Tíminn - 21.11.1956, Qupperneq 2
2
T f MIN N, miðvikudaginn 21. nóvember 1956,
Bék um veiðimanualif
i frumskógum Afríku
Komin er út hjá Bókfellsútgáfunni bók, sem segir frá
ævintýrum og villidýraveiðum í frumskógum Afríku og þótt
hefir flestra bóka bezt og skemmtilegust um það efni á er-
lendum vettvangi. Nefnist hún í íslenzkri þýðingu: „Veiði-
mannalíf“ og höfundurinn er J. A. Hunter.
í bók þessari segir höfundur á
skemmtilegan hátt frá mannraun-
um og ævintýrum, sem ver'ða á
vegi þeirra, sem leggja fyrir sig
viliidýraveiðar í myrkviðum frum-
skóganna.
Slíkar svaðilfarir, þegar farnar
eru á gamla vísu fótgangandi, eða
á fílsbaki hafa lengi þótt frásagn-
arverðar og hættulegar. Eiga þær
lítið sameiginlegt með þeim stóru
leiðöngrum auðmanna inn í frum-
skógana nú á dögum, þar sem bíl-
ar og vélbyssur gæta baksins við
hvert fótmál.
Um þessar endurminningar Hunt
Góður síldveiðidagur
Hafnarf jarðarbáta
í fyrradag
Hafnarfirði í gær. — í fyrradag
komu 16 bátar til Hafnarfjarðar
með samtals 2700 tunnur síldar,
og í gær komu 11 bátar með 600
tunnur. í dag er enginn bátur á
sjó héðan vegna illveðurs. GÞ
Þakkarkveðja ti!
Karíakórs Kefíavíkur
Með línum þessum vil ég þakka
ykkur fyrir sönginn 18. þ. m. i
verkalýðshúsinu í Keflavík. Það
var mjög ánægjulegt að hlusta á
ykkur, og þið sunguð mörg lögin
með glæsibrag. Þið áttuð það sann-
arlega skilið að fá troðfullt hús, og
þið áttuð það líka skilið, hve hlust-
endur klöppuðu ykkur óspart lof í
lófa.
Það er mjög virðingarvert, hve
þið fórnið miklum tíma til að
þjálfa ykkur, þar sem þið eruð all-
ir meira eða minna störfum hlaðn-
ir, og er því hægt að segja, að þið
hafið unnið mikið afrek með því
að ná þessum árangri.
Það er mér mikið gleðiefni að
sjá ykkur svona marga unga og
glæsilega menn hefja söngstarf-
semi liér í Keflavík, því að það
eru svo sorglega fáar skemmtanir
hér í bænum, sem geta kallazt
göfgandi. Söngurinn er listræn
skemmtun, sem lyftir mönnum upp
í æðra veldi.
Ég segi því enn, þakka ykkur
kærlega fyrir söngsveinar í Karla-
kór Keflavíkur. Og haldið umfram
ailt áfram að syngja og syngið svo
að undir taki um öll Suðurnes.
Þess væri óskandi, að þið gætuð
sungið burt hið drungalega and-
rúmsloft, sem Suðurnesin eru svo
rík af. — DD.
ers frá veiðimannalífi, segir eitt
helzta bókmenntablað samtíðar-
innar:
„Það er fjöldi bóka um Afríku
og villidýraveiðar í frumskógun-
um, en engin þeirra er með slík-
um ágætum sem bók Hunters,
enda má segja með sanni, að höf-
undurinn sé fræknastur allra nú-
lifandi veiðimanna.
Ungverjaland
(Framh. al 1. síðu.)
samúð í liinum miklu hörmung-
uin hennar.
Fundi alþjóða verkamálanefndar-
innar var frestað um stund í dag
vegna þagnarstundarinnar, full-
trúi Rússa mótmælti, en þau voru
að engu höfð af öðrum nefndar-
mönnum.
Eden
(Framh. af 1. síðu.)
að kynna sér ástandið. Orðsending
þessi er svar við orðsendingu
kommúnistastjórnarinnar á dögun
um, þar sem krafizt var skaðabóta
Egyptum til handa vegna þess
tjóns, sem aðgerðir Breta og
Frakka í Egyptalandi hefðu valdið.
Aðgerðirnar í Egyptalandi
nauðsynlegar
Eden segir ennfremur, að að-
gerðir Breta og Frakka hafi verið
nauðsynlegar til að koma á ró í
landinu og stöðva frekari átök á
milli ísraelsmanna og Egypta. —
Hann hefði þegar í byrjun nóv.
lagt það til, að lögreglusveitir S.þ.
yrðu sendar inn í Egyptaland.
Hann væri ánægður yfir því,
að þetta hefði nú verið fram-
kvæmt, heimurinn allur bíður eft
ir svipuðum aðgerðum í Ung-
verjalandi, sagði Eden að lokum
í orðsendingu þessari.
Vissu ekki um innrásar-
fyrirætlunina
Hermálaráðherra Breta lýsti yf-
ir því í brezka þinginu í dag, að
það væri fjarri öllum sannleika,
að brezka stjórnin hefði haft
nokkra hugmynd um innrás ísraels
manna í Egyptaland og þaðan af
síður hvatt þá til þess. Franska
stjórnin lýsti því yfir í dag, að
það væri alrangt, að franskar flug
vélar hefðu átt nokkurn hátt að-
stoðað ísraelsmenn í hernaðarað-
gerðum þeirra á Sinai-skaga, en
egypzka stjórnin hefir fyrir
skömmu sakað Frakka um slíkt.
Kljóðíærahús Reykjavíkur
er 4(1 ára í dag
í dag er I-Iljóðfærahús Reykja-
víkur, Bankastræti 7, fjörutíu ára.
Stofnandi og eigandi frá upphafi
hefur verið frú Anna Friðriksson.
í upphafi var verzlunin opnuð í
Templarasundi 2, og var þá eink-
um verzlað með stór hljóðfæri og
nótur, en smátt og smátt hófst sala
á öðrum hljóðfærum og músikvör-
um yfirleitt, ennfremur gammófón
plötum og grammófónum. Þá hef-
ur verzlunin haft aðalumboð fyrir
ýmis þekkt erlend fyrirtæki, sem
verzla með músikvörur. Á árum
áður gekkst verzlunin fyrir hljóm-
listarferðum ýmissa kunnra er1-
lendra listamanna hingað og vann
þannig að eflingu tónlistarlífs hér
heima.
Þegar allur innflutningur á tón-
listarvörum stöðvaðist á kreppu-
árunum, tók frú Anna það til
bragðs að hefja verz.Iun með alls-
konar leðurvörur og hefur haldið
því áfram síðan. Hljóðfæraverzlun
Reykjavíkur rekur nú Leðuriðjuna
h. f. og veitir sonur frú Önnu því
fyrirtæki forstöðu. Nýjustu upp-
tökur verzlunarinnar eru hljóm-
plötur með Kristni Hallssyni, Elsu
Sigfús og séra Þoi’steini Björns-
syni. Þá gaf verzlunin út fjölda
hljómplata fyrir stríð með Pétri
Jónssyni, Eggert Stefánssyni og
Sigurði Skagfield, en allar þær
olötur eru nú uppseldar fyrir löngu.
Síðan frú Anna Friðriksson hóf
verzlun með músikvörur hefur
hljómlistarlíf færst mjög í auk-
ana hérlendis. Þakkar hún það
m.a. Tónlistarskólanum og kynn-
ingu útvarpsins á tónverkum. Þá
hefur tónlistarsmekkur batnað
mjög að hennar áliti, svo að sígild
verk seljast nú um allt land, sem
var lakom fyrir í upphafi verzlunar-
innar.
Fundur Framsóknar-
marnia á Selfossi á
Framsóknarfélag Árnessýslu
og F. U. F. í Árnessýslu halda
sameiginlegan fund að Selfossi,
í Iðnaðarmannahúsinu ld. 2 á
sunnudaginn. Verður þar jafn-
framt aðalfundur F. U. F.
Framsöguerindi á hinum sam-
eiginlega fundi flytur Ágúst Þor-
valdsson alþingismaður, en að því
loknu verða almennar umræöur.
Hálfrar aldar afmælis unglmgafræðsl
unnar í Húsavík minnzt me8 viðhöfn
Frábærs kennslustarfs Benedikts Björnssonar
stofnanda skólans séríaklega minnzt
Frá fréttaritara Tímans í Húsavík.
Fyrra sunnudag var minnzt hér í Húsavík hálfrar aldar
afmælis unglingafræðslunnar í Húsavík. Það var árið 1906
sem Benedikt Björnsson stofnaði unglingaskólann í Húsavík,
og starfaði hann síðan óslitið í tengslum við barnaskólann
þar til Gagnfræðaskóli Húsavíkur var stofnaður fyrir nokkr-
um árum.
Fordæmir aðfarir
Rússa i Uaigverjai.
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt einróma á fundi Bæjarstjórn
ar Akraness 16. nóv.:
„Fundur haldinn í Bæjarstjórn
Akraness þann 16. nóv. 1956 sam-
þykkir að fordæma harðlega hina
grimmu og tilefnislegu liernaðar-
árás Rússa á Ungverjaland og
vottar ungversku þjóðinni vir'ð-
ingu og dýpstu samúð í frelsis-
stríði hennar og þakkar það for-
dæmi, sem hún hefir gefið öllum
frelsisunnandi þjóðum.
Jafnframt harmar bæjarstjórnin
hernaðaraðgerðir tveggja lýðræðis-
þjóða V-Evrópu á Egyptaland í
andstöðu við Sameinuðu þjóðirnar.
Bæjarstjórnin skorar á ríkis-
stjórnina að halda fast við þá yf-
irlýsingu sína að fulltrúi íslands á
Allsherarþingi Sameinuðu þjóð-
anna vinni að því að báðar þessar
þjóðir ráði sjálfar yfir landi sínu,
án íhlutunar erlendra stórvelda. —
Ennfremur og aðrar þær þjóðir,
sem líkt eru settar."
Brezkur verkamanna-
flokksjíingma^ur afsalar
sér þingmennsku
LONDON, 20. nóv. — Einn þing-
manna brezka verkamannaflokks-
ins sagði af sér þingmennsku í
dag samkvæmt beiðni flokksstjórn-
arinnar. Ástæðan er sú, að þing-
maður þessi hefir lsýt því opinber
lega yfir, að hann geti ekki fallizt
á stefnu verkamannaflokksins í Sú-
ez-málinu. Sagði þingmaður þessi.
að hver ríkisstjórn, sem sæti við
völd í Bretlandi, yrði að haga gerð
um sínum í þessum málum í sam
ræmi við þá reynslu, er fengin
væri af einræði og einræðisherr-
um. Stefna brezku íhaldsstjórnar-
innar í þessu máli væri rétt, sagði
þingmaðurinn.
Séra Friðrik A Friðriksson stjórn
aði hófinu, en aðalræðuna flutti
Axel Benediktsson skólastjóri gagn
fræðaskólans og rakti hann í stór-
um dráttum sögu skólans frá upp-
hafi. Var Benedikts Björnssonar
og konu hans Margrctar minnzt
alveg sérstaklega. Benedikt er lát-
inn fyrir allmörgum árum, en frú
Margrét var viðstödd í hófi þessu.
Einnig var þar staddur Egill Þor-
láksson kennari á Akureyri og
kona hans, en hann var lengi sam-
kennari Benedikts við skólann.
Frú Margrét afhenti við þetta
tækifæri, Minningarsjóði Bene-
dikts Björnssonar 5 þús. kr„ sem
gjöf frá börnum þeirra hjóna.
Skólastarf Benedikts Björnsson-
ar var hið merkasta, einkum var
móðurmálskennslu hans við brugð-
ið, og telja ýmsir, sem þeirrar
kennslu hans nutu, ómetanlegt
veganesti, er hann veitti nemend-
um sínum í þeirri grein.
í hófinu skemmtu átta nemend-
ur úr hópi fyrstu gagnfræðinga
gagnfræðaskólans með söng, undir
stjórn þáverandi söngkennara skól
ans, séra Arnar Friðrikssonar.
Einnig skemmtu núverandi nem-
endur skólans með söng. í afmælis
hófinu var staddur einn nemandi
í fyrsta árangri unglingaskólans,
Framsóknarmeim
Jón Jónasson skrifstofumaður.
Þ.F.
Álfíýíusambarids|>ingið
IFramhald af 12. slðu.)
Forseti áréttaði að lokum mikil-
vægi þessa Alþýðusambandsþings.
Enda þótt samtökin eigi nú sam-
hug hjá stjórn landsins væri eng-
in ástæða til annars en hnlda bar-
áttumálum á lofti og vinna ýmsum
hagsmuna- og heillamálum samtak-
anna framgang. Koma þyrfti á fót
félagsmálaskóla og stofna hvíldar-
og orlofsheimili fyrir vinnandi
fólk.
Ríkisstjórn, sem stofnuð er með
fulltingi stéttasamtaka.
Hins vegar myndu störf þessa
þings að nokkm mótast af því, að
nú er við völd í landinu ríkis-
stjórn, sem stofnuð er með full-
tingi vinnandi stétta til sjávar og
sveita. Ríbisstjórn, sem vill og
liefir samvinnu um lausn vanda-
málanna við þær stéttir, sem
þjóðfélagið byggir afkomu sína á
öðrnm fremur.
Sagðist Hannibal óska þess, að
þetta Alþýðusambandsþing beri
gæfu til að leysa torveld vanda-
mál, sem það fær til meðferðar.
í Kópavogi
Stórþjófnaður á
KefSavíkurvelfi
S.l. laugardagskvöld var fram-
inn stórþjófnaður suður á Kefla-
víkurflugvelli. Var þar stolið um
650 dollurum í amerískri mynt,
með þeim hætti, að sannað þykir,
aö þjófurinn eða þjófarnir, hafa
farið inn um glugga meðan hús-
ráðendur voru í kvikmyndahúsi.
Er mál þetta í rannsókn hjá lög-
reglunni á Keflavíkurflugvelli og
hafði hún ekki frekari upplýsingar
að gefa í málinu, þegar blaðið
hafði samband við hana í gær.
Orðabók Afexanders
Jóhannessonar
8. og 9. hefti eru nýkomin út,
og er þá þessu ritverki, er hófst
1951, lokið (1406 bls., auk for-
mála og skammstafana, bls. V.—
XXIII). í síðustu heftunum er lok-
i'ð við tökuorð í íslenzku, þá kem-
ur skrá (í stafrófsröð indóger-
manskra (germanskra, norrænna)
frumróta, þá skrá (í stafrófsröð)
allra íslenzkra orða (um eða yfir
20.000), er skýrð hafa verið í bók-
inni, og loks leiðréttingar og við-
bætur. Laust bindi fylgir fyrir fyr
ir allt ritverkið og kostar kr. 18.—
Áskrifendur eru beðnir að vitja
heftanna íil Óskars Bjarnasens í
háskólanum.
Aðalfundur Framsóknarfélags
Kópavogs verður haldinn í Barna-
skólahúsinu miðvikudaginn 28. nóv
ember kl. 8,30.
Stjórnin
Roskin kona fyrir bil
— meiddist mikið
Um tvöleytið í fyrradag vildi það
slys til á Hringbrautinni fyrir fram
an Elliheimilið, að roskin kona,
Vigdís Sigurgeirsdóttir, Hring-
braut 43, varð fyrir bifreið og
meiddist mikið. Vigdís, sem er um
sextugt, fótbrotnaði, og auk þess
er talið, að mja'ðmagrind hennar
hafi orðið fyrir hnjaski, jafnvel
brotnað. Konan var flutt á sjúkra-
hús. Rannsóknarlögreglan vill hafa
tal af sjónarvottum að slysi þessu.
19 þús. kr. söfnuðust
til sjúkrafiúss
Húsavíkur
Húsavík í gær. — Söfnuninni í
sambandi við 20 ára afmæli sjúkra
hússins í Húsavík lauk ekki um
síðustu helgi og hafa enn borizt
ýmsar gjafir. T. d. hefir Kvenfé-
lag Mývatnssveitar síðan gefið þús-
und krónur og einnig borizt gjafir
frá ýmsum í Húsavík, svo að nú
nemur söfnunin um 19 þús. kr.
Þ.F.
Athngasemd
Hr. ritstjóri!
f heiðruðu blaði yðar birtist í
dag grein eftir Baldvin Þ. Krist-
jánsson, þar sem lítillega er vikið
að greinarstúf, sem ég ritaði fyrir
skömmu. Af grein B. Þ. K. mættu
ókunnugir ráða, að ég hefði aðal-
lega verið að gera samanburð á að-
förum Rússa í Ungverjalandi ann-
ars vegar og Breta, Frakka og ísra-
elsmanna í Egyptalandi hins vegar.
Þetta er þó ekki alveg rétt. Mig
skiptir það minnstu, hvor verri er,
og þótt ég muni hafa jafnað þess-
um tveim aðilum saman á ekki ó-
svipaðan hátt og gert var í yfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar um þetta
mál, þá er það aukaatriði í grein
minni. Hitt lagði ég áherzlu á, að
í þessum hráskinnaleik stórveld-
anna um smáríkin megum við fs-
lendingar ekki gleyma okkar litla
landi, heldur ber okkur að skipa
okkur við hlið annarra smáþjóða
og fylgja fram þeirri kröfu, að
stórveldin verði sem fyrst á brott
með heri sína úr erlendum her-
stöðvum. Með því að losa okkur
við erlendan her af íslenzkri grund
gefum við Ungverjum og öðrum
kúguðum þjóðum sterlcara vopn í
frelsisbaráttu þeirra en nokkur
önnur þjóð hefir gefið þeim á þess-
um síðustu hörmungatímum.
Reykjavík, 20. nóv. 1956.
Páll Bergþórsson,
LöginviðVetrarferð-
ina efíir Schubert
Það ranghermi varð er sagt var
frá þýðingu Þórðar Kristleifssonar
á Vetrarferðinni eftir þýzka skáld-
ið Wilhelm Miiller, að Beethoven
hefði sami'ð lög við ljóð þessi. Það
var Schubert, sem lögin samdi.
Þess má og geta til viðbótar, að
Guðmundur Jónsson, óperusöngv-
ar.i. mun flytja þessi lög við þýð-
ingu Þórðar í útvarpið í vetur.
■umiimMiiiiiM
uiiiiiimiiiiimiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
I Drengjajakkaföt 6—14 ái
s Matrósaföt og kjólar
3—8 ára
1 Drengjabuxur—Sokkar
| Drengjabuxur—Drengja-
peysur
I Ullargarn, margir litir
i Twink heimapermanent
i Æöardúnssængur
I Sent í póstkröfu.
1 Vesturgötu 12. Sími 3570.1
Tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii iii iimiii...miiiiiiiiii miiiiiiiiuiiiik