Tíminn - 21.11.1956, Blaðsíða 8
3l'
2!|||l!!ll!!llll!l!l!l!llllll!!!lll!IIIII!l|||ll!imilllll!l!!lllil!llll]lllll!ll!inillllll!lllllMllllllfinilrmilll!llllllll!i!!lllll!llllll!l!!lllllllll!llllll!IIIINIIill!ll!IIIIIIIIIIIIIIIII!llllllllll!llir
I - 1 .V -
Hyggnar húsmœður urn íand |
aSSt hafa komist að raun um, |
að það borgar sig að noítí' |
ekkert annað þvottaefni en §
CLOZONE í þvottavéiina. ^
CLOZONE er þvottaefni, sem sér- |
staklega er framleitt til að þvo |
úr því í þvottavóium. Það hefuf f
hvorki skaðvœnleg óhrif á þvotta- |
vinduna né neina aðra hluta |
þvottavélarinnar — og það sem |
mest er um vert, þvotturinn verð- |
ur hreinni og blœfallegri en |
nokkru sinni fyrr.
| HEitDSöLUBiRGO®: EGGERT KRiSTJÁNSSON & 00. H.F.
77illl!!!IIII!JIIM!llill!lltllIllllllliriti9II!lll!lllllil!!l!l!illl!II!ll!!lll!im[III!!)!nil!l!l!lll!!ll’!!llillIIIII!ill!!lIIII!I!IIIIIiim!lUU!UllU!UliUH!lllli!llll!IIIIIIIIIII!!IIIII!lim!!ll!!IIII!lTl
'•llllll!l!ll!!lill!i!illl!lill!illlllllilUl!iili!llilllllllllliillimímil!lliil!!llil!UIIIHimiilli!f 'llIlltiliimilliini)llili;illHMmir>ííVáillliliUMIiiillIlitiiltm»iiiiitliilaiiiiiiiiiii>iliiiiiin
= Kfv.J
= Getum nú afgreitt okkar viíSurkenndu WC-kassa — stál og postulín. |
1 AlHr varahlutir eru til á lager
Vélsmiðjan h.f.
§ Trípólí 13 — sími 82047
inuiJiiiiiuiiiiuuiiiiiuiiiiiiiiiiiiiimiiuuimiiimiiiiiiiiiiiMiiiiilHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiuimimiiiiimiiiHmifniiiiliHimiiiiiiiiiiilHiiiiniiiíiitiminiiliMÍ1
T í M I N N, miðvikiulaginn 21. nóvember 1956.
Minning presthjónanna í :Eydökm,
Sigurbjargar Bogadóttiir og séra
Vigfósar Þérðársonár
Frú Sigurbjörg Bogadóttir Smith
verður lögð til hinztu livíldar í dag.
Margir munu fylgja henni til graf-
ar. Hinir eru þó miklu fleiri, sem
I ekki eiga þess kost, sökum fjar-
lægðar. En hugur þeirra mun
fylgja henni. Hún innti af hönd-
um sitt merka ævistarf í fjarlægum
landsfjórðungi, þar mun hennar og
eiginmanns hennar, séra Vigfusar
Þórðarsonar, lengi verða að góðu
getið.
Frú Sigurbjörg fæddist 24. apríl
1875 í Arnarbæli á Fellsströnd við
Breiðafjörð. Foreldrar hennar voru
Bogi Smith bóndi í Arnarbæli og
Oddný Þorsteinsdóttir kona hans,
systir séra Jóhanns í Stafholti. Þeg
ar Sigurbjörg var nálægt 12 ára
aldri missti hún föður sinn og tvo
bræður í sjóinn og dvaldist næstu
árin hjá séra Jóhanni móðurbróður
sínum í Stafholti, en eftir það með
móður sinni og systrum í Reykja-
vík. Hún hlaut hið bezta uppeldi og
bar því vitni alla ævi.
30. september 1893 giftist hún
Vigfúsi Þórðarsyni frá Eyjólfsstöð-
um á Völlum, er lokið hafði emb-
ættisprófi í guðfræði frá Presta-
skólanum þá um vorið. Á næsta
ári hófu þau búskap á Eyjólfsstöð-
um og bjuggu þar í 7 ár eða til
ársins 1901, er Vigfús fékk veit-
ingu fyrir Hjaltastað í Hjaltastaða-
þinghá. Þar var hann prestur í 18
ár og síðar í Eydölum í Breiðdal
í 24 ár, unz hann lét af embætti
fyrir aldurs sakir 1943.
Auk Eydalaprestakalls þjónaði
sr. Vigfús Stöðvarprestakalli í
Stöðvarfirði í 17 ár og voru presta
köllin sameinuð 1942.
Þrjú börn þeirra hjóna eru é
lífi, Einar, Oddný Elín og Ásgeir.
Tveir fóstursynir, Águst Filippus-
son og Bogi Sigurðsson. Fósturdæt
ur Oddný Pétursdóttir og Guðrún
Ásgeirsdóttir. Þau hjónin urðu fyr-
ir þeim þungbæru hörmum að
missa tvo syni sína uppkomna og
einn barnungan.
„En bak við heilaga harma er
himininn ailtaf blár“. Það sannað-
ist í þeirra lífi.
Prestshjónin frá Eydölum áttu
lengst af heima hér í Reykjavík
eftir að þau fluttust þaðan og hér
lézt séra Vigfús fyrir nokkrum ár-
um.Síðan átti frú Sigurbjörg heima
hjá Einari syni sínum, unz hún
lézt 7. þ. m.
Ég var í bernzku, er þau hjónin
frú Sigurbjörg og séra Vigfús,
fluttu að Eydölum með skyldulið
sitt, og ólst upp á næsta bæ við
þau. Það var skammt milli bæja
og tíðförul leið. Prestsheimilið
að Eydölum varð gluggi minn
og margra annarra að umheim-
inum. Og þegar frá líður, og
sjóndeildarhringurinn víkkar fær
engum dulist, sem lítur yfir ævi-
starf þeirra, að áhrifa þeirra gætti
til góðs um allt byggðarlagið og
mun lengi gæta.
Þessi prestshjón hlutu að vekja
athygli við fyrstu sýn. Hann var
fríður sýnum, virðulegur og góð-
legur. „Hún var einnig fríð kona
og tíguleg, mikilla sanda og mik-
illa sæva.“ Þau virtu hvort annað
mikils, já, mér er óhætt að segja
að séra Vigfús hafi dáð konu sína.
Þau voru ólík um margt hygg ég,
en því aðdáunarverðara var að sjá,
hve gagnkvæm ást og virðing réði
sambúð þeirra.
Bæði voru þau ágætlega mennt-
uð til munns og handa. Það var I
mikil hljómlist á heimilinu. Séra'
Vifús lák ljómandi vel á harmóní-
um, hafði afbragðs söngrödd ogi
kenndi mörgum á hljóðfæri. Hjón-,
in lásu mikið innlendra og er-
lendra bóka, og lánuðu mörgum
góðar bækur.
Séra Vigfús var völundur í hönd
unum og nutu sveitungarnir jafnt
anda hans og handa. Frú Sigur-
björg var örlát kona með afbrigð-
um og hjálpsöm, mátti ckkert
aumt sjá. Eigi hygg ég að hún hafi
verið að sama skapi fyrirhyggju-
söm, og féll það þá fremur í hlut
eiginmannsins. Þannig bættu þau
hvort annað upp á flestum sviðum
og urðu meiri hvort með öðru, en
þau hefðú orðið ári hvors annars.
Mikil geátahatíð: ■ ■’vMr jaftíari á
heirriili þeirra, þar var miðstöð
sveitarinnar í beinni og óbeinni
merkingu. Bæði hjónin voru ræð-
in og skemmtileg, fylgdust vcl með
stefnum og straumum í trúarleg-
um og menningarlegum efnum.
Þeir, sem komu á heimili þeirra,
þágu eigi aðeins góðan beina, held
ur eignuðust þeir einnig andlegt
samfélag við húsráðendur, fóru
glaðari og reifari en þeir komu.
Nýjar hugsanir og viðhorf höfðu
vakizt upp í huga þeirra við sam-
ræður og sagnir. Oft voru þeir
leystir út með gjöfum úr hendi hús
móðurinnar, ellegar þeir höfðu ver
ið í kennslustund hjá húsbóndan-
um.
Þau hjónin þekktu bæði þraut og
gleði þessa lífs af eigin raun, enda
tóku þau einlægan þátt í gleði og
sorg sóknarbarna sinna og mega
nú margir minnazt þess þakklátum
huga. Hún var ör, hann hægari,
hún var stórtæk, hann jafnari, hún
minnti á sólina og regnið, hann á
jörðina, sem grær.
Fyrir samverkandi krafta sólar,
regns og jarðar verða grösin græn.
Þau frú Sigurbjörg og séra Vig-
fús verða eigi aðskilin í minningu
minni fremur en kraftarnir sem
orka á grösin ungu. Þau komu við
sögu mína á vori lífsins. Frá þeim
árum geymast öll áhrif lengst og
grópast dýpst í minninguna. Eg
get eigi minnst frú Sigurbjargar
án þess að minnast séra Vigfúsar,
míns gamla góða vinar og söknar-
prests um leið.
Eg riiun ætíð minnast þeirra
beggja með virðingu og þökk. Og
ég bið þann guð, sem þau treystu
og sögðu mér írá forðum daga að
vera þeim' ljós og líf.
Emil Björnsson. !