Tíminn - 23.11.1956, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.11.1956, Blaðsíða 9
TÍMINN, föstudaginn 23. nóvember 1956. 9 Ef til vill hafði Jim sagt henni það. Já, það var Jim. Þeir áttu að vera handsterkir, virðu- legir, hreinlegir með sig, ámóta hávaxnir og hafa starf, sem þeir gætu tekið sér frí frá þeg- ar svo bæri undir. Það var skrítið að sjá Matt Mc Gowan í mótmælendakirkju, hann gekk venjulega með samskota þaukinn við messuna klukkan sjö í Heilags-Péturs-og-Páls- kirkjunni, og að sjá hann hér var næstum eins og að vera staddur í París og hitta ein- hvern að heiman. Hún hefði svo sem átt að vita það — vitanlega hafði herra Creedon séð fyrir þessu. Johnny var kaþólskur, Matt var kaþólsk- ur, Frank var kaþólskur og Jack Duff yar kaþólskur. Eng- inn þeirra hafði tekið að sér þetta starf nema að undir- lagi herra Creedons. Nú voru heiðurs-burðar- mennirnir staðnir upp af kirkjubekkjunum. Faðir henn ar. Mr. McHenry. Henry Laubach. — Mjög hávax- inn maður, sem ekki var úr bænum, og sem hún hafði aldrei séð fyrr. Herra Hooker, ritstjórinn. Herra Jenkins úr bankanum, fylkisstjórinn, J. Frank Kirkpatrick, lögfræðing urfnn frá Fíladelfíu, aðmíráll nokkur, doktor English; — ^hitney Hoffman, borgarstjór inn, Williams dómari; herra Johnson, nýji fræðslufulltrú- inn; maður með tvo stafi, hann þekkti hún ekki. Paul Donaldson frá Scranton. Sex- tán alls. — Sextán heiðursburðar- menn, sagði móðir hennar. — Ég er búin að telja þá, sagði Monica. — Utanbæjarmennirnir við Yale, sagði Peg Slattery. — Ég hafði enga hugmynd um að hann hefði stundað nám við Yale, sagði Monica. •— En það mætti svo sem fylia heilar bækur með því, sem ég veit ekki um hann. — Hmmm? — Það var ekkert, sagði Monica. Kirkjan var að tæmast hægt og hægt, Monica og móðir hennar gengu fram ganginn. — Reglulega virðuleg at- höfn, frú Slattery, finnst yður ekki? Sá sem talaði var Theodore Pflug, annar gjaldkeri í bank- anum. Hann nam staða'r, svo aö Peg Slattery og Monica komust ekki áfram. — Þakka yð,ur fyrir. Mjög fögur og virðuleg. Sannarlega mjög fögur, sagði Peg Slattery. — Hafið þér veitt athygli manninum með stafina tvo? David L. Harrison frá J. p. Morgan & Co? sagði Pflug. — Já, ég veit það, sagði Peg Blattery. — Hann var samtíða herra Chapin við Yale. — Góðan dag frú Naugh- íon.. — Góðan daginn, herra Pfiug. , ~-íf Viljið þið aka með, í mín- um vagni, eða eruð þið með ykkar eigin vagn? — Mjög elskulegt af yður, | en við þurfum að fara í verzl- j anir, sagði Peg Slattery. — Nú, þá held ég að ég fari í bankann. Við lokuðum til| heiðurs herra Chapin, en ég| býzt við að ég geti fundið mér j eitthvað til að dútla við, svo ekki sé meira sagt. — Það var gaman að hitta yður, sagði Peg Slattery. — Ánægjan er mín. Sælar frú Slattery. Sælar frú Naugh ton. Sælar. — Sælir, sagði Monica. Hún nam staðar fyrir neðan tröppurnar" ásamt móður sinni. — Þú hefir líklega skilið, til hvers hann ætlaðist? — Nei? — Hann vildí að 'feg 'segði föður þíhum, að Ted Pflugj tæki sér ekki frí þótt hann! hefði eiginlega rétt á því. Prýöilegt. Ég skal víst segja honum það. En hvað vilt þú gera nú? Eigum við aö fara og líta á hatta? Ég vil gjarn- an gefa þér einn, ef hann er ekki allt of dýr. — Hvað má hann kosta9 — Allt að 35 dollurum. Ég er á eyðslustiginu. — Og ef ég kaupi nú 25 dollara hatt, fæ ég þá mismun inn? sagði Monica. — Þú færð hann. En ég veit svo sem, að þetta kemur til , méð að kosta mig 105 dollara. Engar gjafir til einnar ykkar systranna án þess að allar fái jafnt, það er mitt einkunar- orð. — Ég hélt annars, að ég hefði sérstöðu, sagði Monica. — Nei, það finnst mér ekki, en ég skal bjóða þér til mið- degisverðar á gistihúsinu. Pabbi þinn og hitt fólkið borðar hjá Edith Chapin. Mér var boðið, en mér tókst að snúa mig út úr því. Eða getur þú hugsað þér mig sitja og horfa á meðan Edith snýst í kringum fylkisstjórann? Það er mikið að hún skyldi ekki aka í vagni fylkisstjórans. — Ég held ég hringi til Ann á morgun. — Það ættir þú ekki að gera. Haltu þér fyrir utan það. — Utan hvað? sagði Mon- ica. — Ja, þetta voru kannske ekki réttu orðin, sagði Peg Slattery. — En reyndu að slíta sambandinu við þetta fólk. Þú ert líka hætt að umgangast Ann, og þegar þú gerðir það, var ég viss um, að það myndi ekki leiða af sér neitt gott. Joe er látinn, og við þurfum ekki að láta líta svo út, sem við séum vinir fjölskyldunnar, það höfum við aldrei verið. — Ágætt, sagði Monica. — En ég vildi óska, að ég hefði farið í brúna kjólinn. Mig vantar hatt við hann, og þessi er allt öðru vísi í sniðinu. — Þú getur alltaf skipt hon um. Við kaupum svo marga hatta hjá Sadie, og ég hefi aldrei verið í vandræðum með /J matbcríií: aupiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiuiiiiminiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiniiniiv, 35 55 Muiii'ð okkar ágæta hangikjöt. | Fljót afgreiÖsla — GóÖ biIasíæÖi. f að skipta mínum. Ef maður hefir aðeins ekki notað hann á opinberum stööum, segir hún ekkert. — Ég gæti líka keypt tvo 15 dollara hatta. — Þú munt áreiðanlega ekki ganga með þá hatta, sem kosta aðeins 15 dollara. Ef þú vilt fylgja mínum ráðum, kaupir þú einn á 25 dollara og þeaðáUér skiptir honum seinna. — Ég held næstum að ég vilji heldur fá skó. — Nei, skóna þína getur þú keypt sjálf. Láttu Jim borga þá. Það er nauðsynjavarning- ur. Hins vegar eru hattakaup óhóf. — Gott og vel, þá segjum við það, sagði Monica. Það var orðið kalt í veðri og loftið tært og hreint eftir hina ógnandi snjókomu dags- ins áður. Stórir, svartir vagnar hinnar meiri háttar borgara, sem voru að koma frá jarðar- förinni, gáfu bænum hátíða- svip. Skínandi einkavagnar, margir einkennisklæddir, ó- kunnir bílstjórar, litlu tölurn- ar, flöggin og stjörnurnar á bílum hersins nægðu til að auka virðingu hvers manns fyrir hinum látna. Annars voru menn vanir mikilfenglegum jarðarförum, það var svo sem ekkert nýtt. En þessir virðu- legu vagnar höfðu að geyma mikla menn, sem höfðu lagt á sig ferðalag til þess að geta verið viðstaddir jarðarför Joe Chapins. Gibbsville hafði feng ið heimsókn mikilla manna úr öllu fylkinu, frá Washing- ton og New York, aðeins af því að Joe Chapin var dáinn. Það var ekki hægt að fá her- bergi á gistihúsi; meðlimir Gibbsville-klúbbsins og Lant- engo-klúbbsins höfðu verið beðnir að snæða ekki miðdegis verð í klúbbnum þennan dag, til þess að öruggt væri, að hægt yrði að veita hinum virðulegu gestum bæjarins beina. Ted .Wallace lýsti því í útvarpi staðarins hvernig umhorfs var fyrir framan Trinity kirkjuna að athöfninni lokinni. Ted var tiltölulega nýkominn til bæj- arins, og hafði einhverja sér- staka hæfileika til að koma jafnvel knattleik í íþróttahús- inu á ringulreið. í starfi sínu við að telja upp hina frægu menn naut hann góðrar að- stoðar A1 Jellineks frá Stand- ard, sem hafði meðferðis lista yfir hið fræga fólk. En A1 tókst ekki að aftra hinum góða vini sínum, Ted, frá að vera sífellt að tala um hinn látna og nefna hann Joseph B. Chaplin. Útvarpsstöðin fékk niutíu og fjórar upphringing- ar, og Wallace sló með því sitt eigið met, sextíu og fimm hringingar, sem komið höfðu meðan á þætti um Frank Sin- atra stóð, en þá hafði Wallace ruglazt á plötum, og leikið plötu með Vic Damone í stað Franks. Þetta var í eina skipt- ið sem Ted Wallace hafði' ver ið trúað fyrir Miödegisdag- skrá útvarpsins; þetta var Sími 2853, 80253 g Útibú, Melhaga 2 — sími 82936. I |iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiniiiiniiiiiiiiiiiiiiiiinniiiiiiiiminiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiininiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiuii g | Til helgarinnar: | | Rjúpur, sviÖ, hangikjöt, kálfakjöt, folaldakjöt, | | svínakótilettur, hamborgarhryggur. | | Appelsínur, epli, hnetukjarnar, gráfíkjur, ávaxta 1 1 súkkat, jarÖarberjasaft. | AIISTURSTRÆTI uimiiiiiiiLiiuiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiHiimummiiiiiiimmiiiimi ^iiiiiiimiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiimmmiiiiiiiiiuiiiiiuiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmiiuK > = & | SJðMANEðilFÉLAG REYKJAVÍSCUR | Stjómarkjör I Kosning stjórnar fyrir Sjómannafélag Reykjavíkur | hefst kl. 13.00 sunnudaginn 25. nóvember og stendur | yfir til kl. 12 daginn fyrir aSalfund, er halda skal í janúar | n. k. Hægt verður aS kjósa alla virka daga frá kl. 15 | til 18. ‘ J | Kjörskrá, ásamt skuldalista liggur frammi í skrifstofu 1 | félagsins, þann tíma, sem húri er venjulega opin. | Reykjavík, 23. nóvember 1956. | I KJÖRST JÓRN1N. 1 .g,., ■ " s mii;iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii,,<iiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiimiiimmimmmiiiiiimimiui 1 * 1 * 1 * “ * % f t $ é

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.