Tíminn - 30.03.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.03.1957, Blaðsíða 8
) Erlent yfirlit 8 Fimmtugur: Ágúst Ólafsson, iðnaðarmaður Hann er fæddur Reykvíkingur, og það, sem meira er að hans eig- in dómi, — austurbæingur í húð og hár, — en það ætla ég muni vera það eina, sem hann miklast af við aðra og telur sér til ágætis. Ekki munu þeir samt margir, sem Ágúst þekkja, vera honum $am- mála hvað þetta snertir, svo margt og mikið, sem manninum er með- fætt og af guði gefið í vöggugjöf, gáfur og gjörfuleiki. Af skiljan- iegum ástæðum lít ég þetta átt- haga- og æskustöðvarmont vinar mins vorkunnaraugum svo ekki sé meira sagt, enda fæddur og upp alinn vesturbæingur. En á upp- vaxtarárum okkar Gústa, var oft æði grunnt á því góða milli okkar, sem bjuggum sín hvoru megin lækjarins. í þá daga var vissara að vera var um sig og vel vopnum búinn, ætti maður erindi yfir læk- inn. Það var því ekki ósjaldan að loknum leiðangri austur yfir læk, að læðst var heim, lúbarinn, í lélegum lörfum er fyrir stuttu voru fín föt, bólginn og blóðugur eftir barsmíðar berserkjanna er bjuggu í bæjarhlutanum austan við lækinn. Af þessum ástæðum þurfti eitt hvað annað og meira til en það eitt að vera „austurbæingur“, svo að sóttst væri eftir vináttu hans af manni, sem ættaður var og upp alinn vestur í „aðli“. En þetta er nú smá hliðarhopp frá því, sem ætlunin var um að rita, svona rétt í gamni gert, en sem af má þó ráða, að eitthvað annað og raun hæfara megi um manninn segja, honum til sóma. Ágúst er fæddur á Njálsgötu 62, 30. marz 1907 og foreldrar hans voru þau heiðurshjónin Hreið arsína Hreiðarsdóttir og Ólafur Þorleifsson, sem var afgreiðslu maður hjá Pípuverksmiðjunni, h. f. Ólafur er látinn fyrir 10 árum, en hann var mörgum Reykvíking um að góðu kunnur, enda óvenju vinsæll maður; heiðarlegur í orði og athöfn, og því virtur að verð leikum Hreiðarsína, móðir Ágústs er enn á lífi og við sæmilega góða heilsu og býr með tveim börnum sínum í húsi sínu við Grettisgötu 61. Það mætti vissulega margt gott um merkiskonu þessa mæla og langt mál rita, en það læt ég þeim eftir, sem mér eru færari, enda ekki ætlunin með þessum fátæk legu afmælisorðum um son henn ar. Ég kemst þó ekki hjá því að geta þess, vegna þess að það lýsir betur innræti Ágústs og ást hans til móður sinnar, að eitt af því, sem hann heldur fram að mest hafi hjálpað sér í atvinnuleit sinni á æskuárunum, hafi einmitt verið það frægðarorð, sem fór af móður hans fyrir framúrskarandi dugnað og óvenjuleg afköst við fiskþvott arkarið. í þá daga var mikið at vinnuleysi og erfitt að fá vinnu, sérstaklega þó fyrir unglinga. En strax og verkstjórum var kunn ugt um hver móðir piltsins var, breyttist viðmót þeirra og viðhorf og vinnan var fengin. Það var því skiljanlegt og að vonum, að það sem unglingnum reyndist slíkt töfraörð í baráttunni við at- vinnuleysið, svo að ekki þurfti annað en nefna nafn móðurinnar, Hreiðarsínu til þess að opna með því allar dyr til atvinnu og athafna þá yrði þetta sama nafn honum fullþroska manns einskonar leið- arstjarna í lífinu, bæði í með- og mótlæti. Og það finnum við, sem þekkjum Ágúst bezt, að kærleikur inn til móðurinnar og virðingin fyrir henni, er eitt af því, sem hon- um er kærast og dýrmætast, og það eitt er nægilegt til þess að ég vil eiga hann fyrir vin. Eins og margir reykvískir dreng ir, var Ágúst tíður gestur á sam- komum KFUM. Þar var það að hann vakti athygli söngelskra manna fyrir ónvejumikla og fagra söngrödd. Þetta var mönnum þess um annað og meir en orðin ein eða hégómleg hrósyrði, því þeir hófust handa og leituðu áiits dómbæra hljómlistarmanna, sem þeir fengu tii að skera úr um hæfileika drengsins á þessu sviði. Ekki er það neinum vafa bundið, að Ágúst hefði getað náð langt á braut listarinnar, ef hann hefði lagt út á þá torsóttu braut. Því hvort tveggja var, að hæfileikar og söng rödd voru fyrir hendi. Það voru allir á einu máli um, sem á hann hlíddu, ekki aðeins sem ungling heldur einig og ekki síður er hann hafði náð fullum þroska. Það gerð ust því margir mætir menn og músíkkvinir til þess að eggja hann til söngnáms, án þess að úr því gæti orðið, ýmissa orsaka vegna. En þótt svona færi um sjóferð þá og að draumurinn um söngnám gæti aldrei rættst, gat samt aldrei hjá því farið að hljómlistin yrði veigamikill þáttur í lífi hans og flestar frístundir fórnaðar þess ari fögru list. Það var því engin tilviljun að Ágúst hófst handa og lærði að leika á margs konar málm blásturshljóðfæri (lúðra) hjá Ollo Biitscher (sem hér var um ára- bil bæði sem kennari og stjórn andi lúðrasveita) og ýmsum fleir um. Hljómlistin var Ágústi full komið alvörumál, eins og sjá má á því, að hann lætur sér ekki nægja að læra að blása eða spila á eitt einstakt hljóðfæri, heldur má svo heita að hann hafi lært jöfnum höndum að leika á velflest þeirra málmblásturshljóðfæra, sem not uð eru í hljómsveitum. f þetta nám eyðir hann öllum sínum frí- stundum, því það fer fram jafn framt tímafreku iðnaðarnámi, — skósmíði.. í beinu framhaldi af þessu ræðst hann af eldlegum áhuga vopnaður sínum viður- kennda dugnaði og ódrepandi áhuga í það vandasama verk að smala saman ungum mönnum og kenna þeim á hljóðfæri með það fyrir augum að stofna úr þessum efnivið lúðrasveit. Margir voru þeir erfiðleikar, sem við var að etja og sigrast varð á næstu tvö árin eftir að hafist var handa. Ekkert varð án fyrirhafnar og oft var pyngjan létt. Hljóðfærin voru fengin úr öllum áttum, göm (Framhald af 6. síðu). Hin stefnan er sú, að öllum samn- ingum við Frakka verði hafnað og barist til þrautar fyrir fullu sjálf- stæði. Sú stefna er sögð studd af Nasser hinum egypzka. Ýmsir kunnugir telja, að fyrri stefnan geti orðið ofan á, ef reynt sé að semja strax, en annars sé líklegt, að hinir öfgafyllri í hópi uppreisnarmanna nái forustunni. Það kann því að vera hver síð- astur fyrir Frakka að prófa samn- ingaleiðina og reyna þannig að komast hjá svipuðum endalokum og í Indó-Kína. — Þ. Þ. ul og úr sér gengin, en ókeypis fengust þau samt ekki. Húsakynni til æfinga og kennslu léleg og köld, oft kjallarakompa og svo var um flest, að tjalda varð því sem til var. Ágúst gjörði gott úr öllu, því hugurinn bar hann hálfa leið. Þá olli það ekki hvað minnstum erfiðleikum hve stopul ir strákarnir reyndust við námið. En eftir tveggja ára þrotlausa bar áttu var björninn unninn. Ný lúðra sveit var tekin til starfa. Það var Alþingishátíðarárið 1930, sem þeir Ágúst og félagar hans, sem marg ir voru auk þess nemendur hans, stofnuðu lúðrasveitina Svan, sem enn er starfandi í fullu fjöri, og var hann formaður hennar fyrstu fimm árin, sem hún starfaði, og auk þess stjórnandi hennar í við lögum. Þetta er í stuttu máli sagt það, sem mér er kunnugt um hlut skipti Ágústs af hljómlistarmál um, og er þá sjálfsagt mörgu sleppt. En mikið starf er það samt og meira en svo að miðlungs manni væri bjóðandi. Með þessu menningarstarfi í þágu hljómlist arinnar, hefur Ágúst reist sér var anlegan minnisvarða, sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Ágúst lauk skósmíðanámi 1926 og hefir hann meistararéttindi í þeirri iðngrein. Auk þess hefir hann meistararéttindi í gasvirkj un og er löggiltur pípulagninga maður ,og hefir það verið hans aðalstarf síðustu árin. Á öllum þessum sviðum og ýmsum öðrum stendur Ágúst í fremstu röð, bæði hvað dugnað, afköst og góðan frá gang snerti. Ágúst er vinsæll maður og hjálp samur og vel liðinn af öllum sem við hann skipta eða til hans leita. Gleðimaður er hann í góðra vina hóp en alvörumaður eigi að síður. Að endingu óska ég Ágústi allra heilla gæfu og gengis á síðari ævi helming aldarinnar, sem hefst á morgun. Jó. Lo. .. III lllilllllllill | TILKYNNING ( Frá og með 1. apríl n. k. tökum við engar umbúðir | | til baka úr verzlunum. | Sölufélag garðyrkjumanna, §j Reykjavík | ........................................... ijLiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini == I Tilkynning ( I til múrarameistara. I Hafi steypuvinnu verið hætt vegna frosta, má ekki g | byrja að vinna aftur nema fengið sé til þess leyfi bygg- | | ingafulltrúa (samanber 17. gr. 16. liður byggingasam- | | þykktar fyrir Reykjavík.) I Reykjavík, 30. marz 1957. | | Byggingafulltrúi Reykjavíkur | lUÍllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllillHlllllíU TÍMINN, laugardaginu 30. marz 1957. „ Verzlunin „Vogue“ í Reykjavík fimm ára í gær í gær varð ein af þekktari verzl- unum í bænum fimm ára, „VOGUE“ sem hefir aðsetur að Skólavörðustig 12. „VOGUE“ hefir eins og mörgum er kunn ugt, fyrst og fremst miðað starf semi sína við þjónustu fyrir þær konur, sem sauma sjálfar heima, svo og saumakonur, saumaverkstæði og smærri iðn rekstur, með því að taka að sér ýms störf varðandi saumaskap inn, sem krefjast sérstakra og dýrra véla auk sérstakrar fag- kunnáttu. Til dæmis um þetta mætti nefna að „VOGUE“ hef- ir margskonar vélar til að ann ast útsaum, svo sem merkingar og stafagerð, gerð félags- merkja, skreytingu á kjólum og öðrum fatnaði og hefir nú, auk úrvals íslenzkra starfs- krafta, tvær sérmenntaðar er- lendar konur til þessara starfa. Með því að notfæra sér þennan þátt í starfsemi „VOGUE“ fá íslenzkar saumastofur, prjóna- stofur og húsmæður, útsaums- skreytingu, sem nú er mjög í tízku, á fatnaðinn, og hún er fyllilega sambærileg við það bezta erlenda og auk þess teikn uð sérstaklega eftir vali við- skiptamannsins, ef þess er ósk- að. Þótt útsaumið sé tekið sem dæmi er margt annað við saumaskapinn, sem erfitt er að framkvæma nema með sérstök um vélum og æfingu. Þessarar starfsemi virðist hafa verið full þörf hér eftir þeim vinsældum sem hún nýtur í æ ríkara mæli. Þá hefir verzlunin að veru- legu leiti miðað vöruúrval sitt við að hafa allt sem þarf til • saumaskapar og haft forgöngu um að hvetja kvenkjóðina til að notfæra sér tilbúin snið, sem lengi hafa verið vinsæl víða erlendis, en aldrei fyrr náð verulegri útbreiðslu hér, sennilega sökum skorts á úr- vali. „VOGUE“ hefir umboð fjrrir McCall-sniðin amerísku. Þótt verzlunin sé aðeins fimm ára, er hún eins og áður segir allvel ‘þekkt og margir kann- ast við stóru ljósaskærin. ».# TRICHLORHREINSUN (ÞURRHREINSUN) bj(T)rg ■ll|IllllIIIIlllIIIIIIIEIIlIIIIIIItlllllllllllllllIIlllflllllllllllI*£ ALLT Á SAMA STAÐ SULVALLAGUTU 74 • SÍHI 3$37 BÁRMAHLÍÐ G 1 ÉÐog ggjjjj LIFAÐ ÍFSREYNSIA • HANNI RAUHIR • ÆFINTÝRI Aprílblaðið komið út. ................................ | BLAÐBURÐUR | i TÍMANN vantar ungling I \ eða eldri mann til blaðburð-j [ ar við Nýbýlaveg. Dagblaðið TÍMINN ( llllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllll11111111111111111111111111 G O R M A R I Varahlutar í undirvagninn | 1 í fEestar tegundir bíla. § Gormar Fjaðrir Hljóðkútar 1 Púströr Stýrisendar 1 Demparar í Demparagúmmí Boltar og rær Sendum í póstkröfu | EGILL VILHJÁLMSSON hf. f í Laugaveg 118. Sími: 818121 lllllllllllll■l■llllllll■llallllW4lllllllmlllllvlllllllllllllllll| iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii | Tii söiii | góð jörð í nágrenni Reykjavíkur. i I 5 Málflutningsskrifstofan a | EGGERT CLAESSEN, | | GÚSTAF A. SVEINSSON. Hæstaréttarlögmenn § Þórshamri, Reykjavík, sími 1171. | ...................................................................

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.