Tíminn - 23.11.1956, Blaðsíða 8
3
Pistlar frá New York
(Framhald af 6. síðu)
sem hún telur að hér sé um innan-
ríkismál að ræða. Fulltrúi Suður-
Afríku mótmælti mjög eindregið,
að þessi mál yrðu tekin á dagskrá
nú og gaf jafnvel til kynna, að það
gæti valdið brottför Suður-Afríku
úr S. Þ. Það var samt samþykkt
með yfirgnæfandi meirihluta að
taka þessi mál á dagskrá.
Flóttamannamálið í Arabalönd-
unum er eitt torveldasta viðfangs-
efni S. Þ. í nágrannalöndum
ísraels eru nú 800—900 þús. flótta-
menn, sem Gyðingar hröktu frá
Palestínu, er Ísraelsríki var stofn-
að. Þetta fólk hefir að mestu lifað
á framfæri Sameinuðu þjóðanna
síðan. Á seinasta fjárhagsári nam
framlag S. Þ. til þess yfir 32 millj.
dollara og lögðu Bandaríkin fram
mest af þessu fé. Fólk þetta helzt
við í eins konar fangabúðum, því
að stjórnir Arabaríkjanna vilja
ekki veita því bólfestu i löndum
sínum, þar sem það eigi að fara til
fyrri heimkynna aftur. Stjórn
ísraels neitar hins vegar að taka
á móti því. Þetta flóttamannamál
á einn meginþátt í því að viðhalda
hatrinu milli Araba og Gyðinga.
Líklegt þykir, að Japan muni
freista þess að fá nú inngöngu í
S. Þ., en Rússar hindruðu það í
fyrra. Þá mun Ytri-Mongólía sækja
um inngöngu, en Formósastjórnin
hindraði inngöngu hennar í fyrra.
Inngöngubeiðnir þurfa nefnilega
bæði að samþykkjast af Öryggis-
ráðinu og allsherjarþinginu. Rúss-
ar og Kínverjar beittu neitunar-
valdi í Öryggisráðinu til að hindra
áðurnefndar inngöngubeiðnir í
fyrra.
EFNAHAGSNEFNDIN er senni-
lega sú nefnd, sem ræðir merkustu
fraintíðarmál S. Þ., hina gagn-
kvæmu efnahagslegu samvinnu
þjóðanna. Hún mun að þessu sinni
ræða um tæknilega aðstoð S. Þ.,
alþjóðlega matarbirgðastofnun, við-
reisnarsjóð þjóða, sem verst eru
settar, alþjóðleg skattamál og iðn-
væðingu landa, sem skemmzt eru
komin áleiðis í þeim efnum.
Eins og kunnugt er, hafa S. Þ.
um skeið rekið víðtæka tælcnilega
upplýsingastarfsemi. Ráðgert er að
hún kosti 32 millj. dollara á næsta
ári og má af því ráða, hve um-
fangsmikil hún er. Flest lönd hafa
þegar notið góðs af henni, én aðal-
lega þó löndin í Asíu, Suður-
Ameríku og Afríku.
Alþjóðlegu matarbirgðastofnun-
inni er ætlað að koma í veg fyrir
hungursneyð, sem enn er algengt
fyrirbæri í mörgum löndum, t. d.
vegna uppskerubrests. M. a. er gert
ráð fyrir, að stofnunin hafi alltaf
fyrirliggjandi nokkrar birgðir, sem
grípa megi til tafarlaust, ef þörf
krefur.
Viðreisnarsjóður þjðúa, sem
verst eru staddar, er mál, sem hef-
ir verið til meðferðar á undan-
förnum þingum S. Þ., en m. a.
strandað á afstöðu Bandaríkjanna.
Sjóðnum er ætlað að veita óaftur-
kræf framlög eða lán til efnahags-
legra framfara í viðkomandi lönd-
um. Þátttökuriki S. Þ. eiga að
leggja sjóðnum til fé í samræmi
við efnahag og hafa Bandaríkin
ekki verið reiðubúin til að fallast
á það, þar sem langstærsta fram-
lagið myndi leggjast á þau. Rúss-
ar, sem einnig myndu þurfa að
taka á sig allmikið framlag, hafa
sýnt þessu máli íakmarkaðan
áhuga.
Alþjóðleg skattamál verða eink-
um rædd frá því sjónarmiði, að
skattalög hindri ekki tilfærslu
fjármagns milli landa í sambandi
við fjárfestingu, er stuðlar að efna-
hagslegri uppbyggingu viðkomandi
lands.
FÉLAGSMÁLA- og mannrétt-
indanefndin ræðir m. a. um barna-
hjálparsjóð S. Þ. og flóttamanna-
sjóð S. Þ., sem hvort tveggja eru
merkar mannúðarstofnanir. Síðar-
nefndi sjóðurinn er óháður flótta-
mannahjálpinni í Arabalöndunum,
sem áður er sagt frá. Þá mun
nefndin ræða um alþjóðlegan sátt-
mála varðandi þegnréttindi giftra
kvenna og mun það mál sennilega
ná fram að ganga á þessu þingi.
Síðast en ekki sízt ræðir nefndin
svo um almennan mannréttinda-
sáttmála, sem ætlazt er til að þátt-
tökuríkin gerist aðilar að og veiti
TÍMINN, föstudaginn 23. nóvember 1956,
þannig fullt lagagildi. Nú er að-
eins til svoköllð mannréttindaskrá,
sem ér aðeins yfirlýsing, en hefir
ekki lagalegt gildi. Sennilegt er,
að mannréttindasáttmálinn eigi
enn langt í land. í umræðum um
hann kemur mjög fram, hve ólíkar
eru túlkanir þjóða á ýmsum hug-
tökum, en þær þarf að reyna að
samræma, þegar um lagasetningu
er að ræða. Þá virðist og hætt við,
að sáttmálinn verði látinn ákveða
svo víðtæk réttindi, að fáar þjóð-
ir fáist til að undirrita hann, er
til kemur.
VERNDARGÆZLUnefndin ræð-
ir um mál þeirra nýlendna, sem
heyra beint undir verndargæzluráð
S. Þ., en það eru aðallega nýlend-
ur, er fyrr meir hafa heyrt undir
Þýzkaland, Japan og Ítalíu. Um
19 millj. manna búa nú í þessum
nýlendum. Þá gefa þátttökuríki
S. Þ. þeim skýrslu um nýlendur,
sem heyra undir þau og alls hafa
um 150 millj. íbúa. Þessar skýrsl-
ur eru ræddar í nefndinni, ef
þurfa þykir, og þó einkum, ef
klögumál hafa borizt.
í einu af verndargæzlusvæði S.
Þ., Togolandi hinu brezka, fór fram
þjóðaratkvæðagreiðsla um það í
sumar, hvort íbúarnir vildu m. a.
heldur óbreytta skipun áfram eða
að sameinast Gullströndinni, sem
verður sjálfstæð á næsta ári. Meiri-
hlutinn kaus sameininguna, og
mun S. Þ. nú leggja blessun sína
yfir hana. Annað verndargæzlu-
svæði, Somaliland, verður sjálf-
stætt 1960. Þannig vinna S. Þ.
markvisst að því að greiða fyrir
sjálfstæði nýlendnanna.
FJÁRVEITINGAnefnd S. Þ. ræð
ir um hin margþættu fjárhagsmál
S. Þ., en rekstur þeirra er áætlað-
ur að kosta um 49 millj. dollara á
næsta ári, og er tækniaðstoðin og
ýmsar sérstofnanir ekki taldar
með.
Laganefndin ræðir fyrst og
fremst það mál, sem íslendingar
munu telja þýðingarmest, en það
er eins konar alþjóðlegur sáttmáli
um sambúð þjóðanna á hafinu og
nýtingu á auðlindum þess. Sátt-
máli þessi er lengi búinn að vera
í undirbúningi. Þ. Þ.
BREF:
Vegir í Skorradal ófærir - þörf úrbófa
í þurrkunum s. 1. sumar lækkaði
yfirborð Skorradalsvatns mjög
mikið svo elztu menn töldu sig
ekki muna það lægra.
Að vísu má telja það víst, að
þessu hafi valdið, að nokkru, rask
það sem gert hefir verið við ós
vatnsins að tilhlutun Andakílsár-
virkjunarinnar. En þrátt fyrir það:
þurrkar hafa mjög mikil áhrif á
vötn eins og Skorradalsvatn, sem
hafa nándar ekkert uppsprettuað-
rennsli.
En í haust, þegar brá til rign-
inga, urðu skjót umskipti og nú
er svo komið að stórkostlegir erfið-
leikar, ef ekki beinn háski, stafar
af aðgerðum sem stöðvarstjóri
Andakílsárvirkjunarinnar ber á-
byrgð á, þar sem heft er frá-
rennsli vatnsins, að óþörfu, og veg-
ir meðfram vatninu ófærir og
nokkrir bæir því innilokaðir af
þeim sökum . . .
Ég hefi áður minnst á þetta í
blaðagrein og bent á hvílík vand-
ræði stafa af þessu, en full þörf
virðist á að endurnýja slíkar á-
bendingar. Hlutaðeigandi bændur
og aðrir, sem þessi mál snerta,
munu og hafa farið bónarveg að
forsvarsmönnum Andakílsárvirkj-
unarinnar um að þeir eigi valdi
tjóni og erfiðleikum að óþörfu . . .
Undirtektir munu hafa verið telj-
andi.
Þá munu bændur eitt sinn hafa
gert tilraun til að framkvæma
sjálfir verk, sem stöðvarstjóra
Andakílsárvirkjunarinnar ber að
láta vinna, þ. e. taka .burt nokkurn
hluta af hihni færanlegu stiílu sem
á að halda yfirbórði Vatnsins í jafn
vægi. Skarst þá yfirvald héraðs-
ins í leikinn, að sögn og hótaði
hörðu. Þó furðulegt kunni að virð
ast mun vegamálastjóri ekki hafa
blandað sér í þetta mál, og er hann
þó sá aðili sem á að gæta þess
að þjóðvegum sé ekki lokað að
óþörfu.
Búazt má við, að ekki verði langt
að bíða frosta og eftir reynslu síð
asta • vetrar, er mikil nauðsyn að
yfirborði vatnsins verði leyft að.
lækka áður. Ég vil að lokum skora
á hlutaðeigandi aðila að gera sitt'
besta þó það kosti þá einhverja
fyrirhöfn og frávik frá værukærð
og sinnuleysi.
Ó. Þ. ;
Landbúnaðarmál
(Framhald af 5. síðu). 1
Til undirburðar í hjarðfjósunum
þarf mikinn hálm 7—17 kg. undir
kú, á sólarhring, eftir því hvað
mikið hún fær af safaríku fóðri,
svo sem rófum og votheyi. Á hálmi
og mykjubyngnum, sem myndast
undir kúnum í hjarðfjósunum
,'myndast gas og hiti, allt upp
milli 18—30°, og á því liggja kýrn
ar. Má ætla að útkoman á kúnum
í hjarðfjósunum yrði til muna
verri, ef þær hefðu ekki þessi
hlýju ból til að liggja á.
Nokkur atriði fleiri mætti tína
til, er sýna mismun á líðan kúnna
í þessum tveim fjósagerðum, en
það verður ekki gert hér. Ofan-
ritað tel ég nægilegt til að sýna
bændum, að því fer fjarri að þeir
eigi að fara að breyta til og hverfa
frá básafjósagerðinni yfir í hjarð-
fjósin. Þeir hafa kýrnar til þess að
fá af þeim sem mestan arð, og það
er ljóát, að þó Veðurskilyrði hér
á' landi séú önnur en bæði í Dan-
hiörku og Noregi, þá munar það
ekki því, að víst er að kýr í hjarð-
fjósum gefa eigendum sínum minni
arð, en fái þær að vera áfram
í básum sínum í góðum fjósum,
enda þótt þær séu bundnar og ó-
frjálsar. ;
17. nóv. 1956. |
Páll Zoponiasson. ]
16.807 blatSsííur í vöndutSu skinnbandi,
Islendingasagnaútgáfan
heíir verk aÖ vinna, verk fyrir alla
Islendinga. 39 bindi sagnanna eru
komin út og fleiri eru á Ieiðinni.
sanna
Undirritaður óskar að fá gegn afborgun/staðgreiðslu eftirtalda flokka íslendinga-
sagnaútgáfunnar h. f.:
SVART SKINN Á KILI OG HORNUM
1. fl. íslendinga sögur I—XIII............................... kr 1.180,00
2. — Byskupa sögur I—III, Sturlunga saga I—III, Annálar og
Nafnaskrá, 7 bindi ....................................... — 680,00
3. — Riddarasögur I—III........................................ — 250,00
4. — Eddukvæði I—II, Snorra-Edda og Eddulyldar, 4 bindi .... — 350,00
5. — Karlamagnús saga og kappa hans I—III..................... — 250,00
6. — Fornaldarsögur Norðurlanda I—17 ......................... — 370,00
7. — Riddarasögur IV—VI ..................................... — 250,00
8. — Þiðriks saga af Bern I—II................................. — 170,00
Þótt handritin liggi úti í Höfn komast
þau samt inn á hvert íslenzkt heimili í
hinni vinsælu útgáfu íslendingasagnaútgáf-
unnar.
IsSestditðgasagnaúfgáfan inn á hverf
ísEenzRf heimili.
Samtals kr. 3.500,00
Pöntun minni til staðfestu er eftirfarandi SAMNINGUR:
Ég undirrit. . . . sem er orðin. . 21 árs og er fjárráða, óska, að mér verði sendir
ofantaldir flokkar, sem kosta... og fylgir hér með 1. afborgun, kr. 100,
00 (greiði ég við móttöku 1. afborgun kr. 100,00) og síðan kr. 100,00 mánaðar-
lega, unz kaupverðið er greitt. Eignarréttinum að umræddum bókum heldur selj-
andi, unz kaupverðið er að fullu greitt.
................... 195....
NAFN ............................................................
STAÐA ................. SÍMI .....FÆÐINGARD. OG ÁR...............
HEIMILISF AN G ..................................................
PÓSTSTÖÐ ........................................................
TiL ÍSLENDINGASAGNAÚTGÁFUNNAR
SAMg^p§Hí?.§^U — PÓSTHÓLF 101 — REYKJAVÍK.
Ísleedmgasagíiaútgáfan pósthóif 73
Sambandshúsinu — símar 3987 og 7080.
R e y k j a v í k
»-■<**’* 'W V i ^at’fTiP'ir+j rj gr «rqi j