Tíminn - 06.04.1957, Side 4
TÍMINN, laugardaginn 6. apríl 1957,
4*
Friðrik Ólafsson skrifar um síðustu
einvigisskákma við Hermann Piinik
EINVÍGINU LOKIÐ.
8. SKÁKIN
Þá er loksins lokið þessu ein-
vígi okkar Pilniks og féll sig-
urinn mér í skaut eftir mjög
harða baráttu, eins og úrslitin
bera með sér. Hvort 4V2-3V2
séu réttlát úrslit vil ég ekki
leggja neinn dóm á, enda eru
utanaðkomandi menn betur fær
ir um, að skera úr um slíkt en
við, sem hlaut eigum að máli.
Þó vil ég segja það, að tafl-
mennska okkar Pilniks í ein-
vígi þessu, hefur verið með slík
um óiíkindum, að úrslitin hefðu
getað orðið á hvorn veginn sem
væri, svo tilviljunarkenndar
virtust skákirnar vera. Einvígi,
þar sem aðeins ein skák er
jafntefli, ber það með sér, að
eitthvað hefur farið aflaga, ekki
sízt, þegar stjórnandi hvítu
mannanna er næstum einvörð-
ungu sá sem sigur ber úr bít-
um. Þar sem jafntefli eru í
meirililuta, er að jafnaði bet-
ur teflt. En slíkri taflmennsku
veröur maður víst að taka eins
og hverju öðru hundsbiti um
ævina.
8. skákin var vel tefld, lengi
vel framan af, en er líða tók
á seinni hlutann tóku keppend-
ur að brydda hana með sínum
venjulegu „brilliant“ hugdett-
um og undir lokin var það ég
sem kórónaði sköpunarverkið
(33. Be2—). í biðinni virtist
skákin fljóít á litið vera far-
in veg allrar veraldar, en við
nánari athugun kom í ljós, aö
í henni leyndust ýmsir furðu-
legir jafnteflismöguleikar, sem
bókstaflega þvinguðu fram
jafntefli. Eins og skákin svo
tefldist var aldrei neinn vafi á,
hver endalokin yrðu. Jafn-
tefli var samið í 71. leik.
8. SKÁKIN.
Hvítt: Fr. Ólafsson.
Svart: H. Pilnik.
Sikileyjarvörn.
1. e4—e5 2. RfS—Rc8 (Piln
ik hsfur ekki vogaö sér í e6-
heimabruggið sitt aftur.) 3. d4
—cxd 4/ Ílxd4—Rfo 5. Rc3—
dí> S. Bg5 (Richter árásin.) 6.
—e&- 7. Dd2—a6 8. 0-0-0—hC
9. Bh4 (Þessi leikur hefur að
jafnaði ekki verið talinn góður
vegna riddarafórnarinnar á e4,
en upp á síðkastið hefur ýmis-
legt nýtt verið dregið fram í
dagsíjósið, sem sýnir að svart
ur ætti heldur að láta þá fórn
liggja milli hluta. Venjulegi
leikurinn er hins vegar '9. Bf4,
sem leiðir til flókinnar stöðu
eftir —Bd7 (Ekki —e5 vegna
10. RxcS—bxe6 11. Bxe5.) 10.
Rb3—b5 ll.Bxdö—b4.) 9. —
DbS (Sýnifórnin 9. —Rxe4, sem
ég talaði um áðan virðist ekki
hafa fengið neinn hljómgrunn
hjá Pilnik. Athugum afleiðing-
arnar: 9. —Rxe4 10. Df4 (Ekki
10. Rxe4—Ðxh4 11. Rxc6—Dx
e4 og svartur hefur unnið peð.)
10. —Rg5 (Svartur reyndi 10.
—Rf6 í skákinni Najdorf—
Ilivitzki, Gautaborg ’55, en galt
mikið afhroð eins og eftirfar-
audi leikjaröð ber með sér:
11. RxcB—bxc6 12. Re4—d5
13. BxfS—gxf6 14. Rxf6f—Ke7
15. Db4—c5 16. Dxc5—Dd6 17.
Ddi—Bg7 13. Rxdðf. í stað
10. —Rg5 mælir Pachmann
með g5.) 11. Rxc6—bxc6 12.
Dal—Ðc7 13. Í4—Rh7 14. f5
og hvítur hefur stórhættulega
sókn. Leikur sá, er Pilnik leik
ur er h.ins vegar nýr af nálinni
og leiðir íil afbrigðis, sem Botv-
innik teflir mikið.) 10. f4 (Eft
ir mikil þankabrot vaidi ég
þennan leik, þótt mér væri það
ekki sárlega ijúft. Eina ráðið ti!
að komast hjá drottningarupp
skiptum er að leika 10. Rb3,
en við það kemur fram afbrigði
af Sikileyjarvörninni (Alek-
hine-afbrigðið.), sem talið er
hagstætt svörtum. Aftur á
móti gat ég gjarnan reynt 10.
FRtÐRIK OLAFSSON
sigraði stórmeistarann í annað sinn
I
Bxfö—gxíS 11. Ilb3, þótt ég sé
leik á eftir miðað við venju-
legt afbrigði.) 10. —DxR
(Gi'íptu gæsina meðan hún
gefst!) 11. Ðxö—RxD 12. Hx
R (Nú er kemin fram sama
staðan og í skókinni Eeres—
Pamio, Gautaborg ’55. Panno
reyndi 12. —Rd7, en fék.k
snöggtum lakara tafl. Leið sú,
er Pilnik velur er geíin upp í
lausblöðungum Eawe og gefur
svörtum ágæta mögtileika.) 12.
—Bd7 13. Be2—B-eö 14. IixfC
(Eiginlega þvingao vegna hót-
unarinnar —e5. Ti! að sporna
viö þessu gat ég kúkið 14. Bf3
en mér líkaði ekki að snma
skapi staðan, sem kemur fram
eftir —Be7 15. Hdl—g5!) 14.
—gxf6 15. Ba5 (Nú verSur
svartur ávallt bundinn við að
valda f-peðið.) 15. —Hg8 16.
g3—3e7 17.. Hfl? (Leiktap.
Bezt var undir eins 17. Hel.)
17. —Hg7 13. Hd2 (Rýmir til
fyrir riddaranum síðar meir.)
18. —b5 19. Hel (Þessi leikur
felur í sér peösfórn í þágu stöð
unnar.) 19. —b4 29, Re2—e5
(Annars kemst hviti riddarinn
á d4. Peðið á e4 er „taboo“
eins og við getum xljótlega sann
færst um: 20. — Bxe4 21. Rd-4
—fö 22. Rxe6. Eða 21. —Bg6
22. BxB—HxB 23. f5.) 21. Rgl
(Ekki 21. Bf3 vegna —f5.)
21. —exf 22. Ke2 (Jafnteflis-
staoa kemur fram eftir 22.
gxf—Bxe4 23. Hxe4—Hxgll.
24. Hdl—HxHf. Athyglis-
verður leikur væri 22.
Bf3—fxg 23.e5!, en nú á svart
ur svarið —Kd7! sem bjargar
alveg við málinu. En ekki 23.
—BxB? vegna 24. exf og hvítur
vinnur.) 22. —fxg 23. Kxg3—
Hg5 (Stefnir liróknum að e5,
þar sem hann stæði eins og
klettur. Hvítur kemur í veg
fyrir þessa fyrirætlun með
næst.11 leikjum sínum.) 24. Hd4
—Hb8? Yfirborðskenndur leik-
ur. Einfaidara var 24. —a5.)
25. Rf5—KfS (25. —Hxh5
strandar sýnilega á 26. Rg7i.)
28. Bc2—a5 27. h4 (Nú vinnur
hvítur peð sitt aftur.) 27. —
Hg2 28. RxIiS (Hinn rólsgi leik
ur 28. Bcl er sennilega engu
síðri og staðfestir enn betur
yfirburði hvíts á miðborðinu.)
28. —dö (Svartur var kominn í
hálfgerða úlfakreppu og reynir
nú þessa fórn til að ná betra
samspili manna sinna.) 29. Bf3
—Hg6 30. exd—Bd7 (Þar sem
ég var í tímahraki, reynir Piln-
ik að flækja stöðuna. Betri
möguleika til jafnteflis hafði
hann eftir 30. -—Bxd5 31. Hxd5
—Hxh6.) 31. d6? (Þessi leikur
er upphafiö á öllum minum
erfiðleikum. Einfaldast var
strax 31. Rg4. Svarta taflið
er þá ekki upp á marga fiska.)
31. —Bd8 32. Rg4—Bb8 33.
Hf-1—f5 (Þannig jafnar svartur
taílið mikið til.) 34. Re5—Hxd6
35. Rxd7v (35. Rc4 er þýðingar
laust vegna —He6.) 35. —Ilx
d7 36. Hxf.^-Kbd8 (Máthættan
niðri í bormnu er alltaf dálítið
óþægileg hvítum.) 37. h5—a4
38. Be2?? (Einu orði sagt:
hræðilegur leikur. Ég hafði
hugsað mér að leika 38. Hefl
og síðan B-e2-d3, en hugsðai
sem svo að það gerði ekkert íil
í hvaða leikjaröð þetta væri
gert. En það var nú öðru nær!)
38. —He7 (Auðvitað. Nú kemst
hvítur í örgustu vandræði og
verður að fórna peði til að
losa sig úr mestu klemmunni.
Takið eftir, að við —He8 á
hvítur svarið 39. Hdl.) 39. h6—
Be3t 40. Iíbl—Bxhö (40. —Bd2
gengi ékki vegna 41. Hgl og
síðan 42. h7, ef svartur dræpi
biskupinn á e2.) 41. Hdl
(Eini leikurinn og jafnframt
björgunarleikurinn.) 41 —IIxH
42. Bxll—Hel 43. Hd5—Be3
(Pilnik átti nú um aðra leið að
velja: 43. —Hfl 44. c4—b3 45.
axb—axb 46. c5—Ke7 47.c6—
Bf4 48. Hd3 og c-peðið hvíta er
nægileg trygging fyrir jafn-
teflinu.) 44. b3 (Nú gengur
ekki hin leiðin: 44. c4—b3 45.
axb—axb 46. c5—Bxc5 og svart
ur vinnur.) 44. —axb (Pilnik
hefði sennilega getað gert mér
erfiðara fyrir með 44 —a3 45.
c3—bxc 46. Kc2—Bd2. Eins og
taflið hins vegar tef'dist er
aldrei neinn vafi á um jafn-
teflið. Skýringar eru því ó-
þarfar.) 45. cxb—Hgl 46. Kc2
—Bg5 47. Be2—IIg2 48. Kd3
—Be7 49. Ke3—Hg3t 50. Ke4
—Hg2 51. Bc4—Hxa2 52. Hf5
—f6 53. Hb5—Hal 54. Hb8t
—Kg7 55. Hg8t—Kli7 56. Hg2
—Ha5 57. Hh2t—Kg7 58. Hg2t
—Kh6 59. Hh2t—Kg5 60. Hg2t
Kh4 61. Hg7—f5 62. Iíf3—Bc5
63. IIg2—Ba7 64. Hg6—Ha2
65. Hg2—Ha5 66. Hg6—Hc5
67. Ha6—Bb8 68. Hb6—Hc8
69. Hxb4—Kg5 70. Hb5—He8
71. Be6 Jafntefli.
Orgelsjóður
Akraneskirkju
Nýlega hefir verið myndaður
Orgelsjóður Akraneskirkju. Stofn-
endur sjóðsins eru Árni B. Sigurðs
son, málari og kaupmaður á Akra-
nesi, og átta börn hans: Einar,
Sigurður, Þuríður, Geiriaugur,
Árni Þórir, Hreinn, Hallgrímur og
Rut. Sjóðurinn er stofnaður með
10 þúsund krónum, og er það
minningargjöf, bundin nafni konu
Árna og móður barnanna, Þóru
Einarsdóttur. Þóra lézt 7. júní
1939, aðeins fertug að aldri, frá
sínum stóra barnahópi. Hún var
félagslynd, prúð og ljúf í viðmóti
og öllum kær, sem höfðu kynni af
henni. Þóra hafði fallega söng-
rödd, unni kirkju sinni og söng í
kirkjukór Akraneskirkju í mörg
ár. Gjöfin er einnig til minningar
um foreldra hennar, Einar Ás-
geirsson Möller og Geirlaugu Krist
jánsdóttur, og foreldra Árna, Sig-
urð Jónsson og Þuríði Árnadótt-
ur. Áttu þau hvorutveggja hjón
langan og merkan starfsdag á
Akranesi. Einar Möller var hringj
ari í Akraneskirkju um langt ára-
bil, góður söngmaður og n.jög
lengi í kirkjukórnum. — Ég vil
með línum þessum færa Árna B.
Sigurðssyni og börnum hans inni-
lega þökk fyrir gjöfina, fyrir hönd
safnaðarins á Akranesi og í eigin
(Framhald á 8. síðu).
Hreinsun mjólkuríláta
Við hreinsun mjólkuríláta er á-
ríðandi mjög að hafa gott mjólkur-
hús. Varast ber að hafa það í beinu
sambandi við fjósið, því að tryggja
verður örugglega, að fjósaþefur
berist ekki inn í það. í mjólkur-
húsi þarf að vera útbúnaður til
þvotta á mjólkurílátum, handlaug,
handþurrkur, burstar og þvotta-
efni, ennfremur grind til að hvolfa
ílátunum á eftir lireinsun. Þó cr
betra að hengja þau á vegg. Þar
þarf einnig að vera góð kæliþró.
1. Þegar effir mjaltir skal skola
öll mjólkurílát með' köldu vatni til
þess að skola burt nijólkurleifar.
Hver mínúta, sem mjólk fær að
þorna í ílátunum, bakar óþarfa
fyrirhöfn, sem ey'ðir tíma og orku.
Mjólk er vökvi, en hefir þó föst
efni að geyina, og þessi efni mynda
þétta skán, og þorni þau alveg
mynda þau mjólkurstein.
2. ílátin skulu síðan þvegin úr
heitu vatni. Bezt er að nota sápu-
laust þvottaefni, svo sem þvotta-
sóda. Sápa hreinsar ekki eins vel
og þvæst ekki heldur vel af. Hún
skilur ávallt eftir þunna húð eða
himnu, og miljónir gerla geta þrif-
izt í þeirri himnu. Öll ílát skal
þrífa með bursta, en alls ekki
tusku. Nauðsynlegt er að sjóða
burstann eftir hverja notkun.
3. Síðan skal skola ílátin með
sjóðandi vatni. Það hefir tvenns
konar áhrif. f fyrsta lagi skolar
það burt síðustu leifum af mjólk-
urskán og þvottalegi, og ennfrem-
ur hitar það ílátin svo, að þau
þorna miklu fyrr.
4. Því næst skal hvolfa ílátun-
um á hreina grind eða hengja á
vegg. Varast skal að þurrka ílátin
með klút eða tusku. Þau eiga að
bonm af sjálfu sér.
5. Áður en mjaltir hefjast næst,
skal skola ílátin með gerlaeyðandi
efni, svo sem klórkalki eða t. d.
eermidíni, en að því búnu skola
ilátin með hreinu vatni.
Notkunarreglur: Klórlcalk. Nota
skal tvær vel fullar matskeiðar af
klórkalki (sem er duft) í 10 lítra
af vatni.
Germidín. Nota skal eina mat-
skeið af germidíni (sem er lögur)
í 10 lítra af vatni.
Það skal tekið fram, að tilgangs-
laust er að skola ílátin með gerla-
evðandi efnum, nema ílátin séu
vel hreinsuð áður.
Kári Guðmundsson.
Mörg námskeið og mót á vegum
Norrænu féiaganna í snmar
Á vegum Norrænu félaganna verða í sumar haldin allmörg
mót og stutt námskeið í sumar eins og venja er til. Þar býðst
fólki, sem vill fara til Norðurlanda, ódýr dvöl og ferðalög við
hin beztu skilyrði. Magnús Gíslason skýrði fréttamönnum frá
þessu í gær.
Helztu mót og námskeið, sem
ákveðin hafa veri'ð, eru þessi:
í Danmörku.
Norræn æskulýðsvika verður 30.
júni til 7. júlí í Hindsgavlhöllinni
á Fjóni og er mót þetta einkum
ætlað fólki á aldrinum 17—25 ára.
Kostnaður verður 85 d.kr. fyrir
vikudvöl.
Tveggja vikna námsskeið verða
í sumar á 25 dönskum lýðháskól-
um á tímabilinu frá 19. maí til 15.
september. Á morgnanna er ýmis
konar kennslustarfsemi en síðara
hluti dags er frjálsari. Dvalarkostn
aður er alls 165 d.kr. Auk þess
verður norrænt kennaranámskei'ð
í Askov eins og venja er til.
f Finnlandi.
Norrænt æskulýðsmót verður í
Helsingfors 26. til 29. maí. Það er
ætlað skólanemendum og er lág-
marksaldur 14 ár. Þátttakendur
dvelja á einkaheimilum.
10. til 19. júní verður norrænt
blaðamannamót í Finnlandi á veg-
um norræna félagsins finnska og
finnsku blaðamannasamtakanna.
Ferðast verður víða um landið.
Dvalarkostnaður verður 10.000
mörk (ca. 700 kr.).
Norrænt skólastjóramót verður í
Helsingfors 3. til 5. ágúst. Það er
í tengslum við hið almenna skóla-
mannamót sem verður þar 6. til
8. ágúst á vegum fræðslumála-
stjórnar allra Norðurlanda.
12. til 17. ágúst verður námskeið
fyrir norræna æskulýðsleiðtoga í
KK-samvinnuskólanum í Helsing-
fors. Dvalarkostnaður er 6600
mörk.
7. til 13. júlí verður haldið nám
skeið á Ringsaker lýðháskóla. Það
er ætlað félagsmönnum norrænna
stéttarfélaga. Kostnaður verður
150 n.kr.
14. til 20. júlí verður norrænt
æskulýðsmót í Hundorp lýðháskóla
Heimsóttir verða frægir sögustað
ir og ferðast um nágrennið. Kostn
aður verður 100 n.kr.
Norrænt fræðslumót verður á
Sjusjöens háfjallahóteli 26. til 31.
ágúst. Kostnaður verður 130 n.kr.
f Svíþjóð.
Norrænt æskulýðsmót verður
haldið á Bohusgarden 302. júní til
7. júlí. Það er ætlað fólki á aldr-
inum 16—25 ára. Fjallað verður
um ýmist norræn málefni og farið
í stutt ferðalög. Kostnaður verður
95 s.kr.
7. ti 13. júlí verður fræðslumót
á sama stað, og nefnist það Norð
urlönd í dag. Kostnaður verður
120 s.kr.
Námskeið er nefnist Litir og
snið okkar nánasta umhverfis verð
ur á sama stað 21. ti 28. júlí. Það
er einkum ætlað kennurum og
æskulýðsleiðtogum. Kostnaður er
160 s.kr. Fræðslumót um kvik-
myndir verður á sama stað 23. til
29. júní og er einnig ætlað kennur
um og æskulýðslei'ðtogum. Kostn-
aður verður 125 s.kr.
20. ti 26. júlí verður kennara-
námskeið uppi í fjöllum í Abisko-
héraði í Lapplandi. Kostnaður
verður um 150 s.kr.
(Framhald á 8. slðu).
Ritgerðasamkeppni
f Noregi.
17. til 23. júní efna fjórir nor-
rænir lýðháskólar til æskulýðs-
móts í Romerike lýðháskóla í Nor-
egi. Mótið er haldið í samvinnu
við Norrænu félögin. Það er hugs
að sem nemendamót, en ungu
fólki frá íslandi og Færeyjum er
einnig boðin þátttaka. Dagskrá
mótsins er mjög fjölbreytt. Dval-
arkostnaður verður aðeins 45 n.kr.
fyrir vikuna.
1. til 6. júlí verður námskeið á
Elingaard við Fredrikstad. Það er
fyrst og fremst ætlað þeim, sem
fást við endurskoðun norrænna
sögukennslubóka á vegum Nor-
rænu félaganna og öðrum þeim
er hafa áhuga á sögu Norðurlanda.
Kpstnaður verður alls 150 n.kr.
fyrir unglinga
Norræna félagið efnir til rit-
gerðastfmfceppni í samráðti við
fræðslumálaskrifstofuna. Ritgerð
arefnið er: Hvert Norðurlandanna
mundir þú helzt vilja heimsækja
og hvers vegna?
Öllum unglingum á aldrinum 15
—17 ára er heimil þáttataka. Veitt
verða verðlaun fyrir beztu ritgerð
ina. Loftleiðir h. f. býður sigur
vegaranum ókeypis flugferð til
kjörlands hans og heim aftur og
vikudvöl á sumarskóla í landinu.
Ritgerðirnar skulu hafa borizt
Norræna Jéláginu í Reykjavík
(Box 912) fyrir 10. maí n. k.
ásamt nafni, heimilisfangi, fæð-
ingardegi og ári höfundar. j
___.-.-fai;