Tíminn - 03.04.1957, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.04.1957, Blaðsíða 3
3 TÍMINN, miðvikudaginn 3. apríl 1957. ' byggingu sóttvarnarstöðvar. I Ennfremur beinir Búnaðarþing ' því til landbúnaðarráðherra að leita eftir fræðilegri umsögn yfir- i dýralæknis og Dýralæknafélags ís- ; lands varðandi smithættu af inn- flutningi búfjár og búfjársæðis, og óskar jafnframt að landbúnaðar- ; ráðuneytið afli upplýsinga um ráð- stafanir annarra þjóða, þegar um : innflutning búfjár er að ræða. Áiitsgerðir þessar leggist fyrir j næsta Búnaðarþing". Landmælingar Ioftmyndum eftir j Eftirfarandi ályktun um land- mælingar var samþykkt frá fjár- j hagsnefnd. Framsögumaður var IGuðmundur Jónsson: Þessi mynd var tekin á fundi Búnaðarþings. Á myndinni sjást nokkrir fulltrúar, talið frá vinstri: Jón Gisla-j „Búnaðarþing ályktar að fela son Norðurhjáleigu, Helgi Kristjánsson, Leirhöfn, Benedikt Lindal, Efra Núpi, Ásgeir Bjarnason, Ásgarði,1 stjórn BÚnaðarfélagS Islands að Ásgeir L. Jónsson ráðunautur og Ragnar Ásgeirsson rááunautur. (Ljósmynd.: Sveinn Sæmundsson). i San6ast fyrir því, að þeii aðilar, 1 sem unnið hafa að ljosmyndun ur i lofti undanfarin ár, hafi framvegis samvinnu um það og hagi svo verk inu, að unnt verði einnig að nota Nokkrar ályktanir samþykktar á síSmsím fundum Eánaðarþings Átímgiin á framleiðskaSsíöSu — SpjöII vegna vatns- virkjana — Innflutningur landbónaðarvélae — Hrein- ræktun holdanauta — Innfktningur sæðis úr skozkum kynbótahrúium — landinælingar — Afurðasölumál myndirnar við mælingu túna, skipu lags ræklunarframkvæmda og land skipta“. Verð landbúna'Sarvara Loks var samþykkt eftirfarandi tillaga frá Hafsteini Péturssyni um afurðasölumál og uppbætur á út- fluttar landbúnaðarvörur: „Þar sem það er undirstaða undir búrekstri bænda og fram- tíð landbúnaðarins að bændur fál verðlagsgrundvallar verð fyrir framleiðsluvörur sínar, þakkar Búnaðarþing fyrrverandi og nú- verandi ríkisstjórn, að þær hafa lögfest að greiða skuli litflutn- ingsuppbætur á útfluttar landbún aðarvörur. Jafnframt beinir Bún- aðarþing þeirri ósk til ríkisstjórn arinnar, að hún geri í samráði við Framleiðsluráð landbúnaðarins þær ráðstafanir, sem nauðsynleg- ar kunna að reynast til að tryggja bændum áðurgreint verð fyrir afurðir sínar“. 90 ára aldursmunur á elzta og yngsta þátttakanda í skíðagöngunni í Dalvík Dalvík í gær. — Um síðustu helgi, bæði á laugardag og sunnu dag, héldu Dalvíkingar lands- göngunni á skíðunt áfram af kappi, enda var veður gott og snjór nægur enn. Hafa nú alls 283 Dalvíkingar lokið göngunni. Elzti þátttakandinn, sem lauk göngunni á sunnudaginn, er 92 ára, og verður 93 ára í júní í súm ar. Er það Sigtryggur Markússon. yngsti þátttakandinn hér er 2 ára drengur, sem verður 3 ára í júní. lleitir hann Indriði Helgason. Eru því rétt 90 ára á milli elzta og yngsta þátttakandans. Þá hafa fjögur þriggja ára börn lokið göngunni hér. Búnaðarþing afgreiddi all- mörg mál þrjá síðustu dag- ana, sem það starfaði. Tím- inn kom ekki út á þriðjudag- inn næsta dag eftir að þing- inu sleit, og hefir ekki verið skýrt frá þeim máium, sem afgreidd voru á síðustu fund- um þingsins. Verða þau mál j nú rakin og birtar þær álykt-j anir, sem samþykktar voru í þingiokin: Framlei<SsIua<Sstafta, verzlunarmöguleikar og samgöngur Tillaga til þingsályktunar frá Gunnari Guðbjartssyni, Sigurði Snorrasyni og Einari Ólafssyni um ' athugun á framleiðsluaðstöðu, verzlunarmöguleikum, samgöngu- aðstöðu o. fl. á þeim svæðum, sem dregizt hafa aftur úr um búnað og framkvæmdir, var samþykkt: i „Búnaðarþing ályktar að fela stjórn Búnaðarfélags íslands í sam vinnu við Landnám ríkisins, sam- hliða þeim aðgerðum, sem gert er ráð fyrir í frumvarpi því, er ligg- ur fyrir Alþingi um „landnám, ræktun og byggingar í sveitum“ í VI. kafla 38.—41. gr., — ef að lög- um verður, — að taka til athugun- ar afkomumöguleika þeirra héraða og sveita, sem dregizt hafa aftur úr um búnað og framkvæmdir að undanförnu, einkum með tilliti til hvernig hægt er að bæta samgöng-; ur þeirra, efla markaðsaðstöðu þeirra og samstöðu í viðskiptamál- [ um og hverjum vinnslustöðvum fyrir búsafurðir sé hagkvæmt og nauðsynlegt að koma upp o. fl. ; Niðurstöður rannsóknar þessar- ar ásamt tillögum til úrbóta séu lagðar fyrir næsta Búnaðarþing eða svo fljótt sem unnt er“. | Spjöll vegna vatnsvirkjana Þá var samþykkt eftirfarandi til- laga varðandi spjöll á landi vegna vatnsvirkjana. Framsögumaður hennar var Baldur Baldvinsson: „Búnaðarþing ályktar að fela stjórn Búnaðarfélags íslands að beita sér fyrir því við Alþingi og ríkisstjórn, að ekki verði ráð- izt í nýjar eða auknar vatnsvirkj- anir, sem leiða af sér landeyð- ingu, nema öruggt sé, að einstak- ir sveitarhlutar eða heilar sveit- ir verði ekki eyðilagðar. Telur Búnaðarþing ekki viðun- andi, að verðmikil lönd og góð- jarðir verði látnar hverfa í vatn fyrr en allar aðrar leiðir eru lok- aðar til úrlausnar í rafmagnsmál- um á hverjum stað og á meðan flest stórfljót landsins renna óbeizluð til sjávar". í greinargerð segir svo: „í sambandi við virkjanir fall- vatna hér á landi, hafa komið í ljós nú í seinni tíð nokkur vand- kvæði. Reynslan hefir sýnt, að ýms orkuver hafa ekki getað veitt nægi- legt rafmagn til þess að sinna þeim kröfum, sem gerðar hafa verið um aukningu. Fyrir því hafa verið framkvæmdar ýmsar ráðstafanir til orkuaukningar, eins og t. d. vatns- jöfnun, sem fengin er með því að hækka yfirborð vatna eða áa svo mikið, að kostað hefir eyðingu nyt- samra jarða eða sveitarhluta. Fyrir þessum aðgerðum standa sveitirnar berskjaldaðar, ef fast er sótt á af þeim, sem nú hafa völd- in í þessum efnum, en það virðast vera þeir sérfræðingar, sem vinna í þjónustu rafveitanna. Það er alveg vafalaust, að sér- fræðingar í rafmagnsmálum vilja beita orku sinni til þess að raf- magnsframkvæmdir ríkisins verði sem öruggastar. Að því vilja líka all:r styðja. Hitt er svo annað mál, að hægt er að fórna of miklu, þó að málefni séu góð. Enn erum við ekki komnir nema lítinn spöl af langri leið í virkjun- armálum. Enn má gera ráð fyrir, að ætia7t verði til mikilía fórna. Undanfarin ár hefir mjög verið rætt um, að hækka þyrfti yfirborð Mývatns, til örvggis Laxárvirkjun. Við það mundi, að miklu leyti eyði- leggjast ein byggilegasta, sérkenni- legasta og fegursta fjallabyggð þessa lands. Nú heyrist um það rætt, að nokkrar vild^sjarðir Skorradals bíði máske svipaðra ör- laga. Slík mistök mega aldrei henda. Það væri allt of stór fórn á altari hinna vinsælu og ágætu rafmagnsframkvæmda. Ályktun þessi er fram borin til þess að gera tilraun til að koma í veg fyrir óhappaverk. sem yrðu til harms komandi kvnslóðum og flest um þeírra, er nú lifa og ekki hafa enn slitið tengslin við gróandi jörð“. Flutningsmenn till'jgunnar voru Baldur Baldvinsson, Sigmundur Sigurðsson. Sigurður Snorrason og Jóhannes Davíðsson. InnOutningur IandbiínaSarvéla Samþykkt var eftirfarandi tillaga um innflutning landbúnaðarvéla. Framsögumaður allsherjarnefndar að henni var Jón Gíslason: „Búnaðarþing skorar á innflutn ingsyfirvöldin að veita nauðsyn- leg leyfi fyrir landbúnaðarvélum og tækjum þeim tilheyrandi. Jafnfranit skorar þingið á Lands- bankann að veita gjaldeyri fyrir þeim landbúnaðarvélum og verk- færum, sem eru á frílista“. •DIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllllilliiiIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllllllllll Kostakjör ( E Veljið að eigin vild úr neðantöldum úrvals skemmtibókum. É E Afsláttur fer eftir því hversu pöntun er há, eða: 200 kr. 20% H II afsl. 300 kr. 25% afsl. 4—500 krónur 30% afsláttur. a | Útlaginn e. Pearl Buek, 246 bls. ób. 24,00, ib. 34,00 H Ættjarðarvinurinn, e. P. Buck, 385 bls. ób. kr. 37.00. j§ Lögreglustjóri Napóleons, e. Stefan Zweig, 184 bls. ób. kr. 32,00 | ib. 50,00 og 75,00 skb. j| Borg örlaganna, e. Bromfield, 202 bls. ób. kr. 23,00 = Nótt í Bonibay, e. L. Bromfield, 390 bls., ób. kr. 36.00. §§ Dalur örlaganna, e. M. Davenport, 920 bls. ób. kr. 88,00, ib. | kr. 115,00. E Ævintýri í ókunnu Iandi, 202 bls. ib. 28,00. § Njósnarinn Císeró, 144 bls. ib. 38,00 §j Á valdi Rómverja, e. R. Fischer, 138 bls. ib. 25,00. = Leyndarmál Grantleys, e. A. Rovland, 252 bls., ób. 25,00. 1 Á valdi örlaganna, e. A. Rovland, 132 bls. ób. kr. 10,00. §§ UnaðshöII, e. B. Lancken, 130 bls. ób. 12,00. § Dularfulla stúlkan, e. Rowland, 162 bls. ób. 14,00. = Örlaganóttin, e. J. E. Priestley, 208 bls. ób. 14.00. §§ Við sólarlag, e. A. Maurois, 130 bls., ób. kr. 12,00. 1 Smyglararnir frá Singapore, e. M. Toft, 130 bls. ób. 12,00. = Ástin sigrar allt, e. H Greville, 226 bls. ób. 15,00. S Kafbátastöð N. Q. e. D. Dale, 140 bls. kr. 13,00. = Hringur drottuingarinnar af Saba, e. R. Haggard, 330 bls. 20,00 §§ Klippið auglýsinguna úr blaðinu og merkið með X við þær | 1 bækur sem þér viljið fá og setjið — strik undir bundið | M eða óbundið. S •imMiiiiiiiiiMiumiiiimiiiiiiniiiiimimiimiiuiniiimiminiiiiiiinnuiiiniiiiiiiiiiiiiiiini,5 Undirrit.... óskar að fá þær bækur, sem merkt er við §j í auglýsingu þessari sendar gegn póstkröfu. Hreinræktun holdanauta i ! Um hreinræktun holdanauta var samþykkt eftirfarandi tillaga frá búfjárræktarnefnd. Framsögumað- ur var Sigmundur Sigurðsson: „Búnaðarþing ályktar að fela stjórn Búnaðarfélags íslands að , hlutast til um, að haíin verði nú þegar skipuleg ræktun á sunn- lenzka holdanautastofninum, sam- kvæmt ákvæðum búfjárræktarlag- anna og telur eðlilegt, að fé það, sem veitt er á fjárlögum 1957 (16. gr„ 37. liður) til hreinræktar holda I nauta, sé varið til þessarar starf- ! semi. | Jafnframt felur Búnaðarþing stjórn Búnaðarfélagsins að vinna að því, að Tilraunaráð búfjárrækt- ar hefji samanburðartilraunir á ís- lenzkum nautgripum og blending- um af Gallowaykyni, til kjötfram- leiðslu og bendir á Laugardæli sem hentugan stað til þess“. Innílutningur sæíis úr skozkum hrútum Eftirfarandi ályktun um innflutn ing sæðis úr skozkum hrútum og innflutning holdanauta var sam- þykkt frá búfjárræktarnefnd og allsherjarnefnd. Framsögumaður var Sigmundur Sigurðsson: „Búnaðarþing lítur svo á, að ekki sé unnt að taka neinar ákvarð- anir um innflutning búfjár eða sæðis úr erlendum búfjártegund- um, meðan ekki er fullnægt ákvæð um laga nr. 15 frá 8. marz 1948 um ........ Nafn Heimili | | — Ii MMiiiiiiiiMninnimnniiiiiiiiiiiiiiiiiinnniiiiiiimimiiimiimiiiniiii,miin,i,,iiini,,1,1,11,|,||||,,||,|,||,| ~ Ódýra búksalan, Box 196, Reykjavík. H>aimUIMIMMIIIMIMMlMIIIIMIIIIIMIIIIMMTTTTTmilllMIIMlMIMIIIIIIIIIMMIIIIMIUIimilllUinillllllMIIIIIIIIIIIuÍ ÚÐUGLER E : p 3ja, 4ra, 5 og 6 mm þykktir fyrirliggjandi EGGERT KRISTJÁNSSON & CO. H.F. miMMMIIIMIIMIillMIMIIMMIIlllllllMIMMIIIIIIIIIIMIlIIIIIIMMIllllllllllIIUlUllIIIIIMUlIUIIIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMlllllllMIIIIIIIUmUllUMIIIIIIMIIIMIIIIIMmiMIMKlB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.