Tíminn - 16.11.1956, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.11.1956, Blaðsíða 1
Fylgizt með tímanum og lesið TÍMANN. Áskriftarsímar 2323 og 81300. Tíminn flytur mest og fjöl- breyttast almennt lesefni. «, 4 40. árgangur. 12 síður Reykjavík, föstudaginn 16. nóvember 1958. Ljóð frelsisins í ungv. útvarpinu, bls. 4. Skákþáttur Friðriks Ólafssonar bls. 5. Bretar og Frakkar fóru á bak við Bandaríkjamenn, bls. 6. „Það er aldrei að vita“, bls. 7. 261. blað. olíuskorhir París, 15. nóv. — Mjög tilfinnanlegur skortur á oUm.*i og benzínl geri’- nú þegar vart við sig um alla V-Evrópu. Franska stjórnin boðar að tekin verði upp alger skömmtun. Reynt verði að lækka oliunotkun landsins um 20%. Ýmsar hömlur verða settar við notkun olíuknúinna farartækja. Allir eim- vagnar franskra járnbrauta, sem knúnir eru af benzíni, hafa verið teknir úr notkun. ICadar fellst á frjálsar kosningar, en segist þá óttast ósigur konunúnista StjóramáSanámskeið Næsti fundur lcvölH VI í Bretlandi hefir magn olíu og benzíns til iðnaðarfyrirtækja verið lækkað um 10% frá því sem verið' hefir undanfarið. Sagt er af ábyrg- um aðilum að frekari lækkun muni reynast óhjákvæmileg. Væntanlega verði ómögulegt að komast hjá því að benzín verði skammtað, en það verði naumast framkvæmt íyrr en um jól. í Danmörku er ástandið mjög alvarlogt, þar sem Danir hafa fengið mikið af olíum sínum frá Englandi. Hefir verzlunarmálaráð- herranum verið veitt víðtækt vaid til að gera nauðsynlegar ráðstaf- anir í málinu og fyrirskipa skömmt un, þegar honum sýnist nauðsyn. Á Ítalíu er einnig yfirvofandi mikill olíuskortur og mun iðnaður bíða stórtjón af. Verður skömmt- I un sett innan skamms. Frá Spáni | er sömu sögu að segja, þar er ver- I ið að undirbúa skömmtun og verð- iur dregið mjög úr notkun olíu og j benzíns, nema þá helzt til iðnaðar. Fólk kemst nauilega tmdan, er íbúSarliás brennur í HaínaríirSi Frá fréttaritara Tímans í Hafnarfirði. Snemma í gærmorgun varð vart elds í húsinu Norðurbraut 25 B og skemmdist það mikið af eldi og vatni. Innbú skemmd- ist allt meira og minna. Húsið er ein hæð og ris, eign Ásgeirs Einarssonar, málarameistara, sem bjó í húsinu ásamt fjöl- skyldu sánni, alls fimm manns. Þurfti að gera að meiðslum hans Tryggvi verður föstudags- 8.30 í Edduhúsinu. Fundarefni verð- ur: Erlendur her á íslandi. Fram- sögumaður: Tryggvi Stefáns- son. Fundarstjóri Sigtryggur Vagns son. Fundarritari Eyjólfur Guð- mundsson. Ný framlialdssaga í gær lauk framhaldssögunni hér í blaðinu, Endurfundir í París, eftir danska höfundinn Ib Henrik Cav- ling. Blun nú blaðið ekki flytja fleiri sögur þessa höfundar um sinn en ný saga hefst þó í blaðinu á morgun. Þess er að vænta að sú saga verði vinsæl ekki síður en aðrar framhaldssögur, sem blaðið hefir flutt um dagana. Það var klukkan 8,30, sem slökkviliðið var kvatt að húsinu. i sjúkrahúsi. Eigandi hússins hef- . ir orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni, Vai eldurinn orðinn magnaður, þar sem jnn^ú mun hafa verið þegar það kom og logaði út. um glugga og undir þakskeggi. Fljót- lega tókst að ráða niðurlögum elds- ins og reyndist hinn nýi háþrýsti bíll slökkviliðsins vel við slökkvi- starfið. Fólkið bjargast nauðuglega. Menn, sem voru að vinna þarna skammt frá, urðu eldsins varir í fyrstu. Gerðu þeir fólkinu aðvart og kölluðu síðan á slökkviliðið. Fólkið bjargaðist nauðuglega út úr brennandi húsinu, t. d. varð Ás- geir að bjarga sér út um glugga og skarst við það töluvert á höndum. Voru koiimir á fremsia hlimnmeS að beita 6. flotan- um gegn Bretum og Frökkum London, 15. nóv. — BlaSið Church Times, sem er hálfopin- bert málgagn ensku kirkjunnar segir frá því í dag, að Bandaríkja stjórn hafi liótað því að beita Breta og Frakka róttækum efna- hagsþvingunum, ef þeir hættu ekki strax hernaðaraðgerðum sín um við Súez. Um eitt skeið hafi Bandaríkjastjórn meira að segja verið komin á fremsta lilunn með að skipa 6. fiotanum að koma í veg fyrir landgönguna, en frá því hafi verið horfið og ákveðið að beita aðcins efnahagsþvingununi, Þegar við hafi bætzt, að olíuleiðsl urnár frá Sýrlandi höfðu verið sprengdar, átti brezka og franska stjórnin ekki annars úrkosta en beygja sig og lofa að liverfa brott. Nú bjóða Bandaríkjamenn fjár- hagsaðstoð og olíu, en þó því að- eins að staðið verði við loforðið um brottflutning liersins. óvátryggt. Okunnugt er um elds- upptök. G.Þ. Gómúlka byrjar við- ræður sínar í Moskvu Moskvu, 15. nóv. — Gómúlka pólski kommúnistaleiðtoginn kom í dag til Moskvu ásamt föruneyti sínu. Margir lielztu leiðtogar Rússa tóku á móti honum, svo sem Vorosliiloff forseti, Búlganin forsætisráðherra og Krustjoff framkvæmdastjóri flokksins. Gó- múlka hélt stutta ræðu. Kvað liann Pólverja í cinlægni vænta vináttu Sovétríkjanna og liann myndi ganga til samninga í anda þeirrar kenningar Lenins að sniá- ríki og stórveldi gætu lifað sam an í friði og á jafnréttisgrund- velli. Samningaviðræðurnar hóf- ust strax eftir hádegi. Hammarskjöld fær ekki að heimsækja Búda pest. - Yerkamemi halda verkföllum áfram Búdapest, Vínarborg og New York, 15. nóv. — Síðdegis í dag barst srar írá Kadarstjórninni í Ungverjalandi við til- mælum Hammarskjölds að hann fengi leyfi til að koma í heimsókn til Búdapest. Er því hafnað, en sagt, að stjórnin vilji gjarnan senda sérstaka nefnd til viðræðna við fram- kvæmdastjórann í Rómaborg. 10 þús. manns fóru í kröfu- göngu að þinghúsinu í Búdapest til að mótmæla nauðungar- flutningi Rússa á ungum mönnum úr landinu. Verkfall er enn í Búdapest, en Kadarstjórnin reynir samninga við verka- menn. Hefir Kadar fallizt á að efnt verði til frjálsra kosninga, sem nokkrir flokkar taki þátt í. uðborgina. Býðst hún til að senda sérlega sendinefnd til viðræðna við hann í Rómaborg, er hann verður þar á ferð. Verði rætt um aðstoð við Ungverja og ályktunartillögur þær, sem liggja fyrir allsherjar- þinginu. Ekki er enn vitað, hvort Hammarskjöld tekur þessu boði. Samkvæmt heimildum, sem bor- izt hafa til London, er því haldið fram, að Rússar hafi flutt unga menn nauðuga á brott i stórum stíl. Óstaðfestar fréttir herma, að tala brottfluttra nemi 4- 16 þús. Tekur Hammarskjöld boðinu? Kadarstjórnin hafði áður neitað beiðni um að eftirlitsmenn S. Þ. fengju að koma til landsins. Nú hefir hún einnig neitað Hammar- skjöld um leyfi að heimsækja höf- Maður slasast á höfði í gær um kl. 6 var árekstur á móts við Höfðaborg 74, var fjög- urramanna Renault bifreið ekið aftan á vörubifreið. Farþegi í fólks bifreiðinni, Jóhann Hjálmtýsson að nafni slasaðist talsvert á höfði og var fluttur í slysavarðstofuna, þar sem hann lá í nótt, en bifreiðar- stjórann sakaði ekki. Renauit bílí- iil mun hafa verið illa útleikinn. Ivar Guðmuudsson blaðafullt. löggæzlu- liðs S. þ. ívar Guðmundsson ritsl.ióri, sem starfað hefir á skrifstofu S. þ. í Kaupmannahöfn, var í gær skipað- ur blaðafulltrúi löggæzluliðs S. þ. i Súez. ívar kveðst munu halda áleiðis til Napólí í fyrramáli'ð til að taka þar við frekari fyrirskip- unum. Aðils. Fyrstu liermenairnir í gæzIuiiSi S. þ. komu til Ismalía í gærdag Napólí og New York, 15. nóv. — í dag hófust fyrir alvörn flutningar á hermönnum í gæzluliði S. Þ. frá Napólí á ítalíu til Súez-svæðisins. Fyrstu hermennirnir, sem fóru, voru frá Danmörku og Noregi, alls nær 100 manna hópur. Lentu þeir á flugvellinum við Ismailía. Burns hershöfðingi kannaði lið sitt í Napólí í gær, en í dag er hann á leið til New York til að ræða þar skipulag liðsins við samstarfsmenn sína. Stöðugt berst meira lið til Napólí frá þeim ríkjum, sem senda her- menn. Finnar hafa boðið 250 manna lið. Hammarskjöld framkvæmdastjóri er á leið til Rómaborgar, þar sero hann mun kynna sér allt varðandi skipulag og störf liðsins og hvern ig unnt er að tryggja sem hezt að það fái gegnt hlutverki sínu. Þá fer hann og til Kaíró og ræðir þar j við egypzk stjórnarvöld um dvöl herliðsins og afstöðu Egypta til þess. 6. flotinn flytur vistir Margt er örðugt viðfangs í máli þessu, eoda alger nýlunda að al- þjóðasamtökin hafi her á að skipa. Sagt er, að 6. flotinn bandaríski, sem er á Miðjarðarhafi, muni taka að sér að flytja vistir til liðsins. Um hergagnaflutninga til liðsins er enn nokkuð á huldu. EURNS hershöfðingi, sem hefir verið skipaður yfirmaður gæzluliðs S. þ. við austanvert Mið- jarðarhaf. Burns er Kanadamaður og hefir í nokkur ár verið yfirmaður vopnahiésnefndar S. þ. í Palesínu. Hann er því öllum hnútum kunnug- ur þar eystra. Myndin er tekin, þeg ar hershöfðinginn steig upp í flugvél sína í Tel Aviv fyrir nokkrum dög- um og hélt til Kaíró. Búlganín sendir Eden og Mollet nýja orðsendingn Moskvu, 15. nór. — Tilkynnt var í Moskvu í kvöld, að Búlganin hefði sent forsæti.sráðherrunum Moílet, Eden og Ben Gurion nýja orðsendingu varðandi ástandið við austanvert Miðjarðarhaf. Var scndihcrrum þessara ríkja afhent orðsendingin í kvöld. Sagt var og, að orðsendingin niyndi birt orð- rétt í rússneskum blöðum á föstu dag. Kadar á undanhaldi Kadar, leppur Rússa í forsætis- ráðherrastóli, reynir enn að ná samkomulagi við verkamenn í land inu, sem neita að taka up vinnu og vilja heldur svelta en lifa undir oki hernáms og kúgunav. f hoðskap, sem hann sendi í dag til verkamannaráðs þess, er átt hefir í samningum við tiann, segist hann geta falltzt á kröfu þeirra um frjálsar kosningar með þátttöku fleiri flokka en kommúnistaflokksins. Samkvæmt öðrum heimildum á hann að hafa sagt í viðræðum við verkamenn, að hann óttaðist að kommúnistar biðu ósigur í slíkum kosningum, ,en hann væri samt fús að hætta á það. Enginn fluttur nauSugur nema.... Þá segir Kadar í svari sínu til verkamanna, að liann hafi fengið tryggingu fyrir því hjá Rússum að' engir Ungverjar verði fluttir úr landi. Þó eru engin ákvæði í því samkomulagi að svo megi ekki gera við þá, sem sekir reyn- ast um „afbrot og hermdarverk“. Er þetta ákvæði því ekki mikils virði. Nagy vill ekki ræða við Kadar Verkamenn krefjast að Nagy fái fyrri stöðu sína sem forsætis- ráðherra. Kadar segir, að honum sé frjálst að taka þátt í stjórn- málum, ef hann kjósi að fara á brott úr júgóslavneska sendiráðinu. Nagy hefir lýst yfir, að hann vilji ekkert við Kadar ræða. Þá segir að Kadar hafi sagzt skilja afstöðu verkamanna varðandi hlutleysi landsins, en þess verði að gæta, að fasistar og heimsveldissinnar noti það ekki að skálkaskjóli. Loks hvetur hann verkamenn til að taka upp vinnu hið bráðasta, annars verði Ungverjar innan skamms mestu beiningamenn í heimi. Tékknesk sendinefnd f London er bent á, að svar I Kadars til verkamanna sé æði harð neskjulegt, þótt undanhalds gæti í mörgum efnum. Samt sé ekki úti- lokað að það verði grundvöllur að einhverju samkomulagi. í kvöld kom tékknesk sendinefnd til Búda- pest undir leiðsögu forsætisráð- herrans. Á hún að ræða um efna- hagssamvinnu landanna, en ósenni legt þykir að hún sé komin í því skyni að miðla málum, hvorki milli verkamanna og Kadars eða þjóð- arinnar og Rússa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.