Tíminn - 20.02.1957, Síða 5

Tíminn - 20.02.1957, Síða 5
T í M I N N, miðvikudaginn 20. febrúar 1957. 5 Orðið er frjálst- S. E. „Prentvillupúkinn” og íslenzkt mál Til er orð' eða hugtak í íslenzku máli, sem heitir „Prent- villtipúki“ Qg er á vissan hátt mjög vinsælt sem skjól gegn ásökunum um vankunnáttu eða kæruleysi, en á hinn bóginn er „púkinn“ oftast umtalaður sem illvirki eða hinn mesti hrekkjalómur. kona, sem litla kunnáttu hefir í Satt er það, að „púki“ sá hefir mörg skammastrikin gert og hitað mörgum í hamsi, en fráleitt á hann þó allt, sem sumir vildu gjarna mega eigna honum, þó oft sé að vísu örðugt að greina á milli. Þó má stundum af ýmsu ráða hver sökina á, „púkinn“ eða vankunn- átta og hroðvirkni. Tökum dæmi: Komi sama villa eða hliðstæð oft fyrir í tiltekinni bók, tímariti eða blaði, verður að telja líklegt, að annar en púkinn eigi þar sökina. Er þá algengt að t. d. blaðamenn leiti næst skjóls á bak við tímaskort, sakir þess mikla hraða, sem af þeim er kraf- izt. Má vel taka hæfilegt tillit til þess, en þó er sannleikurinn sá, að nær allt sem einhver maður raunverulega kann, er honum jafn aðarlega tiltækt þegar nota þarf, án verulegrar umhugsunar og oft ósjálfrátt. T. d. hendir þágufalls- sýki naumast heilbrigðan mann (af henni), þó að hann skrifi án athugunar á beygingu hvers orðs. Nú er það viðurkennt, að ein- liver getur verið dágóður blaða- maður, þótt nokkuð skorti á fyllstu kunnáttu í meðferð máls, t. d. í slafsetningu og getur ekki talizt sanngjarnt að dæma hann úr leik af þeim sökum einum, nema ærn- ar séu, en hitt er þó sanngjarnt, að sá sem ætlar að gera blaða- mennsku að aðalstarfi, leggi það á sig að læra ríflega það, sem krafizt er af fullnaðarprófsbarni. Þótt stafsetningarvillur séu livimleiðar, ef miklar eru, mun þó tekið öllu harðara á sumum öðrum, eins og beygingarvillum, ruglingi á kynjum orða (eins og þegar fingur og fótur eru gerð að kyenkynsorðum sem algengt er í riti og ræðu), eða hugtakaruglingi, en á þess háttar villum ber því miður alltof mikið í blöðum okk- ar og ritum. En fyrirgefum þó blaðamönnum svo lengi sem fært er og erfið starfsskilyrði gefa tilefni til. Annar hópur manna Aftur á móti er annar hópur manna, er við ritstörf fæst, sem erfiðara er að afsaka, en það eru þeir, sem ótilneyddir flestir, tak- ast á hendur að þýða úr erlendum málum, ýmis konar lesefni, sem birtist svo í sjálfstæðum bókum, tímaritum, vikuritum eða neðan- máls í blöðum. Svo slæmir sem hinir raunyerulegu blaðamenn eru stundum, virðast sumir áður- nefndra manna, vera enn verri (að vísu stundum sömu mennirnir) og auk þess er enn hvimleiðara þegar þeirra störf fara í handa- skolum. Bækur og tíma- eða viku- rit geymast fremur en blöð og endurlesast frekar. Væri um að- kallandi þörf að ræða fyrir aukna framleiðslu á þessu sviði, er ef til vill aisakanlegt, þó einhverju sé áfátt, en nú er ekki því til að dreifa; þar er fremur of en van, því margt mætti lesa betur af því sem til er og mörgu með öllu sleppt, bæði af gömlu og nýju lesefni. Undarlegt er það, þegar menn, sem vanmáttugir eru á þessu sviði fara óneyddir inn á það. Er þeim kannske hulinn vanmáttur sinn, eða veldur kæruleysi? Hvort held- ur sem, væri þess þörf, að kunn- átlumenn bentu þeim beint og krókalaust á hvar þeir standa, því vafasamt er hvort öll svokölluð „sorprit" eru nokkuð hættulegra lesefni, en veigalítil ritverk önnur á slæmu máli (en sum svokölluð „sorprit" geta verið á viðunandi máli, auk þess vafa sem á leikur um markalínu á milli „sorp-“ og ekki ,,sorprita“.) Þriðji hópurinn Þriðji hópur manna, sem um mætti tala. Þessu sambandi, eru svo þeir, sem frumsemja skáldverk eða ritgerðir. Margur maður og málfræði og skort hefir skilyrði til náms, getur verið gæddur rit- höfundarhæfileikum og haft margt gott að segja og vilja eða löngun til þess. Því fólki getur verið bót mælandi, þó það ráðist út á rit- völlinn og hlekkist eitthvað á. Því miður skortir mig of mjög kunnáttu í okkar dýra móðurmáli og allt nema viljann til umvönd- unar við aðra, en eigi að síður fara ekki framhjá mér ýmsar am- bögur og málvillúr, sem bera fyrir augu við lestur margs konar rit- aðs máls og sem valda mér ónot- um og sífelldri tortryggni um það, hvenær hafa má. til fyrirmyndar það sem lesið er. Það skal þó skýrt fram tekið hér, að lesið hefi ég heilar bækur og tímarit, þar sem mín málkunnátta hefir ekki hrokkið til að gera athugasemdir, svo að möguleiki til þess háttar frágangi bóka er þá fyrir hendi, þrátt fyrir alla „púka“, og ein- mitt þess vegna tel ég fært að gera kröfur. Skylt tel ég að árétta mál mitt með nokkrum tilvitnunum, sem sýna að ástæða sé til fyrir að- finnslu. Ðæmi úr tímariti Nýlega hóf göngu sína vikurit eitt, sem ég hirði þó ekki uín að nafngreina, sakir þess, að tilgang- urinn er ekki sá, að níða neinn sérstakan, heldur aðeins að benda á eitt af mörgu sem miður fer og þyrfti umbóta við, en úr því riti skulu tilvitnanir teknar. Hins veg ar er ungur valinn fremur en gam all af eðlilegum orsökum. í ritinu er margt læsilegt að efni til, en málfar mætti betra vera. Þetta skal þá tilfært: Bls. 583 „skyldi láta sér dreymá um að giftast Haraldi.“ ■ Bls. 585 „Karolina hafði fætt prestinum dóttir...." Bls. 586 „Karolina hafði lengi dreymt um að yfirgefa... . “ Bls. 647 „að þær myndu halda áfram að vinna jafnt fyrir því, þótt þær myndu erfa það mikla fjárhæð” o. s. frv. Bls. 652 „Skrifaðu það sem þér sjálfum langar til að segja“. Bls. 654 „Þegar maður er starfs- maður hjá ' amerískum miljóna- mæringi er ástæðul'aust fyrir mann að bera áhyggjur. . .. (leið- inlega oft maður í stuttri setn- ingu.) ’ Bls. 653 „og hafði dregið fæt- urnar inn undir stólinn. . “ Bls. 611 „Og þegar syo. er komið að listamennirnir sækja Ijnuna um nýjustu abstrakttízku ■ til Parísar eða eitthvað annað, eins og klæð- skeri eða tízkuhús í nýjustu fata- tízku og halda svo uppi áróðri fram í rauðann dauðann, þar til næsta tízkufyrirbærið kemur fram á sjónarsvið." Bls. 683 „Engann hefir meira verið skrifað um.“ Bls. 699 „Móðir hans langaði til áð eignast blómsturvasa." Þessi fáu dæmi, sem tekin eru úr pokkrum blöðum, nægja íil að sýna' meðal annars, að erfiðlega mun ganga að útrýma þágufalls- sýkinni á meðan fjöllesin rit út- breiða sýkilinn átölulaust, nær vikulega, meðal lesenda sinna. Ef til vill er eitthvað af tilvitnunum þessúm prentvillur, en svo und- arlega ber þó við, að á sömu slóð- um er mjög fátt um aðrar prent- villur, sem skaðminni gætu talizt. Ráðgert að verja hátt á tólftu milljón króna til skólabygginga Mikil og vaxandi f járþörf vegna aukinna skólabygginga í landinu í sambandi við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1957 er gert ráð fyrir því að veitt verði 1F.420 millj. kr. hærri upphæð en á fjárlögurrí 1956. Er þóTangt frá því að hægt 'sé að sinna þeim verkefnum, sem talið er þörf á að leysa vegna langrar skólaskyldu og áhuga fyrir -byggingu myndarlegra skólahúsa. Segir svo um þetta efni í nefndaráliti meirihluta.fjárveitinga- nefndar: I désember 1956. S. E. f BRÉF: 11 „Bragð er að þá barnið finnur“. Að sjálfsögðu mun bæði méf og öðrum hafa dottið þetta forna spakmæli í hug, er þeir lásu það í dagblöðum nýléga,’ að á mjög fjölmennum fundi í nemendafé- lagi Gagnfræðaskóla Reykjavíkur hafi verið 'gerð sú ályktun, með yf irgnæfandi meirihluta’ atkvæða, að skora á bæjarstjórn Reykjavíkur að beita . sér fyrir-því, að „sjopp- an“ á Leifsgötu 4 verði lögð niðuf. En hún mun talin eiri -hin.illræmd asta af þessu tagi, og hefir margt, verið um hana sagt manna _ á j meðal undanfarið. ■ Nú er það svo, aSTunglingarnir hafa einkum komið auga'á þenn- an stað, en vitánle'ga' gerist sam<T sagan, eða svipuð, alls staðar þar sem „sjoppuf“ eru staðséttar 'há- lægt skólurivím. . Rökstuðningur unglinganna fyrir þessari ályktun, • er meðal annars sá, að stundahlé- in í skólunum, > séu af mörgum notuð til þess að. hlaupa í„sjopp- urnar“, ná sér í - sælgæti, gos- drykkjasull, og að reykja. Má því segja með sanni, eins ög hinir ungu hafa komið a'uga'á sjálfir.'að slíkir staðir séu úpþeldisstöðvar til spillingar og eyðslu. j OG HVER er sá, sem ekki sér og skilur að þetta er í rauninni sann-l leikurinn í málinu. Slíkir freistar-1 ar við skóladyrnar eru því rrieð öllu óforsvaranlegur þröskuldur á þroskaleið þessara ungu þegna. Margoft hefir verið á þetta bent.* Kennarar hafa gert samþykktir á fundum sínum og bent á þessa hættu. Foreldrar hafa leynt og ljóst látið uppi álit sitt á þessum málum, og margoft skorað á baéjar yfirvöldin að taka hér í taumana. Og allur almenningur skilur og veit, að allt þetta eru réttmætar upphrópanir. En ekkert gerist. Miklu fremur munu menn verða varir hins, að „sjoppunum“ sé fjölgað, og má segja, að þá færist skörin upp í bekkinn, þegar rétt- mætum aðfinnslum borgaranna er þannig svarað. Er slíkt hrein ögr- un við réttlætis- og sómatilfinn- ingu almennings. NÚ IIEFIR bæjarstjórn Reykjavík- ur sett á stofn svonefnda æsku- lýðsnefnd, og mun hlutverk henn- ar fyrst og fremst eiga að vera það,-að vinna að bættu siðgæðis- uppeldi-, í (borginni. Vafalaust er. tilgangurinn lofsverður, og mörgú þarf að sinna til þess að greiða fyr ir úrbótum á þeim vettvangi. iEri það mun almannarómur, að eiþt hið fyrsta, sem slík nefnd þarf að gera, er að beita sér fyrir því, að fjarlægja „sjoppurnar“ frá skóla- dyrunum. Það er hinn undarleg- asti tvíSkinnungur og óheilindi hjá eirini bæjarstjórn, að senda freist- ára í |,sjoppu“-líki að dyrum skól- anna, e.n .setja svo á laggirnar riefnd til þess, meðal annars, áð frelsa börn og unglinga úr klóm þeirra.' Skyldi ekki bæjarstjórnin 'finria það, að hún fórnar þarna fuHmiklu á altari gróðahyggjunn- ar? Og skyldi henni ekki detta í hug, að hyggilegra væri að l'áta áð Vilja þeirra, sem annt er um mánnínn og framtíðina, en hinna,' sem eingöngu hugsa um sjálfa sig Ög eigin hag. Það væri að minnsta kosti ihUgunarefni fyrir bæjar- stjórnina ' nú, þegar börnin sjálf kalla á hjálpina. — Kennari. Margir árekstrar Um helgina var með meira móti um árekstra hér í bænum. Til- kynningár um tuttugu og tvo á- re’kstra hafa borizt til umferða- déildar rannsóknarlögreglunnar. í tveimur tilfellum var um ölvun bifreiðarstjóra að ræða. Byggingarkostnaður barnaskóla og héraðs- og gagnfræðaskóla ér eitt af hinum erfiðu viðfangsefn- um ríkisins. Samkv. lögum, er þar að lúta, borgar ríkið hálfan kostn- að við byggingu heimagönguskója húsa og þrjá fjórðu kostnaðar við byggingu heimavistarskólahúsa..'. Löng skólaskylda og áhugi fyr- ir byggingu myndarlegra skóla- húsa kallar ört á framkvæmdir. Skuldirnar hló^ust upp Frá árunum fýrir 1955 á ríklð yangoldið til skólahéraða vegna þessara framkvæmda rúmlega 11 millj. kr. Þær skuldir er vérið að-afbofga, og eru til þess ætlað- ar í fumvarpinu 2 millj. kr. Þess- ar skuldir eru frá þeim áruiri, er lög skylduðu ekki ríkið til að greiða sitt framlag nemá eftir því, serri fé var til þess veitt á fjárlög um árlega í einni fúlgu, sem fræðslumáíastjórn skipti á milli héraða, sem í framkvæmdum stóðu. Var þess vegna hérUðunum að mestu í sjálfsvald sett, hve þau stofnuðu til mikilla skulda af hálfu ríkisins, — og skuldirnar hlóðust upp til leiðinda og tjóns. Til þess m. a. að reyna að ráða hér bót á voru sett lög 6. maí 1955 um greiðslu kostnáðar við skóla. Þau komu til fullra fram- kvæmda með árinu 1956. Ákveða þau, að ríkinu- sé skylt að greiða sitt framlag til byggirigánna á eigi skemmri tíma en 5 árum eftir- leiðis, en jafnframt ákveða þau, að Alþingi skuli Skipta fjárveiting- um árlega til þeirra, er byggja, *og að enguiri ‘sé heimilt að hefja byggingarframkvæmdir, „fyrr en fyrsta fjárveiting er fyrir hendi“. Alþingi skipti þessum fjárveit ingum í fyrsta sinn á fjárlögum 1956. Þá voru í smíðum 24 barna skólar, sem rétt áttu til framlags. Við þá tölu bætti Alþingi 18 skól um. Einnig voru þá í smíðum lO gagnfræða- ,og , héraðsskólar. Við þá’tölu bætti Alþingi 4 nýjum skólum. Alls urðu fjárveitingarnar , þá ilt þessara skóla ‘(ásamt tii- heyrandi skólastjórábústöðum og hlutdeild skóla í íþróttahúsum) 8.950.000 kr: *........... ’ V Takmarka |>uríti upptöku nýrra skó!a Þegar fjrveitinganefnd nú fór að athuga sömu liði vegna fjárlaga afgreiðslunnar 1957, blasti við, að ef ekki átti að réisá f-íkissjoði' hurðarás um öxl eða stofna til öngþveitis, varð að takmarka mjög upptöku nýrra skóla, þótt márgir óskuðu þess að fá byrj- unarfjárveitingar. Sjá þarf betur fram úr með skuldbindingar fyrsta fimm ára tímabilsins áður en miklu er á hlaðið. Enn fremur kom í .Ijós við at- hugun, að fæstir umsækjendur, er vildu fá byrjunarfjárveitingu, höfðu lokið þeim undirbúhingi, er . lögiri taka fram að þeir skuli láta gera áður en til fjárveitingar kem ur á Alþingi. - ■_ ; •< ; Tillögur fjárveitingárnefndar' eru í samræmi við 'frámanritað þær, að Alþingi yeiti að þessu sinni byrjunarframlag til fjögurra barnaskólabygginga, tveggja gagn fræðaskólabygginga og hlutdeild- ar í einu íþróttahúsi. Þrátt fyrir þessa takmörkun verða þó veitinar til framkvæmda þ. e. skóla í- smíðum og nýrra skóla 11.420.000 kr. eða 2.470.000 kr. hærri en á fjárl. 1956. Meirihl. fjárveitingarnefndar leggur áherzlu á það, að eftirleið is láti öll skólahéruð, sem sækja um byrjunarfjárveitingu, fylgja umsóknum sínum skilríki um, að kostnaðaráætlun og teikning bygg inganna hafi hlotið samþykki menntamálaráðherra og húsameist ara ríkisins. Lögin mæla svo fyrir enda öllum aðilum fyrir beztu, að ekki sé hrapað að þessum fram- kvæmdum. Islenzk ferðaskrifstofa í ágætrnn hnsakynnum í hjarta Lundúna Þa<J er skriístofa Flugfélags Isiands, Eim- : skipafélags íslands og Fer'ðaskrifstofu ríkis- ins, sem nú er vií Piccadilly 1S1 ■*■ ■ * j Nokkur undanfarin ár hafa Eimskipafélag íslands, Ferða- skrifstofa ríkisins og Flugfélag íslands rekið sameiginlega skrifstofu í Lundúnum og hefir hún verið til húsa í Princes, Arcade, sem er yfirbyggð hliðargata. Um s. 1. áramóti var skrifstofan flutt í ný húsakynni við Picea- dilly 161. Er hún þar vel í sveit sett á götuhæð í hjarta stóróborg arinnar. Þyklr hin nýja skrifstofa mjög smekklega innréttuð og .hin ágætasta landkynning fyrir okkur.- Yfir inngangi skrifstofunnar blas ir nafnið ICELAND með stórum! stöfum við öllum þeim mikla' fjölda vegfarenda, sem fram hjá fara daglega. (Framh. á 8. síðu.)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.