Tíminn - 22.02.1957, Side 5

Tíminn - 22.02.1957, Side 5
TIMI N N, föstudaginn 22. febrúar 1957. 5 Afmælismót Gilfers: - Pilnik efstur, en Ingi Reykjavíkurmeistari Nú er að lokum til lykta leittspennandi að maður leiðist ósjálf- Reykjavíkurmótið mikla, sem und rátt til að álykta, að hún hljóti að anfarið hefir átt hugi flestra skák-| vera tefld á 19. öldinni, þegar manna. Eins og þegar var orðið fyrirsjáanlegt, hlaut Pilnik fyrsta sætið, var lj/2 vinning fyrir ofan næsta mann. Hann tefldi greini- lega bezt í þessu móti, var aldrei í taphættu, nema ef vera skyldi á móti Bjarna Magnússyni, en þar varð Bjarna á sú skyssa, að láta sömu stöðuna koma upp þrisv ar sinnum og krafðist Pilnik þá jafnteflis. Pilnik gerði aðeins þrjú jafntefli, en vann allar hinar skák- irnar. Er það prýðis árangur í svo erfiðu móti sem þessu. Hér birtist ein skáka hans úr mótinu. Hv. Áki Pétursson. ) Sv.: Pilnik 1. e4—c5 2. Rf3—e6 3. d4—cxd 4. Rxd4—a6 5. Be2—RfG 6. Rc3 —Dc7 7. 0 -0—Bb4 8. Dd3—0 -0! 9. f4—Rc6 10. Be3—Bxc3 11. j bxc3—d5 12. Bf3?—dxe 13. Bxe4—Rxe4 14. Dxe4—Bd7 15. Hf3—f5 16. Dd3—e5 17. Dc4f—j Hf7 18. fxe—b5 19. Db3—Rxe5 20. Hf2—Rc4 21. Bf4—De5 22. Db4—Dd5 23. Hael—116 24. h4 —Hae8 25. IIxH—BxH 26. He2 —Bc6 27. Rf3—Ddlf 28. Kf2— Bxf3 29. gxf3—Dhl 30. Kg3— Dglt 31. Hg2—Delf 32. Kh3— Dhlt 33. Kg3—Hf6 34. De7— Hg6f 35. Bg5—f4f 36. Kf2— Re3 og hvítur gafst upp. Annar í þessu möti og fyrstur fslendinganna, varð Ingi R. Jó- hannsson með 8 vinninga. Hlýtur liann þar með titilinn „Skákmeist- ari Reykjavíkur“ 1957. Ingi var lengi vel skæður keppinautur Pil- niks um efsta sætið og voru þeir jafnir, er tvær umferðir voru til loka. í næst síðustu umferð áttust þeir svo við Pilnik og afmælis- barnið, Eggert Gilfer, Ingi og ó- þekktur nýliði úr 1. flokki, Guð- mundur Aronsson. Svo fór, að af- mælisbarnið varð að lúta í lægra lialdi fyrir skotgrafahernaði Pil- niks og var mátaður. Hins vegar felldi Davíð Golíat og þar með var fokinn draumurinn um efsta sætið. Oft hefir Ingi teflt betur en hér varð raunin á og marga vinn- inga sína fékk hann fyrst eftir mjög harða baráttu. Mér virtist liann eiga mjög erfitt með að ein- beita sér að taflinu og oft tók hann á sig mikla áhættu. En vinn ingana fékk hann samt sem áður og það er alltaf aðalatriðið. Næst- ir Inga voru svo fimm í linapp með 71/2 vinning hver: Guðmund ur Ágústsson, Bjarni Magnússon, Sveinn Kristinsson, Guðmundur Aronsson og Áki Pétursson. Allt eru þetta reyndir skákmenn nema banamaður Golíats. Þar er greini- lega á ferðinni mjög efnilegur skákmaður og ástæða til að halda að hann láti hér ekki staðar num- ið. Meira af slíku! Nr. 8—12 eru svo þeir Lárus Johnsen, Reimar Sigurðsson, Gunnar Ólafsson, Þór- ir Ólafsson og Ólafur Magnússon, állir með 7 vinninga. Er frammi- staða þeirra Reimars og Ólafs sér- staklega eftirtektarverð. Afmælis- barnið, Eggert Gilfer, er svo í næsta sæti og það er gaman að sjá, að alltaf býr með honum sama lífsfjörið. Enginn er öruggur, þeg- ar Gilfer stýrir liði sínu til at- lögu! Tveir menn úr móti þessu fá réttindi til þátttöku í næstu landsliðskeppni. Sé farið eftir Stigaútreikningi hljóta sætin þeir Guðmundur Ágústsson og Bjarni Magnússon, annars verða þeir fimmmenningarnir að tefla til úr- slita. Mótið fór hið bezta fram og var taflfélaginu til sóma, TEFLD 1956. Eftirfarandi skák er frá nýaf- stöðnu skákmóti í Tékkóslóvakíu. Hún er svo glæfralega tefld og mottóið var: „sókn eða dauði“ Hv: Podgorny Sv: Stulik RITSTJORI: FRIÐRIK OLAFSSON 15. Rxf7!!—Bxh6 16. RxRf!— cxd6 17. Bf7t—Ke7 18. BxB— Dg8 19. BxD og svartur gafst upp. (19. —HxB 20. Bg5f og mátar). Sjálfur Morphy liefði verið hreykinn af slíkri skák. Kóngsgambítur. 1. e4—e5 2. f4—exf 3. Rf3— Be7 4. Bc4—Rf6 5. Rc3—Rxe4 6. Re5! (Ekki Rxe4 vegna —d5). 6. —Rd6 7. Bb3—Bh4t (Svartur vill torvelda hvítum hróker- ingu). 8. g3!?—fxg 9.0-0—gxht 10. Khl! (Allt fyrir málefnið!) 10. —Bf6 11. d4—b6 12. Dh5— Bb7t 13. Kxh2—g6? (Bezt var —De7). 14. DI16—Bg7. (Þenn- an leik hafði svartur treyst á. DxB svarar hann með —Dh4f. En nú dynur yfir óvænt árás) Nógu gott? í einum þátta minna birti ég skák eftir Pilnik, þar sem hann átti við Chilemanninn Jauregui. í henni gat komið upp eftirfarandi staða: s#Í ■xBil m Ófríða prinsessan Ég spurði lesendur, hvort svart- ur ætti til nokkra vörn eftir 1. Rg5. Mér hefir borizt eitt svar, þar sem mælt er með 1. —Be5. Enn vil ég leggja málið fyrir dóm lesenda og spyrja: Er þetta svar fullnægjandi? Fr. Ól. Þann 19. janúar 1729 hittust í fyrsta sinn tvö konungabörn, sem ákveðið hafði verið að gifta sam- an. Var það Ferdinand, sonur Fil- ippusar V. Spánarkonungs og Bar- bara, dóttir Juan V. konungs í Portúgal. Prinsinn var sextán ára en prinsessan átján. Sjónarvottur lýsir svo þeirra fyrsta fundi, að prinsinn hafði brugðið litum og orðið skelfdur á svip þegar hann sá hina tilvonandi eiginkonu, enda hafi allt skartið, sem á hana var hlaðið, ekki getað dulið, að hún var með afbrigðurn ófríð; munnstór, varaþykk og búlduleit, en smáeyg. Var síður en svo vel spáð fyrir hjónabandinu,; en það fór á annan veg. Með þeim hjónum tókust svo góðar ástir, að fágætt mátti teljast og féll aldrei skuggi á samband þeirra til dauða- Orðið er frjálst: Nokkur orð Eins og flestum er kunnugt, kom mæðiveiki aftur upp í sauð- fjárstofni bænda í Vestur-Dala- sýslu haustið 1954. Hvernig veikin hefir borizt aft- ur inn í fjárskiptahólfið, er með öllu óupplýst, þótt ýmsar getsakir hafi komið fram um það efni, og er t. d. ein þeirra að einhvern veg inn hafi hún borizt frá gamla fjár- stofninum, er skorinn var niður haustið 1947, í aðkeypta stofninn, sem kom inn á svæðið það sama haust. Þessi tilgáta verður aldrei sönn- uð né afsönnuð, en hún hefir kom- ið fram, og það frá ekki ómerkari manni en Guðmundi Gíslasyni lækni, að margt benti til, að fyrstu upptök veikinnar hafi verið á Val- þúfu á Fellsströnd, eða frá fjár- stofni, sem þaðan var seldur inn í Hvammssveit og suður í Laxár- dal. En eins og ég sagði áðan, verð- ur þetta aldrei sannað, heldur ekki afsannað, en sú sára minn- ing lifir, að ef til vill hafi veikin borizt aftur inn ,á svæðið vegna trassaskapar eins eða fleiri, er ver ið var að útrýma gamla stofnin um 1947, og smitunin hafi átt sér stað frá kind til kindar á fyrsta ári. Það hefði því átt að sýnast svo nú, yrði allt gert, sem í mannlegu valdi stæði, til að fyrirbyggja þann hugsaða möguleika, að veik- in gæti borizt á milli fjárstofn- anna á sjálfu fjárskiptasvæðinu. Á yfirborðinu, og fyrir þá, sem lengra eru frá, lítur þetta líka þannig út. Felst það í því, að ráða- menn sauðfjárveikivarnanna liafa fyrirskipað, að bændur skyldu . vera sauðlausir í eitt ár. I En takið eftir því, þið, sem ekki til þekkið, að þessu fjárskipta- hólfi er skipt í tvö fjárskiptahólf, án þess að girt sé á milli, þannig, að í Laxárdal og Hvammssveit er skorið haustið 1955 og nýr stofn innfluttur haustið 1956, en það haust er skorið niður í hinum 5 Gísli Btynjólfsson um fjárskíptin í Dölum dags. Árið 1747 tók Ferdinand við konungdómi af föður sínum og þann tíma, sem hann fór með völd, hlynnti hann mjög að menningu og fögrum listum. Barbara andað- ist 27. ágúst 1758 eftir langa og kvalafulla sjúkdómslegu. Á meðan hún lá banaleguna, kepptust kon- ! ungaættir Evrópu við að bjóða Ferdinand dætur sínar, en hann tók því ætíð fjarri. Var harmur hans svo sár, er drottningin and- ■ aðist, að hann sagði af sér kon- ungdómi skömmu eftir lát hennar. I Ekki varð þeim konungshjón- ! um barna auðið og þar sem drottn ! ingin hafði ekki alið ríkiserfingja, jvar henni óheimill legstaður í 1 grafhvelfingu konungsættarinnar í 1 E! Escorial. Var hún því grafin í ; kirkjunni Santa Barbara í Madrid. i Konungur bannaði að láta flytja lík sitt til E1 Escorial, hann vildi hvíla við hlið konu sinnar og var svo gert. ítalski myndhöggvarinn Sabatini gerði minnismerki yfir þau og stendur það enn óbreytt í kirkjunni. , hreppum fjárskiptasvæðisins, en þeim niðurskurði er alls ekki lok- ið fyrr en löngu eftir að búið er að flytja líflömbin í hina tvo hreppana. Samtímis því, sem lömb in eru flutt inn í Hvammssveit, er gamla féð frjálst á fjöllum uppi,; meira og minna úr öllum fjórumj vestustu hreppum sýslunnar. Hafi; slysið hlotist í síðasta niðurskurði vegna örfárra eftirlegukinda, sem ekki náðist í fyrr en fáum dögum eftir að líflömbin komu á svæðið. Er eins hægt að hugsa sér þann möguleika enn, ekki óverulegri við þessi fjárskipti, sem fram fóru j haust. Mín skoðun er, að kallað hafi verið yfir okkur bændur hér eins árs fjárleysistíma til, án þess, að það skapaði hið minnsta öryggi, að fjárskiptin tækjust betur nú en haustið 1947. Þetta alvarlega ástand í niður- skurðarmálum vorum hér á þessu fjárskiptasvæði, getur hæglega leitt yfir þetta hérað þriðja niður- skurðinn að fáum árum liðnum. Hvernig yrði þá ástandið í hér- aði okkar? Mundi ekki blasa við meiri eða minni upplausn, bændur flyttust burt, jarðir legðust í eyði, og svo mikil brögð gæti orðið að þessum flótta, að þessi hluti hér- aðs okkar legðist í auðn, því all- flestir bændur munu fá þá bitru reynslu undangenginna tveggja fjárskipta, að þeim sé ekki búinn neinn „bústólpi“ að framkvæmd þeirra. Hvað svo sem skrifstofu- lærðir, burtflúnir búhöldar setji upp glæsileg búreikningsdæmi um þá hluti. En hvað á að gera til að skapa meira öryggi, úr því sem komið er? Þar er ekki nema ein leið til. Það verður að skipta fjárskipta- hólfinu með girðingu; þannig, að Laxárdalur og Hvammssveit verði sér girðingahólf. Þessi girðing verður að vera fullgerð fyrir næsta haust, áður en nýi stofninn fer að flytjast inn á svæðið, sem nú er fjárlaust. Þessi framkvæmd mun óefað kosta mikið fé, en hún kost- ar þó ríkið minna, en ef þyrfti að skera niður í þessum 5 hreppum að fáum árum liðnum. Ef þessi girðing gæti skapað öryggi fyrir því, að fjárskiptin heppnuðust, þá mundu allir græða á þeirri fram- kvæmd að girða í sundur hólfið. Það er ekki okkar sök, bænd- anna á þessu svæði, þótt til slíks aukakostnaðar þurfi að koma. Við eigum fulla heimtingu á, að skapað sé fullkc^'ð öryggi ek<- og hægt er. Við skárum niður fjár stofn okkar samkvæmt skipun yf- irvaldanna, án þess að leitað vær; álits okkar um fyrirkomulag nið- urskurðarins. Ég veit ekki til. að álits bænda hafi verið leitað um það fyr:rkomulag?atriði. að fjár- skiptahólfinu vær: =k:pt í tvö n:ð- urskurðasvæði. Það er atriði, sem sauðfjársjúkdómanefnd og Sæ- mundur Friðriksson bera ábyrgð á. Sé hægt að benda á öryggis- leysi, sem betta fyr:rkomulag skap ar, er til framkvæmda kom, eigurn við bændur fullan rétt til að kref.i- ast þess, að úr sé bætt, hvað sem það kostar. Ég get ekki komið auga á aðra leið en þá, sem ég hefi hér að framan á bent, að girt sé á milli fjárskiptasvæðanna. Ég hefi bent á nauðsyn þessara framkvæmda, og ég beini þessari tillögu minni til Sauðfjársjúk- dómanefndar og Sæmundar Frið- rikssonar, að nú þegar sé gerð at- hugun á, hvort hægt sé að fram- kvæma hana. Ég beini einnig máli mínu til ykkar bænda á niður- skurðasvæðinu, sem nú er sauð- laust, að ræða þetta mál og sam- einast um þá kröfu, að þessi fram- angreinda framkvæmd verði gerð á komandi sumri. Með því skapið þið sjálfum ykkur og framtíð hér- aðs ykkar öryggi, að fjárskiptin takist og sauðfjárbúskap • þessa svæðis sé búin sú framtíð, sem unandi er við. Ég læt svo útrætt um þetta mál að sinni, en vona, að tillaga mín sé tekin til athugunar, og alveg sérstaklega beini ég því til ykkar Gömuldragt gerö sem ný Slitna dragt eða jakkakjól má end- urnýja á þennan hátt. Ermarnar eru styttar, klippt er neðan af jakkan- ' um og hann skeyttur vi3 pilsið meS prjónuðum snúning, sem fellur vel að mittinu bænda, að þið ræðið hana og sam- einist um þá réttmætu kröfu, að ykkur sé, með þessari framkvæmd, skapað það öryggi, sem þið eigið heimtingu á að fá. Gísli Brynjólfsson frá Hvalgröfum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.