Tíminn - 03.04.1957, Blaðsíða 8
8
T í MI N N, miðvikudaginn 3." apríl 1957,
Greinaflokkur Páls
Zóphóníassonar
. (Framhald af 5. síðu).
ar. Nú er hann yfir 400 hestar,
eða helmingi meiri. Fólki, er
býr í sveitinni, hefir fækkað úr
261 í 120, eða um 141.
Meira en helmingi færra
fólk nú heyjar helmingi meira
en áður. Slík er afkastaaukn-
ingin. Meðalbúið hefir stækkað,
nautgripum og sauðfé fjölgað,
en hrossum fækkað, og fylgist
nokkuð að aukning heyja og
fjölgun búfjárins. Nokkrir
bændur selja mjólk til Stykkis-
hólms, en annars eru afurðir
sauðfjárins það, sem gefur pen-
inga í búið. Óvíst er um fram-
tíð Stykkishólms. Sumir telja
líklegast, að útgerð þaðan muni
minnka, og færast til Grafar-
ness, Sands, Rifs og Ólafsvíkur.
því skemmra sé þaðan á miðin.
Það er því óvíst hve tryggur
mjólkurmarkaður er í Stykkis-
hólmi, og óvíst hvort réttara er
fyrir bændur í nágrenni hans
að leggja sig eftir stækkun kúa-
búanna eða sauðfjárbúanna, en
svo ber að haga framleiðslu
bændanna um land allt, að á
hverjum stað séu framleiddar
þær afurðir, sem markaður er
fyrir þar og kann að vanta til
að fullnægja eftirspurn og þörf
þjóðarinnar sjálfrar.
Fimrn jarðir hafa undir 5 ha
túni. Á Þingvöllum og Hof-
stöðum hafa túnin þrefaldazt,
en á hinum jörðunum er stækk-
unin minni.
10. Skógarstrandarhreppur.
Allar 29 jarðir hreppsins voru
byggðar 1920. Síðan hafa tvær
nýjar jarðir orðið til, en 7 farið
í eyði, eða verið lagðar undir
aðrar jarðir. Byggðar jarðir eru
því nú 24. Meðaltúnið hefir
nærri tvöfaldazt að stærð og
töðufallið vel tvöfaldazt. Rækt-
un túnanna hefir því batnað.
Útheyskapurinn er nú ca. Vs af
því, sem hann áður var, enda
lítið af úrvals engjum í hreppn-
um. Allur heyskapur á meðal-
jörð hefir aukizt um 34 hesta,
og þegar þess er gætt, að fólki
í hreppnum hefir fækkað úr
231 í 130 eða um 101 mann, má
kallast vel að verið. Vegir um
hreppinn hafa verið slæmir, og
fyrst nú er að verða bílfært um
hann, þegar þurrt og gott er að
fara. Hefir þetta mjög stutt að
því, hve hægt framfarir í
hreppnum hafa gengið. Sauðfé
á meðalbúinu hefir fjölgað um
helming, nautgripirnir staðið í
stað og hrossunum fækkað.
Hreppurinn er prýðilega fall-
inn til sauðfjárræktar, og sauð-
fjárbúin hafa mjög mikla vaxt-
armöguleika, sem einungis tak-
markast af möguleikunum til
fóðuröflunar, en þeir aftur af
stærð og ræktunarástandi tún-
anna. Nú, þegar vegasambandið
er orðið það gott, að koma má
stærri ræktunarvélum um all-
an hreppinn, mun koma skrið
á ræktunina og stækkun tún-
anna, og þar er undirstaðan.
EINS OG ÁÐUR er getið lifðu
margir bændur sýslunnar jöfn-
um höndum á landbúnaði og
sjósókn. Þegar sjósóknin lagð-
ist niður frá jörðunum, og
drógst til kauptúnanna, tóku
margir bændur það ráð, að
ganga með oddi og egg að því
að auka við túnin og gera mögu
legt þar með að stækka búin,
svo að þau gætu gefið nóg af
sér, þó tekjur sjávarins hyrfu.
Aðrir gáfust upp, hættu og yf-
irgáfu jarðirnar og gáfu sig að
sjónum, fluttu í þorpin með sig
og sína. Enn aðrir hafa hangið
á jörðunum, sótt atvinnu í þorp
in og til sjávarins, og ekki kann
ske fullráðið við sig enn, hvað
þeir ættu að gera, hvort þeir
ættu að vera á jörðunum eða
fara. Vegna þessa eru margar
byggðar jarðir í sýslunni með
lítil tún.
Á sautján jörðum hafa túnin
ekkert stækkað síðan 1920.
Þetta talar sínu máli, og sýn-
ir, að hér þarf fljót og skjót
úrræði, ef ekki eiga að fara í
eyði margar jarðir á næstu ár-
um.
Bækur Menningarsj.
(Framhald af 4. síðu).
Lúðvík Kristjánsson, rithöf., Dr.
Þorkel Jóhannesson, háskólarekt-
or og Bergsvein Skúlason, fræði-
mann, hver annarri betri. Þá er
þarna ritgerð eftir Magnús Má
Lárusson, dósent. En hana hefi
ég ekki lesið, því að hún fjallar
um efni, sem ég læt mig engu
skipta.
2. íslenzk úrvalsrit. Hér kemur
úrval af ljóðmælum séra Jóns á
Bæisá, og mátti það ekki seinna
vera, að slíkur snillingur væri
kynntur þjóðinni, þar sem að fáir
hafa átt aðgang að verðum hans.
Ágætt æviágrip er framan við
ljóðin, en höf. ekki getið. Er það
vafalaust eftir Andrés Björnsson,
sem „gefur út“ bókina. En afar
illa kann ég við það, að sá sé
talinn „gefa út“ bók, sem býr hana
undir prentun. Samkvæmt al-
mennri málvenju, en Bókaútgáfa
Menningarsjóðs útgefandinn, en
ekki sá, sem býr bókina undir
prentun ,hversu vel sem það er af
hendi leyst.
3. Hvers vegna — vegna þess.
Hefi farið nokkuð gegnum þessa
bók, og fæ ekki betur séð, en að
hér sé um verulega gagnlegt verk
að ræða. Hún þarf líka að vera
það, svo að hún njóti jafn mikilla
vinsælda og gamla bókin Hvers
vegna? Vegna þess! sem nú er
löngu uppseld. En hvers vegna er
höf. að sleppa spurningarmerkinu
á eftir „Hvers vegna“? Ég kann
illa við svona sérvizku.
4. Smásögur, eftir H.K. Laxness.
Margar þessar sögur hafa komið
út áður og urðu afar vinsælar,
enda flestar hreint meistaraverk.
Nokkrar af þessum sögum hefi ég
ekki séð fyrri, og eru þær ekki
svipað því eins góðar og eldri
sögurnar, hvað sem veldur. Bók
þessi verður áreiðanlega vinsæl.
Það er einhver munur að eignast
svona sögur, heldur en þýddu sög
urnar, sem komu út hjá sama út-
gáfufyrirtæki fyrir nokkrum ár-
um, og fáir eða engir höfðu á-
nægju af, svo lélegar sem þær
voru.
5. Lönd og lýðir. XX. bindi. —
Þetta bindi fjallar um Austur-
Asíu og er eftir Jóhann Hannes-
son, þjóðgarðsvörð. Þetta er víst
níunda bindið í þessum bóka-
flokki, er ég hef lesið. Að mínu
áliti er þetta ágætis bók og geng-
ur næst bókinni um Bandaríkin
eftir Ben. Gröndal, sem ég tel
bezta í þessum bókaflokki. Eink-
um dáist ég að einu hjá J. H.
Hann var sem kunugt er lengi
trúboði í Kína. En „trúboði“ þýðir
á alþýðumáli sama sem „ofsatrúar
maður“. Mér kom því sannarlega
að óvörum, hvað höf. talar af
mikilli samúð og skilningi um hin
fáránlegu og furðulegu trúar-
brögð Austurlanda. Þetta litla
dæmi sýnir, að höf. er bæði víð-
sýnn og há-menntaður. Málið er
gott. En hinsvegar Ieynir sér ekki
að höf. er Sunnlendingur. Þegar
hann þarf að grípa til orða sem
hafa mismunandi merkingu á
Suður- og Norðurlandi, þá velur
hann sunnlenzkuna og er ekkert
við því að segja.
6. Almanak Þjóðvinafélagsins.
Um þessa bók get ég verið fáorð-
ur, þar sem ég hefi áður í ritdómi
sagt nokkuð álit mitt á síðasta
almanaki. En hér hefur engin
breyting á orðið til bóta. Árbókin
er nú sem fyrr aðalefni þessarar
bókar, og er nú sem fyrr jafn ó-
myndarlega úr garði gerð, svo að
ekki er við unandi. Það er alveg
furðulegt ,að hér skuli ekki vera
bót á ráðin, svo auðvelt sem það
ætti þó að vera.
Þegar litið er á allar bækurnar,
sem út komu 1956 í heild, og þær
bornar saman við bækurnar 1955,
þá er hér um stórkostlega fram-
för að ræða, og væri óskandi, að
hevrgi verði slakað á í framtíð-
inni.
Benjamín Sigvaldason.
TRICHLORHREINSUN
(ÞURRHREINSUN)
BJ@RG
SDLVALLAGOTU 74 • SÍMÍ 3$37
BARMAHLÍfl G ,
Tangier
(Framhald af 7. síðu).
Allah rétti þeim ölmusu úr hendi
vegfaranda. Þeir syngja. Og nafn
Allah ber oft fyrir í söng þeirra;
það kemur aftur og aftur og sveifl-
ast á breiðum tónum eins og
þrjóskulegur áróður.
Umferðin hverfur af torginu og
beinist inn í hliðargöturnar. Dag
urinn í Tanger mynnist ekki við
nóttina með kvöldroða og löng
um skuggum. Hann hverfur eins
og örskot við sjóndeildarhring.
Konurnar binda upp á asnana í
snöggum Ijósaskiptunum. Lestir af
gráum, smáhærðum píslarvottum
rölta niður göturnar. Allt í einu'
legt vein. Það er múldýr, tilfinn
legt vein. Xað er múldýr, tilfinn j
ingarnar hafa skyndilega komizt |
úr jafnvægi. Veinið heldur áfram
með snöggum andköfum á milli,
og það er eins og öll gremja heims
ins brjótist út og deyi í langri
stunu.
Atján þúsund GySingar
Handan við Zoco Grande, þar
sem mjóstræti Arabanna víxlast
milli lágra veggja, er litli mark
aðurinn, Zoco Chico. Það er löng
verzlunargata og torgkríli til i
beggja enda. Þar eru seldir skart-
gripir, úr og myndavélar, postu-
lín og fílabeinsútskurður frá
Kína, handunnir munir Arabanna
o. s. frv. Marga eigulega hluti
hafa þeir á boðstólum og eru látn
ir fyrir minna verð en gengur og
gerist í Evrópu. En sem kunnugt
er ríkir algert tollfrelsi við höfn-
ina í Tangier og verð ýmissa vöru
tegunda því mun lægra en ann-
ars staðar. Og kaupmangarar í
Zoco Chico, þeir eru margvíslegir
að lit og uppruna eins og vörurn-
ar, sem þar eru á boðstólum. Fjöl-
mennastir Gyðingar, síðan Arab-
ar, Indverjar o. s. frv. Það búa
um 18 þús. Gyðingar í Tangier og
una vel hag sínum. Sumir eru
komnir af arabiskum hrakhólum
frá Marokko, þar sem Múhameðs-
trúarmenn nota hvert tækifæri til
að plaga þá og auðmýkja: Var'
þeim meinaður fasteignaréttur og
réttur til akuryrkju, skyldu aétíð
ganga berfættir fram hjá mosk-
unum, máttu ekki stíga á hest
innan bæjar, né bjóða gegn
Aröbum á markaði; þurftu að
hafa soldánsleyfi til hjónabands
og ýmsar aðrar skyldur voru þeim
lagðar á herðar.
Arabar hafa lengi haft horn
í síðu Gyðingum, en Tangier
fer ekki í manngreinarálit. Verzl-
anirnar blómstra við Zoco Chico.
Það er prúttað og þjarkað í hverj-
um dyrum. Kaupandinn býður tvo
þriðju, en seljandinn slær af þeim
fimmta. Samkomulagið næst
venjulega á þröskuldinum, þegar
kaupandinn sýnir á sér fararsnið.
Afslátturinn er einn fjórði, og
segjast þá báðir hafa tapað, en
skilja þó ánægðir og takast í hend
ur að skilnaði. Forsjálir eigin-
menn, sem þekkja Tangier eigin-
konur sínar eftir heima, þegar
þeir eiga leið um Zoco Chico.
Skartgripirnir í búðargluggunum
eru of lokkandi, gluggarnir of
margir og verðið of hagstætt.
Annars eru konur tíðir gestir í
strætinu. Þær líta á varninginn,
hlaupa yfir í næstu búð, bera
saman verðið og koma aftur og
þjarka. Stundum koma þreytulegir
eiginmenn inn á barina í kring og
fá sér glas af einhverju styrkj-
andi meðan konurnar ráðslaga um
innkaupin; sumar komast aldrei
götuna á enda fyrir lokunartíma.
(Niðurlag).
14 OQ 1S KAJ&ATA
■mÚI.OB’UN Mti-íj&INGAW
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiniiiiiiiiiininiiiinniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHBiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiininiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiL
| VekiS gtoiaukna aðdáun... I
1
1
=
I
=
1
Mjallhvitiib :fatnaður mun vekja aðdáun,
bæði á börrium yðar og þvotti yðar. Að
vísu hreinsa algeng þvottaefni þvottinn, en
einungis hið bláa Omo gerir hvítan fatnað
skjallhvítan. Hvíti þvotturinn, og líka sá
misliti, mun verða hvítari en nokkru sinni
fyrr, og hversu grómtekin sem fötin eru,
hreinsar OMO hvern blett. Athugið mun-
inn, þegar þér notið hið bláa ilmandi OMO.
HIÐ BLAA
SKILAR YDUR
heimsins mímm Þwmm%
6/3-2187-
ffi
EE
SE
E
aiiiiiiiiuiimiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiinniinniuiuiinniiiiuiuuuiuiuiuuiuuniiiiuuiuiiiiuiiiiiuiiuuniiiiniuiiiuiuiiviiuuiuuiuiuiniiiuiuiiiuiiiiiiuiiiiiiiiuiiuiuuiuiuiuniiiiiiiiiiiiiiuiniiiiiiiiniiiiiiuiiiiiiiiiuiuiiiiiiiiiiiiiiniiiuiiiii