Tíminn - 14.03.1957, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.03.1957, Blaðsíða 7
TÍM.INN, fimmtudaginn 14. marz 1957. 7 * Friðrik Olafsson skrifar um aðra einvígisskákina við Hermann Pilnik PROLOGUS AÐ SKÁK nr. 2. Að lokinni annarri skákinni stöndum við Pilnik nú jafnir (1— 1), svo enn er einvígið jafn tví- sýnt og í byrjun. Þessi önnur skák okkar er af augljósum ástæðum, ekki líkleg til að birtast í skák- bókmenntum framtíðarinnar. Þó bregður fyrir í henni ýmsum skemmtilegum hugmyndum, sem höfundarnir hafa talið þess virði að koma á framfæri. Byrjunina þekkja efalaust flest- ir, sem skák unna. Byrjunin minn- ir okkur á Larsen og Larsen minn- ir okkur á byrjunina. Öðrum orð- um: 1. Rf3— 2. g3— 3. Bg2—. Upp úr byrjuninni kemur fram alþekkt staða, sem ég tefli í sann- færingarkrafti þess, að hún sé hag stæð hvítum. Eitthvað hefir samt Pilnik laumast til að glugga í hana, því að í 11. leik kemur hann mér gjörsamlega á óvart með nýj- um leik (Rd7). Við þetta jafnast staðan og horfir nú friðvænlega um sinn. En keppendur láta sér ekki segjast, þeir eru báðir í æv- intýraleit og í 14. leik fellur fyrsta áskorunin (—Db6), sem hvítur þiggur þegar í stað1 * 3 * 5 * * 8 (15. Rd5). Hefjast nú sviptingar miklar og er eigi gerlegt ao sjá, hvor annan vegur. Eftir 10 leikja þrotlausa baráttu lægir heldur ófriðareldinn og er þá niðurstaðan sú, að báðir hafa keppendur fengið sinn hlut að jöfnu. Þannig helzt staðan í jafn vægi fram að fyrstu biðinni. Er keppendur hafa teflt biðskák- ina um lu-íð sér Pilnik skyndilega ofsjónir og fórnar peði. Jafnvæg- íð í skákinni raskast og verða nú vinningsmöguleikarnir mín megin vegna tveggja samstæðra frípeða, sem ég á á f- og g-línunni. Hins vegar vegur þar upp á móti frí- peð hans, sem komið er á aðra Íínu mína. Bindur það menn mína svo mjög, að fripeð mín fá vart notið sín. Þannig fer skákin aftur í bið. — Skömmu eftir að teflendur hafa tekið til við skákina í þriðja -sinn, sést Pilnik yfir einfalda jafn -teflisleið. Hann neyðist til að fórna riddara sínum og peði fyrir bæði peð mín, og er þá komin upp staða, þar sem hvítur á hrók og ■biskup á móti hrók. Sú staða er -að öllu jöfnu jafntefli, en þó eru til einstaka undantekningar, svo sem Philidor-staðan fræga. Verk- efni mitt er þvi að fá upp þessa stöðu; Pilniks að hindra það. Sök um slælegrar taflmennsku hans tekst mér að ná þessu takmarki mínu, og er þá sigurinn aðeins tæknilegt atriði. Það er erfitt út af fyrir sig að vinna slíkt tafl, en tvímælalaust vandasamara að .halda því. Fleiri hafa rekið sig á 'þá staðreynd, svo sem Sliva, sem Pilnik vann á þennan hátt í Gauta- borg 1955. En hér er svo skákin: k. Hv.: F. Ólafsson. Sv.: H. Pilnik. Kóngsindversk vörn — Júgóslavneska afbrigðið. 1. Rf3—Rfg, 2. g3 (Það má • neta.t við afbrigð'.ð hans Lar- sent einstaka sinnum!) — g6, 3. Bg2—Bg7, 4. c4—0—0, 5. 0 —0—c5 (Þetta er upphafið á júgóslavneska afbrigðinu. Ann- ars hefir Pilnik að jafnaði teflt annað afbrigði þessarar varnar: 5. —d6, 6. d4—Rc6, 7. Rc3— Hb8, 8. h3—a6 (Panno afbrigð ið), 9. d5 svarar svartur með — R—a5 og hefir síðan atlögu á drottningarvæng með — b7— b5. Bezt er því að öllum lí'kind- um 9. a4 eins og Bronstein lék á móti Pilnik í Kandidatamót- inu ’56) 6. Rc3—Rc6, 7. d4—d6, 8. dxc— (Þessi leikur ásamt hinum næsta geía hvítum vissu lega frjálsara tafl, en möguleik arnir til að vinna úr því hag- ræði, eru næsta litlir. Hin leið- in 8. d5—Ra5, 9. Rd2—a6 þykir ekki valda svörtum neinum erf- iðleikum.) 8. — dxc, 9. Bf4 (Þetta er ein af mörgum hug- Friðrik Óiafssori (til hægri) og Her- niann Pilnik eins og Jóhann Bern- hard sá þá, er þeir tefldu aðra skákina. 6P.1 myndum, kunningja okkar, Lar sens. Hann vill láta hina lang- drægu biskupa stefna að drottn ingarvæng svarts (eftir 10. Re 5)) 9. — Beíi (Önnur leið hér er 9. •— Rd4 a) 10. e3—Rxf3t, 11. Bxf3—Rd7 og svartur stend ur betur (hótar ■—e5) — Lar- sen—Gligoric, Hastings ’57 b) 10. Ra4—Da5, 11. Rx d4—cxd4, 12. Bd2—Dc7, 13. Hc, og stað- an er flókin — Larsen—Clarke úr sama móti.) 10. Re5—Ra5 (10. — RxR, 11. BxR er engan veginn gott, því að svartur get- ur ekki valdað b-peð sitt t. d. 11. — Dc3, 12. Db3!) 11. Da4. (Mér var ekki kunnugt um að svartur ætti neitt viðunandi svar við þessum leik, svo ég af- réð að leika honum. Hins vegar kom Pilnik mér á aðra skoðun með næsta leik sínum) 11. — Rd7! (Skákin Uhlmann—Ciocal- teca Moskva ’57, sem ég studd- ist aðallega við í byrjunarvali mínu, tefldist þannig: 11. — Rh5? 12. Hadl—Db6, 13. Rd5— Bxd5, 14. Hxd5—Rxf4, 15. gxf4 Bxe5, 16. Hxe5—e6, 17. b4! og hvítur vann fljótlega) 12. Rx d7 (Þvingað. Ekki 12. Hadl vegna — Bxe5, 13. Bxe5—Rxc4 og hótar — Rxe5 og — Rxb2) 12. — Bxd7, 13. Dc2—Bf5, 14. Dcl (Veikara er 14.e4 vegna — Bd7, 15. Hadl—Rc6 og svartur nær haldi á d4-reitnum) 14. — Db6?! (Gefur hvítum kost á að fara út í all-glæfralegt fyrir- tæki, 14. — Dd4 kom einnig til greina) 15. Rd5!? (Öruggasta leiðin var 15. Ra4 Db4 16. b3!— Hfd8 (16. — Bxal, 17. Bd2) 17. Bd5—Hxd5, 18. cxd5—Bxal, 19. Dxal og hvítur stendur ívið bet- ur.) 15. — Dxb2, 16. Rxe7t— Kh8, 17. Rxf5!—Dxal, 18. Dd2 (Hvorugur hikar við að tefla á tvisýnuna. Öruggasta leiðin fyr ir mig nú var efalaust 18. Bh6! —gxf5, 19. DxD—BxD, 20. Bxf 8—Hxf8, 21. Hxal, en ég var ekki vel ánægður með það enda tafl, sem kemur fram eftir 21. — Rxc4, 22. Bxb7—Rd6, 23. Bd5—Hc8, og c-peðið svarta getur orðið örfitt viðureignar) 18. — Rxc4, 19. Ðd3 (Eini leik urinn úr því, sem komið var 19. Hxal—Rxd2, 20. Rxg7 strandar á — Had8! t.d. 21. Ha dl—Kxg7, 22. Hxd2—HxH, 23. BxH—IId8 og svartur vinnur að öllum líkindum með hjálp peða sinna á drottningarvæng). 19. —Dc3 (Áðrir möguleikar eru a) — Df6 20. Rxg7—Rb6 21. De3—Dxg7 22. Bh6—Dd4 23. DxD—pxD 24. BxH—HxB 25. Bxb7 og staðan er jöfn. b) — Dxa2 20. Rxg7—Kxg7 og nú koma ýmsar ieiðir til greina fyrir hvítan, t. d. 21. Bxb7— Had8 22. Bd5i—Hxd5 23. Dxd5 —Dxe2 24. Dxc5— (Hótar — Bh6t) 24. —He8 25. Dxa7— jafntefli. Þe.tla er aðeins ein leið af mörgum, en þær virðast i flestum tilfellum leiða til jafnrar stöðu..Gætið þess að 19. —Re5 gengur ekki vegna 20. Dc2 og svarta drottningin fell- ur). 20. Rxg7—DxD (Eina leið- in til að afstýra mannstapi). 21. pxD—Rb6 (Eða 21. —Ra5 22. Be5—Kg8 (22. —f6? 23. Bc3— Rc6 24. Re6 og hvíti riddarinn er sloppinn). 23. Bc3—Rc6 24. Bxc6—bxc6 25. Bf6 og síðan 26. Hcl). 22. Be5—fS (Pilnik reynir ekki til þess að halda í manninn á g7, t. d. 22. ■—Kg8 23. Bxb7—Had8 24. Ba6 og leikfrelsi hvíta er meira virði en fangelsun riddarans). 23. Re6—fxe5 24. RxfS—Hxf8 25. Bxb7—Hd8 26. Ba6 (Einfald- ast var 26. Hcl—Hxd3 27. Hxc5 —Ha3 28. Hc2. Nú fær svartur hins vegar heldur frumkvæðið sökum hinnar hagstæðu hróks- stöðu sinnar). 26. —Hd4 27. Hcl—Ha4 28. Bb7—Ha5 (Eft- ir 28. —Hxa2 29. Hxc5 fellur einnig e-peð svarts). 29. Hc2— Kg% 30. h4—Kf6 31. Kg2—Ke6 32. Be4 (Ilvítur verður að leita mótsóknar á kóngsvæng). 32. —Rd5 33. h5—gxh 34. Bxh7— Kf6 (Losar sig við skálchætt- una á g8) 35. Bg8—Rb4 36. Hd2—Ha3 37. Bb3—a5 38. Kh3 —a4 39. Bc4—Hc3 (Hótar 40. —e4. 40. Bb5—Kg5 (Eðlileg- asti leikurinn hér var 40. —a3, en svartur hefir bersýnilega ótt ast 41. Kh4). Hér fór skákin í bið. Framhaldið verður skýring- arlaust, en þar má að miklu leyti styðjast við formálann. Framhaldið varð: 41. Bxa4—Rxd3 42. Bb5—Rf4t 43. Kh2—Re6 44. IId5—Rd4 45. Be8—Kf6 46. Bxh5—Hc2 47. Kg2—Ke6 48. Hd8—Hxa2 49. Bg4t—Kf6 50. ÍId6t—Kg5 51. Bf3—Kf5 52. Bd5—Hb2 53. Hd8—Kf6 54. Hc8—Hc2 55. Hc7—Hcl 56. Kn3—e4 57. Bxe4 —Re6 58. Hc6—Ke5 59. Bg6— c4 60. Kg4—Rd4 61. f4t—Kd5 62. Hc8—c3 63. Bd3—c2 64. Hc3—Kd6 65. Be4—Ke7 6G. Hc4—Kf6 67. Bd3—Kg7 68. Be4—Kf6 69. Bh7—Kg7 70. Hc7t—Kf6 71. Hc8—Kg7 72. Bd3—Kf6. Hér fór skákin aft- ur í bið. Framhaldið varð: 73. Hc4—Kg7 74. f5—KÍ6 75. Be4—Kc5 76. Bd3—-Kf6? 77. Kf4—Rxf5 78. Hc6t—Ke7 79. Kxf5—Ilgl 80. Bxc2—Hxg3 81. Kc5—He3t 82. Be4—Hel 83. Hc7t—Kd8 84. Kh7—Ke8 85. Ha7—He2 86. Kf5—Kd8 87. Bd5—He7 88. Ha8t—Kd7 89. Be6t—KdG 90. Hd8i—Kc5 91. Ke5—Hh7 92. Hc8t—Kb4 93. Hc4t—Kb5 94. DdS—Hh6 95. Hc3—Hh4 96. Hb3t—Hb4 97. Ha3—Hd4t 98. Bd5—Hh4 99, Bc6t—Kb6 100. Hb3t—Ka6 101, Kc5—Ka7 102. Hb7t—Ka6 103. Hb8—Hh5t 104. Bd5—Hh7. 105 Hb2—Gefið. LOKASTAÐAN. yy/WW o /, // iill_ §1 wm m Gnðrún Á. Símonar heldur í söngíör til Rússlands í dag Mun halda tónleika í Moskvu, Ríga, Minsk og Kiev ■■WMWNKítew”"* , *■ í dag flýgur Guðrún Á. Símonar frá Lundúnum til Moskvu með við- komu í Kaupmannahöfn og Hel- sinki. Fer hún í þriggja vikna söng för þangað í boði Menntamálaráðu neytis Sovétríkjanna. Er svo um samið, að Guðrún syngi í Moskvu og ennfremur i þessum höfuðborgum: Riga í Lett- landi, Minsk í Ilvíta-Rússlandi og Kiev í Ukraínu. Fyrsti konsertinn verður í Moskvu á sunnudaginn kemur. Guðrún mun halda 2—3 tónleika í hverri þessara borga, í hinum stærstu og veglegustu sönghöllum, svo sem í Tchaikovskytónlistarhöll- inni í Moskvu, en hún rúmar um fimm þúsund manns. Ennfremur er ákveðið, að hún komi fram bæði í sjónvarpi og útvarpi í öll- um þessum borgum. Telja kunnug- ir menn, að a. m. k. fimmtíu millj. manna muni heyra Guðrúnu og sjá í þessari söngför hennar. Guðrún hefir búið sig mjög vand lega undir þessa ferð. Efnisskrárn- ar eru þrjár, fjórtán háklassísk úr- valslög í hverri. Syngur hún á ís- lenzku, ítölsku, spönsku, ensku, þýzku og e. t. v. rússnesku. Guðrún Á. Símonar mun vera fyrst íslenzkra listamanna til að koma opinberlega fram í Sovétríkj- unum. Erling Blöndal-Bengtsson, celloleikari, fór í hljómleikaferð austur á s. 1. hausti, en honum mun hafa verið boðið sem dönsk- um listamanni. Aðdragandi þessarar söngfarar Guðrúnar Á. Símonar er í stórum dráttum þessi: Haustið 1954 söng hún á skemmtun, sem rússneskir Á víðavangi Aðferðirnar í ófrægingar- stríðinu Eftir nokkur lilé hafa Morgun blaðsmenn nú endurvakið ófræg ingarstríðið gegn landi og þjóð í erlenduni blöðum. Nú síma þeir það út um allar jarðir, að íslenzka rikisstjórnin „hafi veitt leyfi“ til að opna hér austur- þýzka stjórnarskrifstpfu. Þetta eru helber ósannindi og engum er það ljósara en Morgunblaðs- mönnum sjálfum. En með þessu athæfi vckja þeir tortryggni er- lendis, einkum í Vestur-Þýzka- landi og á Norðurlöndum, og til þess er leikurinn líka gerður. Það gæti orðið ríkisstjórninni ó- þægilegt, og það þykir tilvinn- andi, þótt það skaði þjóðina sjálfa í leiðinni. Sannleikurinn í þessu skrifstofumáli er, að eng in ný stefna hcfur vcrið upptek- in í viðskiptamálum Austur- Þjóðverja og íslcndinga í tíð nú- verandi stjórnar. Þau eru í dag byggð á sama grunni og gerður var í stjórnartíð Ólafs Thors og Ingólfs á Hellu. Núverandi ríkis- stjóm hefur engin ný leyfi veitt. Óvildin símuð úr landi í sumar léku MbLmenn sama leikinn. Þeir síinuðu þá blákalt til útlanda, að ríkisstjórnin væri að undirbúa viðurkcnningu á austur-þýzku stjórninni. Þetta eru ljótar aðfarir. Fyrir atbeina valdastreitumannanna í Sjálf- stæðisflokknum er verið að fara með innlend deilumál og póli- tíska óvild út á erlent svið. Það er nýlunda og hvorki til gagns né sæmdar. Kommúnistar fagna Það varpar nokkru Ijósi á þessi vinnubrögð íhaldsins, að útlend- ir kommúnistar taka fréttaburð- inum fcgins hendi. Danska kommúnistablaðið notar frétta- skeytið, sem Morgunblaðið sendi á föstudaginn var, til þess að deila á dönsku stjórnina. „ísland er klogere en Danmark“, segir „Land og Folk", og telur það skynsamlega ráðstöfun að leyfa þýzka stjórnarskrifstofu í Reykja vík, eins og Mbl. fullyrðir að gert hafi verið. Hvetur blaðið Dani til að gera slíkt hið sama. Þarna hef ur Bjarni Benediktsson smíðað ofurlítið barefli á dönsku stjórn- ina og fengið dönskum kommún- istum. En þeir gá ekki að því í gleði sinni, að skaftið á því er fúið. Fregn Morgunbl. er upp- spuni og illmælgi. En hvernig geta danskir kommúnistar varað sig á því? Hvernig má þeim detta það í hug, að íhaldið á íslandi sé svo blindað af hatri, að það búi til „fréttir“ og sími úr Iandi, að- eins til að ala á tortryggni 1 garð sinnar eigin þjóðar? Guðrún Á. Símonar. listamenn efndu til í Þjóðleikhús- ir.u. Hinir erlendu listamenn hrif- ust mjög af söng hennar og fram- komu á sviðinu og létu þegar uppi, að slík listakona myndi þykja góð- ur geslur í Sovétríkjunum, enda var þess skammt að bíða, að hún fengi heimboð frá Menntamála- ráðuneytinu í Moskvu. Sendiráðið tilkynnti Guðrúnu heimboðið og átti síðan á árinu 1955 nokkur sam- töl við hana um væntanlega söng- för hennar til Sovétríkjanna, en ekki gat hún ýmissa orsaka vegna (Framh. á 8. síðu.) HvaS á að kalla svona vinnubrögð? Engu ráðum við um það, hvað skrifað er í útlend blöð, sagði aðalritstjóri Morgunblaðsins í sumar, nokkrum dögum eftir að hann lét síma úr landi fréttina um „viðurkenninguna“ á austur- þýzku stjórninni. Nú blasir við síðasta ófrægingarskeytið. Það er staðreynd, að lygafrétt Mbl. var símuð úr landi að tilhlutan blaðsins. Það er staðreynd að hún hefur verið birt erlendis. Það er staðreynd, að danskir kommúnistar nota hana sem rök semd í sókn gcgn dönsku stjórn- inni til að fá austurþýzku stjórn- ina viðurkennda í Danmörku. Hverjir komu þessum skrifum af stað? Það voru Morgunblaðs- menn. Ennþá hafa þeir notað þá aðstöðu, sem umboðsmennska fyrir útlendar fréttastofnanir veitir þeim. Þeir skapa rangar hugmyndir um það, sem hér er að gerast, láta draga nafn lands og þjóðar inn í deilumál erlendis, til tjóns og áliíshnekkis fyrir fs- land. Hvað vilja menn kalla svona vinnubrögð. Til skamms tíma hefur íslenzk tunga átt yfir þau ágætt samheitL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.