Tíminn - 14.03.1957, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.03.1957, Blaðsíða 9
T í M I N N, fimintiHlaginn 14. marz IS57. ' V B U JOHN:OHflRR FRnmeiBífll 91 þú reyktir í laumi, heldur vær. irðu líka þjófur. ■— Nei, honum dytti áreið- aniega ekki í hug að kalla mig þjóf. — Ertu kannski ekki þjóf- ur? spurði hr. Koenig. — Það veit ég ekki. — En þú stalst þeim. Er það ekki þjófnaður? — Jú . . . — Jú. herra. Þú ert ekki hingað kominn til að taka á móti verðlaunum fyrir iðni eða góða hegðun; þú ert hér af því að það á að refsa þér, því máttu ekki gleyma. Þeg- ar þú ávarpar kennara þína eða rektor, áttu að segja herra; þú ert ekki betri en aðrir drengir í skólanum og þú mátt heldur ekki ímynda þér að faðir þinn vilji að öðru vísi sé farið með þig en skóla- bræður þína, því að það gerir hann áreiðanlega ekki. Faðir þinn er ágætur maður og einn af beztu borgurum þessa bæj ar og hann biður ekki um nein forréttindi handa þér, tmgi maður. Jæja? ■— Já, herra? — Hvað hefurðu að segja þér til afsökunar? — Það veit ég ekki. herra. — Ertu sekur eða ekki? Það veiztu að minnsta kosti. — Já, herra. — Jæja, ertu sekur eða ekki? — Ég vissi ekki að bér vær- úð að spyrja um það, herra. — Til hvers hélztu þá að þú hefðir verið kallaður hing að á skrifstofuna? Til að tala ínn knattspyrnu eða hvað? i— Nei, herra. — Svaraðu þá spurning- Unni. — En hvaða spurningu á ég að svara? Þér hafið að minnsta kosti spurt þúsund spurninga og ég hef ekki hug mynd um hverri ég á að svara. — Það er aðeins um eina spurningu að ræða? Revkt- irðu á salerninu? Og stofnað- ir þar með iífi kennaranna og neméndanna í hættu? — Ég revkti, en það vitið þér vel, herra. Ég var staðinn að því. — Og ef þú hefðir ekki ver- ið staðinn að verki hefðirð” sennilega haldið áfram að reykja þarna hvern einasta dag, ég veit ekki hvað oft á dag. Er ekki svo? ■— Ég veit það ekki, her-ra. ’ — Þú veizt það ekki. Þú- veizt-það-ekki. — Hvers vegna refsið þér mér þá ekki? — Augnablik, eitt augna- blik, ungi maður. Ég skal refsa þér, það geturðu verið viss um. En þú gefur engar Bkipanir hér, ungi herra Chapin. Ég skal refsa þér og þú átt eftir að iðrast þess að liafa beðið mig sjálfur um það. Þú hefðir kannski getað Bloppið með venjúlega refs- Ingu ‘ fyrir reykingar, en við þolum ekki að nemendur séu með uppsteit og fari að skipa hér fyrir verkum. Ef þaö fer að ganga þannig getum við alveg eins lokað skólanum strax. Þá er þetta ekki skóli lengur heldur vitfirringahæli. En fyrst þú vilt endilega fá refsingu geturðu byrjað að taka hana út strax. Þú ert rek inn úr skólanum í eina viku. — Rekinn? — í viku, já. Þegar hún er liöin geturðu komið aftur. — Eigið þér við að ég eigi alls ekki að koma í skólann þessa viku? — Já, ég á við það. Nauð- ungarfrí ef svo má segja. Þeg ar þú kemur aftur geturðu reynt að vinna upp það sem þú hefur misst úr, ef það verð ur hægt á annað borð. Nú geturðu farið niður og tekið saman dótið þitt og farið heim. Ég skal sjá um að for- eldrar þínir frétti það sem gerzt hefur, svo að þú þarft ekki að láta þér detta í hug að fara í bíó eða flækjast eitt hvað það sem eftir er dags- ins. — Ef ég kem ekki í skólann í heila viku þá fell ég. — Þú hefðir átt að hugsa um það áður en þú stofnaðir skólanum og eigum hans í hættu, og áður en þú varst ó- svífinn við mig. Svo var það ekki meira; þú mátt fara. Þessi harða refsing batt enda á grun skólabræðra Jobys um að hann væri kenn- arasleikja — það er að segja uppáhald kennara og jafn- framt söguberi. En sú skömm sem hann varð fyrir gerði hann samt ekki að neinni hetju. í skólanum voru of margir drengir sem ekki geðj aðist að Joby og þótti vænt um að sjá Chapin fá það sem hann átti skilið. Það hafði aldrei komið fyrir að dreng- ur væri formlega rekinn úr Gibbsville-skólanum þótt það hefði að vísu komið fyrir að einn og einn væri sendur á heimavistarskóla í mesta flýti. Brottrekstur Jobys, þótt hann væri aðeins um stundar sakir, varð því minnisstæður atburður, og hann varð til þess að ýmsir fengu það álit á Frederick Miller Koenig að hann væri skaofestumaður og nægilega hugrakkur til að storka Chapin-Stokes ætt- inni. Hin rangláta refsing hafði líka merkileg áhrif á hr. Koenig sjálfan. Hann vissi vel, þótt hann vildi ekki kann ast við það. að refsingin hafði verið of hörð, og hann hafði ekki látið stjórnast af megin- reglum sínum heldur fyrst og fremst af reiði, vegna fram- komu drengsins. Þannig fékk Koenig kennslustund í sjálfs- stjórn en sá sem kennsluna greiddi var óneitanlega dreng ur sem aðeins var rúmlega tíu ára gamall. Þetta minnti á gamla læknabrandarann: Aðgerðin heppnaðist vel, en sjúklingurinn lét lífið. Þetta brottrekstursmál hafði þær afleiðingar að styrj öld hófst milli Jobys og allra yfirvalda í hvaða mynd sem þau birtust. Edith var ekki þannig gerð að hún drægi fast skipulag í efa og henni kom ekki til hugar að rengja dóm Koenigs. Joby sagði sann viðtali foreldra og sonar, sem leikann í hinu óhjákvæmilega fram fór í vinnustofu Joes, en útgáfa hans á samtalinu við Koenig var ekki beinlínis nákvæm og varð aðeins til að auka ruglinginn. Hann mundi ekki nákvæmlega hvað Koen- ig hafði sagt eða hverju hann sjálfur svarað, og að síðustu missti Edith þolinmæðina þeg ar drengurinn sagði; — Uss, mamma, þú ert ekk ert skárri en hann. — Hvað vogarðu þér? sagði Edith. — Svona máttu ekki tala við móður þína, sagði Joe. — Mér er alveg sama, sagði drengurinn. — Það þarf bersýnilega að refsa þér hér heima líka, sagði Edith. — Mér er alveg sama. Bara ef þið getið látið mig í friði, sagði drengurinn. Síðan hljóp hann út úr stofunni. — Þetta var nú fullmikið af því góða, sagði Edith. Nú máttu bara ekki fara að fá meðaumkun með honum. Ef þú gerir það lærir hann aldrei að hlýða. — Þú getur alveg verið ró- leg, sagði Joe. Þegar öllu er á botninn hvolft var það ég sem útvegaði Koenig stöðuna. — Ég var ekki að hugsa um skólann; það var miklu frek- ar hvað hann er ókurteis við mig. Hann ætti skilið að fá iærlega gamaldags flengingu; hann er ekki of gamall til þess. — Þér þýðir ekkert að horfa á mig; ég ætla ekki að gera það. En ef þú finnur hjá þér þörf til þess máttu gera svo vel. — Þú veizt vel að það geri ég ekki. Hann er oröinn of sterkur fyrir mig. Og þú ert of veiklyndur. Alltof eftirlát- samur við þau bæði. — Hættu nú, Edith. — Allt í lagi, ég skal hætta;- ég segi ekki eitt orð í viðbót; ég læt þig alveg um þetta. — Já, þetta hefuröu sagt áður, sagði Joe. Þú segir þetta í hvert einasta skipti sem eitt hvað kemur fyrir hér heima eða í skólanum. Þá er það ég sem hef verið of eftirlátur við þau. Þegar allt gengur vel heyri ég þig ekki segja að þú viliir gefa yfirráð þín yfir beim eftir, en um leið og eitt hvað bjátar á þá er það af því að ég hef verið of veik- lyndur. En það er samt hugs anlegt að það myndu ekki líða svona langir tímar án þess að nokkuð komi fyrir ef ég væri ekki eins við þau og ég er. — Þegar ekkert kemur fyrir c*7t5<s^é>j'éÁ/zí£t <? miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinnimininiiiinf^ 1 Eigiö þér þessar bækur? ( j§ Með auglýsingu þessari viljum vér gefa bókamönnum tæki- s E færi til að eignast neðantaldar bækur, sem ekki hafa verið á = = bókamarkaðinum í mörg ár, og sumar næsta fáséðar. Af hverri s §É bók eru aðeins örfá eintök, og verða pantanir afgreiddar í þeirri s E röð, sem þær berast. Á sumum bókanna eru kápur óhreinar. = 5 Svífðu seglum þönduni. Frásöguþættir e. Jóhann J. E. Kúld. S | 160 bls., ib. kr. 20.00. | § Frá Japan og Kína, e. Steingr. Matthíasson lækni. 120 bls., ób. j§ | kr. 15.00. s j§ Ævi mín, e. Leó Trotski í þýð. Karls ísfelds. 190 bis., ób. kr. = | 15.00. | = Sálin vaknar. Skáldsaga e. Einar H. Kvaran. 204 bls., ib. kr. 20.00. || | Æringi. Tímarit í bundnu máli um stjórnmál og þingmál. Útg. = 1908. 64 bls., ób. kr. 25.00. | Æska Mozarts. Heillandi ævisaga þessa undrabarns. 80. bls., | kr. 12.00. = Hetjusögur Norðurlanda í þýð. séra Rögnvaldar Péturssonar. E Útg. í Winnipeg. 196 bls., kr. 25.00. E Þáttur af Halli harða e. Jónas Rafnar. 68 bls., kr. 15.00. | Uppsprettulindir, erindi e. Guðm. Friðjónsson skáld. 90 bls., | kr. 10.00. E Leiftur. Tímarit um dulsagnir og þjóðsagnir e. Ilermann Jónas- son á Þingeyrum. 48 bls., kr. 20.00. § Altarisgangan, saga e. Björn Sigurðsson. 20. bls., kr. 5.00. §§ = Rastir, skáldsaga e. Egil Erlendsson. 124 bls., kr. 10.00. § Fíflar 2 hefti. Þjóðl. fróðleikur og sagnir. Útg. í Winnipeg. 64 3 | bls.. kr. 10.00. | § í Rauðárdalnum, skáldsaga e. Jóh. M. Bjarnason, höf. Brazilíu- = § faranna. 482 bls., ób. kr. 50.00. § Leiðbeiningar um garðrækt, e. Ben. Kristjánsson fyrrum skóla- s stjóra. 120 bls., kr. 15.00. | Um vinda. Alþýðleg veðurfræði. Útg. 1882. 102 bls., kr. 20.00. = = Matur og drykkur, þýð. dr. Björg Þ. Blöndal. Útg. 1908. 222 bls., s | kr. 25.00. | 1 Lítil va»*ningsbók, samin af Jóni Sigurðssyni forseta. Útg. 1861. 3 | 150 bls. kr. 50,00. = Bretasögur hinar fornu. Útg. af sama. 122 bls. kr. 25,00. |§ Vesturförin, ferðasaga frá Vesturheimi e. Einar H. Kvaran. = | Útg. 1909. 200 bls. kr. 30,00. | = a Í Klippið auglýsinguna úr blaðinu og merkið X við þær bækur, j§ Í sem þér óskið að fá. § — IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllll ~ = Undirrit.... óskar að fá þær bækur, sem merkt er við = Í í auglýsingu þessari sendar gegn póstkröfu. = Nafn ■Jtför Ásgeirs Th. Daníelssonar, Rauðarárstíg 28, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. þ. m. kl. 3 siðdegis. — Blóm afþökkuð. Þeir, sem vildu minnast hins látna- eru beðnir að láta liknarstofnanir njóta þess. Ólafía Jónsdóttir, Ingunn Ásgeirsdóttir, Daníel Bergmann. Útför Boga Ólafssonar, yfirkennara, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 15. marz kl. 1,30 e. h. Blóm afþökkuð en þeirn, sem vilja heiðra minningu hins látna, er bent á sérstök minningarspjöld um hann, sem fást i Bókaverzl* un Sigfúsar Eymundssonar. Gunnhildur Halldórsdóttir, Agnar Bogason, Sigurður ö. Bogason. ;6il in lid na = Heimili ............................................................................................. = — IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ~ Ódýra bóksalan, Box 196, Reykjavík. | «UIIIllDmilMllllllllIIIIIIiiIilllil(llllllllilllllillllTTTTrmillll!lIllllillllllllil!llllIllllilIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllIIIIIIIIIIIII ! t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.