var þá skyndi- lega tekið úr umferð, og nú kom það nýlega á markað á ný og nú var Schumannslag bakgrunnur- inn. Neðri myndin sýnir „vitlausa frímerkið", en efri myndin brot úr lagi því, sem um er að ræða. Erfitt er að átta sig á, um hvaða lög er að ræöa, en Schumann lag- ið er líkast „Mondnacht", segir í ensku biaði, en Schubert lagið virðist gert viö ljóð eftir Göthe. Fyrra frímerkið þykir nú hinn mesti kjörgripur hjá frímerkja- söfnurum. — Frostl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.