Tíminn - 30.03.1957, Blaðsíða 3
.TÍMINN, laugardaginn 30. marz 1957.
3
Skýrsla iramkvæmdasíjórnar Landsbanka íslands:
Þróun peninga- og gjaldeyrismála þjöðarbúsins
Föstudaginn 28. marz var haldinn í Landsbankanum hinn
árlegi fundur Landsbankanefndar, og var Gunnar Thorodd-
sen í forsæti á fundinum. Lagðir voru fram reikningar bank-
ans fyrir árið 1956. Jón G. Maríasson, bankastjóri, gerði grein
fyrir reikningum og flutti skýringar við þá. Síðan flutti Pétur
Benediktsson, bankastjóri, skýrslu um þróun peninga- og
gjaldeyrismála. Fylgir sú skýrsla þessari fréttatilkynningu.
Reikningarnir voru síðan samþykktir með samhljóða atkvæð-
um.
Síðan voru kosnir aðalendurskoð
er.dur bankans, og voru þeir end-
urkjörnir, Guðbrandur Magnússon,
forstjóri og Jón Kjartansson, sýslu
maður.
S'gurður Kristjánsson, forstjóri,
gerði þá fvrirsnurn á fundinum,
hvort leitað hefði verið álits og til-
árangri hafi verið náð. Ef ekki
eru taldar ábyrgðir vegna væntan-
legs innflutnings og aðrar greiðslu
skuldbindingar, batnaði gjaldeyr-
isstaðan um 16 millj. kr. á árinu,
en þá er talið til gjaldeyristekna
65 millj. kr. dollaralán, sem tekið
var síðustu daga ársins. Að því frá
, ., , töldu versnaði gjaldeyrisstaðan
lagna bankastjornar Landsbank- 49 mi]li kr á árinu á mótj 118
ans varðandi væntanlegar breyt-j mi]li kr halla árið 1955. Með með-
ingar a bankaloggjofinm Svaraði • töldum ábvrgðum og greiðslu-
bankastjórnin því neitandi. Annað
gerðist ekki á fundinum, segir í til
kynningu frá Landsbankanum.
Skýrsla framkvænidastjórnar.
Hér fer á eftir skýrsla sú, er
Pétur Benediktsson bankastjóri
flutti af hálfu framkvæmdastjórn-
ar bankans:
— í framháldi af þeirri skýrslu,
sem nú hefir verið flutt um reikn
inga Landsbankans og afkomu á
liðnu ári, þykir framkvæmda-
stjórninni hlýða að bæta við nokkr
um athugasemdum um þróun pen-
inga- og gjaldeyrismála og horfur
í þeim efnum.
Eins og kunnugt er, jukust út-
lán bankanna stórlega á árinu
1955, og gjaldeyrisstaðan versnaði
mjög. Enda þótt miklar birgðir
útflutningsafurða um áramótin
1955—56 bættu nokkuð úr skák,
var það ljóst, að óbreytt þróun
hlaut brátt að leiða til vandræða
skuldbindingum versnaði gjald-
eyrisstaðan hins vegar um 19 millj.
kr. þrátt fyrir lántökuna, og námu
nettóskuldir og skuldbindingar
bankanna erlendis 138 millj. kr. í
árslok. í þessu sambandi ber þess
ennfremur að gæta, að birgðir út-
flutningsvöru lækkuðu um 45
miilj. kr. á síðasta ári. Því fer þess
vegna fjarri, að tekizt hafi að
halda í horfinu í gjaldeyrismálun-
um, enda þótt hin hagstæðari þró-
un í útlánum seðlabankans hafi
haft töluverð áhrif í rétta átt.
Aðalvandamálin, sem fram-
kvæmdastjórn bankans þarf dag-
lega að glíma við, eru tvíþætt:
annars vegar það, hvernig beri að
snúa sér gagnvart hinni miklu eft-
irspurn eftir lánsfé, hins vegar að
sjá um, að landið geti staðið við
skuldbindingar sínar í erlendum
gjaldeyri. Hvorugt vandamálið
verður leyst án tillits til hins.
Það er kunnara en frá þurfí að
í gjaldeyrismálunum, ef ekki|segJa> mjög er nú kvartað und
kæmu til stórauknar tekjur í er
lendum gjaldeyri eða verulegar
erlendar lántökur til ýmissa stór-
framkvæmda í landinu. Til þess
að draga úr peningaþenslunni og
skapa þar með grundvöll bættrar
gjaldeyrisaðstöðu hefir fram-
kv'æmdastjórn bankans því á árinu
1956 gert það eitt af höfuðstefnu-
málum sínum að hamla á móti frek
ari útlánaaukningu seðlaþankans.
Snemma á árinu voru í þessu
skyni settar strangari reglur en
áður um lánveitingar seðlabank-
ans til viðskiptabankanna, svo að
þeir verða nú m. a. að greiða mjög
háa vexti, ef skuldir þeirra fara
fram yfir það hámark, sem samið
hefir verið um.
Það verður að játa, að ekki tókst
á árinu 1956 að ná því marki að
bæta stöðu viðskiptabankanna
gagnvart seðlabankanum, þótt þess
hefði verið full þörf. Nettóskuldir
þeirra hækkuðu enn um 2 millj.
króna. En þegar þessi aukning er
borin saman við það, að skuld
þeirra við seðlabankann hafði auk
ist um 75 millj. kr. á árinu 1955,
verður því ekki neitað með sann-
girni, að nokkur árangur hafi
náðst. í þessum tölum er ekki tek-
ið tillit til endurkaupa á afurða-
víxlum, en þau endurkaup höfðu
aukizt um 102 millj. kr. á árinu
1955 og jukust um 39 millj. kr. á
árinu 1956. Þess má geta, að regl-
um um endurkaup afurðavíxla var
ekki breytt á árinu, og stafar aukn
ingin svo til eingöngu af hærrj
lánum út á landbúnaðarafurðir
vegna aukinnar framleiðslu.
Aðstaða ríkissjóðs og ríkisstofn-
ana gagnvart seðlabankanum batn-
aði um 2 millj. kr. á árinu. Þess
ber þó að gæta í því sambandi, að
undir árslok tók bankinn skulda-
bréf vegna stóreignaskatts, 15
millj. kr., til greiðslu á skuldum
ríkissjóðs. Einnig var, eins og síð-
ar verður minnzt á, dollaralán tek-
ið undir árslok, og voru um 35
millj. kr. af því notaðar til lækk-
unar á skuldum, sem rikissjóður
hafði stofnað til við seðlabankann
vegna Ræktunarsjóðs og Fiskveiða
sjóðs.
í gjaldeyrismálunum kann við
fyrstu sýn svo virðast sem góðum
an skorti á lánsfé. Vegna vaxandi
kostnaðar þurfa atvinnuvegirnir,
— bæði framleiðendur og verzlun,
— aukið rekstrarfé, og hinar miklu
framkvæmdir einstaklinga og op-
inberra aðila krefjast fjármagns,
sem ekki liggur laust fyrir. Öllum
finnst þessum aðilum, að þeirra
fyrirtæki eigi að si,tja fyrir, og er
ekki sjaldgæft að heyra bönkunum
borið á brýn skilningsleysi, þegar
lánbeiðnum er synjað.
Á árinu 1956 dró mjög úr inn-
lánsaukningunni miðað við undan-
farin ár. Samtals hækkuðu spari-
innlán og veltiinnlán allra bank-
anna aðeins um 58 millj. kr. á ár-
inu á móti 179 millj. kr. árið
1955 og 201 millj. kr. 1954. Spari-
innlán jukust um 74 millj. kr., eða
svipaða upphæð og árið áður, en
aðeins rúman helming þess, sem
var árið 1954. Af þessari hækkun
má áætla, að vaxtafærslur hafi
numið um 48 millj. kr.. svo að
nýtt sparifé, sem lagt hefir verið
í bankana, hefir aðeins numið 26
millj. kr. Jafnframt lækkuðu velti-
innlánin í bönkunum um 16 millj.
kr., en á árinu 1955 hækkuðu þau
um 105 millj. kr.
Af þessari óhagstæðu þróun inn-
lána samfara strangari skilmálum
um lán úr seðlabankanum leiddi
það, að útlánaaukning bankanna
varð miklu minni en árið áður,
eða 177 milj. kr. á móti 381 milj.
kr. árið 1955. Urðu viðskiptabank-
arnir að skammta lánsfé mjög
naumlega, en vegna reglubundinna
forgangslánveitinga til landbúnað-
ar og sjávarútvegs og samninga við
ríkisstjórnina um lán til íbúða-
bygginga og raforkuframkvæmda
hlaut sú skömiptun að koma hart
niður á öðrum atvinnurekstri.
Til dæmis má geta þess, að á
síðasta ári jukust lán sparisjóðs-
deildar Landsbankans um 65 milj.
kr. Lánveitingar til landbúnaðar
hækkuðu um 46 milj. kr., lán til
sjávarútvegs um 23 milj. kr., raf-
orkulán um 16 milj. kr. og kaup
íbúðalánabréfa um 18 milj. kr.,
eða samtals um 103 milj. kr. Lán-
veitingar á flestum öðrum sviðum
lækkuðu því verulega, eða alls um
38 milj. kr. Mest var lækkun á
skuldum verzlunarinnar vegna á-
byrgðaskuldbindinga, er bankarnir 1
höfðu greitt fyrir innflytjendur, 21,
milj. kr. Lán til iðnaðar lækkuðu >
um 5 milj. kr. og lán til sam-'
gangna um 8 milj. kr.
Af þessu er ljóst að heita má, I
að á síðasta ári hafi öll útlána- i
aukning Landsbankans verið óvið-1
ráðanleg, — ýmist bundin beinum
samningum við ríkisstjórnina eða
reglum, settum í samráði við sam- i
tök aðalatvinnuveganna, eða þá
þess eðlis, að ekki varð hjá henni
komizt, ef stórar framleiðslugrein-
ar áttu ekki að komast í þrot. Og
aukningin hefði ofðið enn meiri,
ef ekki hefði tekizt að draga úr
útlánum á ýmsum sviðum.
Afleiðing þessa ástands hefir
orðið sú, að þjónusta bankanna við
viðskiptavini sína hefir rýrnað stór
kostlega síðustu árin, og hafa þeir;
orðið að neita um lán til margra
mjög brýnna þarfa’, jafnvel þótt
umsækjendur lánanna hafi verið
aðilar, sem hafi á löngum tímabil-
um átt miklar innstæður í við-
komandi lánsstofnunum. Þegar
heilar stéttir hafa talið sig af-!
skiptar um lán, og í þeim hópi
eru oft aðilar, sem ráða yfir mikl-
um innstæðum, er ekki að furða, 1
þótt menn úr þessum hópum hafi
róið að því öllum árum, að stofn-!
aðar væru nýjar lánsstofnanir til
þess að þjóna hagsmunum þeirra. |
Síðan 1953 hafa verið settir á
stofn í Reykjavík tveir sparisjóðir
og einn banki, sem nú hafa sam-
tals um 100 milj. kr. innlánsfé.
Þetta er ekki nýr sparnaður, held-
ur fé, sem ella væri í öðrum láns-
stofnunum. Eldri lánsstofnunum
er því enn erfiðara en áður að
standa við samninga sína um lán-
veitingar, án þess að leita á náðir
seðlabankans.
Ekki er vert að gleyma þeirri
staðreynd, að bankarnir ráða ekki,
jafnvel þegar bezt lætur, nema
yfir annarri hlið viðskipta sinna.
Innstæðunum, sparnaðinum, ræður
fólkið sjálft. Ef kröfurnar til bank-
anna eru meiri en góðu hófi gegn-
ir, flytja menn peningana fyrst í
aðrar lánsstofnanir, og ef það dug-
j ir ekki, þá á svartan markað eða
í persónuleg lán til kunningja og
vina. Allt þetta þekkja menn hér
á landi.
Þess sýnist engin vanþörf að
minna á þessar staðreyndir í sam-
bandi við hina geysilegu sam-
keppni um takmarkað sparifé
landsmanna einmitt nú, þegar ýms-
ar raddir eru uppi um að leggja
á bankana nýjar kvaðir um for-
gangslánveitingar.
Eg sagði áðan, að sparnaðinum
réði fólk sjálft. Segja má, að þetta
sé ekki rétt nema að vissu marki.
Tekjurnar verða að vera umfram
vissar lágmarksþarfir, til þess að
menn geti sparað, en þá ráða
menn því líka, hvort þeir spara
og hvar þeir koma sparifénu fyrir.
En viljinn til sparnaðar er aftur
á móti mjög undir því kominn,
hvert traust menn bera til þess,
að verðgildi sparifjárins haldist.
Engum blöðum er um það að
fletta, að rökstuddur skortur á því
trausti hefir mjög aukið allskonar
fjárfestingu á íslandi að undan-
förnu. Mikill hluti af þessari fjár-
festingu, — ekki sízt íbúðabygg-
ingar, — hefir verið þess eðlis, að
hún hefir ekki komið að haldi,
nema jafnframt fengjust lán til
viðbótar því fjármagni, sem menn
réðu sjálfir yfir. Það fjármagn, er
einmitt hefði átt að hjálpa láns-
stofnununum til þess að veita eðli-
lega fyrirgreiðslu um fjárfestingu,
hefir því haft gagnstæð áhrif og
orðið til þess að auka eftirspurn-
ina eftir lánsfé.
Þá hafa hækkandi tollar og skatt
ar í senn dregið úr getu manna
| til að spara og aukið allan til-
kostnað, bæði við atvinnurekstur
og fjárfestingu, og þar með aukið
eftirspurnina eftir lánsfé. Þriðji
örðugleikinn bætist við fyrir alla
þá, sem í eitthvað hafa ráðizt: að-
hald bankanna um lánveitingar.
Það er eðlilegt, að þeir, sem
verða fyrir barðinu á þessari lána-
tregðu, spyrji sjálfa sig, hvort
hún sé réttmæt, og þetta er spurn
ing, sem framkvæmdastjórar bank-!
anna hljóta oft að velta fyrir sér. |
Er bönkunum — og þá fyrst og
fremst seðlabankanum — óhætt að
lina takið og veita þeirri kaupgetu i
út í efnahagskerfið, sem nauðsyn- j
leg er til þess, að fyrirtæki geti!
þrengingalaust borið hækkandi |
kostnað, og til þess, að ekki þurfi j
að koma til dýrkeyptrar stöðvun-!
ar á allskonar framkvæmdum, sem |
þegar hefir verið lagt mikið fé í? j
Sérstaklega er ástæða til að spyrja
svo vegna þess, að nú eru nokk-
ur merki samdráttar í kaupgetu í
fyrsta sinn um langt skeið.
Þrátt fyrir þetta er það álit fram
kvæmdastjórnarinnar, að það sé
síður en svo rétt að auka lánveit-
ingar, eins og nú standa sakir.
Aukning útlána með peninga-
þenslu er því aðeins réttlætanleg,
að vænta megi samsvarandi aukn-
ingar framleiðslu og framboðs á
vörum. Hér á landi er hagkerfið
þegar þanið svo að segja til hins
ýtrasta, svo að nauðsynlegt hefir
verið að auka mjög innflutning er-
lends vinnukrafts til starfa við út-
flutningsframleiðsluna. Annað
skiptir þó enn meira máli: gjald-
eyrisstaðan. Eins og henni er
komið, er hvergi nærri hægt að
fullnægja þeirri eftirspurn, sem
fyrir er, hvað þá, ef hún væri auk-
in. Frekari peningaþensla mundi
við þessar aðstæður valda enn
auknu jafnvægisleysi og gjaldeyris-
skorti.
Eina undantekningu hefir Lands-
bankinn þó gert frá hinni almennu
6tefnu. Eins og kunnugt er, hafa
verið settar nýjar reglur um út-
flutnings- og framleiðslustyrki til
sjávarútvegsins. í tilefni af því
hafa reglurnar um lán gegn veði
í sjávarafurðum og lán út á verð-
bætur afurðanna verið endurskoð-
aðar. Vegna hinna miklu örðug-
leika sjávarútvegsins og sívaandi
leika sjávarútvegsins og sívaxandi
ganga eins langt og unnt var til
móts við óskir útvegsmanna, þótt
af þessu hljóti að leiða allveruleg-
ar hækkanir á útlánum, bæði seðla-
bankans og sparisjóðsdeildar. Ef
áætlanir' ríkisstjórnarinnar um
tekjuöflun til útflutnings- og fram
leiðslustyrkjanna fá staðizt, ætti
það að draga verulega úr verð-
þensluáhrifum þessara lána. Bank
inn hefir og ætíð litið á það sem
eina fyrstu skyldu sína að gera
það, sem honum er unnt til þess
að styðja þann atvinnuveg, sem
aflar meginhlutans af útflutnings-
verðmætum landsins.
Horfurnar í gjaldeyrismálum eru
nú mjög tvísýnar. Um framleiðslu-
ársins þýðir ekkert að reyna að
spá, svo mjög eiga íslendingar afla
sinn undir duttlungum náttúrunn-
ar. Tvennt vita menn þó þegar um
útflutninginn. Annars vegar eru
45 milj. kr. minni birgðir um ára-
mót en árið áður, en hins vegar
um það bil 15 milj. kr. minna verð
mæti útflutningsframleiðslunnar
fyrstu tvo mánuði þessa árs en í
fyrra. Árið 1956 var hagstætt ár
fyrir flestar greinar útgerðar, svo
að það má teljast einstakt happ,
ef útflutningsverðmætið lækkar
ekki að mun á þessu ári. Jafnvel
100 milj. kr. lækkun gjaldeyris-
tekna af útflutningi getur alls
ekki talizt verulega svartsýn áætl-
flutnings tollhárra neyzluvara og
fjárfestingarvara á undanförnum
árum, er ljóst, hve gagnger áhrif
þessi þróun hlýtur að hafa á allt
efnahagskerfið.
Hvaða leiðir á að fara til þess
að komast úr þeim vanda, sem nú
fer æ vaxandi í gjaldeyris- og fjár-
festingarmálum? Hér er aðeins um
tvennt að velja: að búa að sínu
eða taka erlend lán.
Ef fyrri leiðin er valin, verðum
við að gera okkur ljóst, að þjóð-
in verður að sníða sér stakk eftir
vexti. Hún verður þá að draga stór
lega úr öllum framkvæmdum og
haga bæði neyzlu og fjárfestingu
í samræmi við það, sem aflað er á
hverjum tíma. í fjárfestingu fer
þá aðeins innlendur sparnaður, og
um innflulning fram yfir það, sem
gjaldeyristekjurnar hrökkva til,
væri ekki að ræða. Raunar þyrfti
bæði innlendur sparnaður og gjald
eyristekjurnar enn um sinn jafn-
framt að greiða vexti og afborg-
anir erlendra lána.
Hin leiðin er sú að brúa bilið,
bæði í sparðnaðinum og gjaldeyris
verzluninni, með því að taka er-
lend lán til langs tíma. Stórfelld-
um erlendum lántökum fylgir ætíð
nokkur áhætta, þvi að með þeim
eru framtíðinni bundnir baggar,
sem vel geta reynzt þyngri, þegar
að skuldadögunum kemur, en
mann hafði órað fyrir. Þó er það
hér sem oftar, að sá kemst ekki
langt, sem lætur bölsýnina reka
sig út í öfgar. Það er augljóst,
að erlend lán geta verið æskileg
til þeirra framkæmda, sem fljót-
lega gefa öruggar gjaldeyristekjur
eða gjaldeyrissparnað. Ýmis veiga-
mikil rök geta og hnigið að því
að ganga feti framar en þetta
um erlendar lántökur, eins og nú
horfir. Það er mjög mikilsvert
fyrir afkomu þjóðarbúsins að láta
ekki framkvæmdir, sem óhemju
fjármagn hefur nú þegar verið fest
í, stranda vegna fjárskorts eða
gjaldeyrisskorts. En þessi braut
er ekki hættulaus, og það, sem
varast þarf, er það, að í skjóli
hins erlenda lánsfjár yrði ráðizt
í nýjar framkvæmdir, sem ekki
yrði tekið nema með nvjum lánum
og svo koll af kolli. Enn fremur
ber að hafa stranga gát á þeirri
auknu eftirspurn eftir vmnuafli,
sem leiða mundi af notkun er-
lends lánsfjár til greiðslu innlends
kostnaðar.
Notkun erlends lánsfjár getur
því aðeins orðið til verulegra bóta,
að jafnframt sé gætt fyllsta hófs
í ' innlendum lánveitingum og £
áætlunum um nýjar framkvæmd-
ir, en þá getur það veitt þjóðinni
það svigrúm, sem nauðsvnlegt er
til að koma á jafnvægi milli neyzlu
og fjárfestingar annars vegar og
framleiðslugetu hins vegar.
Erlent lánstraust er hve'-ri þjóð
dvrmætt, og því verður ei-Vi hald-
ið nema sá, sem lánið á að veita,
beri traust til lántakandans og
beirrar stefnu, sem hann fvlgirí
fjármálum. Mikil ábyrgð bm']ir þv£
á Íslendíngum að nota þnð láns-
fé. sem þeir fá, sem bezt sér til
sjálfsbjargar í framtíðinni. Það
ætti öllum að vera augÞóst, að
enginn getur til lengdar eytt
meiru en hann aflar.
En við þetta bætist, að undan-
farna mánuði hafa tekjur af varn-
arliðsframkvæmdum lækkað stór-
lega. Ekki er auðvelt að áætla,
hve miklu það gjaldeyristap nem-
ur, sem af þessu hefir leitt, en
síðara helming ársins í fyrra voru
tekjur af varnarliðinu og fram-
kvæmdum þess 54 milj. kr. minni
en á sama tíma árið 1955. Sam-
dráttarins fór ekki að verða veru-
lega vart fyrr en leið á árið, svo
að alls má búast við, að gjaldeyris
tekjur af varnarliðinu síðan í fyrra-
vor til þessa dags séu 80—100 milj.
kr. minni en líkur stóðu til að ó-
breyttu ástandi. Þegar þess er
gætt, að hinar miklu duldu tekjur
í frjálsum gjaldeyri hafa verið ein
helzta forsenda hins mikla inn-
Svíarslá eiginmet
í áfengisdrykkju
Árið 1956 nam áfengisneyzlan í
Svíþjóð 4,4 lítra á hvern íbúa. Er
þetta hin mesta áfengisneyzla, er
skráð hefir verið í Svíaríki allt frá
því árið 1913.
Árið 1955 nam hinsvegar áfeng
isneyzlan á hvern íbúa 4,1 litra
og árið 1954 3,7 lítra.
Tala þeirra, sem teknir voru
úr umferð í borgum landsins jókst
um 73 prósent.
Þá nam sala sterkra drykkja á
sama tíma alls 57,67 milljónum
lítra, en var árið áður eða 1955
48,37 milljónir.