Tíminn - 22.02.1957, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.02.1957, Blaðsíða 2
T f MIN N, föstudaginn 22. febrúar 195T, 2 Sjúkraflugvélin lenf á fannbreiSu viS Vopnafjörð. Sjúkraflugvélin getur nú lent á skíðum víðast þar sem sléttlendi er undir snjó Forseti öryggisráðs- ins fer til Kasmír Hefir i>egar komitf sér vel aft skííi voru fengin á vélina og búií atS lenda vítSa á fannbreitSum Björn Pálsson hefir nú farið nokkrar flugferðir á flugvél- inni með skíðaútbúnaðinum og lent á mörgum stöðum fyrir austan fjall, fyrir vestan og norðan og hefir þessi útbúnaður reynzt ágætlega. I fyrradag fór Björn austur á Vopnafjörð og sótti þangað fár- þega, sem þurfti að komast vestur í Mývatnssveit og til Reykjavíkur. Var það Pétur Jónsson bóndi og vegaverkstjóri í Reykjahlíð við Mývatn. Var hann búinn að vera veðurtepptur í hálfan mánuð á Vopnafirði vegna ófærðar og veð- urs. A Vopnafirði lenti Björn á flug- braut innan við fjarðarbotninn, en 'mi var þar nokkuð djúpur snjór á mestum hluta brautarinnar. Flýtur vélin ágætlega á snjónum á skíð- unum, jafnvel þó ekki sé göngu- fært í lausamjöll. Nokkur sjúkraflug hefir Björn farið með skíðin á vélinni og lent, þar sem ekki hefði verið hægt að lenda með öðru móti. Fyrir fáum dögum var maður austur í Gríms- nesi illa kominn með sprunginn botnlanga og varð að komast taf- arlaust á sjúkrahús. Björn flaug austur og lenti á fannbreiðunni og flutti manninn á fimmtán mínút- um til Reykjavíkur. 100 ára afmæli Baden-Powell stofnanda skátahreyfingarinnar Skátahreyfingin hófst fyrir 50 árum en nú eru 11 milljónir skáta í 62 löndum Milijónir æskufólks minnast í dag (22. febr. 1957) hins heimsfræga æskulýösleiðtoga Lord Baden-Powell, sem fædd- :ist þennan dag fyrir 100 árum í Lundúnaborg. í dag er þess einnig minnzt að fyrir 50 árum dvaldi fyrsti skátaflokkurinn undir handleiðslu Baden-Powell á Brownsee-eyju við Eng- landsstrendur. Það var upphaf að þeim hundruðum milljóna æskufólks, sem fylkt hafa liði undir merkjum skátahreyfing- arinnar. í öllum löndum, þar sem skátar starfa, hafa þeir unnið að undirbúningi hátíðahalda þessa merka afmælis, og póststjórnir 25 landa gefa út frímerki í tilefni dagsins. í dag eru 11 milljónir starfandi ikátar í 62 löndum. Á íslandi enr am 3.500 starfandi sicátar. Til ís- iands kom skátahreyfingin árið 1912. Skátafélag Reykjavíkur er stofnað 2. nóv. sama ár. Frá Reykjavík barst félagsskapurinn :il annarra byggðarlaga. Banda- iag ísl. skáta var stofnað 1924, og gekk strax í alþjóðasamtök skáta, sem höfuðstöðvar hafa í Bretlandi. Foringi alþjóðasambandsins var kjörinn Baden-Powell og kona hans varð foringi kvenskátasam- bandsins. Til skamms tíma hefir það verið venja að félög drengja og stúlkna störfuðu sjálfstætt út af fyrir sig innan sinna vébanda. Árið 1944 áttu ísl. skátar frum- kvæðið að breyttu fyrirkomulagi þessara mála. Bandalag ísl. skáta varð sameiginlegt fyrir drengi og stúlkur. Lög bandalagsins hafa ver ið þýdd á erl. tungumál, með það íyrir augum að sameina starfið sums staðar erlendis að 'ísl. fyrir- mynd. Það má segja um hátíða- höid þau sem nú hefjast, að þéim 3júki ekki fyrr en 13. ágúst í sum ar, þegar 40.000 skátar hafa tekið saman tjöld sln á alheimsmólum, 6em haldin verða í Bretlandi. — Skammt frá Birmingham verða um 36.000 drengjaskátar dagana 1.—-13. ágúst. Verða það skátar á öllum aldri. Kvenskátar dvelja á alþjóðamóti í Windsor Parlc, stutt frá London. ísl. þátttakendurnir á mótum þessum verða um 100 alls. Islenzkir skátar fylla í dag mörg samkomuhús landsins. Á nokkrum stöðum er komið fyrir sýningum í verzlunargluggum, t. d. á Akur- eyri og víðar. Keflavíkurskátar ganga til kirkju og hafa varðeld i bænum. Á Selfossi, Ak.ranesi, ísa firði og víðar þai- sem skátar starfa er dagsins minnst á ýmsan hátt. Reykjavíkurfélögin efna til fánahyllingar í miðbænum við Lækjargötu kl. 12,30. Skátar fá frí í skólum frá hádegi. Kl. 15,30 koma yngstu skátarnir, Ijósálfar og ylfingar saman í skátaheimil- inu. Kl. 19 verður hátíðarsamkoma í Austurbæjarbíói fyrir alla skáta unga sem gamla, og gesti, þar á meðal forseta íslands og forseta- frú. Að hátíðinni lokinni koma 200 skálaforingjar saman í skátaheim ilinu um jkvöldið. Allir skátar yngri og eldri munu draga fána að hún, þar sem því verður við konuð. Nevv York, 21. febr.: Örj’ggisráð ið samþykkti með 10 atkvæðum gegn engu seint í kvöld, að forseti ráðsins Svíinn Gunnar Jarring skyldi takast ferð á hendur til Kasmír og freista þess að finna friðsamlega lausn á deilu Indlands og Pakistans. Sovétríkin sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, en í gær kvöldi beittu þau neitunarvaldi til að hindra samþykkt tillögu frá Bandaríkjamönnum, þar sem einn ig var gert ráð fyrir því að sent yrði gæzlulið frá S. þ. til Kasmír. ágreiningur samvinnu- manna (Framhald af 12. síðu). „mannúðarstörf“ Rússa í Ung- verjalandi, um að öll glæpaverk- in væru að kenna „fasistum“, engir nauðungarflutningar hefðu verið framkvæmdir o. s. frv. Há- marki náði þessi þula þeirra, er þeir fóru að segja frá efnahags- hjálp og gjöfum til Ungverja- lands, t. d. hefðu þeir sent mik- ið af bílum. Þá hrópaði einn fundarmanna: „Þið meinið auð- vitað mikið af skriðdrekum". Rússar báru síðan fram sína eigin ályktunartillögu. Aðalatriði hennar voru þessi: Burt með út- lenda heri úr Egyptalandi, fulla virðingu fyrir sjálfstæði Ungverja- lanas, brottför rússnesks hers frá Ungverjalandi samkvæmt nánara samkomulagi ríkisstjórna landanna beggja. Hæfta á klofningi Bonovv telur mikla hættu á að ICA muni klofna, því að á Parísar- fundinum hafi fulltrúar Hollend- inga og Svisslendinga tilkynnt, að þessi lönd mundu endurskoða af- stöðu sína til ICA í ljósi þeirra atburða, sem gerzt hefðu, og ef ekki reyndist unnt að útiloka Rússa frá stjórri ICA, mundu þessi lönd e. t. v. segja sig úr sam- bandinu. Afstaða vestur-þýzku og amerísku sambandanna var svipuð. ÖIl þessi mál, segir Bonow, koma nú til umræðu á Lundúna- fundinum sem hefst í þessari viku. Þar er ekki aðeins framkvæmda- stjórnin heldur öll miðstjórnin, fulltrúar allra landa, sem í ICA eru, alls um 100 manns. Rússar hóta að kijúfa í ofanálag hafa Rússar sjálfir hótað að kljúfa ICA. Parísarfund- urinn vildi ekki veita kínverska sambandinu. aðild að ICA vegna ' þess, að þar væru ekki frjáls sam- ivinnufélög heldur eingöngu ríkis- fyrirtæki. Rússar tilkynntu þá, að svo kynni að fara að Kínverjar og Rússar og önnur „alþýðulýðveldi" teldu hentast að stofna nýtt sam- band og slíta samslaríinu í ICA. Öll þessi mM munu skýrast, er miðstjórnarílnidiití'iíUJa hefst nú í vikunni. íl lllllllllliIIIIIII!!!llllll{!l!IIIIIIIIIII!llll!li!lllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllillllllllllllllllllllllllllllll!llllll!ll Sunnudaginn 24. 2. Verzlunin Rós í Vesturveri vill ]pá gefa bendingu: konan fái á konudaginn kærkomna blóma sendingu. Sími 5322. iiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Leikfél. Kópavogs frumsýnir Spausk- fluguna næstkomandi laugardagskv. í byrjun janúar s. 1. var stofnað leikfélag í Kópavogi, Leik- félag Kópavogs, af rúmlega 40 áhugamönnum og konum. Þrátt fyrir það, að ekkert samkomuhús er til í kaupstaðnum, var þegar ákveðið að hefja æfingar og var leitað til formanns fræðsluráðs Kópavogs og skólastjóra barnaskólans um að fé- lagið fengi afnot af barnaskólahúsinu til æfinga og sýninga. Var þeirri málaleitan tekið með miklum skilningi og velvilja. af þeggja hálfu. _________________ Leikstjóri var síðan ráðinn frú Ingibjörg Steinsdóttir og í samráði við hana var „Spanskflugan" eftir Arnold og Bach valin sem fyrsta verkefni félagsins. Æfingar hófust síðast í janúar og er nú ákveðið að „Spanskflug- an“ verði frumsýnd í barnaskólan- um í Kópavogi næstkomandi laug- ardagskvöld 23. febr. kl. 8,30 e. h. og síðan verði tvær sýningar á sunnudag 24. febrúar kl. 3 og kl. 8,30 e. h. Því nær allir leikendur í „Spanskflugunni“ koma hér í fyrsta sinni fram á leiksviði. „Spanskflugan“ mun ekki hafa verið leikin í Reykjavík síðan 1926 en þetta er meðal hinna allra vin- sælustu leikrita þessara frægu gam anleikjahöfunda og munu margir eldri Reykvíkingar minnast þess síðan. Sandnám (Framh. af 1. síðu). lokum frestaði hann málinu til næsta iundar. Fyrirtæki þetta, sem ráðamenn bæjárihs eru nú að leggja niður, þrátt fyrir kosningaloforðin fyrir þremur árum, er eitt af elztu fyr- irtækjum Reykjavíkurbæjar, stofn- að 1910. Belgir styðja Breta New York, 21. febrúar. Fulltrúi Belga í stjórnmálanefnd allsherj- arþingsins Iýsti yfir því í dag, að hann teldi Kýpurmálið algert inn- anríkismál Breta og afskipti S. þ. af því gætu hafi hættulegár afleið lingar bæði fyrir heimsfriðinn og samtökin sjálf. Kvað hann málið eiga að leysast með beinum samn ingum milli Breta, Tyrkja og Grikkja. Þrjár tillögur í málinu liggja fyrir, ein frá Bretum og tvær frá Grikkjum. Bandaríkja- menn hafa lýst yfir, að bezt væri að engin þessara tillagna yrði sam þykkt og málinu vísað frá. Stjórnmálanámskeiði lokið á Akureyri Akureyri í gær. — Nýlega er lokið hér á Akureyri stjórnmála- námskeiði Félags ungra Framsókn armanna. Tóku þátt í því 22 ungir menn. Björn Hermannsson, lög- fræðingur, annaðist stjórn nánv skeiðsins, en auk hans fluttu fræðsluerindi á því Jóhann Frí- mann skólastjóri, Jóhannes Óli Sæ mundsson, námsstjóri og Guttorm ur Sigurbjörn.sson, erindreki. Aðal lega æfðu þátttakendur sig í mælskulist og héldu umræðu- fundi um ýmis mál. Fréttir frá landsbyggðinni Merkur bóndi látinn AKUREYRI í gær. — Hinn 17. febrúar lézt að heimili sínu, Vill ingadal í Eyjafirði, Hjálmar Þor- láksson, nær 83 ára að aldri. Hann var hinn merkasti bóndi, vinsæll og traustur í allri gerð. ED. Hletíur niSur snjó í Húnaþingi BLÖNDUÓSI í gær. — Síðan á föstudag hefir snjóað hér dag hvern, og er færð orðin mjög erfið í héraðinu. Þó hafa bílar brotizt 'til þessa vestan úr Hrúta- firði, en víða er orðið ófært í nær sveitum Blönduóss. í dag er verið að draga þrjá vörubíla úr Skaga- firði norður yfir Holtavörðuheiði. í gær var hér mikil fannkoma. SA. Margar ílugferSir tii Akureyrar AKUREYRI í gær. — Þrjár flug- ferðir voru farnar hingað til Akur- eyrar í gær, enda var gott flug- veður og margir biðu eftir flug- fari, þar sem þetta eru einu sam- göngurnar við Reykjavík nú sem stendur. Undanfarna daga hefir sjaldan verið flugveður, en í gær birti upp og var flugvöllurinn hreinsaður. ED Ófært yf ir heiðar eystra EGILSSTÖÐUM í gær. — Lausa- mjöllin er enn svo mikil á heiðun- um, að snjóbílar komast ekki einu sinni yfir þær. Síðast í dag hefir snjóbíll verið að brjótast yfir Fagradal, en var ekki kominn nema upp á háheiði síðdegis og óvíst hvort hann kemst hingað. Stór snjóbíll reyndi að fara yfir Fjarðarheiði í gær en varð að snúa aftur og komst eftir mikla erfiðleika niður til Seyðisfjarðar í morgun. Hinsvegar er snjóbíl- færi gott hér á Héraði, og er snjó- bíll hér á ferðinni svo að segja nótt og dag, við að flytja fólk, varning, mjólk og rjóma. ES. Fyrsta flugvélin eftir verkfallií ti! Egiisstaía EGILSSTÖÐUM í gær. — í gær var hér bjart veður og kom fyrsta flugvélin hingað síðan flugmanna verkfallinu lauk. Hefir átt að fljúga dag hvern þangað til í gær en ekki gefið fyrr. Voru margir búnir að bíða lengi eftir flugfar ínu. Þá fengum við og allmikið af pósti, sem ekki hefir komið hing að síðasta hálfan mánuðinn. ES.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.