Tíminn - 20.02.1957, Qupperneq 7

Tíminn - 20.02.1957, Qupperneq 7
TÍIVIINN, migvikudaginn 20. febrúar 1957. Samþykkt Alþingis í kjörbréfsmál inu í senn lýðræðisleg og réttlát Leið Sjálístæðismanna ólýðræðisleg og auk þess brýnt brot á stjórnarskrá Þegar kjörbréfsmál Eggerts G. Þorsteinssonar lá fyrir til afgreiðslu á Alþingi flutti Friðjón Skarphéðinsson, bæj- arfógeti og sýslumaður, þing- maður Akureyringa, ræðu þar sem hann dró saman helztu rök í málinu. Vakti þessi ræða mikla athygli, hún er síðasta orðið í þessu máli, sem reynt hefir verið að gera að póli- tísku æsingamáli, má kalla hana dóm í málinu. Ræðan fer hér á eftir: Forsendur mál þess, sem hér er á dagskrá, eru í fáum orðum þessar: 1) Fyrsti maður á lista Alþýðu- flokksins í Reykjavík við síðustu kósningar til Alþingis, háttvirtur 4. þingmaður Reykvíkinga, var kjörinn þingmaður. 2) Annar maður á listanum hlaut kosningu sem landskjörinn þingmaður. 3) Þriðji maður á Ustanum, frö- ken Rannveig Þorsteinsdóttir, hef- ir skriflega sagt af sér varaþing- mennsku og ekki var gefið út kjör bréf til hennar af þeim sökum. 4) Háttvirtur 4. þingmaður Réykvíkinga, Haraldur Guðmunds- son, hefir óskað eftir því, að vara- þingmaður taki sæti sitt um 6—8 vikna skeið í fjarveru sinni. 5) Yfirkjörstjórn skaut því til úrskurðar hins háa Alþingis sam- kvæmt heimild í 46. gr. stjórnar- skrárinnar, hvort fjórði maður á listanum, Eggert G. Þorsteinsson, skyldi taka sæti á Alþingi sem varamaður. 6) Alþingi hefir samþykkt álykt- un um að það telji rétt að kjör- bréf sé gefið út til handa Eggerti G. Þorsteinssyni. 7) Yfirkjörstjórn hefir gefið út sámkvæmt því kjörbréf til handa Eggert G. Þorsteinssyni, og liggur hér fyrir til umræðu tillaga meiri- hluta kjörbréfanefndar um það að kjörbréfið verði samþykkt. Mál þetta hefir þegar verið rætt mikið hér á Alþingi áður, bæði í sambandi við áður framkomna til- lögu frá minnihluta kjörbréfa nefndar og í sambandi við þings- ályktunartillögu hæstvirts forsæt isráðherra, sem samþykkt var fyr- ir fáum dögum. Afgreíðsla er óumflýjanleg Afstaða háttvirtra þingmanna S-jálfstæðisflokksins er sú. að hér sé verið að fremja gróft brot á stjórnarskránni, ef kjörbréfið verði tekið gilt. Enginn varamaður sé til fyrir háttviran 4. þing- mann Reykjavíkur og enginn eigi ber að samþykkja kjörbréf Egg- erts G. Þorsteinssonar eða hafna því. En áður en það er gert, verður að sjálfsögðu að rannsaka ákvæði kosningalaga og stjórnarskrár um varaþingmenn, og öll þau atriði, sem máli skipta um þetta efni. svo og hvert sé eðli málsins og al- menn lagarök. Lögfræðingarnir ósammála m kjörbréfsmálið Leikmaður leggur orð í belg Þegar kjörbréfamálið var til afgreiðslu á Alþingi fyrir helgina, flutti Gísli Guðmundsson, þingmaður Norður-Þingeyinga, athyglis- i verða ræðu um málið. Hann hóf mál sitt með því að minna á, að | lögfræðingarnir eru ekki sammála um lögskýringarnar og taldi því leyfilegt að leikmaður í lögfræðinni legði orð í belg. Síðan ræddi hann ágreininginn sem uppi er, hvers eðlis hann væri og um hvernig kjósa skuli þingmann í Reykjavík samkvæmt gildandi ákvæðum stjórn- arskrár og kosningalaga. Síðan fórust Gísla Guðmundssyni orð á þessa leið m. a.: Friðjón Skarphéöinsson Þingmenn Reykjavíkur eiga at? vera 8 Um einn hlut í máli þessu virð- ist mér allir vera á einni skoðun, enda munu fræðimenn vera á einu' um Alþýðuflokksmanni yrði færra máli um það, en það er að þing- á þingi. maður og þá líka varaþingmaður,' Þeir halda því mjög á loft, að hafi fulla heimild til að segja af foraæmi sé fyrir uppkosningum, sér. Hér er því ekki um þann mögu slíkum sem þessum, tvö frá 1926 leika að ræða, að gefa út kjörbréf og eitt frá 1932. — Annað dæmið til 3. manns á lista Alþýðuflokks- frá 1926 og dæmið frá 1932 eru ins, sem sagt hefir af sér vara- um uppkosningar í Reykjavík. En þingmennsku. á þessum árum voru engir vara- Þá er um þrjár leiðir að ræða í Reykjavík. Ákvæði um í málinu aðeins og fleiri munu varaþingmenn í Reykjavík kom ekki til. En þær eru þessar: •elcki i stjórnarskrána fyrr en 1934. 1) Enginn varamaður komi í “ Þa8 « því alveg út í bláinn, að stað háttvirts 4. þingmanns Reyk- ”efn,a Þessl dæmi 1 Þessu sam: víkinga og ekki heldur þótt hann Þf?dl- Þe»“ er með engum hætti segði af sér i hkjandi við það mal, sem nu er 2) Uppkosning fari fram í Reykjavík. 3) 4. maður á lista Alþýðuflokks ins taki sæti á Alþingi sem vara- maður eins og meirihluti kjör- bréfanefndar leggur til. Athugum nú hverja af þessum leiðum fyrir sig. Er þá fyrst. fyrir hendi sú leið, að enginn taki sæti háttvirts 4. þingmanns Reykvík- inka. Samkv. 31. gr. stjórnarskrár- innar eiga sæti á Alþingi allt að 52 þjóðkjörnir. þingmenn. Af öðr- um ákvæðum stjórnarskrár verður ráðið með augljósum rökum, að því aðeins geta þeir eða mega vera færri en 52, að uppþótarþingmenn séu færri en 11, en slíkt getur átt sér stað, ef viss skilyrði eru fyrir hendi. Af þessum 52 þingmönnum skulu 8 kosnir í Reykjavík. Ákvæði kosningalaga eru í fullu samræmi við þetta og er óþarfi að rekja þau. — Þingmenn skulu vera 52, þar af 8 í Reykjavík. — Það væri því bersýnilegt stjórnarskrárbrot, ef þessu væri hagað á annan hátt, ef þingmenn væru aðeins 51 þar af 7 í Reykjavík. Sú leið kemur því ekki til greina, enda mun eng inn þeirra háttvirtra þingmanna, sem í ljós hafa látið skoðun um þetta mál hafa haldið því fram, og þykir mér líklegt, að þingheim- ur allur í þessu virðulega senati, sé sammála um þetta. Uppkosning í Reykjavík kemur ekki til greina Þá kemur til álita önnur leiðin fjallað um. Hitt dæmið írá 1926, að taka sæti hans meðan hann er f málinu, þ. e. uppkosning í Rvík. fjarvistum. Færi hins vegar svo, f fljótu bragði gæti maður hugsað sem haft hefir verið á orði, að sér, að slíkt gæti orðið með tvenn hann segði af sér þingmennsku, þá Um hætti. í fyrsta lagi, að kosnir eigi að kjósa upp aftur í Reykja vík, ekki alla þingmenn, heldur aðeins einn og væntanlega einn til vara. Þetta telja þeir háttvirtir þingnienn Sjálfstæðisflokksins sé í fullu samræmi við lög og stjórn- afskrá. Þetta hefir að vísu verið hrakið, nefnilega með augljósum rökum í umræðum hér á Alþingi, en ég yrðu allir 8 þingmenn Reykjavík- ur og 8 varamenn, og í öðru lagi, að kosinn yrði aðeins einn þing- maður í Reykjavík og einn vara- maður, ef gert væri ráð fyrir að háttvirtur 4. þingmaður Reykvík- inga segði af sér, eða aðeins einn varamaður ef svo yrði ekki. Að sjálfsögðu kemur ekki til greina að kjósa upp í Reykjavík mun aðeins rekja þessi rök nú með að nýju að öllu leyti. Engin heim- fáum orðum til glöggvunar og yf- irlits og bæta þar nokkru við. Það skal að sjálfsögðu viður- kennt, að hvergi er að finna í stjórnarskrá, kosningalögum eða öðrum lögum bein fyrirmæli um það, hvernig með skuli fara, þegar svo hefir átt sér stað sem nú hefir við borið, að varaþingmaður geng- u,r úr skaftinu. En vitanlega verð- ur þó að leysa þetta mál sem önn- ur, þótt engin slík bein fyrirmæli sé við að styðjast. — Annað hvort ild er til að svipta löglega kjörna þingmenn Reykjavíkur, sem kosnir eru til 4 ára, þingmannsumboði, nema með þingrofi og um slíkt er ekki að ræða hér. Þá er hin leiðin, að kjósa 1 mann aðeins, í Reykjavík. Það er sú leið, sem háttvirtir þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast telja þá einu rcttu. Vitanlega sjá þeir fram á það, að ef svo yrði gert, eru allar líkur til að þeim bættist einn maður í þingflokk sinn og ein sem nefnt hefir verið í þessu sam- bandi, er um uppkosningu land- kjörins þingmanns. í fljótu bragði gæti virzt sem líkt hefði st.aðið á þá og nú. — Svo er þó ekki þegar nánar er að gáð. Og það liggur í þvi að með stjórnarskrárbreylingu 1934 -voru tekin upp ákvæði í stjórnarskrána, sem viðurkenndu í ríkara mæli en áður hafði verið, rétt flokkanna til áhrifa á Alþingi í nokkru hlutfalli við fjölda kjós- enda þeirra á öllu landinu. Sú grundvallarregla yrði þverbrotin ef kjósa ætti einn mann í Reykja- vík í stað háttvirts 4. þingmanns Reykvíkinga. Er því ekki hægt að líkja dæminu frá 1932 við það, sem nú er fjallað um. Um þetta eru því engin fordæmi til. En jafnvel þótt háttvirtir þing- menn Sjálfstæðisflokksins vilji enn halda því fram að svo sé, eru önnur stjórnarskrárákvæði heldur en það, sem ég hefi þegar nefnt sem beinlínis og óbeinlinis banna slika uppkosningu. Þessi ákvæði eru í 31. grein stjórnarskrárinnar. 2. málgrein þeirrar greinar hljóðar svo: Deyi þingmaður, kosinn í ein- menningskjördæmi, eða fari frá á kjörtímanum, þá skal kjósa þing- mann í hans stað fyrir það, sem eftir er kjörtímans. Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir uppkosningum í öðrum til- fellum. í tvímenningskjördæmum og í Reykjavík eru fyrirmæli um varamenn fyrir landskjörna þing- menn. — Það verður því ekki kom izt hjá gagnályklun frá 2. málsgr. sljórnarskrárinnar, sem tekur af allar. vafa um þetta, og eitt út af fyrir sig nægði til þess að uppkosn ing eins manns í Reykjavík gæti ekki átt sér stað. Það ákvæði er einnig í 31. gr. stjórnarskrárinn- ar. í þeirri grein segir nefnilega að í Reykjavík skuli kjósa 8 þing- menn og kosning þeirra sé hlut- bundin. Það væri í algjöru ósam- ræmi við þetta ákvæði, að aðeins 7 þingmenn í Reykjavík væru kosnir hlutbundinni kosningu en eir.n kosinn með sama hætti og í einmenningskjördæmi, svo sem háttvirtir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins láta í veðri vaka að þeir vilji. — Þeir skulu allir 8 vera kosnir hlutbundinni kosningu. Þetta ákvæði kollvarpar með öllu þeirri furðulegu kenningu, að kos- inn skuli einn maður í Reykjavík. Slíkt væri brýnt brot á þessu stjórnarskráratriði auk þeirra, sem ég áður nefndi. Fram hjá því verð- ur ekki komizt. (Framhald á 9. siðu.) „ . . . Nú er því haldið fram, að 31. gr. stjórnarskrárinar banni að kjósa fleiri varamenn í Reykjavík en þingmenn, af því að hún mælir ekki fyrir um kosningu fleiri vara manna en þingmanna. Á sama, hátt má segja og er sagt af sum- um, að hún banni að láta fara fram aukakosningu þingmanns í Reykjavík, af því að hún mælir heklur ekki fyrir um, að slík auka kosning fari fram, ef þingsæti verður autt. Hins vegar segir stjórnarskráin í margumræddri 31. gr., að á Alþingi eigi sæti, eins og það er orðað, átta þing- menn, kosnir í Reykjavík. En ef sæti þinginanns verður autt, og ef talið er að ekki sé til varamað- ur, sem megi fylla sæti hans, ef ennfremur er talið óheimilt að láta aukakosningu fara fram, hvernig á þá að fuilnægja því á- kvæði stjórnarskrárinnar, að átta þingmenn kosnir í Reykjavík eigi sæti á Alþingi? í kosningalögunum er sýnilega, að mér virðist, gert ráð fyrir því, aó þessu ákvæði sé fullnægt, þ. e. a. s. ákvæði stjórnarskrárinnar um að átta þm. í Reykjavík eigi sæti á Alþingi, því að þar stendur í 117. gr., að framboðslisti hafi „rétt til“ jafnmargra varaþing- manna og kjörinna þm. En hvað verður um þennan „rétt“ listans til jafnmargra varaþingmanna og kjörinna þm„ ef fráfall, afsal eða missir kjörgengis varaþingmanns á að hafa það í för með sér, að listinn teljist engan varamann hafa, ef þm. hans forfallast. Það virðist hins vegar hafa gleymst í kosningalögunum að tryggja ber- um orðum þennan rétt, sem þau sjálf ákveða, og megi ekki túlka ákvæði kosningalaganna til trygg- ingar þessum rétti sýnist ekki vera hægt að halda þetta ákvæði í heiðri. Umgerð almennrar löggjafar Þetta er um kosningalögin, en ég vil þá snúa mér aftur að stjórn- arskránni sem talið er að hér skipti mestu máli. Hún segir að á Alþingi eigi sæti 8 þm. kosnir í Reykjavík. Hins vegar vilja sum- ir skilja önnur ákvæði hennar svo að þegar sérstaklega stendur á, sé ekki hægt að fullnægja þessu ákvæði. Stjórnarskráin sjálf komi í veg fyrir að hennar eigin ákvæð um verði fullnægt. Eg er eins og ég tók fram í upphafi, ekki lög- fróður maður, en þegar svona stendur á, þá finnst mér eins og fleirum að þörf sé á því, sem sér-1 heimilið með d-lið 31. gr. stjórnar fróðir kalla lögskýringu á sjórnar-l skrárinnar, þar sem kveðið er á skránni og þá með sérstöku tilliti um, að úthlutun uppbótarsæta Gísli Guðmundsson un uppbótarsæta er ekki ná- kvæmlega fyrir mælt í stjórnar- skránni. Þó að vísu sé sagt, að út hluta skuli allt að 11 þingsætum til jöfnunar milli þingflokka eins og það er orðað, þá er ekki að öðru leyti nákvæmlega fyrir um það mælt í stjórnarskránni, hvernig þeim skuli úthlutað, en aftur á móti er það gert í kosn- ■ingalögunum, eins og líka nauð- syn ber til. Nú hefir Alþingi með kosn- ingalögunum frá 1933 og síðan fyrirskipað þá aðferð við úthlut- un uppbótarsæta, sem hefir það í för með sér, að kjörnir vara- menn í Reykjavík og tvímenn- ingskjördæmunum geta orðið landskjörnir þinginenn og verða það alltaf einhverjir í Reykjavík eins og nú standa sakir. Þegar úthlutað er uppbótar- sætum, liggja ávallt fyrir úrslit í Reykjavík og þá um leið, hve margir og hverjir hafa verið kosnir varamenn af hverjuui lista þar. Um fleiri varamenn ætti þá ekki að geta verið að ræða, samkvæmt því, scm sumir segja nú um bann stjórnarskrár- innar við sliku. En Alþingi hefir talið sér heimilt að ákveða ann- að því að kosningalög segja svo, að unv leið og varamaður í Uvík fær kjörbréf, sem landskjörinn þingmaður, skuli bætt við nýjum varamanni neðar af þeirn lista, sem hinn landskjörni þingmaður átti sæti á. Þetta segja kosninga- lögin. Eg heyrði hv. þingmann lög- lærðan halda því fram á dögun- um, að þetta væri sérstaklega til þess, að stjórnarskráin er, eins og allir vita, eins konar umgerð um hina almennu löggjöf og á- kvæði hennar fela yfirleitt ekki í sér nákvæma lýsingu á fram- kvæmd þess, sem þar er mælt fyr ir um. Sú lýsing kemur fram í hinni almennu löggjöf. Eg get heldur ekki betur séð, en að í ummælum hér á Alþingi nýlega hafi komið fram að minnsta kosti tvö skýr dæmi um það, að Alþingi eða stjórnarvöld landsins hafi leyft sér að túlka á- kvæði stjórnarskrárinnar einmitt í sambandi við varamenn þing- manna, og þar með mæla fyrir um framkvæmdir, sem ekki er mælt fyrir um í stjórnarskránni. Úthlutun uppbótarsæta Það dæmi, sem ég nefni fyrr og fram hefir komið í umræðum á Alþingi, er í sambandi við út- hlutun uppbótarsæta. Um úthlut- skuli fara fram. Eg get ekki séð, að hægt sé að finna þeim umnvælum stað. í þess um d-lið 31. gr. eru sem sé eng- in fyrirmæli um það, að varamenn af listurn í kjördæmi t. d. í Rvík, skuli vera uppbótarþingmenn. Alþingi gat því ákveðið aðra að ferð við úthlutun uppbótarsæta, t. d. að boðnir skyldu fram sórstakir landskjörlistar eða þá að kjörnir varamenn kæmu ekki til greina við úthlutun uppbótarsæta. Þetta gerði þingið ekki, heldur gerði einmitt ráð fyrir að taka uppbótar manna, og lét sér þá ekki fyrir brjósti brenna að mæla fyrir um nýja varamenn, þrátt fyrir ákvæði stjórnarskrárinnar. Enginn hefir mótmælt þessu eða haft orð á því, svo að ég viti, að þessi ákvæði kosningalaganna fari í bág við stjórnarskrána. Þar með sýnist mér löngu viðurkennt (Framhald á 9. síðu.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.