Tíminn - 06.04.1957, Page 1
Ty\g izt með tímanum og lesið
TÍ'i.\NN Áskriftarsímar 2323 og
812~0 Tíminn flytur mest og fjöl-
breyttast almennt lesefni.
41. árgangur.
imm
Reykjavík, laugardaginn 6. apríl 1957.
tnnl 1 blaðinu 1 dag: ^
Þróun stjórnmála í Póllandi, bls. 6.
Síðasta einvígisskákin, á bls. 4.
I
Versta sumar 20. aldar í korn-
rœkt, bls. 7.
80. blað.
í ÞióSmmiasafnmii
Starfrækt verði rannsóknarstofa við
Háskóia Islands tii geislarannsókna
Mvucim „ otan er tekin í Þ|óominjasafninu í
fv'as-Saskóia Austurbæjar var þar í heimsókn.
er bekkur úr Gagn-
Ljósm.: Sv. Sæm.
Dr. Ádeimncr krefsí kjarnorkn o g
vefnisvopna fyrir v-fíýzka herinn
TeSar steími Breta hljóta a<S haía áhrif á önnur
ríki Vestur-Evrópu
Bonn, 5. apríl. — Dr. Konrad Adenauer kanzlari V-Þýzka-
lands kvað V-Þýzkaland með' engu móti geta afsalað sér rétt-
inum til þess að búa her sinn nýtízku „taktiskum“ kjarri-
orkuyopnum, það er að segja kjarnorkufallbyssum og flug-
skeytum. Taldi kanzlarinn að þessi vopn væru ekkert annað
í rauninni en framfarir á sviði stórskotaliðshernaðar og það
lægi í augum uppi, að vestur-þýzka stjórnin gæti ekki á þess-
um tímum, þegar bylting ætti sér stað í allri hernaðartækni,
látið her sínum í té annað en bezta hugsanlegan útbúnað.
Þetta er í fyrsta sinn að kanzlar- þessu væri hafin. Þeir, sem kunn-
inn lýsir opinberlega yfir því, að ugir eru þessum málum í Bonn,
vestur-þýzki herinn verði að fá túlka þessi ummæli kanzlarans svo,
kjarnorkuvopn, en jafnaðarmenn í að hann hafi tekið ákvörðun um
V-Þýzkalandi hafa alltaf barizt að afla her V-Þýzkalands vetnis-
gegn því að svo verði gert af oddi og kjarnorkusprengna. Vestur-
og egg. þýzka stjórnin hefir skuldbundið
; sig til að smíða ekki vetnis- eða
Auka eliki árásarhættu. kjarnorkusprengjur. Bent er á, að
slíkt loforð hindri þó á engan hátt,
Dr. Adenauer lýsti þeirri skoð-
un sinni, að það myndi ekki auka
árásarhættuna fyrir V-Þýzkaland,
þótt her þess yrði búinn áðurnefnd
um vopnum. Ástæðan fyrir því
væri að Sovétríkin vissu nú þeg-
ar, að árás mvndi þegar í stað end-
urgoldin í sömu mynt af Banda-
ríkjaher í V-Evrópu.
Vetnisvopn — fordæmi Breta.
Kanzlarinn var spurður, hvort
vestur-þýzka stjórnin hefði í
hyggju að afla her sínum vetnis-
sprengna. Dr. Adenauer kvað Breta
hafa í hyggju að safna birgðum
af vetnissprengjum og ríkisstjórn-
ir annarra landa gætu ekki látið
sig engu varða þá þróun, sem með
að V-Þýzkaland fái slíkar sprengj-
ur frá einhverju öðru ríki.
Haraldur Guðmunds
son ambassador
í Noregi
Forseti íslands skipaði í gær
Ilarald Guðniundsson, forstjór;
Tryggingarstofnunar ríkisins, t'ú
þess að vera ambassador ísland;
í Ósló.
Kadar þorir ekki að
eína til þingkosninga
Búdapest, 5. apríl. — Fullyrt
er liér í borg, skv. áreiðanlegum
lieimilduni, að frestað verði þing
kosningum í Ungverjalandi um 2
ár, en kjörtímabil núverandi þing
manna er útrunnið þann 17. maí
n. k. Nú er sagt, að ríkisstjórnin
ætli að kveðja þingið saman
nokkru áður en kjörtímabilið er
útrunnið og láta það samþykkja
tillögur stjórnarinnar um neyð-
arástand í landinu. Verði þær
tillögur meðal annars réttlættar
með því að koma verði fjárhag
landsins á réttan kjöl eftir upp-
reisnina í haust. Síðan muni þing
ið látið samþykkja frestun þing-
kosninga um tveggja ára skeið.
Þrjú stjórnarfrumvörp, sem öl! verða
starfsemi háskólans lögð fram
á Alþingi í gær
Menntamálaráðh. hefir lagt fram þrjú stjórnarfrumvörp, er
öll varða starfsemi Háskóla íslands og fela í sér nýjungar og
endurbætur á skipulagi, sem gilt hefir áður. Nú er til dæmis
gert ráð fvrir að stofnuð verði embætti fyrir háskólakennara
í eðlisfræði við verkfræðideild skólans og starfrækt verði
rannsóknarstofa til geislamælinga. Þá er gert ráð fyrir því, að
stofnað verði til kennslu í uppeldisfræðum við heimspeki-
deild skólans og stofnað verði kennaraembætti í lyfjafræði.
í athyglisverðri greinargerð,
sem fylgir frumvarpi til laga
um stofnun prófessorsembætt
is í eðlisfræði við verkfræði-
deild Háskóla íslands og starf
rækslu rannsóknarstofu til
geislamælinga, segir meðal ann
ars:
Víðtæk notkun geislavirkra
efna.
Sá þáttur kjarnfræða, sem fyrst
í stað mun hafa mesta þýðingu
fyrir ísland, er notkun geisla-
virkra efna. í læknisfræði, land-
búnaði, iðnaði og við ýmiss konar
rannsóknir fer notkun þeirra sí-
vaxandi. Flest stærri sjúkrahús
erlendis hafa nú sérstakar ísótó
padeildir, sem eru útbúnar til að
Bændur í Gullhringusýslu efna til
funda með bændaklúbbssniði
Mánudaginn 1. apríl var almennur bændafundur fyrir Gull
bringusýslu haldinn að Hlégarði að tilhlutan Gísla Kristjáns-
sonar, ritstjóra Freys. Var það tilætlunin, að fundur þessi
yrði með svipuðu sniði og bændaklúbbsfundir, sem haldnir
hafa verið undanfarin ár á Akureyri og víðar.
Fundarstjóri var Magnús Sveins-
son, en málshefjandi Kristinn Guð
mundsson á Mosfelli, og gat hann
um nokkur mál, sem síðasta bún-
aðarþing fjallaði um og afgreiðslu
þeirra. Hann ræddi einkum ýtar-
lega um sauðfjárbaðanir, girðing-
arlög og fleira.
Margir fundarmenn tóku til
máls að lokinni framsöguræðu.
Var ákveðið að halda fundahöldum
af þessu tagi áfram og næsti fund-
ur boðaður að mánuði liðnum. Var
Búnaðarfélagi Kjalarneshrepps
falið að undirbúa þann fund.
Um 40 þús. íslenzk sendibréf fráfyrri
varðveitt í dönskum söfnum
Daitska éivarpití flytur samtal viÖ Sverri Krist-
jánsson um bréfarannsóknir hans
Friðrik
teflir f jöltefli
A sunnudaginn mun Friðrik Ó1
afsson skákmeistari, tefla fjöltefli
í Sjómannaskólanum og hefst
keppnin kl. 1. Öllum er heimil
þátttaka, og eru menn beðnir að
hafa með sér töfl. Vissara er að
mæta tímanlega, þar sem Friðrik
mun sennilega ekki tefla á meira
en 40—50 borðum, og þeir sitja
fyrir, sem fyrstir láta skrá sig.
Frá fréttaritara Tímans í
Kaupmannahöfn í gær.
Danska útvarn'ð flutíi nú í
kvöld samtal við Sverri Kristjáns
son, sagnfræðing, sem vinnur að
rannsóknum ísienzkra bréfa frá
fyrri tímum í dönskum söfnum.
í útvarpsviðtali þessu skýrði
Sverrir frá rannsóknarstarfi sinu.
Sagði hann, að hann hefði nú
skráseít um 40 þús. íslenzk bréf,
sem geymd eru í konunglegu bók
hlöðunni og ríkisskjalasafninu.
fslenzkir stúdeníar í Höfn.
Sverrir lagði og á það mikla
áherzlu, hve mikiis virði það
hefði verið fyrir íslenzka stúd
enta að geta sótt Hafnarháskóla
og notið aðstöðu á studentagarð
inum á þeim tímum-, sem Kaup-
mannahöfn var höfuðborg beggja
landanna.
Bréfasöfn frá nítjándu öld.
Þá ræddi hann allýtarlega um'
b’réfasöfn þau, aðallega frá nítj-
ándu öld, sem gefin voru eða
arfleidd ríkisskjalasafninu
danska og konunlegu bókhlöð-
unni og nefndi í því sambandi
niarga kunna íslenzka menn og
nokkra danska.
Sverrir lýsti einnig eftir ís-
lenzkum bréfum, sem enn kynnu
að vera í vörslu og einkaeign
danskra manna og benti á, hve
mikla þýðingu það hefði, að þau
kæmust í opinbera vörslu.
Ilauu sagði, að þessi bréf hefðu
eða gætu haft, mikla vísinda-
lega þýðingu, þvi að þau vörp
uðu oft ljósi yfir samskipti ís-
leudinga og Dana á fyrri öidum.
Þau mundu því í framtíðinni
verða ínjög mikilsverð í sögurann
sóknum. — Aðils.
meðhöndla og mæla geislavirk
efni, sem notuð eru til sjúkdóms-
greininga og til geislalækninga.
Landbúnaðarrannsóknir með
geislavirkurn efnum hafa valdið
geysimiklum framförum, og má
þar t. d. nefna áburðarrannsóknir.
í iðnaði eru fjölmörg not fyrir
geislavirk efni, og geta þau orðið
til mikils sparnaðar. Áætlað hef-
ur verið, að notkun geislavirkra
efna hafi sparað iðnaði Banda-
ríkjanna 150—200 milljónir doll
ara á árinu 1955. Geislaísótópar
auka einnig mjög rtmnsóknarmögu
leika á ýmsum syiðum, sev senj
í lífefnafræði.
Á því er enginn efi, að íslend-
ingum ber að notfæra sér þá
miklu möguleika, sem notkun
geislavirkra efna skapar. Án rann
sóknarstofu, sem getur annazt með
ferð og mælingar á slíkum efnum,
er ógerlegt að notfæra sér þau,
svo að nokkru nemi. Það er því
brýn nauðsyn að slíkri rannsóknar
stofu verði komið á stofn. For-
staða slíkrar stofnunar hlýtur ó-
hjákvæmilega að kosta nokkurt
fé, sennilega ekki innan við kr.
30.000.00 á ári. Er hagkvæmast
að tengja þetta starf prófessors-
embættinu í eðlisfræði, svo sem
hér er ráð fyrir gert í þessu frum
varpi.
Öllum þjóðum er nú Ijóst, að
mikil og vaxandi þekking í nátt-
úruvísindum, eigi sízt eðlisfræði,
er þeim nauðsynleg, jafnvel lífs
nauðsyn. íslendingar eru hér engin
undantekning. Er þess að vænta,
að stofnun prófessorsembættis í
eðlisfræði geti orðið drjúgt skref
í þá átt að auka slíka þekkingu og
stuðla að því, að hún geti komið
að notum í lífsbaráttu þjóðarinn
ar. Þess má hér geta, að Háskóla
íslands hefur verið ánafnað all-
mikið fé, um 46 þús. dollarar, í
arfleiðsluskrá Aðalsteins - heitins
Kristjánssonar í Winnipeg, til
kennslu og rannsókna í náttúru
vísindum við Háskóla íslands. Við
þessu fé hefur háskólinn ekki enn
getað tekið, vegna þess að fjár-
hæð þessi nægir ekki til þess að
standa straum af slíkri starfsemi
út af fyrir sig. En ef frumvarp
(Framhald á 2. síðu).
Framsóknarfél. Reykjavíkur heldur
fund um gjaldeyris- og fjárhagsmál
Málshef jandi verSur Jón Árnason, fyrrv. bankastjóri
Framsóknarfélag Reykjavíkur hefir ákveðið að halda
almennan félagsfund í Tjarnarkaffi (niðri) þriðjudag-
inn 9. apríl kl. 8,30 síðedgis. Umræðuefni fundarins
verður gjaldeyris- og fjárhagsmál. Málshefjandi á fund*
inum verður Jón Árnason, fyrrv. bankastjóri.