Tíminn - 08.03.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.03.1957, Blaðsíða 6
6 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Kitstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h. f. Fyrstu tölur úttektarinnar SJÁLFSTÆÐISMENN á 'Alþingi léku kjánalegan skrípaleik í fyrradag í tilefni af þeirri fyrirspurn Ólafs Björnssonar prófessors, hvað liði birtingu þeirra álits- gerða, sem ríkisstjórnin liefði fengið erlenda og inlenda sérfræðinga til að gera, um efnahagsmálin á siðastl. hausti. Forsætisráðherra svaraði íyrirspurninni þannig, að ríkisstjórnin hefði birtingu jþessara gagna í undirbún- Ingi. Hér væri aðallega um ivær álitsgerðir að ræða. Önnur hefði verið gerð af erlendum sérfræðingum, sem vinna hjá alþjóðlegri stofn- un, og mætti ekki birta skýrslur starfsmanna henn- ar, nema hún veitti leyfi til jþess. Hin álitsgerðin hefði verið saman af samvinnu- siefnd um efnahagsmál, þar .■sem fulltrúar helztu stétt- anna áttu sæti. Enn væri ekki lokið allri skýrslusöfn- ún varðandi störf þessarar snefndar, t.d. væri innflutn- ingsskrifstofan nú að rann- saka, hvað mikið fjármagn þyrfti til að ljúka fram- kvæmdum, er byrjað hefði verið á i Reykjavík. Ráðherrann lofaði því síð- an, að birt yrði skýrsla um meginefni álitsgerðanna, þeg ar öflun allra gagna væri lokið og nauðsynleg leyfi Æengin. ÞAÐ HEFÐI mátt ætla, þð ;Sjf) fstæðismenn hefðu 'iátið sér nægja þessi glöggu svör ráðherrans. Því var sið- ur en svo að heilsa. Helztu forkólfar þeirra risu upp hver á fætur öðrum og voru hinir dólgslegustu. Talsvert mikið dró þó úr þeim, þegar forsætisráöherra upplýsti, að íyrrv. ríkisstjórn hefði látið fjóra hagfræðinga semja svipaða álitsgerð haus.tið 1955, en ekki látið birta hana, þótt mjög hefði verið eftir því gengið. Ástæðan var vitanlega sú, að þáver- andi forsætisráðherra taldi hirtingu skýrslunnar ekki heppilega fyrir sig og flokk sinn, því að þannig munu hagfræðingarnir hafa lýst fjármáiaástandinu og orsök um þess. Einn þessara hagfræðinga var Ólafur Björnsson. Hann var því látin leika heldur aumkunarvert hlutverk á Alþingi í fyrradag. Hann hafói sætt sig við það, að skýr3lu, sem hann átti þátt í að semja, var stungið und- ir stól, en gengur svo fram og heimtar birtingu skýrslna frá öðrum! ÞAÐ ER vissulega sjálf- sagt, að birt verði allt það úr þþssum skýrslum, sem máli skiptir, og að leitað verði eftir leyfum viðkom- andi aðila til þess. Annars liggja þegar fyrir allglögg- ar upplýsingar um ástand efnahagsmálanna, þegar nú verandi ríkisstjórn tók við. Á yfirstandandi ári verður að afla 1200—1300 millj. kr. tekna handa ríkissjóði og út flutningssjóði og fara um 500 millj. kr. af þeirri upp- hæð til að greiða útflutnings uppbætur og borga niöur vöruverð. Álögur þessar má undantekningalaust rekja til þeirrar efnahagsmála- stefnu, sem mótuð var við stjórnarskiptin 1953, þegar Sjálfstæöismenn knúðu fram stórfellda útþenslu fjár- festingarinnar. Það leiddi til yfirboða á vinnumarkað- inum, er síðan höfðu verð- hækkanir og kauphækkanir i för með sér. í tið núverandi stjórnar hafa ekki orðið nein ar kauphækkanir, sem máli skipta, og ekki heldur telj- andi verðhækkanir, þvi að enn hafa ekki komið fram, nema að litlu leyti verðhækk anir af völdum þeirra ráð- stafana, sem gera varð um seinustu áramót. Hin 1200— 1300 millj. kr. tekjuöflun ríkisins og hin 500 millj. kr. útgjöld vegna uppbóta og niðurborgana, eru því svo til eingöngu afleiðing fyrri stjórnarhátta. ÞESSAR TÖLUR fela því í sér nokkra úttekt á fjár- málaástandinu, eins og það var, þegar núv. stjórn kom til valda. Þó sýna þær ekki alla heildarmyndina. Þær lýsa t.d. ekki, þvílíkt öng- þveiti var búið að skapa á lánsfjármarkaðinum með hinni ógætilegu fjárfest- ingu. Þær sýna ekki heldur, hve mikill munur var á út- flutningnum og innflutn- ingnum. Þannig má nefna sitt hvað fleira. Þessvegna er þörf fyllra yfirlits um þetta mál. Hinar fyrstu töl- ur úttektarinnar, sem nefnd ar hafa verið hér á undan, eru þó mikilsverð vísbending um ástand þjóðarbúskapar- ins, er núv. ríkisstjórn tók við. Sú vísbending mun líka eiga sinn þátt í þeirri tauga- veiklun, sem einkenndi ræðu höld Sjálfstæðismanna á þingfundinum í fyrradag. I- Mesti haítaf lokkuriim SJ ÁLFSTÆÐISmenn iaéldu áfram málþófi á Al- jbingi i gær til að verja ein- okun og höft á sviði fisk- ísölumálanna. Þannig fást hú fleiri og meiri sannanir gyrir því, hve lítið er að marka þær yfirlýsingar flokksins, að hann sé fylgj- andi frjálsræði í verzlun og viðskiptum. Alltaf þegar til alvörunnar kemur, reynist hann mesti haftaflokkur landsins, enda tilgangur TIMINN, föstudaginn 8. marz 1957. Khruschev er hörkutól og lifandi eftirmynd stefnu, sem Rússar fylgja Joseph AIsop dregur upp mynd af manninum í liósi viítalsins og kyirna sinna af Rússlandi eftir 7 vikna fer^ París: einstaldings kann að virðast heldur einkennilegt upphaf að yfirliti, sem á að ná til 7 vikna ferðar um land, er telur 20Ó miljóni!' íbúa, og þar sem hver dagur hafði upp á að bjóða eftirminnilega lífsreynslu. Samt held ég, að Nikita S. Khruschev sé gagnlegt tákn til að auka skilning á því furðu- lega þjóðfélagi, sem hann er leiðtogi fyrir. Til að byrja með er að athuga iðu hálfsmánaðar tímabili fyrir þá staðreynd, að þessi einkennilegi hann á fundum með Æðstaráðinu, viðkomuharði og óútreiknanlegi j og miðstjórninni, í stjórninni I svo auðvitað að auki pólitísk fram- | tíð Khruschevs), en það virðist ! ekki hafa minnstu áhrif á hann j eða koma honum úr jafnvægi. j Hann neri saman stuttum, þykkum Tilraun til þess að meta og skilgreina skapgerð bóndahöndum sínum af eintómri ánægju þegar hann var að lýsa því, að nú mundu hundruð þús- unda tæknimenntaðra manna og embættismanna þurfa að yfirgefa hlý og notaleg rúm í borgunum til að takast á við verkefni þau, sem áætlunin kveður á um, úti um byggðir og óbyggðir. Hin rót- tæka gerð hinna nýju áætlana virt ist örfa hann óg hressa. Á sama tíma var ræða hans um innanríkisvandamál Sovétstjórnar- innar mjög skýr, raunhæf og stefnuföst. En ræða hans um ut- anríkismál virtist aftur á móti þrungin óvenjulega hárri prósentu af kommúnistískum orðatiltækjum maður hefir að undanförnu verið að styrkja aðstöðu sína í hópi jafn- ingjanna í hinni „samvirku“ stjórn ríkisins, og er það öfugt við það, sem ýmsir hafa haldið. Það var t. d. mjög eftirtekt- arvert atvik, að það var Khrus- chev framkv,- stjóri flokksins, en ekki Bulganin forseti ráðherra- nefndarinnar, er lagði fram hina risavöxnu nýju á- ætlun um endur- skipulagningu stjórnarkerfisins og efnahagsmál- anna á nýliðnum fundi miðstjórn- ar flokksins. Joseph Alsop er nú kom- Joseph Alsop Khruschev enn að klifra Að rússneskri venju verður þessi áætlun nefnd Khruscheváætl- unin. Til samanburðar er aðeins eitt fyrirtæki, ofurlítið minna að vöxtum, landnámsáætlunin, sem á, að kosta sem svarar 3 miljörðum Djarft er spilað dollara og veldur þjóðflutningum! Og svo þegar hann talaði um 800 þúsund manna. Þetta er líka utanríkismál, og síðan um innan- Khruschev-áætlun. ! ríkismál, virtist mér augljóst, að Eins og á stendur virðist öllu Nikita S. Khruschev er kaldrifj- líklegra, að Khruschev muni, þá aður en ákaflega djarfur hættu- tímar líða fremur sitja yfir báð- spilari. Hin mikla landnámsáætl- um þeim embættum, sem þeir un og gífurlega landbrot er hættu- skipta á milli sín í dag Bulganin spil gagnvart tíðarfari og loftslagi. og hann, heldur en að honum. Endurskipulagning iðnaðar- og verði þokað til hliðar og annar stjórnarkerfis landsins, sem stend- sjálfri í sambandi við utanríkisráð herraskiptin, hina miklu endur- skipulagningaráætlun og fjölda annarra mála. En hann virtist alveg sami ódrepandi sprellikarl- inn nú eins og þegar ég sá hann , ... fyrst, glaðan og reifan skála við og. kennisetnmSum Chou En-lai í veizlu í Kreml. Alinn upp heima Samt er það svo, að ef maður hlustaði með athygli og reyndi að sundurgreina orðin, varð þetta álit • _ f.;i D„ ' ' n„ i á máli hans um utanríkismál brátt inn til rarisar ur Russ- að þoka fyrir öðru og af annarri landsferðinni og hann'gerð- Það varð ljóst’að ýms’ ^ ar fullyrðingar hans, sem mundu birti eftirfarandi grein í Þykja fjarstæða og móðgun í eyr- , . j-. - r i 'um Bandaríkjamanna, voru settar blaoi SinU D. þ. m. Og fram af því. að hann trúði orðanna he«r Tíminn fengiS leyfi sagt, að menntun sín hafi hafizt mjög seint. Öll þjálfun hans og öll til a$ endurprenta hana eins og viðtalið við Khru- schev um daginn. maður íaki sæti hans. Hvernig er þá skapgerð þessa fulltrúa Sovétríkjanna? ur nú yfir, er mikið hættuspil í stjórnmálum. Ef maður lítur ró- lega og athugult á utanríkisstefnu | Sovétríkjanna síðan Khruschev Maðurinn sjálfur jkom til valda, sést, að hún hefir Sagan sjálf varpar ljósi á mann-lverið mörkuð af meiri ævintýra- inn. Khruschev dansaði „Gopak“, mennsku en nokkru sinni í tíð og friðaði Úkraínu með járnhnefa,! Stalíns, þegar Kóreuævintýri hans allt fyrir Jósef Stalín. Hann náði,er undanskilið. þeim tindi upphefðar, sem hann | ^n bað sem undir er lagt í þessu nú situr á, á þeim tíma, sem veitti jmikia hættuspili er risavaxið (og engum öryggi gegn hnífstungu' bakmælgi og svika, á þeim tíma þegar baráttan um að komast upp á tindinn í Rússlandi var í raun og sannleika barátta upp á líf og dauða. Sá, er upp komst hlaut að vera í senn harður í horn að taka og slunginn. Hann þurfti að hafa skynsemi til að fljóta ætíð ofan á. Annars hefði hann sokkið í djúpið. Það kann nú að virðast talsvert stærilæti að ætla að bæta við þessar sögulegu staðreyndir ein- hverju, sem er byggt á athugun meðan yfir stóð samtal, jafnvel þótt verið hafi hreinskilnislegt og hafi staðið í 2 klst. Samt er það svo, að meðan ég hlustaði á mann- inn og horfði á hann, virtist mér sem nokkur einkenni hans kæmi svo sterklega fram, að um þau væri ekki að villast. Það er þá fyrst, að hann er haldinn geysilegu starfsþreki og smitandi krafti. Þegar þeir Bulg- anin komu heim úr hinni geysi- lega erfiðu Indlandsferð var Bulg- anin svo að þrotum kominn, að hann varð að halda kyrru fyrir í rúmi sínu í nokkra daga. En Khruschev hóf þegar að starfa og leit út eins og hann hefði verið á hvíldarhæli allan tímann. Sama útlit hafði hann og þegar ég sá hann, og var þá nýlokið mjög erf- reynsla hefir farið fram innan járntjaldsins, sem umgirðir Sovét- rikin. Það er því varla undarlegt bótt hann sjái veröldina utan við í emkennilegu ljósi. Hins vegar verður að viðurkenna að sýn hans til heimsins utan við er skörp. þótt hún sé grimmdarleg og tillitslaus. Hann virðist t. d. sjá mjög skýrt aumu blettina á varn- arkerfi og bandalagi vestrænna þjóða. Og hann virtist hafa gert sér ákveðnar hugmyndir um, hvern if^, ætti að láta þær kenna til á þessum aumu blettum. Að öllu samanlögðu virtist mér ómögulegt að komast hjá að á- lykta, að Nikita S. Khruschev væri hörkutól, og ekkert lamb við að leika sem andstæðingur. Og mér virðist að þessi lýsing á honum eigi líka við stefnu Sovét-Rúss- lands almennt. (NY Herald Tribune, birt með leyfi.) hans fyrst og fremst að tryggja vissum mönnum sem mest sérréttindi. 'BAÐSTOFAA/ Segir sínar farir ekki sléttar. VEGFARANDI skrifar eftirfar- andi bréf: — „Við vorum tveir saman, sem fórum í Silfurtunglið s. 1. miðvikudagskvöld, aðallega til þess að horfa á hið margaug- lýsta rokk og roll. Er samkom- unni var lokið kl. 11,30 fórum við út. Það skal tekið fram, að hvor- ugur okkar hafði neytt áfengis, enda var það ekki veitt á um- ræddri skemmtun. Ég varð á und an félaga nUnum yfir götuna. í þeim svipum bar þar að lítinn sendiferðabíl með nokkrum mönn um í. Ég kannaðist við einn manninn í bílnum, sem nam stað ar og ræddum við saman nokkur augnablik. Hurð bílsins var opin og lokaði ég henni um leið og bíllinn var að renna af stað. Við það kom sprunga í rúðuna, enda þótt ég hefði ekki skellt henni fast aftur. Spruttu nú allir menn- irnir út úr bílnum og ásökuðu mig fyrir skemmdirnar, sem ég kvað hafa orðið óvart. Stóð í orðahnippingum nokkra stund og vissi ég ekki fyrr en þrír lög- regluþjónar birtust og skipuðu j okkur að koma með á lögreglu-1 stöðina. Þegar þangað kom, hófst yfirheyrsla. Sagði ég sögu mína og jafnframt að rúðubrotið væri óviljaverk. Bauðst ég til að greiða bíleiganda fullar bætur fyrir. Lögreglumaður sá, er yfir- heyrði, stór og jakalegur, með stjörnu í kraga, hreytti því út úr sér, að sllkt heyrði undir saka dómara. Gaf hann síðan nokkrum lögreglumönnum skipun um að setja mig í kjaliarann". bak við lás og slá. ÉG ER meðalmaður vexti og ekki líklegur til stórræða og hafði þar að auki ekki bragðað vín. Samt ruku þeir til fjórir og færðu mig niður og læstu dyrunum að utan- verðu. Ekki varð mér svefnsamt þessa nótt fyrir drykkjulátum, ópum og óhljóðum, skömmum og barsmíðum í hinum klefunum. Um morguninn var mér ekið suð ur á Frxkirkjuveg 11 og hófst nú önnur yfirheyrsla í þessu ein- staka máli. Sagði ég sögu mína um rúðubrotið og það með, að ég hefði boðist til að borga rúðuna kvöldið áður. Virtist fulltrúinn verða undrandi við; fór fram, en kom fljótlega aftur. Sagði mér að greiða hundrað krónur og mætti ég síðan fara. Ekki var ég látinn greiða sekt eða upphæð þá, sem sagt er að menn borgi er kjallarann gista sakir ölæðis eða óhæfuverka. — Og að endingu spurningin: Hver er réttur hins almenna borgara gagnvart slík- um fólskubrögðum lögreglunn- ar?“ — Lýkur þar bréfinu og spumingunni er ósvarað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.