Tíminn - 16.03.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.03.1957, Blaðsíða 6
B T f MIN N, laugardaginn 16. marz 1957. '<$ wm mm Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h. f. Endurheimt handritanna Á ALÞINGI 1950 var sam þykkt tillaga til þingsálykt- unar, þar sem skorað var á ríkisstjórnina aS beita sér fyrir endurheimt íslenzkra handrita frá Danmörku. Síð an hefur ekkert jákvætt gerst í málinu, en það samt legið niðri af hálfu íslenzkra stjórnarvalda. Það er því á- stæða til að fagna tillögu þeirri, sem þeir Pétur Otte- sen og Sveinbjörn Högnason hafa nýlega lagt fram í sam- einuðu þingi þar sem skor- að er á ríkisstjórnina að hefja nýja sókn í málinu. Að efni til er tillagan sam- hljóða þingsályktunartillög- unni, sem var samþykkt 1950. Flutningsmenn færa í greinargerð mjög glögg rök fyrir tillögunni. Rök þeirra eru m. a. þessi: ÞAÐ ERU ekki skiptar skoðanir um það hér á landi, að íslendingar séu réttir eig- endur þessara handrita. Þau eru hugsuð og samin af hér- lendum mönnum, skrifuð á íslandi og varðveitt þar leng ur eða skemur, og íslenzkur er uppruni þeirra að . öllu leyti. Hinn eini eðlilegi vett- vangur til varðveizlu og hag nýtingar handritanna er Há- skóli íslands. Þar er mið- stöð allra íslenzkra fræða nú orðið, og öll gögn til iðkana þeirra eiga að vera á ís- landi. En það skortir mikið á, að svo sé, meðan geymd eru í Danmörku um 4300 ís- lenzk handrit og sum af þeim hin merkustu allra handrita vorra. Handrit þessi bárust á sínum tíma til Dan- merkur með ýmsum hætti, en langsamlega mest fyrir framgöngu hins mikla safn ara Árna Magnússonar, sem ferðaðist um allt land við samningu ja|rðabókarinnar, og fyrir ásælni danskra kon unga, einkum þeirra Frið- riks III. og Kristjáns V. Báð ir þessir konungar sendu erindreka til íslands í þessu skyni. Sópuðu þeir að sér handritum og forngripum. Komust þessir menningar- fjársjóðir vorir að vísu ekki allir á danska grund, en voru samt glataðir fslendingum, því að mikið af handritum og forngripum, sem Kristján V. hafði látið safna, týnd- ist, er skip það, sem þeim var komið í til flutnings, fórst í hafi á leið til Dan- merkur. Var með þessu höggv ið skarð í bókmenntaauðlegð þjóðar vorrar og annað ekki minna við brunann í Árna- 'safni. íslendingum hefur því orðið dýr flutningurinn á handritum vorum og forn- gripum til Danmerkur, þótt Danir verði við kröfu vorri um að skila því aftur, sem enn er óglatað af þessum dýr mætu fjársjóðum. Til flutnings á handrit- um vorum og forngripum til Danmerkur er, svo sem al- kunnugt er, þannig stofnað, að íslendingar eiga bæði laga legan og siðferðilegan rétt til að krefjast þess af Dön- um, að þeir skili þeim aftur. ■ NÚ UM skeið hefur orðið nokkurt hlé á því, að Al- þingi léti málið til sín taka á þann veg að fela ríkis- stjórninni að hefja nýja sókn í málinu. Danir kusu fyrir nokkru nefnd til þess að athuga hanritamálið út frá kröfu íslendinga um heim- flutning á handritum. Sum ir litu svo á, að rétt væri að doka við og sjá, til hverrar niðurstöðu þessar athuganir hinnar dönsku nefndar leiddu. Ef til vill hafa verið runnar undan rifjum ein- hverra þeirra manna, er nefnd þessa skipuðu, tillögur þær um lausn á þessu máli, sem ríkisstjórn Danmerkur sendi íslenzku stjórninni 1953. En þær tillögur voru þess eðlis ,að ríkisstjórn og Alþingi vísuðu þeim alger- lega á bug. Það er vitað, að þrátt fyrir afstöðu danskra stjórnarvalda eins og hún birtist þá, er fjöldi manna í Danmörku, sem skilur sjón- armið íslendinga, telur kröf ur þeirra á fyllstu rökum reistar og leggur eindrekið til, að við þeim verði oröið. íslenzkur maður, sem dval- izt hefur um skeið í Dan- mörku, Bjarni Gíslason rit- höfundur, hefur tekið drengi lega og röggsamlega í streng inn með löndum sínum í þessu máli. Hefur hann ferð ast um Danmörku þvera og endilanga og haldið fyrir- lestra um málið. Hefur þetta orðið íslendingum hinn mesti styrkur, enda er al- menningsálitið í Danmörku okkur hliðhollt í málinu. Nú er því tími til þess kominn, að Alþingi taki mál þetta upp að nýju og feli rík- isstjórninni að beita sér fyr ir framgangi þess. TILLAGA þeirra Péturs og Sveinbjörns hefur verið til fyrri umræðu í þinginu og hefur nú verið vísað til nefndar. Þess er að vænta, að hún hljóti einróma sam- þykki í þinginu, enda það eitt í samræmi við þjóðar- viljann. Síðan verður ríkis- stjórnin að knýja á hjá Dön um og ber að vænta þess, að viðtökur þeirra verði nú meira í anda vináttu og samstarfsvilja en áður. Þetta er farar- tækiS (loftkálf- urinn), sem höf- undur bréfsins minnist á í bréf- inu, að hann fari í upp á f jalla- tindana við Riti J de Janeiro. Hér á myndinni er það við „Sykur- toppinn". Vigfús Guðmundsson: ■— Bréf frá Brasilíu Niðurlag. HER í Brasilíu er að þjóta upp margs konar iðnaðuf. Einkum er það erlent auðmagn og framtak, sem þar er á bak Við. íbúarnir fjölga um 3% á ári og eru nú komnir ýfir 60 milljónir. Hér er trúlegt að verði í framtíðinni fieiri hundruð milljóna stórþjóð. Það eru aðeins tvö ríki í heiminum, sem hafa stærra land heldur en Brasilía fyrir íbúa sína. Hún er m. a. nokkru stærri heldur en Banda- ríki Norður-Ameríku og nær því eins stór og öll Evrópa. Og auð- legð landsins er óþrjótandi, en mik ill hluti þess er enn lítt cða ekkert kannað og samgöngukerfi ekki til víða og annars staðar víðast mjög I ófullkomið ennþá. Fram að þessu hefir íbúana skort mjög framtaks- semi og dugnað og enn eru hræði- leg fátækrahverfi og eymd meðal fjölda manna. Hefi ég varla séð aðra eins hörmungar mannabústaði eins og hér í þessari fögru borg í j sumum fátækrahverfum hennar. j En ríkidæmi á hina hliðina víða | mjög mikið. VEGNA föstunnar hætta nú ibúJ Þetta er allt í einu orðið miklu lengra en ég ætlaði. Ég bý hér í fremur góðu hóteli við aðalbaðströndina: Averida At- lantica. Heitir hótelið Regente og er í hinu mjög þekkta hverfi hér: Copacabana. Húsin eru þétt í bogadreginni línu meðfram sti-öndinni, nær 3 km. langri. Þau eru yfirleitt um tíu stofuhæða há, nær því hvít, mikið úr marmara og öðrum ljós- um bergtegundum. Sjávarmegin \ við þau er gangstígur og fjölfarin bílaakbraut. En framan við hana er ljós og laus sandur, sem Atlants hafsaldan skolast upp í mjög mis- jafnlega þungt. í fjörunni eru oft á daginn þúsundir baðgesta, bæði að veltast í sandinum og skol- ast til og frá í öldunum, bæði í og utan við ílæðarmálið. BORGARstæðið er orðlagt um allan heim fyrir fegurð og marg- breytileika. Hvassir tindar og sum- ir háir blasa hvarvetna við sjónum yfir borginni og víkur og vogar, oft að miklu leyti hringlaga, sker- ast inn á milli fjallatindanna og borgin er svo meðfram þessum bogamynduðu ströndum, oft hálf arnir að borða kjöt í nokkrar vik-j sliUn j sundur j fyrradag fór ég ur. Þa kemur hlutur fiskmnflytj-1 upp á einn hæsta og hvassasta endanna upp. Noregur flytur hing- ■ tindinn er gnæfjr yfjr borginni í a® mn UnL2185.ÞnS- t0nn af Þurrk;i850 metra hæð. Þar uppi á tindin- uðum salthski a ari og Damr (mest jum gnæfir feiknarmikið líkneski af færeyskur fiskur) um 6—8 þus. Löggæzla á samkomum ALLSHERJARNEFND ina að láta fara fram hið efri deildar hefur nýlega bráðasta endurskoðun á á- lagt fram tillögu þess efnis, kvæðum laga um lögreglu- að deildin skori á ríkisstjórn menn, áfengislaga og ann- tonn árlega og fer vaxandi. En dýr er fiskurinn — þ. e. rúmlega einn dollari kílóið. Norðmenn spilla heldur mark- aðnum, því að þeir hafa fjölda út- flytjenda í Noregi, sem margir bjóða kaupendum hér ýms fríðindi á bak við, svo að þótt ýmsir ein- staklingar komist nokkru lengra með söluna vegna þessa, þá stór- spilla þeir verðinu og framtíðar- markaðnum. Þótt ég sé enginn dýrkandi SÍF heima á íslandi, þá held ég að sé stórhætta að láta saltfiskinn verða til sölu á margra höndum til þessa lands og annarra, er svipað stendur á um og hér. arra laga um löggæzlu á skemmtisamkomum, einkum í héruðum, sem hafa ekki föstu lögregluliði á að skipa. Tillaga þessi er rökstudd þannig, að víða um land, þar sem ekki er fast lögreglulið, hefur þráfaldlega komið í Ijós, að erfiðlega gengur að halda uppi reglu á skemmti- samkomum. Er það á allra vitorði, að mjög ber á ölvun á slíkum mannfundum, og hljótast stundum af trufl- anir og vandræði. í 10. gr. laga um lögreglumenn, nr. 50 12. febr. 1940, eru heim- ildarákvæði um löggildingu lögreglumanna til þess að halda uppi reglu á mann- fundum og samkomum inn- anhéraðs Reynslan hefur sýnt, að þessi lagaákvæði eru ófull- nægjandi og þurfa endur- skoðunar við. Kristi um 15 metra á hæð og er það lýst upp á kvöldin, svo að slær ljósbjarma niður frá því yfir borgina. Og í gær fór ég upp á hinn fræga „Sykurtopp“, sem er 400 metra hár bergrisi, er rís úr hafinu við aðal innsiglinguna í borgina. Var farið í rólum eða kláf, sem tekur 20 manns í einu. Og er hægt að verða lofthræddur í honum, þar sem hann hangir neðan í vír- um í lausu lofti, en rafmagn knýr hann áfram, þar til gengið er úr honum uppi á efsta tindinum. Fór ég talsvert í svona farartækjum milli Alpatindanna í Sviss fyrir 10 árum síðan og sagði ég ykkur frá því í ferðaþáttum mínum. Ofan af þessum háu tindum er ágætt útsýni yfir borgina og úr borginni séð gefa þeir umhverfinu tign og tilbreytni. GRÓÐUR er allsstaðar mikill og margbreyttur. Mörg tré hafa fagr- ar blómakrónur. Fallegast þykir mér þær mörgu, er bera þétt blómastóð á litinn eins og eyrar- rósin heima. Ávaxtatré eru um allt, sérstaklega mikið af banana- trjám, sem eru þó jafnan lítil vexti. Vaxa þau m. a. uppi á kolli „Sykurtoppsins“ og voru þar með þroskaða bananaklasa hangandi niður með stofninum. Það má sannarlega segja, að „grænar hlíðar og glóbjartar" blasi víða við sjónum manna í þessu umhverfi. (Frh. á 7. síðu) 'BAÐSrorAN Togað í spottann. NORÐANMAÐUR skrifar: „Allt af er togað í spottann hér syðra, og engu sleppt. Það, sem einu sinni er suður komið, skal vera þar. Og það sem einu sinni er hér skal kyrrt, og aldrei færast úr stað. Og það eins þótt þar sé um að ræða sameign allrar þjóð- arinnar en enga séreign sunnan- manna. Þarna breytir skrafið um „jafnvægi í byggð landsins“ alls engu. Þegar á hólminn kemur, hrökkva jafnvel jafnvægismenn- irnir undan því, að taka á málun um að gagni. Þetta kemur í hug ann við að hlýða á þingfréttir og frásögn af afdrifum liúsmæðra- skólafrumvarpsins í efri deild. — Það er bágt að hugsa til þess, að á þessu herrans ári skuli heyrast á Alþingi nákvæmlega sömu rök semdirnar og voru fluttar þar fyrir þremur áratugum gegn stofnun menntaskóla utan Rvík- ur. Nú hefir lífið sjálft afsannað þær aliar rækil., samt skjóta þær upp kollinum í munni þingmanna sem virðast lítið sjá út yfir bæj- arlandið í Reykjavík, en eru þó fulltrúar landsbyggðarinar kallað ir á þingi. Það er ljóst af at- kvæðagreiðslunni að þarna var ekki flokksmál á ferð og liefði sú stjórn, sem segist ætla að lialda uppi hlut landsbyggðarninar, vel mátt beita sér í þessu máli. Að öðru leyti var það athyglisverð- ast við atkvæðagreiðsluna, að af 6 þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins í efri deild, mætti aðeins 1 til atkvæðagreiðslunnar. Hinir skýidu sér á bak við fjarvist úr fundarsal, þótt vel megi vera a3 þeir hafi allir verið í þinghúsinu. Margs er að gæta. ÞAÐ ER auðvitað hægt að leiða að því einhver rök, að svo til allar opinberar stofnanir séu bezt settar í Reykjavík. Þar sé meira mannval en annars staðar, betri húsakostur, meiri tengsl við aðrar stofnanir o. s. frv. Með því að láta þessa röksemd ætíð ráða, hallast æ meir á. Og margir munu telja, að þessi röksemd eigi alls ekki að vera einráð held- ur eigi að líta á aðrar, sem líka eru þungar á metunum. Þar er fyrst aðstaðan til að lifa út á landi, viðhorf fólksins til framtíð- arinnar, eðlileg bjartsýni og trú á landið. Þegar verkamannaflokk urinn brezki kom til valda í Bret landi 1945, hóf hann að flytja burt úr London ýmsar opinberar stofnanir og skrifstofur, sem þar höfðu safnast fyrir á stríðsárun- um. Það er ekki hollt fyrir þjóð- lífið, að sentralíseringin verði of stórkostleg, sögðu forvígismenn flokksins. Þeir hvöttu landsfólkið til þess að standa gegn ásókn Lundúna að drottna yfir öllu. — Hvenær verður það sjónarmið of- an á á þingi hér? Því miður síg- ur ætíð á sömu hlið hjá okkur, og eðlileg og sjálfsögð tækifærl til að snúa við eru hundsuð. — Húsmæðraskólafrumvarpið er dæmi um það. Rétt væri samt að lofa þingmönnum að fást við það í þriðja sinn á næsta þingi. —NorSIIngur. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.