Tíminn - 02.04.1957, Side 9
T í M IN N, þriðjudaginn 2. apríl 1957.
U^i F
79
hjúkruna.rkonunnar, Mikes
Slatterys, Billys English og
jafnvel Arthurs McHenry —
að' eftir allt þetta tók Ann
aö finna til meðaumkunar
með föður sínum. Maðurinn
sem hafði veitt henni skiln
ing og . tuðning oig traust
þegar Tommy Willis átti í
hlut var sami maðurinn og
hafði orðið skelfdur og yfir-
bugaður og eyðilagt svo mik-
ið í sambandi við Charley
Bongiorno. Nú gekk hann
hægt og varlega um húsið,
en nokkrum árum áður hafði
hann verið snar í snúning-
um og léttur í spori. Og nú
fór henni að verða Ijóst hvern
ig farið getur um fólk, jafn-
vel fólk sem maður treystir
og elskar. Þessi yfirbugaði
maður, sem hún hafði eitt
sinn haldið dauðan í skelfingu
sinni, haföi rekið elskhuga
hennar á braut og sent hana
sjálfa á skurðarborðið í þessu
skuggalega húsi. Faðir henn-
ar var vingjarnlegur og um-
hyggjusamur þegar hún sneri
heim aftur. „Við skulum alls
ekki tala um þetta, Ann“,
sagði hann. „Við skulum láta
sem . . . reyna að láta sem þaö
hafi alls ekki gerzt“. En hið
eina sem hana hafði langað
til var einmitt að tala út við
hann um þetta. Og samt
skildi hún að hann hlaut að
finna til sektar fyrir að hafa
brugðizt henni. Framkoma
hans gagnvart henni varð
klaufaleg; hann var alltof
kurteis og glaðværð hans upp
gerðarleg; áður hafði hann
verið eðlilegur í framgöngu
og öruggur um sjálfan sig.
Þegar hún bauð honum góða
nótt með kossi lét hann
kannski fingurna hvíla létt á
handlegg hennar eitt andar-
tak, en áöur hafði hann alltaf
þrýst handlegg hennar ástúð-
lega. Framkoma hans var
ekki beiniínis eins og hún
hefoi skyndilega orðið veik,
þótt atburðir þeir er hann bar
ábyrgð á, hefðu reynt mikið á
hörku hennar. Eða kannski
ekki hörku — þrótt öllu held-
ur.
Hún 'bjó í húsinu eins og
einb ' • rs korar aumingi eða
vandræðakinc; stúlka sem að
réttu hefði átt að senda aftur
á heimavistarskóla, en jafn-
framt fullorðin kona; kona,
sem var vel heima í þjáningu
tilfinninganna; eina dóttirin,
jafnoki foreldranna, systir
bróðrr sem var ekki mikið
yngri: sú manneskja á heim-
ilinu sem allt í einu mátti
drekka hanastél og reykja
sígarettu, því að það væri
hlægilegt að banna henni
slikt eftir það sem hún hafði
orðið að þola — jafn hlægi-
legt og neyða ’nana til að
leika sér að brúðum til að
hún yrði aftur líiil saklaus
stúlka. Þessi tvöfalda aðstaða
hennar var sifellt áberandi:
— Heyrðu, Ann mín, sagði
móöirin. — Við höfum hugs-
að okkur að það megi vel drag
ast dálítið að þú farir aftur
til skólans. Ég skal skrifa
þeim og segja að þú hafir
verið veik og komir ekki fyrr
en eftir jólaleyfið.
— En ég fer ekki þangað
aftur, mamma, svaraði hún
rólega.
— Svo, ferðu ekki þangað?
— Það væri beinlínis hlægi-
legt. Gift kona sem ætti að
búa með hóp af skólastúlk-
um? Það er útilokað.
— Hún hefur alveg rétt
fyrir sér, Edith, sagði Joe.
■— En þú hefur ekki lokið
skólanum. Þá ættirðu að
minnsta kosti að fara eitt-
hvað annað og ljúka prófi þar.
— Ég hef legið á þessu
sjúkrahúsi, og það er alveg
nógu mikið próf fyrir mig. Við
j skulum hætta að tala um það,
jannars fer ég eitthvað burt.
Mamma — og þú líka, pabbi:
sennilega fer ég alla vega
burt. Ég skal standa við það
sem ég lofaði. Ég skal ekki
hitta Charley aftur, en það
er ekki hið sama og ég fari
ekki héðan. Og ef ég ákveð
að fara, ætla ég ekki að biðja
neinn leyfis. Þá fer ég bara.
Ég á þrjú hundruð dali í bank
anum . . .
— Ég skal leggja þúsund
inn á reikninginn á morgun,
sagði Joe. Ef þú getur ekki
j unað hér skaltu segja það
! hreinskilnislega, en þú skait
j ekki halda að við ætlum að
þvinga þig til neins. Ef þetta
þúsund nægir ekki skaltu fá
annað til. En helzt vildum við
að þú værir kyrr því að okkur
, þykir vænt um þig, og kannski
jgetum viö hjálpað þér. Við
! skulum gera okkar bezta til
þess,
— Við verðum að finna ein-
hverja afsökun fyrir því að
þú fárir ekki aftur í skólann,
sagði Edith. Allir vita að þú
átt eitt ár eftir enn.
— Fjöldinn allur af stelp-
um hættir í skólanum þegar
þær eru nítján ára, sagði
Ann. Mér hafði reyndar dottið
í hug að fara á ritaranám-
skeið í New York. Já, ég held
ég geri það.
— Sennilega trúir fólk því,
Edith.
! — Ágætt, bara að við séum
sammála' um söguna sem við
eigum að segja. Þá skrifa ég
það samstundis til Oak Hill,
'sagði Edith.
j Fólkið sem þekkti sannleik
i ann um samband þeirra
Charley Bongiorno höfðu for-
eldrar hennar valið með
'gaumgæfni. Það voru English
læknir, Arthur McHenry, hr.
j Slattery, læknirinn, sem hafði
framkvæmt aðgerðina og
hjúkrunarkona háns. Einn
daginn varð Ann það skyndi-
lega Ijóst, að hún hafði eng-
: úm sagt þetta sjálf, nema for
. eldrum sínum. Og meðan vik
,urnar liöu fann hún heldur
ekki neina þörf á að segja
öðrum söguna. Hér var ekki
aðeins um það að ræða aö
segja hennar útgáfu af sög-
unni heldur allt eins og það
var. Og það var aðeins einn
maður í heiminum sem hún
taldi verðugan þessa trún-
aöar.
Hún sagði við móður sína
einn dag: —• Má Harry aka
mér í klúbbinn í dag.
— Já, auövitað. Ég þarf
ekki á honum að halda, og
það er langt síöan pabbi þinn
fór á skrifstofuna. Ætlarðu
að leika goif?
— Nei, bara fá mér hádegis
verð.
— Alein?
— O, maður hittir alltaf
einhvern þar.
Ann settist í framsætið í
Cadillacnum.
— Til klúbbsins?
— Nei. Til Fíladelfíu. Ég
þarf að segja þér svo margt.
— Meinarðu þetta? Til Fíla
delfíu?
— Það veltur á því hversu
langan tíma þetta tekur. En
aktu ekki of hratt.
Hún lét hann lofa sér að
grípa ekki fram í fyrir henni
fyrr en hún hefði lokið máli
sínu. Og þau voru komin lang
leiðina til Fíladelfíu þegar
hún sagði loksins:
— Og það er allt . . .
Hann ók út á vegarbrúnina
og stanzaði þar. Hann grét,
hvíldi höfuðið í höndum sér
og grét. Að lokum dró hann
upp vasaklút og sagði:
— Ég vissi að eitthvað var
að. Þau gerðu allt sem þau
gátu til að leyna því, en ég
vissi samt að eitthvað hafði
komið fyrir þig. Hver er mað
urinn þinn núna?
— Ég hef haldið loforðið.
Ég veit það ekki.
— Viltu aö ég leiti að hon-
um fyrir þig?
— Nei, sagði hún. Það verð-
ur bara til að þau fara illa
með hann.
— Fara illa með hann? En
hvað vilt þú? Það er það eina
sem skiptir mig einhverju
máli.
— O, ég . . . Ég vil ekki ann-
að en það sem ég er að gera.
Halda áfram að lifa og skera
mig ekki á háls.
— Guð minn góður, stúlka;
þetta máttu ekki segja.
Hann hrópaði síðustu orð-
in og brast aftur í grát. Hún
tók um höfuð hans og klapp-
aði honum á vangann.
En slíku lýkur alltaf um
síðir. Og hann andvarpaði og
hætti að gráta,
— Harry, sagði hún. —
Elsku bezti Harry.
Hann brosti.
— Elsku bezti Harry, sagði
hann. Hér sit ég með höfuðið
fullt af gráti og engu öðru.
— Þess vegna ertu einmitt
svona góður.
— Ég tók pípuna mína og
tóbakið með, sagði hann. —
Ég held ég fái mér að reykja.
Það róaði hann að fást við
að troða i pípuna og kveikja
í henni.
— Við Marian höfum spar-
að saman meira en fjórtán
9
....
| Páskavörur|
| Kaupmenn tryggií yíur strax páska- |
1 vörur á hagstæcJu veríi. |
Erl. niðursoðið grænmeti:
Aspas, 4 tegundir
Grænar baunir
Snittubaunir
Bakaðar baunir
Niðursoðnir ávextir:
Jarðarber í Vz ds.
Ferskjur í Vz ds.
Perur í 1/1 og 14 ds.
Aprikósur í 1/1 og Vz ds.
Kirsuber í 1/1 gls.
Stikilsber í 1/1 gls.
Hindber í 1/1 gls.
Erl. sultur og safar:
Appelsínumarmelaði
Grape-Fruit-marmelaði
Hindberjasulta
Monarch-vörur:
Tilbúnir réttir í ds.:
Spaghetti m. kjötbollum
Spaghetti í tómatsósu
Spánskur hrísréttur
Ravioli
Creol Mackaroni
Monarch-tómatsósa
Monarch-kapers
Monarch-hnetusmj ör
Búðingar og ávaxtahlaup
og ískökur:
My-T-Fine kaldir búðingar
Karamellubúðingur
Súkkulaðibúðingur
Vanillebúðingur
Súkkulaðibúðingur m. hnetum
Monarch-ávaxtahlaup:
Jarðarberja, Appelsínu, Sítrónu
og Hindberja
Finnskar ískökur, 2 tegundir
Þurrkaðir ávextir:
Bl. ávextir
Rúsínur
Sveskjur 70/80, 40/50
Epli í pökkum
Þurrkað grænmeti í pk. frá
Vlinderco:
Sveppir
Rósenkál
Blómkál
Gulrófur
Púrrur
Spinat
Rauðrófur
Gulrætur
Súpujurtir
Persille
Rauðkál
Kex og kökur frá Lorelei:
í pökkum og lausu:
Te-kex
Reymerholm-álegg í túbum
Reyktur áll
Reyktur lax
Majonesse
Laxmajonesse
Sandwich spread
Piparrót
Islenzku spilin fást nú aftur,
bæði stök og sett í öskjum.
Blandað grænmeti
Súrar gúrkur
Sæt-súrir tómatar
Pickles
Aprikósusulta
Eplamauk
Grape-Fruit-safi í ds.
Tómatsafi í ds.
Sugaripe
-■^-i =
Blandað kremkex
Kremsnittur
Kókós-kex
| Magnús Kjaran |
umhoðs- og heildverzlun
dfllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllil