Tíminn - 19.02.1957, Síða 9
T í M I N N, þriðjudaginn 191 febrúar 1957.
76
en honum og henni saman-
lagt.
— Drottinn minn dýri,
hvernig getur fimm ára gam-
alt barn skipaö hér fyrir
verkum?
■— Þetta 5 ára gamla barn
getur sagt „Daginn, Harry“
í þeim tón áð það hljómar
eins og skipun. Ég vildi bara
óska aö hann gæti haldið sig
frá bílskúrnum og plágað þig
ef þú ert svona hrifinn af
honum. T. d. þegar hann
sagði eftir Ann . . . Bara að
ég hefði fengið dal fyrir hvert
skipti sem mig hefur langað
til að sprauta á hann úr
slöngunni . . . Og auk þess
fer hann illa með dýrin.
■— Það hafði ég ekki hug-
ttiynd um, sagði Marian.
— Ég get ekki þolað það,
sagði Harry. Hann er ekki
fyrr kominn upp í vagninn en
hann þrífur svipuna og lem-
ur allt hvað af tekur. Eða
hann gerði það þangað til að
ég tók svipuna og faldi hana.
Og hesturinn — þú veizt sjálf
að shetlandshestur getur ver
ið illgjarn eins og nokkurt
kvikindi. Og þessi er slægur.
Bíddu bara við.
Það fór einnig eins og hann
hafði séð fyrir. Ann sat í vagn
inum með taumana í höndun
um. Faðir hennar hafði kraf-
izt þess að hesturinn væri
sevinlega teymdur úr hesthús
inu og út í húsagarðinn.
— Ég vil teyma, sagði Joby.
' ■— Farðu upp í vagninn,
Sagði Harry. Ég skal teyma
sjálfur.
— Komdu Joby, upp með
þig, sagði Ann.
— En ég vil teyma, sagði
drengurinn.
Hann reyndi að hrifsa taum
inn frá Harry. Hesturinn
hristi hausinn og beit dreng-
inn í handlegginn, reif blúss
una hans sundur og skrám-
aði hann. Harry danglaöi í
múlann á hestinum.
>— Komdu niður og gættu
að bróður þínum, sagði hann
við Ann.
Drengurinn sat hrínandi á
hesthúsgólfinu meðan Harry
kom hestinum aftur á básinn
Og tók af aktýin. Siðan
tók hann dauðskelft barnið
I fang sér og bar það inn í
húsið.
.— Hesturinn beit hann; við
verðum að ná í lækni, sagði
hann við Marian. Ann, farðu
upp til mömmu þinnar og
segðu henni frá þvi sem kom
fyrir.
Hann vætti hreina tusku í
viskí og þvoðði sárið með þvi.
Barnið grét í sífellu og róað-
ist ekkert þótt reynt væri að
hugga það.
Um kvöldið var Harry kall-
Uður upp í vinnustofu Joes
til að gefa skýrslu um atburð
inn. Frásögn hans bar ná-
kvæmlega saman við það sem
gerzt hafði í raun réttri.
— Tja, þá hefur hann að-
eins fengið það sem hann átti
skilið, sagði Joe.
— Það var nú ekki það sem
ég var að hugsa um, herra,
sagði Harry.
— Um hvað varstu þá að
hugsa ,Harry?
— Ja, ég veit varla hvernig
ég á að koma orðum að því.
Það er ekki gott fyrír mig
að . . .
— Láttu það bara flakka,
Harry, sagði Joe. Þú hefur
ekki annað en það sem þú
áttir að gera.
— Þakka yður fyrir að segja
það, herra. En . . . ég var eig-
inlega að hugsa um framtíð-
ina, herra.
— Framtíðina?
— Já, og kannski um for-
tíðina líka.
— Er það eitthvað um
Joby? Eitthvað sem þú vild-
ir helzt ekki þurfa að segja
mér?
— Já, herra, sagði Harry.
Það er . . . sannleikurinn er
sá að sum börn hafa alls ekki
lag á því að umgangast dýr.
Ann gæti farið upp í básinn
til hvors hestsins sem vera
skyldi án þess að nokkuð
kæmi fyrir. En það mátti bú-
ast við að þetta kæmi fyrir
drenginn, hefur mátt búast
við því lengi.
— Og þér finnst að hann
hafi átt það skilið?
— Já, herra, því miður.
— Jafnvel þótt maður taki
það með í reikninginn hvað
sumir shetlandshestar eru ill
gjarnir?
— Já, herra.
Joe hugsaði sig um. Síðan
sagði hann: — Hefur hann
kannski misþyrmt skepn-
unni?
— Ég myndi nú kannski
ekki taka svo sterkt til orða.
— Ég skil vel að þú viljir
það ekki. En ef þú værir nú
látinn sverja eið sem vitni —
myndirðu þá ekki orða það
svo?
— Hm — jú.
Joe kinkaði kolli.
— Og hvað finnst þér aö
við eigum að taka til bragðs
í framtíðinni?
—- Tja, ég skal náttúrlega
gera það sem ég get, en ég get
ekki ábyrgzt að þetta komi
ekki fyrir aftur.
— Þá finnst mér að við ætt
um að losa okkur við hestinn.
Það hlýtur að vera hægt aö
finna góðan stað handa hon-
um.
— Nei, hr. Chapin, það
er engin lausn á málinu, sagði
Harry. Þér eruö búinn að fá
mig til að segja meira en ég
ætlaði mér og þá get ég alveg
eins komið með það sem eftir
er.
— Ja, við getum nú ekki los
að okkur viö drenginn, sagði
Joe brosandi.
— Það er rétt. Það getum
við ekki. En ef hann væri son
ur minn, myndi ég halda hon
um frá dýrunum, þar til hann
væri orðinn dálitið eldri.
— Þú átt þá við aö þetta sé
eitthvað eðlislægt við dreng-
inn?
— Hefði shetlandshestur-
inn hefði ekki oröið til þess
arna, hefði það verið reiðhest
urinn. Ég læt drenginn aldrei
koma nálægt honum, aldrei.
Þér vitið sjálfur hvernig það
er þegar sumt fólk kemur ná-
lægt hesti — þá byrjar hann
að krafsa með hófunum og
frísa.
— Drottinn minn dýri, er
það svona slæmt?
— Ég þori ekki að líta eitt
andartak af drengnum með-
an hann er þarna inni.
— Ég vildi óska að þú hefð-
ir sagt mér þetta dálítið fyrr.
— Ég er ekkert hrifinn af
því yfirleitt að vera að segja
yður frá því, herra. Og ég geri
það aðeins af því að svona fór
í dag. Það gæti hafa farið
verr.
; — Ég er alveg samþykkur
því sem þú hefir sagt og gert,
Harry, og mér er ljóst að við
hefðum getað átt á hættu að
hesturinn fældist með dóttur
mína ef þú hefðir ekki verið
þarna.
— Guð forði því, sagði
Harry.
— Það er enginn efi á að
þetta er vandamál. En þú
þarft ekki að velta því meira
fyrir þér, Harry. Bæði frú
Chapin og ég erum þér mjög
þakklát fyrir það sem þú hef
ur gert. Alveg það sem þú átt
ir að gera. Farðu nú fram í
eldhús og fáðu þér einn
sterkan.
— Þakka yður fyrir, herra,
sagði Harry.
Með þessum hætti hófst
tímabil barnsins í lífi Joe
Chapins.
Fyrstu tvo áratugi tuttug-
ustu aldarinnar var það blett
ur á heiðri Gibbsville að þar
var enginn golfklúbbur. A!lt
fram til 1920 urðu herrarnir
í Gibbsville að fara yfir í
næsta hérað ef þá langaði til
að leika golf. Allir félagar í
tennisklúbbnum fengu til-
mæli um að taka þátt í stofn
un hins nýja Lantenengo-
golfklúbbs og þeir þáðu það
næstum allir. Þeir sem voru
í tennisklúbbnum voru verð-
ir inngöngu í næstum alla
klúbba í Gibbsville. Sumir fé-
lagar í Gibbsville-klúbbnum
gátu ekki fengið inngöngu í
tennisklúbbinn af því að kon
uf þeirra höfðu ekki náð jafn
hátt i samkv.lífinu og þeir
i heimi viðskiptanna. Þeir sem
voru í Gibbsville-klúbbnum
gátu heldur ekki gengið að
því vísu að þeim væri tryggð-
ur aðgangur að golfklúbbnum.
En nætum hver einasti krist-
inn maður sem hafði varið fé
sínu í viðurkennd fyrirtæki,
og ekki hafði spillt mannorði
sínu í of stórum stíl með því
að leggja bílnum sínum óhæfi
lega oft framan við hóruhús-
in, gat verið viss um að verða
valinn félagi í Gibbsvilleklúbb
inn í mesta lagi tveimur ár-
um eftir að hafa sent umsókn
sína.
9'
iniiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiimiimiimmniinniiiiiiinu
Lítil íbúð
2 til 3 herbergi og eldhús óskast. — Tvennt §
fullorðið í heimili. É
Harry Frederiksen, s
Sími 1668. p
......»
iiuiiiiiiiiiiiimniiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiEimiiiiiiiiiiuiiiiiii
jiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiimiiimiimiiiimiiiiiiiM
Tilboð éskast
í nokkrar fólksbifreiðir, er verða til sýnis að Skúla- 1
túni 4 þriðjudaginn 19. þ. m. kl. 1—3 síðd. — |
Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer í tilboði. |
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri sama dag f
klukkan 5.
Sötunefnd varnarliðseigna
símar 4944 og 82033.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiulii
iiiiiiiiiiiiiiiimimm..]iiiimmiiiiimniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmnnniiiiiiiiiimmiiiiiimmiiiiiimiii
ÚTBOÐ I
• a
1 Tilboð óskast í að byggja almenningsnáðhús i Hljóm- §|
I skálagarðinum. Upplýsingar í síma 1912 og í teiknistof- §
| unni Laugavegi 13. =
= Skilatrygging kr. 200.00.
miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiimmiiiiimiiiiiri
■AW.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.'.V.V.V.V.'.WA’.^VyV.
Gerist áskrifendur
að T í M A N U M
Áskriftasími 2323
’.V.'.Vr'.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V/.V.V.V.V.V.V.V.W.W
s
Innilegustu þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu
í mig á áttræðisafmæli minu 7. febrúar síðastl.
Sigurlaug Daníelsdólfir, “•
Hreðavatni. í
V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VWy
'.V.V.V.V.V.V.V.V.’.VV.V.V.V.V.V.VV.'.V.V.V.V.VV.W
•: £
■I Innilegustu þakkir færum við öllum þeim, sem heiðr- «•
í uðu okkur á fimmtíu ára hjúskaparafmæli okkar með >
í; heimsóknum, gjöfum og skrautrituðu ávarpi frá Grafn- >
■; ingshreppsbúum. í;
I; Ingibjörg Þóra Jónsdófftr,
\\ Sigurður Jónsson,
I; Langholtsvegi 190. !!*
i m m ■ ■ ■ i
VVVVVVVVVVVVV.VV.V.VV.V.VV.VV7 w.
Hugheilar þakkir lil allra, er sýndu samúð og vinarhug við
andlát og úíför móffur minnar,
EEínar Thomsen.
Fyrir hönd vandamanna.
Pétur Thomsen.
Sonur mtnn.
Haftiði Eiríksson,
Hliðarhvammi 12, Kópavogi,
andaoist á Sjúkrahúsi Hvítabandsins 16. þ. m.
Guðrún Hafiiðadóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við and-
lát og jarðarför móður minnar
Helgu Jónsdótfur
prófastsekkju frá Eskifirði.
Fyrir hönd vandamanna.
Björn Sléfánsson.