Tíminn - 14.12.1956, Síða 2

Tíminn - 14.12.1956, Síða 2
2 T í MI N N, föstudaginn 14. desember L9#$. Fjársöfnun í minningarsjóti Pálma Hannessonar gengur vel Menntamálaráðuneytið gaf í gær út svolátandi fregn: Menntamálaráðuneytið hefir sett Kristin Ármannsson yfir- kennara, rektor Menntaskólans í Reykjavík til loka yfirstand- andi skólaárs. Kristinn Ármannsson hefir kennt við Menntaskólann í Reykjavík síðan árið 1923 og hafa kennslu- greinar hans verið latína, danska og enska. Hann hefir og kennt grísku við guðfraeðideild Háskóla íslands síðan árið 1926 og latínu við B. A. deildina síðan liún var stofnuð. Han hefir farið utan nokkr um sinnum til þess að kynna sér skólamál erlendis og einnig hefir hann verið fulltrúi íslenzkra menntaskólakennara á alþjóðaþing um ’ menntaskólakennara. Nokkrar kennslubækur hefir Kristinn samið, latneska málfræði og lestrarbók og kennslubækur í dönsku. Hann átti sæti í skólamála nefndinni er starfaði 1944—46 og samdi fræðslulöggjöf þá er nú er í gildi og einig starfaði hann síðan í námsskrárnefnd. Kristinn Ármannsson hefir tví- vegis áður verið settur rektor reictor Menntaskólans í Reykjavík, bæði skiptin í forföllum Pálma Hannessonar. Tíminn átti í gær stutt samtal við Kristin og spurði hann meðal annars fregna af skólastarfinu og kvað hann það ganga hið bezta. Hann get þess einnig að vel gengi fjársöfnun í minningarsjóð Pálma Hannessonar og hafa þegar safnazt um 40.000 krónur. Eins og mönn- Kristinn Ármannsson um mun kunnugt var sjóður þessi stofnaður skömmu eftir fráfall Pálma og hefir gefið út minning- arspjöld um hann. Heildarfiskaflinn á öllu landrne til nóvemberloka 98.187 smálestir 391.732 smál. öfluíust á sama tíma í fyrra Frá áramótum til nóvemberloka var heildarfiskaflinn á öllu .landinu 428.491 smálest, þar af síld 96.167 smálestir. Á sama tímabili í fyrra var heildaraflinn 391.732 smálestir, þar af síld 52.294 smálestir: Eftir verkunaraðferðum skiptist heildaraflinn 30. nóvember 1956 Ibannig: 1. síld: Fryst 11.442 smál. Söltuð 49.412 smál. í bræðslu 35.313 smál. Til íiiðursuðu. — Samtals 96.167 smál. 2. Annar fiskur: ísfiskur 14.041 smál. Til frystingar 160.673 smál. Til herzlu 46.555 V.V.’.V.V.V.W.V.V.V.V.’. Old Spice hinar vinsælu herrasnyrtivörur ÍÓBAKSBÚÐIN í KOLASUNDI v.v.v.v.v.v.v.v.v/.v.v. smál. Til niðursuðu 164 smál. Til söltunar 99.193 smál. Til mjöl- vinnslu 8.416 smál'. Annað 3.281 smál. — Samtals 332.323 smál. Gilitrutt ný barnabók í gær kom á bókamarkaðinn ný bamabók, sem bókaútgáfan Glitnir gefur út. Bókin heitir Gilitrutt, og er, eins og nafnið ber með sér, stuðst við þjóðsöguna um hin þjóð fræga kvenmann. Valgarð Iíunólfs- son liefir samið bókina, sem er í höfuðdráttum kvikmyndnhandrit það, sem kvikmyndin Gilitrutt er gerð eftir, eins og skýrt var frá hér í blaöinu í sumar. Hafa þeir 9imiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiinmiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!H!iiiiiiiiiiuiiiw ■3 Tvær lögregluþjónsstöður I á Akranesi | | Samkvæmt ákvæðum bæjarstjórnar Akranesskaup- | | staðar og heimild í lögum nr. 50, 1940, hefir verið | | ákveðið að fjölga lögregluþjónum á Akranesi úr 3 í 5 1 | frá 5. marz næst komandi. 1 ;§ Auglýsast því hér með þessar tvær nýju lögreglu- i § þjónsstöður til umsóknar og skulu umsóknir stílaðar til | | undirritaðs eigi síðar en 1. febrúar 1957. Laun sam- | 1 kvæmt 10. flokki launasamþykktar Akraneskaupstaðar. § ! Umsóknareyðublöð fást hjá öllum sýslumönnum og 1 | bæjarfógetum og hjá lögreglustjóranum í Reykjavík. | | Bæjarfógetinn í Akraneskaupstað, 1 1 12. desember 1956. Þórhallur Sæmundsson. §= S uiiiiiiiiiimiiNiniiinyiiiiuii^uiiHiiiiiiifiiiiiHiiiiiiiiiiinuiHuiiiiiiiiiinmiiniiiiiiiiiiiiiuiuiiiniiiiiiiiaiomuii Risaraketiir í Flórída Eftir 7 ára tilraunir hefir bandaríska hernum nú tekizt að komazt yfir tilraunastigið með slíkar risarakettur, sem myndin sýnir, og stjórnað er þráðlaust og eru ekki mannaðar. Myndin var tekin á tilraunastöð banda. ríska hersins í Flórida, þar sem æfingar með raketíur fara fram. Selwyn Lloyd kemur á NATO-fundinn Myndin er tekin þegar enski ambassadorinn í París, sir Gladwyn Jebb, býður utanríkisráðherra Breta, Seiwyn Lloyd velkominn til Parísar á utan ríkisráðherrafund Aflantshafsbandalagsins. Fóstursoniiriim Af öllum þeim aragrúa bóka, er út hafa komið fyrir þessi jól, lang- ar mig til að vekja athygli á einni, sem lítt hefir verið haldið á lofti í auglýsingum blaða og útvarps. Er þetta skáldsagan „Fósturson- urinn“ eftir Árna Ólafsson frá Blönduósi. Óþarft er að kynna höfund þess arar bókar. Eftir hann hafa áður komið út tvær bækur: „Æskuminn ingar smaladrengs“ og „Glófaxi”. Ilefir þeim báðum verið ágætlega tekið. Eru síðustu eintök þessara bóka nú komin í bókaverzlanir. Hin nýja bók Árna Ólafssonar j „Fóstursonurinn“ er íslenzk þjóð- lífssaga, lýsing á störfum og lifn- aðarháttum sveitafólks um og eftir síðustu aldamót. Fjallar hún um fátækan, umkomulausan, en skap- mikinn dreng, sem missir ungur foreldra sína og hrekst að heim- an. Mætir hann litlum skilningi og góðleik í fyrstu og verður af þeim sökum beiskur í lund og ó- dæll. Örlögin eru þó honum svo hliðholl, að hann eignast síðar heimili á norðlenzkum sveitabæ, þar sem góðvild og hjartahlýja hús freyjunnar hræðir að lokum klaka- hjúpinn utan af hjarta hins þver- úðuga drengs og leysir úr læð- ingi hið góða í sál hans. Hrífandi ; dæmi um þá breytingu, sem á jhonum verður, er jólagjöf sögu- i hetjunnar til einstæðingskonu, þar j á bænum, sem áður hafði mjög orðið fyrir óknyttum hans. Upp frá þessu snýst honum allt til gæfu, og verður hann hinn nýt- asti maður og bjargvættur sinnar sveitar áður en lýkur. Sagan í heild er mjög skemmti- leg aflestrar. Stíllinn er lipur og málfarið gott. Atburðarásin er all- hröð, enda er sagan laus við allar óþarfa málalengingar. Hún er þrungin góðvild og trú á sigur hins góða í mannlegu lífi og að því leyti hefir hún boðskap að flytja. Óhætt er að fullyrða, að bók þessi mun vérða kærkomið lesefni ung- um sem öldnum. Guðm. Þorsteinsson Ásgeir Long og Valgarð Runólfs- son í Hafnarfirði unnið að töku myndarinnar að undanförnu og er henni nú lokið. Sýning myndarinn ar mun hefjast eftir áramót og er vart að efa að hún muni verða vinsæl meðal barnanna. Bókin, sem nú er komin út, er prýdd fjölda mynda úr kvikmynd- inni og lesmál er prentað með stóru letri, hentugu fyrir börn. — Prentun mynda og lesmáls er vel af hendi leyst í Prentsmiðju Hafn- arfjarðar. Það er mikil vinna sem liggur í töku kvikmyndarinnar Gilitrutt, og margskonar erfiðleikar sem yfir stíga varð, en eftir þeim myndum sem í bókinu eru, virðist mynda- takan hafa heppnast vel, en hana framkvæmdi Einar Long. Einar hefir nokkra reynslu í slíku frá sínum fyrri kvikmyndum, og marg ir munu kannast við mynd hans um lífið á togurunum, sem sýnd hefir verið við góðar undirtekt- ir víða um land. Spaak framkvstj. Nato (Framh. af 1. síðu.) undanfarin ár, mun láta af störf- um í apríl n. k. Sagt er að ]>ess hafi verið farið á leit við Henri Spaak, utanríkisráðherra Belgtu, að hann tæki að sér framkværnda stjórastarfið. Hafi liann fallizt á að gera það. en þó sett að skilyrði að vald og starfssvið framkvæmda- stjórans yrði allmjög aukið frá því sem nú er. Segir í fregninni, að á þetta hafi verið fallizt á fund inum í dag. Smásöluverð (Framhald af 12. síðu). brent og malað pr. kg. kr. 44,00. Mismunur sá er fram kemur á hæsta og lægsta smásöluverði get- ur m. a. skapast vegna tegundar- mismunar og mismunandi inn- kaupa. Skrifstofan mun ekki gefa neinar upplýsingar um nöfn einstakra verzlana í sambandi við framan- greindar athugaair. Sfuðningur íhaSásins viS ísl. olíuskip (Framh. af 1. síðu.) undanskildum 2—3 erlendum sérfræðingum. Aldrei fékkst þessi beiðni af- greidd. 22. jú!í 1953 skrifaði Sam- bandið næst, og þá beint til ríkisstjórnar íslands, þar sem fyrir lágu upplýsingar um, að þetta mál myndi væntanlega verða afgreitt hjá ríkisstjórn, og er þá sótt um, að út verði gefið leyfi til Olíufélagsins og Sambandsins til kaupa á 18000 lesta skipi. Var í þessari um- sókn farið fram á, að annað- hvort yrði veitt ríkisábyrgð fyr ir kaupverðinu eða að hlutast væri til um, að bankaábyrgð yrði veitt fyrir láni til skipa- kaupanna. Ekkert svar barst heldur við þessari umsókn. Þann 14. september 1953 er málið enn ítrekað með bréfi og tekið upp á ný við þáverandi ríkisstjórn, en engin afgreiðsla fékkst fremur en áður. Þann 26. nóvcmber 1953 er Fjárhagsráði enn sent erindi út af olíuskipamálinu, og var þá sótt um leyfi til þess, að Sambandið og Olíufélagið mættu semja um kaup á olíu- flutningaskipi, og skýrt fram tekið, að nú þyrfti hvorki rík- isábyrgð né bankaábyrgð vegna skipakaupanna. Jafnhliða var sótt um leyfi til þess að mega tímaleigja skip til ca. tveggja ára meðan á byggingu hins á- formaða skips stæði. Sama sag an endurtók sig, að engin af- greiðsla fékkst á umsókn þessari. Þann 18. maí 1954 er í fimmta sinn send umsókn um leyfi til að byggja olíuflutn- ingaskip. Bréf þetta er sent Innflutningsskrifstofunni og hefst á orðunum: „Enn einu sinni leyfum vér oss að sækja um leyfi fyrir olíufluftningat- skipi“. Á árinu 1955 er enn unnið a5 málinu og send umsókn til við- komandi yfirvalda, og ekki tekst fyrr en í árslok að knýja fram samþykki Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Ofangreindar staðreyndir eru Morgunblaðinu að sjálf- sögðu kunnar, en vegna þess, að sök bítur sekan, kjósa Mbl.-menn fremur að segja ósatt en kannast við, að þeir hafi valdið þjóðinni 20 millj. kr. skaða vegna verðhækk- ana, ásamt öðru tjóni, sem hlotizt hefir af skammsýni og sérhagsmunasjónarmiðum Sjálfstæðismanna í þessu efni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.