Tíminn - 14.03.1957, Qupperneq 8

Tíminn - 14.03.1957, Qupperneq 8
TÍMINN, fimmtudaginn 14. man 1957. B r Sextagur: Ingvar Jóhannsson, [ bóndi á Hvítárbakka Ingvar Jóhannsson, bóndi á Hvítárbakka í Biskupstungum varð sextugur 11. þ.m. Hann fæddist að Laugarási, sonur hjónanna Vil borgar Aronsdóttur frá Stokks- eyri og Jóhanns Bjarnasonar frá Höfða. Þau Vilborg og Jóhann voru mestu dugnaðarhjón, en börð ust þó í bökkum fjárhagslega eins og margir samtíðarmenn þeirra. Þau brugðu'þó á það ráð að freista gæfunnar og flytja til Vestur- heims og settust að í Kanada. — Þeim varð að von sinni, því með dugnaði og þrautseigju komust þau til mikillar velmegunar þar [ vestra. Þau eignuðust 10 börn í eftir að vestur kom, 6 sonu og 4 dætur, gott fólk og mannvæn- legt, sem áreiðanlega hefðu áork- að miklu hér heima, ekki síður en í hinni fjarlægu heimsálfu, ef örbirgð og vonleysi hefði ekki hrakið foreldranna, á blómaskeiði ævinnar, burt frá ströndum fóstur jarðarinnar. En þetta er hin gamla sorgarsaga, sem ekki er ástæða til að ræða hér. Þegar þau Vilborg og Jóhann fluttu vestur áttu þau þrjú börn, komu tveimur í fóst- ur, en tóku það þriðja með sér, en það andaðist á leiðinni. Þau, sem eftir urðu á ættjörðinni eru: Ágústa, sem ólst upþ hjá Guð- mundi Vigfússyni, smáskammta- lækni í Laugarási, gift Guðmundi Halldórssyni, verzlunarstjóra í Reykjavík og Ingvar bóndi á Hvít- árbakka, sem nú hefur fyllt 60 ár. Hann var fóstraður hjá hjón- unum á Litla-Fljóti, þeim Guð- finnu Guðbrandsdóttur og Einari Jónssyni, en hann var ömmubróðir Þóris húsameistara og Baldurs á Ófeigsstöðum. Þau Litlu-Fljóts- hjón unnu Ingvari sem væri hann þeirra eigin sonur. Kúmlega tví- tugur að aldri kvæntist Ingvar Jónínu Ragnheiði Kristjánsdóttur, ættuð úr Landsveit, en hún hafði að undanförnu verið rjómabústýra í Torfastaðarjómabúi, sem þá stóð í fullum blóma og starfaði enn um nokkurra ára skeið, til mikilla hagsbóta fyrir Biskupstungna- menn. Ungu hjónin byrjuðu svo búskap á Litla-Fljóti við lítil efni, en það var hlutskipti flestra frum býlinga á þeim árum. Það var því þungt fyrir fótinn og mikil þol- raun að Ujargast á eigin spýtur. Bömin fjölguðu, jörðin heldur kostarýr, svo eiginlega sýndust flestar leiðir lokaðar til aukinnar efnahagslegrar velmegunar. Samt tókst sjálfsbjörgin. Eftir nokkurra ára búskap á Litla-Fljóti, flutti Ingvar að Hala koti, sem nú heitir Hvítárbakki og ber nafn með rentu, því bærinn stendur á bökkum Hvítár í Bræðra tunguhverfi. Breyttist mjög til batnaðar við jarðaskiptin, og bar einkum tvennt til, betri jörð og elztu börnin komust á legg, litlar hendur lögðu lið, en slík handtök genginni leið. eru alltaf notadrjúg og til bless- unar hverju búi. Búskaparsaga þeirra Hvftárbakka-hjóna ber mjög svip síðasta aldarfjórðungs tímabils, vaxandi velmegun ár frá ári, svo að nu hefur Ingvar verið um margra ára skeið einn af bú- stærstu bændum í Biskupstungna iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiin bakka og þjóðfélagið, er, að þau hafa komið 13 börnum sínum af 14, til þroska og manndóms, en eitt dó í fyrstu bernzku. Fyrir tveimur árum lifðu þau þann merkisdag, að 4 synir þeirra gerðu brúðkaup sitt saman og eru þrír af þeim bændur. Ingvar er góður fjármaður og fjárglöggur öðrum fremur, unir hag sínum vel við hirðing og fjár skil vor og haust og hefur líklega farið í fleiri göngur en flestir íslendingar. Það er eins með Ingvar og marga aðra aldamótamenn, að hann ólst upp að öðrum þræði í þngmennafalagsskapnum. Þeirra áhrifa gætir i lífi hans. Hann hef ur tekið þátt í mörgum félagsmál- um sveitar sinnar og átt sæti í hreppsnefnd allmörg undanfarin ár. Enn er ótalið það, sem mér þykir vænst um í fari hans og sem hann ann öðru fremur, söng- listin. Ingvar er söngmaður meiri en almennt gerist, og hafði á æsku árunum, og reyndar enn, óvenju mikið raddsvið, svo að heita má, að hann hafi verið jafnvígur á háa rödd sem lága. Söngur er Ingvars yndi og allur hinn stóri barnahópur hans er söngfólk í bezta lagi. Aldrei veit ég til að hann hafi átt svo annríkt, að hann hafi ekki haft tíma til að koma á söngæfingu, þegar þess var ósk að. Þykir mér gott að geta nú, við þessi tímamót á ævi hans, þakkað honum margar ánægju- stundir, þegar hversdagsáhyggj- um og önnum var auðvelt að gleyma við glaðan söng, eins, þó að ekki næðist annar árangur en sá, að syngja saman sér til hugar hægðar en hvorki til lofs né frægð ar og er ekki svo lítið, þegar allt kemur til alls. Ingvar á Hvítárbakka getur nú litið til baka, af sjónarhóli hins sextuga manns, um farsællega far inn veg, minnst margra sigra í dagsönn liðinna ára, og glaðzt yfir Þorsteinn Sigurðsson. r Guðrún A. Símonar ÞjóSleikhúsií (Framhald af 4. síðu) niður í tær, fasið, svipbrigðin og jafnvel göngulagið. Allt eru þetta skilgetin einkenni hinnar verðandi meykerlingar. Spence hershöfðingja, þann sem hún hjúkrar af mestri umhyggju- semi, leikur Jón Aðils. Stríðsmað- ur sá er lamaður og ekur í hjóla- stól. Svipbrigði Jóns og raddbeit- ing eru mjög góð í þessu hlut- verki. Hann nær vel að sýna þá hlýju, sem býr undir skorpunni. Bryndís Pétursdóttir leikur síð- ari konu Huttons. Leikur hennar er látlaus og eðlilegur, og hún fell ur m.jög vel í hlutverk þessarar fallegu og elskulegu stúlku. Smáhlutverk hefir Baldvin Hall- dórsson og fer vel með. Annars fer leikhúsgestum að verða sama þó að Baldvin sjáist í einhverju stærra en miðlungshlutverkum og því, sem minna er. Þjónustuhlutverk hafa þær Rósa Sigurðardóttir, Dóra Reyndal og Ása Jónsdóttir. Leiktjöld Lothars Grunds eru mjög góð sem endranær. Það eru engin stórkostleg til- þrif í þessari sýningu, hvorki í leikritinu né meðferð hlutverka, en þetta er alit mjög þokkalegt. S. S. ...................... Vinnið ötullega að útbreiðslu TÍMANS iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin (Framhald af 7. síðu). þekkzt boðið að sinni. Málið var þó ekki látið niður falla, heldur hreppi, byggt upp bæ sinn og pen hélt sendiráðið því vakandi. ingshús öll og rutt og ræktað nýjar Snemma á þessu ári endurnýjaði lendur. En það sem er þó mest svo Menntamálaráðuneyti Sovét- um vert fyrir hjónin á Ilvítár- ríkjanna heimboð sitt, lillllllllllllllllllllllllllllllllIIIIUIIIIIlllllilllllIlllllIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllilllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIll Tilboð 1 óskast í að byggja 3 leikvallaskýli úr krossviðarflekum I = fyrir Reykjavíkurbæ. Útboðslýsingu og teikningar má | 1 vitja á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, Vonarstræti 8, | 1 frá deginum í dag, gegn kr. 200,00 skilatryggingu. I Tilboðum skal skila á skrifstofu bæjarverkfræðings I i 23. marz kl. 10 árd. og verða þau þá opnuð að viðstödd- § | um bjóðendum. I ee — feiiuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiini KALDIR BÚÐINGAR Köldu ROYAL-búðingarmr eru Ijúf- fcngasti eftirmatur, sem völ er á. Svo auðvelt er að matreiða þá, að eklti þarf annað en hræra innihaldi pakk- . ans saman við kalda mjólk, og er buð- ingurinn þá tilbúinn til framreiðslu. Reynið ROYAL-búðingana, og þér verðið ekki fyrir vonbrigðum Enough for 4-6 helpings Félag ísl. hljóm- listarmanna IFramhald af 5. síðu.) ið. sem nú kemur út hér á landi. Hóf það göngu sína sl. liaust, og hafa þegar komið út þrjú hefti, en. alls er fyrirhugað að gefa út sex hefti árlega. Blaðið er í hálfu dag- blaðsbroti. 24 síður hvert hefti. Fé lagsstjórnin annast sjálf ritstjórn ina, en framkvæmdastjóri er Magn ús Pétursson píanóleikari. Komið hefir til orða að ráða sérstakan ritstjóra að blaðinu. ,,Við erum ánægðir með söluna á blaðinu það sem af er, og við gerum okkur miklar vonir um framtíð þess," sögðu Gunnar og Björn. T Innkaupasamband. j Félagið starfrækir innkaupa- samband, sem miðar að bví að út- vega félagsmönnum hljóðfæri með sem hagkvæmustum kjörum. Eitt mikilvægasta mál í því sambandl er að vinna að því, að innkaupa* sambandinu verði veitt tollaiviln* un að því er tekur til hljóðfæra, og kvaðst formaður mundu vinna ósleitilega að því máli nú sem endranær. ■1 Ráðningarskrifstofa. n Félagið hefir opna ráðningar* skrifstofu í Breiðfirðingabúð þrjS klukkutíma á dag, og er Paul Bernburg þar til viðtals um ráðn* ingar hljóðfæraleikara. Eins og áð ur er getið er 60% félagsmanna lausráðnir, og hefir skrifstofan meðalgöngu um útvegun vinnu handa þeim. Mikið er leitað til skrifstofunnar og fóru fram 50Q ráðningar á vegum hennar á síðasl liðnu ári. Félagið hefir einungij færa hljóðfæraleikara innan sinna vébanda, enda eru sett ströng hæfnisskilyrði fyrir inngöngu. 1 félaginu er starfandi þriggja manna prófnefnd, er úrskurðar hæfni þeirra, er sækja um inn- göngu. í þeirri nefnd eru nú Carl Billich, Jan Moravek og Jón Sig* urðsson (bassaleikari). I A Product ®f Standard 6ronds Ltd., UrerpoaJ. 9, iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini - Auglýsingasími Tímans er 82523» niiiiiiiiiiiiuiiiimiiimiiiiiutiiiiiítiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiuiiiiiiiiiiii Sinfóníuhljómsveitin. Gunnar Egilsson og Björn R. Eiti arsson létu í ljós álit sitt á mikil* vægi Sinfóníuhljómsveitarinnar fyr ir tónlistarmenningu okkar. Töldu þeir nauðsynlegt að reyna að eyða þeim fordómum, sem bryddað hefði á í garð hennar, ekki sízt útl á landi. Kváðu þeir hljómleikaferð ir út um sveitir og kaupstaði mundu gefa góða raun, enda hefði hljómsveitin fengið mjög ánægju legar viðtökur þar, sem hún hefði leikið á ferðum sínum. Við fjölg un félagsheimila sköpuðust skil- yrði til tónleikahalds í æ ríkara mæli utan Reykjavíkur, sögðu þeir og ber nauðsyn til að efla þá starí semi. —ing.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.