Tíminn - 07.12.1956, Side 2
2
T f M I N N, föstudaginn 7. desember 199S,
Ein af myndum Ragnars á sýningunni.
Unger listamaðiir opear sýningu í
Listvinasalimm við Freyjegötii
Sýnir f)ar íjöimargar análits- og mannamyndir
í dag opnar ungur maður fyrstu málverkasýningu sína
1 Listvinasalnum við Freyjugötu. Maðurinn nefnist Ragnar
Lárusson, 21 árs að aldri, og í gær boðaði hann blaðamenn
á sinn fund til að skýra þeim frá sýningunni. Sýningin verð-
ur opin næstu daga og er þess að vænta að menn gefi verk-
um hins unga myndlistarmanns verðugan gaum.
Á sýningu Ragnars eru fjölmarg
ar myndir og margar hverjar býsna
athyglisverðar. Hann sýnir olíu-
krítarmyndir, tré- og dúkskurðar-
myndir, álímingarmyndir, blýants-
teikningar og penna- og pensilteikn
ingar. Mest eru það andlits- og
mannamyndir, en Ragnar kveðst
einnig hafa fengizt mikið við mál-
verk, þótt hann sýni þau ekki
núna.
Ragnar kvað þetta í fyrsta skipti
sem hann sýndi verk sín opinber-
lega, hefur hann ekki einu sinni
tekið þátt í samsýningum áður. —
Hann hefur stundað nám í Handíða
og myndlistarskólanum í tvo vet-
ur, aðalkennari hans þar var Sig-
urður Sigurðsson og kvaðst Ragnar
eiga honum mikið að þakka. Þótt
Ragnar eigi ekki lengri námsferil
að baki ennþá, er langt frá því að
hann sé nýbyrjaður að stunda
myndlist, heldur hefur hann feng-
V araarmálasamningurinn
(Framh. af 1. síðu.)
um fulltrúum frá hvorri ríkisstjórn
um sig, og sé hlutverk nefndar-
innar:
I. Að ráðgast við og við um varn
arþarfir íslands og Norður-
Atlantshafssvæðisins, að at-
huga hverjar ráðstafanir gera
þurfi vegna þeirra og að gera
tillögur til ríkisstjórnanna
beggja í þeim efnum, með
hliðsjón af hernaðarlegu og
stjórnmálalegu viðhorfi á
hverjum tíma.
II. Að undirbúa, að svo miklu
leyti sem hernaðarlegur við-
búnaður leyfir, að íslendingar
taki í ríkara mæli en áður að
sér störf, er varða varnir
landsins, á meðan völ er á
hæfum mönnum til slíkra
starfa, svo og að tryggja að
menn séu æfðir í þessu skyni.
III. Að vinna að lausn mála, er
varða stefnuna í almennum
meginatriðum í samskiptum
íslendinga og vamarli@sins.“
Utanríkisráðuneytið óskar að
taka sérstaklega fram, að aðrir
samningar en hér eru tilgreindir,
hafa ekki verið gerðir og að samn
ingum þessum er ekki ætlað að
breyta neinu í sambandi við upp-
sagnarákvæði 7. gr. varnarsamn-
ingsins írá 1951.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 6. desember 1956.“
izt við hana allt frá barnaskóla-
árum sínum.
Að lokum spurði fréttamaðurinn
Ragnar um viöhorf hans til mynd-
listarinnar og svaraði hann því svo
að góð myndlist ætti alltaf rétt á
sér á hvaða tíma sem hún væri
gerð. En mestu máli skiptir að
verk listamannsins séu sönn túlk-
un þess tíma, sem hann lifir á. Ég
er mjög hlynntur abstraktlist,
sagði Ragnar að lokum, og ég held
að margir hinir yngri listamenn
okkar stefni þar í rétta átt.
Sýning Ragnars verður opnuð í
dag kl. 2 og verður hún síðan opin
daglega frá kl. 10—10 í tíu daga.
Jóíablað Tímans
(Framhald af 12. síðu).
þar á ferðalagi í haust. Jökull Jak-
obsson skrifar grein um landmæl-
ingar á öræfum íslands s.l. sumar.
Greinin nefnist: Nú eru reiðar
Kverkfjallavættir, og er hin prýði
legasta lýsing á erfiði því, sem
landmælingamenn verða að leggja
á sig. Guðni Þórðarson skrifar
grein um Grímsey, fróðleg grein,
sem er prýdd mörgum myndum.
Af sögum í blaðinu má nefna
Forsjónin, eftir Guðmund Halldórs
son, sem er hin íyrsta, sem birtist
eftir höfundinn á prenti. Þá eru
iþýddar sögur: Stóri vinningurinn
eftir Georg W. Bengtsson og Orð
í tíma töluð, eftir Margery Alling-
ham. Þá er krossgáta og ýmislegt
fleira efni, sem of langt yrði að
telja upp hér. — Jólablaðið er
óvenju snemma á ferðinni að þessu
sinni, og er það gert til þess, að
allir áskrifendur Tímans fái það
fyrir jólin, og geti því um helgi-
dagana sezt niður og lesið hið á-
gætasta efni sér til skemmtunar og
fróðieiks.
Utsvör Reykvíkinga
hækka
(Framh. af 1. síðu.)
Borgarstjóri fylgdi fjárhagsá-
ætiuninni úr hlaði með ræðu, sem
var að mestu leyti endurtekning
þess, er Morgunblaðið hefir eftir
honum af Varðarfundinum síðasta.
Að ræðu hans lokinni tóku til máls
fulltrúar minnihlutaflokkanna í
bæjarstjórn, þeir Þórður Björns-
son, Guðmundur Vigfússon. og
Bárður Dáníelsson og gagnrýndu
þeir allir áætlunina harðiega í
ýmsum atriðum.
Umræðan stóð fram oftir kvöldi.
Umræ<Surnar á Alþingi
(Framh. af 1. síðu.)
bandalagsins. Efnislega var hún á
þá leið, að þeir hafi eigi átt þátt
í orðalagi eða framsetningu þeirr-
ar tilkynningar, sem utanríkisráð-
herra hefði birt, væru andvígir for
sendum írestunarinnar. Hins veg-
ar teldu þeir rétt að fresta við-
ræðum þessum um nokkra mán-
uði. Hann kvað ráðherrana og
andvíga skipun fastanefndar, teldu
hennar ekki þörf þar sem um
væri að ræða bráðabirgðafrestun
aðeins. Hitt teldu þeir til bóta,
að skýrt er ákveðið í samkomu-
i laginu, að ákvörðun um dvöl liðs
hér er algerlega á valdi ríkis-
stjórnar íslands einnar.
SjálfstæSismenn fengu
fundi frestað
Bjarni Benediktsson talaði af
hálfu Sjálfstæðismanna og lagði
áherzlu á, að þeir hefðu ekki haft
tækifæri til að kynna sér efni
samkomulagsins; og óskaði að fá
fundi frestað til morguns og ræða
málið allt á fundi þá. Utanríkis-
ráðherra upplýsti að hann væri
á förum á ráðherrafund Atlants-
hafsráðsins í París og gæti eigi
rætt málið nema á yfirstandandi
fundi fyrr en hann kæmi heim aft
ur. Varð að samkomulagi að fresta
fundi til kvölds og hófst þegar
þingflokksfundur Sjálfstæðis-
manna. Átti íramhaldsfundur í
Sameinuðu þingi að hefjast kl.
8,30 í gærkvöldi.
Þingfundurinn í gærkvöldi
Á þingfundinum í gærkvöldi
flutti Bjarni Benediktsson langa
ræðu, og fólust í henni óskir um
nánari skýringar á einstökum at
riðum samkomulagsins. Hafði
ræðumaður raunar skýringar frá
eigin brjósti á reiðum höndum,
og m.a. vildi hann enn túlka sam
komulagið á þá lund, að verið væri
að fjarlægja Island Atlantshafs-
bandalaginu. Bjarni las upp laga
greinar og samningsgreinar, virt-
ist sem honum líkaði allvel ýmis
atriði samkomulagsins, en stórilla
að ríkisstjórnin skyldi hafi stað-
ið að því.
Yfirlýsing Einars Olgeirssonar
Einar Olgeirsson, 3. þm. Reyk-
víkinga flutti langa ræðu. í henni
fólst yfirlýsing, sem var mjög á
sömu lund og yfirlýsing ráðherra
Alþýðubandalagsins. Þingmaður-
inn lýsti stuðningi við frestunina,
taldi ekki heppilegan tíma að
knýja fram uppsögn samningsins
nú, m.a. vegna „hugarfars" sam-
starfsflokkanna, en lagði áherzlu
á, að liann væri andvígur þeim for
sendum frestunarinnar, sem utan
ríkisráðherra lýsti, og kvaðst
mundi berjast fyrir því, að málið
yrði tekið upp að nýju fyrr held-
ur en seinna.
Utanríkisráðhérra svarar
íyrirspurn
Því næst tók utanríkisráðherra
til máls.
Varðandi nokkra aðra samninga
en um væri getið í fréttatilkynn-
ingu utanríkisráðuneytisins, kvaðst
ráðherrann vilja taka skýrt fram,
að engir aðrir samningar hefðu
verið gerðir og engin drög hefðu
verið lögð að nokkrum öðrum
samningum.
Varðandi fyrirspurnir um lán-
töku, sagði ráðherrann, að ekki
hefði verið minnzt einu orði á
slíkt í samningunum við Banda-
ríkin.
Utanríkisráðherrann kvaðst vilja
upplýsa, að strax í upphafi við-
ræðnanna lýstu bandarísku samn-
ingamennirnir yfir, að Bandaríkin
væru reiðubúin að fara á brott
með herlið sitt héðan af landi, ef
íslendingar æsktu þess. Friðnum
væri fyrst og fremst ógnað af at-
burðunum í Ungverjalandi og Eg-1
yptalandi, erfitt væri að segja um, |
hvar stríðshættan væri meiri. Það
þyrfti í meira lagi lituð gleraugu |
til þess að lýsa því yfir í dag, að
friðvænlegt væri í heiminum.
Ráðgefandi nefnd yrði sett á
stofn til að leitast við að dæma
um ástandið á hverjum tíma og
í henni myndu eiga sæti þeir
menn, sem í fremstu röð taka þátt
í og bera ábyrgð á öllu í sambandi
við varnir íslands og Bandaríkj-
anna.
MorgtmblaSiS vill breiSa yfir
bitlingabraskið nyrðra
Kallar alkunnar statSreyndir „ósannindi“, gerir
gys a(5 flokkshlafönu á Akureyri
Það hefir komiS við kaun Ihaldsliðsins hér að ljóstað var
upp um bitlingabrask og samningamakk forustumanna Sjálf
stæðismanna á Akureyri og kommúnista þar. En þetta sam-
starf var innsiglað á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn með
handauppréttingum þessara bandamanna, sem stofnsettu sér-
staka skrifstofu fyrir vinnumiðlun til að endurgjalda að fyrr
verandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins var hossað upp í
stjórn Laxárvirkjunar í sumar.
Morgunblaðið tekur þann kost
að þræta, kallar alkunnar stað-
reyndir um þessi efni „ósannindi“.
Mbl.-liðið hugsar sem svo: Þrætum
bara, alltaf verða einliverjir til að
trúa. En á Akureyri brostu menn
að afneitun Morgunblaðsins,
og þó einkum að þeirri fullyrð-
ingu, að flokksblaðið þar, íslend-
íngur, hefði upplýst málið og
gengið þannig frá því, að önnur
blöð hefðu ekki þorað að æmta
né skræmta síðan. Þarna gerir
Mbl. gys að samherjum, því að
þessu er þveröfugt farið. And-
stæðingablöð íhaldsins á Akur-
eyri gengu þannig frá flokksblað
inu í þessu máli, er það var að
reyna að klóra yfir samstarfið,
að í síðasta eintaki þess, á föstu
daginn var, tók það þann kostinn
að þegja alveg.
Augljósar staðreyndir.
Það er óþarfi að hafa um
þetta langt mál. Staðreynd er:
Sjálfstæðisforingjarnir gengu
til samninga við kommúnista
þegar þeir töldu „hagsmunina“
þurfa með. Hagsmunirnir yfir
skyggðu gjörsamlega fordæm-
inguna á samskiptum við komm
únista, sem getur að líta í öðru
hverju Mbl. Til þess að ná í
bitling handa skjólstæðingi eru
óþörf útgjöld, margfalt hærri
en bitlingurinn, lögð á bæjar-
félagið.
7 atkvæði.
Mbl. spyr: Hvernig fékk fram-
bjóðandi íhaldsins 7 atkv. í Laxár
virkjunarstjórn, þar sem fulltrúa-
tala bandamannanna nýju er aðeins
6. Getur Tíminn upplýst það, spyr
Mbl.? Já, Tíminn getur gjarnan
gert það. Að kosningu lokinni lýsti
einn bæjarfulltrúi því yfir, að hann
hefði í ógáti kosið annan listabók-
staf en hann ætlaði, og væri þar
7 atkvæðið. En það réði ekki úr-
slitum, og skiptir því ekki máli
hér. Þar hefur Mbl. skýringuna.
Ætlar það enn að þræta?
Kvöldvaka Framsóknarfélagaona fyrir
Vesturbæinga í KR-húsinu í kvöld
Eins og áður hefir verið auglýst efna Framsóknarfélögin til
kvöldvöku fyrir Vesturbæinga í KR-liúsinu við Kaplaskjólsveg
kl. 8,30 í kvöld.
Kvöldvakan hefst með því að spiluð verður Framsóknarvist
(12 spil). Að spilunum loknum verða þeim hlutskörpustu veitt
verðlaun. Sýnd verður stutt kvikmynd. Síðan verður sameigin-
leg kaffidrykkja og mun Þórður Björnsson bæjarfulltrúi ávarpa
gesti kvöldvökunnar.
Aðgangur er öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Nánari
upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framsóknarfélaganna, sírnar
5564 og 6066.
Salt til varnar
geislavirkum
áhrifum?
PARÍS, 5. des. — Ramadier fjár-
málaráðherra skýrði frá því í
franska þinginu í dag, að fransk-
ar húsmæður liefðu undanfarið
hamstrað feiknin öll af salti, þar
sem sá orðrómur hefir gengið
fjöllumim hærra, að gott sé að
nota salt til varnar gegn geisla-
virkunum, sem stafa frá atóm-
sprengjum. Fjöldi fólks keypti
miklar birgðir af salti er stríðs-
óttinn greip um sig í sambandi
við liernaðaraðgerðir Breta og
Frakka í Egyptalandi. Það kom
oft fyrir, að fólk dýfði höfðinu í
salthrúgu til þess að vera vel bú-
ið undir hin geislavirku áhrif-
atómstyi-jaldar.
.V.V.V.V.V.V.V.W.V.W.’J
Old Spice
hinar vinsælu
herrasnyrtlvörur
f úrvali
TöBAKSBÖÐÍN í KOLASUNDI
■V.V.V.V.’,V.V.’AV.W.VA
»UimUIUiilimiHl.illll!lllllilIIIIillllHlllllllilllfllll!IIIIilllllllliIIIlliii!lll!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIilllll|lil|lllll||IU
JÓLAFÖT
Fjölbreytt
úrval
aí
KARLMANNA-
FÖTUM
Oef jun - Iðunn
Kirkjustræti
a
3
qiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiinihk