Tíminn - 02.04.1957, Side 5

Tíminn - 02.04.1957, Side 5
TÍMINN, þriðjudaginn 2. april 1957. 7. Einvígisskákin. Eftir 7. skakina er staðan 4-3 mér í hag. Aðstaða Pilniks fyrir síðustu skákina er því sú sama og mín fyrir 6^ skákina.Nú er það hann, sem héfur allt að vinna, en engu a'ð tapa. Um 7. skákina má segja, að hún er hvorki betri né verri én þær sem þegar hafa verið tefldar. Byrjunin er Alekhins vörn (Ekki Sikileyjarvörn!) og rneð sinni traustu taflmennsku tekst Pilnik að fá betri stöðu. Þetta hagræði sitt hefði hann átt að nota til kóngssóknar, en eins og oft vijl verða fer hann heldur rólega í sakirnar og með nokkrum veikum leikjum gefur hann mér kost á að koma mcð ýmsa óþægilega mótleiki. Hann fórnar peði í þágu sóknarinnar, en vopnin snúast í höndum hans og um .stund er kóngur hans í yfirvofandi hættu. Eftir nokkrar sviptingar kemur fram hróksendatafl, þar sem ég hef peð yfir og greinilega betri stöðu. í tímahrakinu tefli ég þó ekki sem skyldi og Pilnik nær að jafna stöðuna að miklum mun. Síð asti leikur hans fyrir biðina (Hc4?) er þó hreint frumhlaup og færir mér aftur hina fyrri stöðuyfirburði mína. í biðinni er ljóst, að staða Pilniks er illverj- anleg eða töpuð. Það kemur líka á daginn. 7. skákin. Hvíít: H. Filnik Svarl: Fr. Ólafsson. Alekhine’s vörn 1. e4—Rf6 2. e5—Rd5 3. dl— d6 4. Rf3 (Pilnilc er ekki fylgj- andi fjögurra-peða árásinni: 4. c4—RbS 5. f4—dxe 6. fxe—RcS 7. Be3. Hann teflir gjarnan leið ina 4.RÍ3, því að hún er bæði traust og áhættulaus.)4 —g6 (Öllu venjulegra er 4. —Bg4.) 5. Bc4 (Euwe gefur í lausblöð- ungum sínum 5. Rg5—dxe 6. dxe—Rc6 7. Bc4—e6 8. Rf3 með betra tafli fyrir livítan.) 5. —c6. (Einnig kom til greina 5. — Rb6.) 6. exd—Dxd6 7. 0-0 —Bg7 8. Rbd2—0-0 9. Hel— Bg4. (Svartur á erfitt um vik með að koma liði sínu drottn- ingarmegin á framfæri, svo hann ákveður á láta biskup sinn af hendi fyrir riddara til að flýta þannig fyrir liðskipun- inni. Þessi ákvörðun mín virð- ist þó ekki fyllilega réttmæt eins og síðar kemur í ljós, svo að ég hefði ef til vill átt að reyna 9. —BÍ5.) 10. h3—Bxf3 11. Rxf3—Rd7 12. Bb3—e6 13. Bg5. (Takmarkar hreyfifrelsi svörtu drottningarinnar og hyggst fá svartan til að veikja stöðu sína með h7—li6.) 13. — Rd5-bG (Frumhugsunin að baki þessa leiks var sú að leika c6— c5, en við nánari athugun á stöðunni varð mér ljóst, að taflið mundi opnast meir hvít- um í hag en mér.) 14. De2—a5 15. a4—Rd5 (Léki hvítur nú ci—c4 hef ég alltaf reitinn b4 til umráða). 16. Hadl—Hfe8 17. Re5!—h6 (Hæpinn leikur. Betra var strax 17. —Rxe5. 18. dxe5—Db4. Eftir síðasta leik sinn fær svartur snöggt- um lakara tafl sökum hinna stórhættulegu sóknarmögu- leika, sem hvítur hefur á kóngsvængnum.) 18. Bd2— RxR 19. pxR—Dc7 20. h4—h5. (Þvingað. Svartur getur ekki leyft h4—h5, því að þá opnast skálínan bl—h7) 21. c3? (Fyrsta ónákvæmnin. Sjálf- sagt var 21. Bg5 (Hindrar Hd8) og síðan að undirbúa g2 —g4. Svartur á mjög erfitt um | vik sökum þess, hve menn hans eru bundnir.) 21. ■—Db6 (Að sjálfsögðu. Hvíti biskupinn má ekki víkja til c2 vegna b- peðsins. Hvíta drottningin verð ur þvx að koma honum til hjálpar og við það missir hún að mifchi leyti það vald, sem hún hefur á g4-reitinum. Hins vegar getur biskupinn farið til c4, þótt hann uppfylli þar ekfci beinlínis þær kröfur, sem til hans eru gerðar. Þó efast ég . ekki um, að Pilnik hefði valið þann leikinn, hefði hann órað fyrir þeirn erfiðleikum, sem hann átti í vændum. Takið eft: ir að síðustu að svartur græðir lítio á 22. — Dxb2 (Eftir 22. Bc4) vegna svarsins 23.Hbl.) 22. Dc4—Had8 .23. Bcl (?) (Nú var sterkara 23. Bg5—Hd7 24. IId2!) 23. — Re7! (Nú hót- ar svartur að skipta upp á báð- um hrókunum og herja síðan á e-peðið hvíta. Hvítur á ekki annars úrkosta en að fara í ein hrókakaup.) 24. HxH— HxH 25. Bg5—Hd7 26. He2 (Pilnik heíur ennþá gert sér eihhverjar vonir um vinning ella hefði hann leikið 26. Bxe7 og tryggt sér þannig mislita biskupa.) 26. —Kf5 (Hótar nú —Hd5.) 27.Bc2 (Pilnik grípur til þess neyðarúrræðis í þeirri von að fá sókn, en sú von bregzt aigjörlega. Annars er vandfundin björgunarleið hon- um til handa.) 27. —Dxb2 28. Bxf5—Dalf 29. Kh2—gxf5. (Ekki 29. —exf5 vegna 30.e8.) 30. He3—Hdl 31. Kg3—Hhl 32. Bf6—Ddl (32. — Dgl var sennilega öllu fljótlegri leið til vinnings. Ég þurfti hins vegar að leika nokkuð hratt hér vegna yfirvofandi tímahraks.) 33. BxB—KxB 34.DÍ 4—Dg4 f (Önnur leið var að flytja svarta kónginn yíir á arottningar- væng og leika síðan Dgl.) 35. DxD—h5xD 36. Hd3—b5 (?) (Sennilega var bezt að halda enn í horfinu með 36. —Hbl. Aftur á móti hræddist ég alltaf möguleikann Kg3—f4—g5 á- samt h4—h5—h6ý og þegar hvíti hrókurinn kemur til hjálp ar verður þessi mótsókn stór- hættuleg. Mín eina hugsun var því að hindra þennan mögu- leika.) 37. Hd6—bxa 38. Hd4 —Hel 39. Hxa4—Hxe5 40. Ilc4 —He2. (Ég valdi frekar þann kostinn að fórna c-peðinu en að leika því áfram, því að þá verð ur svarti hrókurinn alltaf bund- inn við að valda það.) 41. Hxc6 Hc2 42. IIc4? (Bezt var strax 42. f3.) 42. —Kg6 43. Hc8 (Pilnik álítur þessa leið betri en 43. f3—gxf 44. Kxf3 (Ekki 44. gxf3—e5 45. Hc5—f4f 46. Kh3—Kf5 47. Hxa5—Hf2 og svartur vinnur) —f6 45. g3— e5 og þrengir smá saman að hvítum.) 43. —a4 44. c4—a3 45. HgSf—Kf6 46. Ha8—Ha3t 47. f3. (47. Ivh2 væri svarað með —f4 og hvítur má sig hvergi hræra.) 47. —e5 48. Ha6t—Kg7 49. Kf2 (Pilnik sér sína sæng út breidda og hyggst bíiðka goðin með fórnum. Sú leið, sem ég vel er þó sennilega fljótlegri en að þiggja peðið: 49. —gxf 50. gxf—Hxc4 51. Nýtt hefti af Skák Nýtt hefti af tímaritinu Skák er komið út og er það þriðja tölublað þessa árgangs. í ritinu er grein um skákein vígi Friðriks Ólafssonar og Her mans Pilniks eftir Freystein Þorbergsson, en Friðrik og Piln ik skýra fjórar fyi’stu skákirn ar. Þá er skák mánaðarins eft ir dr. Euwe og er hún frá skákþingi Sovétríkjanna. Nýr þáttur hefst í þessu hefti, sem nefnist skákbyrjanir, og sér Ingi R. Jóhannsson um hann. Þá eru ýmsar skákfréttir, skákdæmi og fjölmargar skák ir í heftinu. Hxa3—Hxn4.) 49. —e-4 50. fxe —14 (Hóta nú 51. —Hc2ý 52. Kgl—a2 53.. Kh2—Í3.) 51. Ke2 , Hc2t Kd3—Hxg2’ 53. c5 (Nú hefst æðis'géngið. kapphlaup, én svai’ta drottningih kémur upp j með skák.) 53. —Ilgl 54. cð— f3 55. c7—f2 - 5S. . c8=D--fl | =Dt 57. Kd4—Df2t 53. Kc5— Dg3t 53. Kf5 (Eoa 59, Kd5—| Hdlý og hvíta drottningin fell ! ur.) 59. —Hflý 60. Kg5—De5t1 61. Kxg4—Dxe4t og hvítur gafst upp, því að hann er mát í nokkrum leikium. Fr. Ól. Cambridge síódentar sigriíðo í ár i róðrar- keppninoi á Thames LONDON, 30. marz. — I dag fór fram árleg róðrarkeppni á Tham- esfljóti á milli stúdenta frá Ox- ford og Cambridge, en keppni þessi þykir einn mesti íþróttavið- burður ársins. Oxford-stúdentar ætluðu sér að koma keppinauíum sínum á óvart með nýrri ame- rískri róðraraðferð og' í fyrstu veittist þeim betur, en ekki leið ó löngu, þar til Cambridge-stú- dentar fóru að síga á. Keppninni lauk þannig, að Cambridge-stú- dentar sigruðu og komu 2—3 bátslengdum á undan keppinaut- um sínum í mark. Tugþúsundir áhorfenda fylgdust með keppn- inni í sól og blíðu. Henni var sjónvarpað um allt Bretland og endurvarpað víðs vegar um Ev- rópu. — Kristalí frá Karlovy Vary sýndur í Keykjavík Skorinn kristall frá tékknesku borginni Karlovy Vary mun i ár kynna tékkóslóvaska glergerðar- list á sýningum í átta löndum er- lendis — í Damaskus, Leipzig, Mílanó, New York, París, Rio de Janeiro, Tokyo og Reykjavík. — Skorinn kristall frá Moser-verk- smiðjunni í Karlovy Vary er nú seldur til 44 landa. Á þessu ári heldur Moser-vei'ksmiðjan, og þar með allur glei'gerðariðnaðurinn í Karlovy Vary, hátíðlegt aldaraf- nxæli sitt. Á þessum hundrað ár- um hefur hver lcynslóð glergerðar- manna af annari’i haldið við lýði vöruvöndun og listrænu hand- bragði, sem tryggt hefur fram- leiðslunni heimsfrægð. Sorpritanefndin skil- ar senn áliti Fyrir nokkru var skipuð nefnd af hálfu menntamálaráðuneytis- ins til þess að athuga og g'era tillögur um, með hverjum hætti helzt mætti sporna við siðspill- andi áhrifum svonefndra æsirita eða sorprita, sem hér koma út. Nefndina skipa Þórður Eyjólfs- son, formaður, Símon Jóh. Ágústs son, prófessor, Aðalbjörg Sigurð- ardóttir, frú, séra Gunnar Árna- son og Ragnar Jónsson, bókaút- gefandi. Tíminn hefir frétt að nefudin sé um það bil að Ijúka störfum og muni senn skila áiiti. Eru þar gerðar ýmsar athyglisverðar t.il- lögur til úrbóta. Aflaleysi á Akranesi Fáir Akranesbátar fóru á sjó í gær og fyrradag, enda veður rys-jótt. Afli var sáralítill eða enginn. Undanfarið hefur fiski- leysi verið með fádæmum, og litlar horfur á að úr rætist. Er vertíðin í ár hin langlélegasta um margra ára bil. G.B. 5 Aiþjóðleg kaup- stef na - GreiöshihaUi Dana - Leiðangur til að athnga dýralif - Járnvinnsla í GrænL Sú var H3in að strákar úr Austur- og Vesturbænum börðust me6 tré- sverðum og voru þær orrustur maraar og haröar. Nú eru hlutföllin milli bæjarhlutanna breytt Vesfurbæingum í óhag, ef hin gömlu skipti um Lækinn eiga aö ráða. Myndin að ofan er af tveim stríðsmönnum, sem staddir eru á hinum gömlu landamærum Aústurbæjar og Vesturbæjar, við Lækinn þar sem hann rennur úr Tjörninni. Ljósm: Sv. Sæm. Með aivæpni ELLEFTA alþjóðlega kaupstefn- an hófst í Forum 29. marz. Um 300 fyrirtæki frá 14 löndum í Evrópu og Ameríku sýna vörur sín ar, þar af er rúmlega helmingur dönsk fyrirtæki Vegna ástandsins í heimsmálum er kaupstefnan í ár ekki jafn umfangsmikil og stund- um áður. Alþýðulýðveldin sýna ekki jafn mikið og stundum áður, en Vestur-Þýzkaland, Ítalía, Eng- land, Svíþjóð og Sviss setja þeim mun meira svip á kaupstefnuna. Sérstaka athygli hefir vakið sýn- ingardeildin fyrir siglingar. Paul Elvström, sem bar sigur úr býtum í kappsiglingu á Ólympíuleikun- um, hefir séð um deildina, og þar er skútan sem færði Dönum sigur- inn. Á FJÓRÐA fjórðungi fjárhags- ársins 1956—1957 er gi-eiðsluhalli Dana 86 milljónir króna. Greiðslu- halli alls ársins verður því 134 milljónir. Það kemur fram í síð- asta uppgjöri að tekjur danska verzlunarflotans í utanlandssigling um hafa aukizt um 235 millj. kr. miðað við 1955 og stafar það af hækkuðum farmgjöldum. í UNDIRBÚNINGI er nýr dansk ur leiðangur til Grænlands. Til- ganur þessarar ferðar verður eink- um að athuga dýralíf, og jafnframt á að athuga skilyrði til að koma upp eftirliti með að friðunarlögin séu haldin. Rætt hefir verið um að leiðangurinn hafi vetursetu á Norð ur-Grænlandi. Þar er allmikið af moskusuxum og á leiðangurinn að rannsaka hvaða tegundir finnist þar aðrar. Auk þess á að gera til- raun til að handsama uxana og flytja þá til annarra svæða, en slíkt hefir aldrei verið reynt áður. Ennfremur á að rannsaka hvort ekki væri hægt að reka fisk- og selveiðar á betri hátt en nú er gert. Annað höfuðmarkmið leiðang- ursins á að vera að útvega nátt- úrugripasafninu í Árósum muni, beinagrindur og dýr til uppstopp- unar. í GRENND við kryolitnámuna hjá Ivigtut í Grænlandi hefir fund izt járnæð sem að sögn sérfróðra manna hefir allt að einni milljón tonna inni að halda. Ove Hoff prófessir hefir lagt fram tillögu um að hefja járn- vinnsu á Grænlandi. Hann bendir á að nálægt námunni sé mikill íoss og hann megi virkja til að fá ra£- magn til vinnslunnar, og þar seni kryolitvinnslunni sé senn lokið beri að taka það til atbugunar hvort ekki sé rétt að heíja járn- vinnslu í staðinn. Það gæfi verka- fólkinu frá kryolitnámunni næg verkefni næstu 10—15 árin. Aðils. Þjóð í firapi - bækl- ingur Benedikts j frá Hofteigi * Benedikt Gíslason frá Hcfteigi hefir gefið út sérprentaðan ritl- ing, er nefnist „Þjóð í hrapi“. — Ræðir Benedikt þar um ástand í efnahagsmálum hcr á landi, verð gildi fjármagns, kaupgjald og margt fleira er snertir efnahags- rnálin. Er þar og bent á leiðir, er höfundur telur nauðsynlegt að fara til þess að koma á heilbrigð- um rekstri þjóðarbúsins og jafn- vægi í efnahagslífi. j

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.