Tíminn - 16.03.1957, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.03.1957, Blaðsíða 9
X í M I N N, laugardaginn lfi. marz 1957 mst&r. íi ■ .. - - -■ -■! ■' ^miIIIIIIIIIIIIIIIII!lllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlll!l!!H!!llIIUl!lllllllllltllimilllllllllllllllllIIIIII^ 93 — Og ég cMn einu sinni til Pittsburgh, sagði Ann. — En þú hefur komið til Boston en ekki ég, sagði Joby. —t- Það var bara einu sinni; og þá var ég lítil, sagði Ann. — En hin svissneska fjöl- skylda Chapinson leggur sem sagt upp að ári, sagði Joe. — Jesús Pétur. Bíðið þið hara þangað til ég get sagt stelpunum frá þessu, sagði Ann. — Ertu nú viss um að þetta sé nógu virðulegt, sagði Joe. Ég held að Frökkum myndi ails ekki geðjast að því að heyra unga ameríska stúlku taia svona. Jesus Pierre. Ég efast um aö þeir tali svona. — O, mér skilst nú að þeir segi það sem verra er, sagði Ann. — Jesuis trés désolé, sagði 'Joe. Dóttir mín er alltof tepru leg. Elle est trés blasée. — Ég held þú ættir að fara aítur á Yale og byrja á frönsk unni á nýjan leik, sagði Ann. — Je suis trés désolé; elle est trés blasée. Kjálpi mér, sagði Joe. I • Til er lúxus sem rikt fólk hefur ráð á að veita sér, og einnig er til sparsemi sem ríkt fólk hefur einnig ráð á ef það er öruggt um sjálft sig á annað borð. Þeir óör- úggu borga fyrir lúxus sem hinir öruggu komast af án. Þegar Joe Chapin keypti Dodgebíl sem átti að nota á búgarðinum keypti hann ódýr an, vandaðan og sparneytinn bíl, Hann þurfti á slíkum bíl að halda en ekki neinu lúxus- farartæki. Og þar sem Joe hafði keypt Dodge varð fjöld ínn allúr af fóíki til að fara að dæmi hans þótt það hefði vel haft ráð á að fá sér Lincoln. Ef þessi tegund var nógu góð fyrir Joe Chapin . . . Hann átti sama bílinn 1928 þegar hann og Edith komust að nýrri niðurstöðu um teg undina Dodge. Þessi niðurstaða varðaði val skóla handa Ann. Hún hafði nú gengið i skóla ungfrú Holt on í þrettán ár og nú stóð til að hún færi. í heimavisfar- skóla. Vitaskuld voru ýmsir staðir til sem i rauninni voru sjálfsagðir. Auk þess var rætt um þann möguleika að hún færi til Alec Weeks og byggi þar, en stundaði nám í Bpence skólanum. Skóli Ed Jthar, Hannah Paynes, var nú úr sögunni, og Edith þver- neitaði að Ann færi í Spence ef hún ætti þá að búa hjá Alec Weeks svo aö Ann varð að gefa þá von upp á bátinn að fá að vera tvo vetur eða svo í New York. — Við gætura rætt þetta ár Um saman án þess aö komast lað neinni niðurstöðu, sagði Joe. Ann segir sjálf að hana langi ekki til að fara í há- skóia. Móður þinni og mér finnst að vísu að þú ættir að gera það, en við ætlum okkur ekki að neyða þig til þess. Þeg ar við hugsum um heimavist arskóla þurfum við þess vegna ekki að taka tillit til þess hvort þar fæst góður undir- búningur undir háskólanám. Mér finnst sjálfum að hann ætti að vera uppi í sveit en þó í nágrenni við einhverja hinna stærri borga, en þarf hann endilega að vera einn af þessum svokölluðu tízku- skólum? Það eru til nokkrir ágætir staðir sem við höfum ekki minnzt á ennþá. Ég hef t.d. alltaf metið Oak Hill mik- ils. Ég þekki að vísu ekki mik ið til hans, en á hinn bóg- inn hef ég engan heyrt hafa neitt á móti honum. Þetta er vitaskuld ekki Foxcroft eða Westower en ég veit að þang að hafa alltaf farið ungar stúlkur úr hinum beztu fjöl- skyldum; man það lika sjálf- ur frá mínum eigin skólaár- um. Eigum við að athuga málið betur eða ertu alltof hrifin af einhverjum öðrum skóla? — Ég veit það varla; það getur vel verið að ég vildi frekar fara á Oak Hill, sagði Ann .Þaö skiptir ekki mestu máli hvert ég fer, bara að ég komist eitthvað. Þrettán ár hjá ungfrú Holton eru nú . . . Síðan óku þau til Oak Hill til að kynna sér staðinn, og á heimleiðinni sneri Joe sem sat við hlið Harrys sér við og spurði Ann hvernig henni hefði litizt á. — Alveg dásamlega, sagði hún. Mér geðjaðist vel að ung frú Ringwald og stelpurnar sem ég sá virtust vera ágætar. Mér fannst skólinn alveg dá samlegur. Ég vildi gjarnan vera þar. — Ungfrú Ringwald sagði lika að þú gætir hæglega tek ið próf upp í háskóla þaöan ef þú breyttir um skoðun á því máli. — Það geri ég ekki. Ef ég færi í háskóla yrði ég orðin tuttugu og þriggja ára þegar ég væri búin. Tuttugu og þriggja. — Ef þú skiptir um skoð un núna gætirðu verið búin tuttugu og tveggja ára, sagði Edith. — O, það er nú lítið betra. Annars held ég ekki að ég sé (neitt gefin fyrir að lesa ef ^þið skiljið hvað ég á við. Ekki fórst þú í háskóla, mamma. Það er ágætt fyrir karlmenn, en ekki fyrir stúlkur. Það er ! óhætt að láta Joby um lár berin. Kann er líka svo vel gefinn. Oak Hill varð þá fyrir val inu, og þetta var afráðið á hentugum tíma því að skömmu síðar átti atvikið með flutningahíl slátrarans sér stað. — Þú verður að tala við hana, sagði Edith. Ég get ekki haft neitt upp úr heni. Síðan var Ann send inn til föður síns. — Viltu svo segja mér hvað gerðist, Ann. Ég er faðir þinn, og ég held þú vitir að mér þykir mjög vænt um þig og vil gera allt fyrir þig, en við verðum að vita hvað gerðist í raun og veru. — Þarf ég endilega aö þylja það allt upp aftur, pabbi? Ég hef sagt þér það, og ég hef sagt mömmu það, og ég hef sagt ykkur það báð tvisvar sinnum. — En ég vil gjarnan að þú segir mér það allt saman aftur, sagði Joe. — Hann stöðvaði bílinn. Hann, strákurinn, Tommy — eða ungi maðurinn eða hvað þú vilt kalla hann. Hann spurði hvort við vildum ekki koma í bíltúr, og við sögðum já. Ég veit vel að það var ekki rétt, en við fórum samt upp í bílinn og ókum upp i sveit, og svo sátum við föst. — Svo sátuð þið föst? — Já, — Og hann gerði ekkert til að losa bílinn. — Nei, sagði Ann. Fyrst vissum við alls ekki að við sætum föst. — Ekki það? Hvers vegna ekki? — Af því að við stönzuð um á vegarbrúninni og sát- um þar og reyktum nokkrar sígarettur og hlógum og töluð um saman. — Þú og Sara Stokes og bílstjórinn, sagði Joe. Hann var einn, þessi ungi maður? — Já við vorum bara þrjú. — Og hann varð aldrei nærgöngull við ykkur? Ann leit á hann og sagði ekkert; síðan leit hún undan. — Á ég að skilja þetta svo að hann hafi ekki orðið það? sagði Joe. Hún þagði enn. — Jæja, Ann Það sagðirðu móður þinni. — Ég veit, sagði Ann. — En þú vilt kannski ekki segja það við mig? — Ég vil helzt ekki segja neitt ,sagði Ann. — Ég verð því miðyr að vita hvað gerðist. — Hvers vegna? — Af því . . . það er af mörgum ástæðum. Ég vil vernda þig, og ég ætla mér líka að gera það. Þér verður að vera það ljóst, Ann. En ég verð sem sagt að vita hvað gerðist. — Bara þú? — Það er undir ýmsu kom ið; ég get engu lofað fyrr en ég veit vissu mína. — En það var ekki mikið sem gerðist, pabbi. — Segðu mér það þá. — Lendir Tommy í vand- ræðum? — Það er okkur mest í hag að sjá svo um að þetta fari jafn hávaðalaust frarn og unnt er. Þú verður aö treysta mér, Ann, og hvað sem ég geri þá er það fyrst og fremst 700x15 I BILABUÐ HRINGBRAUT 119 illlilIIIIU!lUIIUlllll!1UllllllllUll!IHI!llll!1111limillllllillllllllllllllllllllI!1IIIlllIimillllllllllllllllllllllllllllllUIIIIIIU PILTAR, ef þið eigiS stúlknna, þá á ég hringana. AW.W.,.\%Y.Y.,.V.Y.V.%W.V.V.’AV.Y.W.,.V.V.V.W í Gerist áskrifendur að TÍMANUM Áskriftasími 2323 J ? 5« WAV.V.V.V.V.V.WWASW.SW.V.V.W.V.V.W-Vrt - Auglýsmgasími Tímans er 82523 -- .......................... I TILKYNNING I um niíurgreiðslu brennsluoiíu. 1 Samkomulag hefir verið gert milli olíufélaganna og 1 1 Útflutningssjóðs um fyrirkomulag þeirrar niðurgreiðslu i | brennsluolíu, sem heimiluð er í 11. gr. laga nr. 86 frá | | 1956. | | Olíufélögin selja frá 15. þ. m. „fúel“olíu og gasolíu | | til togara, fiskibáta og fiskvinnslustöðva á verðlagi því, | 1 sem gilti fyrir 27. febrúar s. 1., en útflutningssjóður |' 1 greiðir olíufélögunum mismun gamla og nýja verðlags- 3 1 ins. I Togarar, fiskibátar og fiskvinnslustöðvar, sem keypt | I hafa gasolíu á nýja verðlaginu dagana 27. febrúar til § 1 14. marz eiga rétt til endurgreiðslu þess hluta kaup- |j | verðs hennar, sem stafar af verðhækkunum 26. febrú- | | ar. Olíufélögin annast innheimtu endurgreiðslunnar | I fvrir viðskiptamenn sína. 1 Úiflufningssjóður ........................................ V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.'.V.V.’.V.V.'.V.V.V/A :* Þakka hjartanlega auðsýnda vináttu á sjötugsafmæli I; mínu 27. febrúar síðastliðinn. I; Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Jónsdóttir, !; Skeiðarvogi 137. AW.W.V.V.V.V.V.VA^W.V.W.V.V.V.V.V.W.VAV .. nilll ■— —— —jiiamtniMnnm 4 Útför konu minnar, Snjólaugar GuSrúnar Jóhannesdóttur, sem andaðist aS heimili sínu, Grenimel 12, 11. þ. m. fer fram frá Fossvogskirkju þriSjudaginn 19. þ. m. kl. 13,30. Blóm afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á líknarstofnanir eía menningar- og minningarsjóð kvenna. Eiríkur Jónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.