Tíminn - 20.02.1957, Síða 1
Fylgist með tímanum og lesið
TÍMANN. Áskriftarsímar 2323
81300. TÍMINN flytur mest og
fjölbreyttast almennt Iesefni.
#1. árgangur
Reykjavík, miðvikudaginn 20. febrúar 1957.
I blaðinu i dag:
Tékknesk tónlist, bls. 4.
Aukið fé til skólabygginga, bls. 5.
Næsti kanslari V-Þýzkalands bls. 6
Ræður um kjörbréfamálið, bls. 7.
42. blaS.
Sveinbjöm Högnason og Pétnr Ofte-
sen bera fram tillögn á Alþingi nm
endurheimf íslenzku handritanna
Flutningsmeim telja tímabært a$ Alþlngi láti
nó máliS til sín taka aS nýju
Tveir þingmenn, þeir Sveinbjörn Högnason og Pétur Otte-
sen hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um
endurheimt íslenzkra handrita frá Danmörku. Þar sem tillaga
þessi mun vekja mikla athygli, verður hún birt hér í heilu
lagi ásamt greinarger'ð.
Tillagán sjálf er svohljóðandi:
Alþingi ályktar að skora á ríkis
stjórnina að beita sér fyrir því
við dönsk stjórnarvöld, að orðið
verði við íterekuðum kröfum Is-
lendinga um, að skilað verði aftur
hingað til lands íslenzkum handrit
um, fornum og nýjum, sem borizt
hafa héðán til Danmerkur og
geymd eru í söfnum þar, svo sem
safni Arna Magnússonar. Tekur
þetta einnig til þeirra íslenzku
liandrita, er konungur landsins hef
ur fengið héðan fyrr á tímum og
enn eru varðveitt í Danmörku.
Greinargerð.
Islendingum er það að vonum
mikið áhuga- og kappsmál að fá
því til vegar komið, að dönsk
stjórnarvöld skili aftur hingað til
lands íslenzkum handritum, sem
þangað hafa borizt og geymd eru í
dönskum söfnum .Hér er um að
ræða dýrmæta bókmenntafjársjóði
sem varða sögu vora og menningu.
Það eru ekki skiptar skoðanir
um það hér á landi, að Islendingar
séu réttir eigendur þessara hand-
rita. Þau eru hugsuð og samin af
hérlendum mönnum, skrifuð á ís
landi og varðveitt þar lengur eða
skemur, og íslenzkur er uppruni
Fulltrúi íslands við
■ sjálfstæðistöku
Gullstrandarinnar
Akveðið hefir verið að Erlendur
Einarsson, forstjóri, verði fulltrúi
íslenzku ríkisstjórnarinnar við há-
tíðahöldin í Accra dagana 3. —
10. maz n. k. þegar Gullströndin
(Ghana) öðlast sjálfstæði.
(Frá utanríkisráðuneytinu).
þeirra að öllu leyti. Hinn eini eðli |
legi vettvangur til várðveizlu og
hagnýtingar handritanna er Há-
skóli Islands. Þar er miðstöð allra
íslenzkra fræða nú orðið, og öll
gögn til iðkana þeirra eiga að vera
á Islandi. En það skortir mikið
á, að svo sé, meðan geymd eru í
Danmörku um 4300 íslenzk hand
rit og sum af þeim hin merkustu
allra handrita vorra. Handrit þessi
bárust á sínum tíma tií Danmerk
ur með ýmsum hætti ,er, langsam
lega mest fyrir framgöngu hins
mikla safnara Árna Magnússon
ar, sem ferðaðist um allt land við
samningu jarðabókarinnar. og fyr
ir ásælni danskra konunga, eink
um þeirra Friðriks III. og Krist-
jáns V. Báðir þessir konungar
sendu erindreka til Islands í þessu
skyni. Sópuðu þeir að sér handrit
um og forngripum. Komust þessir
menningarfjársjóðir vorir að vísu
ekki allir á danska grund, en voru
samt glataðir Islendingum, því að
mikið af handritum og forngrip-
um, sem Kristján V. hafði látið
safna, týndist, er skip það, sem
þeim var komið til flutnings í,
fórst í hafi á leið til Danmerkur.
Var með þessu höggvið skarð í bók
menntaauðlegð þjóðar vorrar og
annað ekki minna við brunann í
Arnasafni. Islendingum hefur því
orðið dýr flutningurinn á hand-
ritum vorum og forngripum til
Danmerkur, iþótt Danir verði við
kröfu vorri um að skila því aftur,
sem en er óglatað af þessum dýr-
mætu fjársjóðum.
Þörf að Alþingi láti nú
málið til sín taka.
Til flutnings á handritum vorum
og forngripum til Danmerkur er,
svo sem alkunnugt er, þannig stofn
að, að Islendingar eiga bæði laga
legan og siðferðilegan rétt til að
krefjast þess af Dönum ,að þeir
(Framhald á 2. síðu).
llm 30 bæir í Hrunamanna-
breppi fengu rafmagn í vetur
Háspennulína lögtS um hreppinn í haust, en eftir
áramótin hafa heimtaugar verití laglSar
Frá fréttaritara Tímans í Hrunamannahreppi.
í júní s. 1. var byrjað á rafveituframkvæmdum í Hruna-
mannahreppi. Unnið var að lengingu háspennulínunnar frá
Soginu, en hún var áður komin að Auðsholti í Biskupstungum.
Lagt var rafmagn á rúmlega 30 bæi. Vár rafmagninu hleypt
á þetta kerfi 15. febrúar s. 1.
Um mánaðamótin nóvember og
desember var aðallínunni um
hreppinn lokið að mestu. Hætti þá
vinna í bili, en nokkru eftir ára-
mótin var svo byrjað að setja upp
spennistöðvar og ganga frá heim-
taugum. All erfitt var að vinna að
þessu sökum fannkomu og ófærð-
ar.
Rafmagninu mjög fagnað.
Föstudaginn 15. febrúar var svo
rafmagninu hleypt á þetta kerfi.
Heimtaugargjald fyrir hvert býli
hefir orðið mjög misjafnt, allt frá
fimm til þrjátíu þúsund krónur á
bæ. Gjaldið er 45% af gildandi
fasteignamati til viðko'mandi jarð-
ar og húsa á henni. Heildarupp-
hæð heimtaugargjalda fyrir þær
jarðir, sem rafmagnið fengu, er
lauslega áætlað um 400 þús. kr,
og mun önnur eins upphæð vera
farin í raflagnir innan húsa, svo
og fyrir nauðsynlegustu rafmagns-
tæki.
Fólk hefir beðið eftir rafmagn-
inu með eftirvæntingu og er mjög
ánægt með að hafa nú fengið það.
Riki Vestur-Evrópu ákveða að mynda
sameiginlegan frjálsan markað
Forsætis- og utanríkisráðherrar ríkjaima
munu hafa náð fullu samkomulagi um mál-
ið á fundi sínum í París í gær .
Prís. 19. sept. — Löndin sex, sem standa að Kola- og stál-
samsteypu Evrópu, halda ráðstefnu í París þessa dagana og
er rætt um að koma á fót sameiginlegum markaði þessara
landa. í kvöld bárust þær fregnir, þó ekki hafi verið opin-
berlega staðfestar, að samkomulag hafi þegar náðst um skil-
yrði fyrir því, að þessum sameiginlega frjálsa markaði verði
hrundið í framkvæmd. Verði gefin út sérstök yfirlýsing um
þetta innan skamms. Hér er um stórmerkilegt mál að ræða
og mun vafalaust valda þáttaskiptum á ýmsum sviðum fyrir
ríki Vestur-Evrópu.
, . skyldi leggja til uppbyggingar at-
Það eru forsætis- og utanríkis- vjnnuiífs j nýlendum Frakka í N-
ráðherrar hinna sex ríkja í Vestur Afríku.
Evrópu, sem ráðstefnuna sitja. Paul Henri Spaak tók að sér
Komu þeir til fundarins í morg- ag miðla málum og kom á fundi
um og ráðstefnu þeirra lýkur í mmj Mollet og dr. Adenauers.
HENRY S>'.Ak
forgöngumaður Evrópumarkaðar,
ræðir við norrænan ráðherra, Júlíus
Bombolt, Hvað gera Norðurlönd
markaðsmálinu?
Fyrsta kaupskipið
stöðvað
Engar sættir í farmanna-
deihumi enn
Verkfall hófst á kaupskipaflot-
anum í fyrrakvöld. Sáttasemjari
ríkisins, sem liefir deiluna til
meðferðar, hélt fund með deilu-
aðilum í fyrrakvöld og stóð hann
til kl. 3 í fyrrinótt en ekkert sam-
komulag varð. í gær liafði fund-
ur ekki verið boðaður að nýju.
Fyrsta kaupskipið, sem stöðvast
vegna verkfallsins, er Dettifoss,
sem kom til Reykjavíkur í gær,
en búast má við, að þau stöðvist
næstu daga hvert eftir annað eft-
ir því sem þau koma til Reykja-
víkur.
kvöld.
Tvö höfuðágreiningsefni.
Það kom fljótt í ljós, að tvö á-
greiningsefni stóðu fyrst og
fremst í vegi fyrir því, að. sam-
komulag tækist um að hefja und-
irbúning að sameiginlegum mark-
aði. Annað þeirra varðaði eink-
um Frakka og Vestur-Þjóðverja
Á þeim einkafundi tókst forsætis
ráðherranum að jafna ágreining
sinn. Höfðu Frakkar krafist þess
að nýlendum þeirra væru ætlaðar
150 milljónir doilara, á ári til
uppbyggingarstarfs, en Þjóðverj-
ar vildu ekki fara nema í 100
milljónir. Þeir sættust loks á 121
milijón dollara að tillögu Spaaks.
Hitt deiluefnið var um hversu
en það var hvernig háttað skyldi hagað skyldi sameignarskipulagi
sambandi nýlendna einstakra ríkja ríkjanna á byrgðum af kjarna-
við bandalagið. Kom hér í raun og, kleifum efnum til kjarnorku-
vinnslu. Mun einnig hafa náðst
samkomulag um það mál og hefst
þá víðtækt samstarf þessara ríkja
einnig á þessu sviði. Væntanlega
verður nú hafizt handa og undinn
bráður bugur að því að vinna að
undirbúningi áætlunar um fram-
kvæmd hins frjálsa markaðar £
einstökum atriðum. Þá verður V-.
Evrópa sterk viðskiptaheild, sem
ætti að standa jafnfætis stórveld-
unum tveim í austri og vestri í
samkeppninni á heimsmarkaðin-
um.
veru til greina, hversu mikið fé
Fundur í Framsóknar
félagi Reykjavíkur á
sunnudaginn
Framsóknarfélag Reykjavíkur
lieldur fuud í Tjarnarkaffi niðri
kl. 2 á sunnudaginn kemur, 24.
febrúar. Nánar verður skýrt frá
fundarefni og framsögu næstu
daga hér í blaðinu.
Illíært að verða á vegum víSa norðan-
lands vegna snjóa, einkum austan til
Af frásögnum fréttaritara þeirra, sem blaðið hafði tal af
á Norðurlandi 1 gær, er auðséð, að nú dregur að því að bíl-
færi leggist af vegna snjóa í mörgum sveitum. Einkum er
færð að verða erfið í Eyjafirði og ósýnt að hægt verði að
halda vegum færum marga daga úr þessu, ef snjókoma heldur
áfram eins og verið hefir.
.ýtu. Ófært var orðið til Mývatns-
Fréttaritari blaðsins á Dalvík Jsveitar * &aer.
símaði, að leiðin þaðan til Akur- ( " 1 ....■■ ■
eyrar væri alveg að teppast. Mjólk1
er sótt fram í Svarfaðardal á ýt- i
um, sem draga sleða, og aðeins bíl- j
um með drif á öllum hjólum er |
fært til Akureyrar og sækist þó
seint. f fyrradag var mjólkurbíll
um 8 klukkustundir frá Akureyri
til Dalvíkur. Tilgangslaust er talið
að ryðja með snjóýtu, því að jafn-
óðum fennir og rennir í förin.
Sir Anthony Eden
alvarlega veikur
London, 19. febrúar. Fregnir
hafa borizt til London þess efnis
að Sir Anthony Eden fyrrv. for-
sætisráðherra, sem er á leið til
Nýja Sjálands á farþegaskipf
einu, hafi fengið tvö hitaveikis-
köst undanfarna daga og hafí
það seina verið mjög alvarlegt.
Skipið er nú nær því komið á
leiðarenda, og hafa þegar verið
gerðar sérstakar ráðstafanir til
þess að útveg Sir Anthony lækn
ishjálp hið bráðsta.
Víða í Eyjafirði er orðið mjög
erfitt á vegum og hætt við að þeir
lokist alveg næstu dægur. Öxna-
dalsheiði er alveg ófær nema snjó-
bílum og ýtum, sömuleiðis Vaðla-
heiði, en snjóbíll hefir gengið yfir
hana síðustu daga.
Fréttaritari blaðsins í Húsavík
sagði, að færð þyngdist þar með
hverjum degi, og kæmyst mjólkur-
bílar ekki þangað nema með lijálp
Kynlegt að fulltrúa tveggja norrænna
landa vantar í Norðurlandaráðið
sag'Si danskur stjórnmálamaður og átti
við Grænlendinga og Færeyinga
í ljós undrun sína á því, og sagðl
að það væri mjög miður farið að
tvær hinna norrænu þjóða skyldu
ekki eiga fulltrúa á fundum Norð
urlandaráðs, þ. e. a. s. Grænlend
ingar og Færeyigar. Sagði hann,
að liér hlyti aðeins að vera um
misgáning að ræða, að þeim
skyldi ekki boðið til fundar og
kvaðst vona, að þetta yrði tekið
til athugunar og misgáningurinn
leiðréttur áður en næsti fundur
ráðsins yrði lialdinn. — Aðils.
Kaupmannaliöfn í gær. — I gær
kveldi flutti danska ríkisútvarp
ið dagskrá frá Helsingfors, þar
sem fulltrúar pólitískra æskulýðs
félaga I Danmörku komu fram.
Fulltrúar þessir eru gestir Norð
urlandaráðsins og sitja fund þess
sem áheyrnarfulltrúar. Létu þeir
í stuttu máli í ljós álit sitt á starfi
Norðurlandaráðsins.
Mesta athygli vöktu ummæli
fuIStrúa ungra radikala. Hann lét