Tíminn - 10.04.1957, Síða 5
TÍMINN, miðvikudaginn 10. apríl 1957.
5
Orðið er frjálst Guðm. Þorsteinsson frá Lundi
Álit milliþinganefndar
Margir þeir sem láta sig ein-
hvérjti var'öa eyðingu refa og
minka hér á landi hafa beðið með
nokkurri eftirvæntingu þess, að
eitthvað heyrðist frá nefnd þeirri
sem sett var á rökstóla milli þinga
til þess að hugleiða þau mál og
leggja álitsgjörð fyrir alþingi það
sem nú situr. M. a. fékk hún í
veganesti fyrirmæli um að kynna
sér skoðanir þeirra manna sem
starfað hafa mest að eyöingu refa
hér á landi.
Nú hefur þetta nefndarálit í
frumvarpsformi, þegar verið til
atugunar fyrir Búnaðarþingi.
Hvergi sézt á því að nefndin hafi
ráðfært sig við refaskyttur við-
víkjandi málinu, að því undan-
teknu að skoðun Stefáns í Kal-
mannstungu er hátiðlega tekin upp
í frumvarpinu.
Margar refaskyttur hafa þó á
starfstíma nefndarinnar, látið álit
sitt ótvírætt í ljós í blaðagrein
um og á mannamótum, og allar
í einu hljóði hafa á móti eitrun
fyrir refi. En nefndin er á öðru
máli, og vill fyrirskipa skilyrðis I
laust eitrun um land allt, í afrétl
um og heimahögum.
Mörg rök hafa verið færö fram
gegn eitrun, bæði af skyttum og
öðrum, en ekki er mér kunnugt
að neinn hafi mælt henni bót op
inberlega. Þora eitrunarsinnar
virkilega ekki að verja skoðun
sína, eða þykjast þeir yfir það hafn
ir að ræða við menn um það sem
skiptir þjóðina miklu hvernig ráð
ið er til lykta?
Bent hefir verið á þá hættu
sem stafað getur af víðtækum
eitrunum, bæði fyrir önnur dýr og
jafnvel menn. Ekki virðist nefndin
treysta sér að neita því, en gefur
í skyn að finnast kunni betri að-
ferðir við eitrun — sem engan
veginn er ómögulegt. Þá tæpir hún
á því, að til kunni að vera mildari
eitrunartegundir en strykknin.
Ekki er þó vitað að þær hafi verið
einu sinni reyndar hér á landi,
hvað þá að hægt sé að benda á
jákvæðan árangur. Sumar bolla-
leggingar nefndarinnar um þetta
eru jafnvel helzt á óskhyggju-
og draumórastigi, lítt til þess að
vekja traust. Samt leggur hún til
að fyrir brot á fyrirmælum hennar
sæti sveitarfélög sektum, allt að
10.000 kr. — nema þyngri refs
ing liggi við samkv. öðrum lögum,
og missi opinbers framlags til fram
lafgs til refaeyðingar. Þar sem
sá kostnaður er hár getur þetta því
numið fleiri tugum þúsunda, sam
tals. Slík lög hefðu einhverntíma
verið nefnd þvingun, þegar þess
er gætt hverri mótspyrnu eitrunar
hugmyndin hefur sætt í blaðgrein
um. Margar skyttur hafa eindregið
lýst þeirri skoðun, að eitrun sé
algjörlega neikvæð, þó nokkrar
hinar vesælustu og meinlausustu
tófur kunni að farast af henni, og
varað algerlega við eitrun vegna
þess.
Þessu hefur ekki verið mótmælt
opinberlega hvað þá að það sé
afsannað — sem reynast kynni
örðugt. Þeir sem m. a. hafa lýst
þessari skoðun eru öndvegishöld
ar meðal íslenzkra refaskytta, sem
sé Jón heitinn í Ljárskógum,
Guðmundur Einarsson á Brekku
Theódór á Bjarmalandi og fleiri
slíkir, sem eru flestum mönnum
fróðari um allt það sem viðvík-
ur tófum og tófuveiðum. Samt
ætlar nefndin að gjöra eitrunina
að aðalhaldreipi í baráttunni við
tófuna.
Það er velþekkt fyrirbrigði, að
þeir sem einhvernveginn hafa öðl-
ast aðstöðu til þess að ráða, vaxi
fljótt upp úr því að taka til greina
bendingar frá alþýðunni. En þegar
þeir hafa svo, með flasfengni og
offorsi, leitt ómælandi töp yfir
þjóðina, þá fer alþýðan náðar-
samlegast að „borga brúsann",
eins og t. d. slysin sem fylgdu inn-
flutningi karakúl-fjárins, sem eng
inn veit sennilega hvað mikið kost-
að hafa þjóðina, og innflutning
minksins, sem þegar er að verða
alvarlegri plága en refurinn —
þó stjórnarvöldin séu tæpast vökn-
uð enn til þess að hefta útbreiðsiu
hans, hvað þá til þess að sækja
á. Þess vegna er naumast von að
neinn óri fyrir því enn hv,að það
á eftir að kosta þjóðina í örðug-
leikum, skapraunum og verðmæt-
um. En það er ekki heldur séð fyrir
endann á því hvað þessi allsberjar-
eitrunar-glópska getur orðið dýr,
að samantöldu, ef reynslulitlir ráða
menn geta knúið hann fram,
GEGN ráðum og tillögum þeirra
sem reyndastir eru og fróðasíir
um þessi mál, — og þingmenn
okkar bera ekki gæfu til þess að
gjalda við henni meiri varhuga
en innflutningi fjárpestanna og
minksins.
HEIMILD — SKYLDA.
Þess er skyit að geta, að minni-
hluti nefndarinnar, Páll Pálsson,
yfirdýralæknir vildi aðeins mæla
með heimild til eitrunar, í stað
skyldu þeirrar sem frumv. krefst.
Á þessu tvennu er regin-munur.
Segja má að ekki væri sanngjarnt
gagnvart þeim sem tekist hefur
að varðveita barnatrú sína á
skefjalausri eitrun, allt frá s. I.
aldamótum, að fyrirmuna þeim að
sannreyna ágæti hennar. En engu
sanngjarnara væri gagnvart hin-
um, sem sannfærðir eru um gagns
leysi eitrunar í aðra röndina, en
skaðsemi í hina, að neyða þá með
afarkostum til þess að hræsnast
við hana — enda sýnilegt hversu
vandlega hún yrði þá framkvæmd.
Torskilið mun heldur að ekki sé
hægt að sýna tilhlýðilega virð-
ingu skoðun Stefáns í Kalmanns-
tungu, þó hún sé ekki vegin þyngri
á metum en skoðun allra þeirra
sem ritað hafa í blöðin að undan-
förnu um þetta mál og skilyrðis-
laust lagzt gegn eitrun.
Væri af þessum orsökum, og
mörgum fleirum, vægasta krafa til
heilbrigðrar skynsemi þingmanna
okkar, að þeir lögfestu ekki eitrun
ar-skyldu, þó heimild kæmi til
greina. Er ólíklegt að það verði
til mikils sársauka Búnaðarþingi
því sem nú hefur lokið setu, að j
samþykkja athugasemdalaust slíka j
fjarstæðu, sem allsherjar-eitrun
um land allt.
Þá er annað atriði sem flestir
þeir, sem um þessi mál hafa ritað,
bera mjög fyrir brjósti, og mæla
með sem heillavænlegri endurbót,
en það er verulega hækkun skott-
anna fyrir hlaupatófur (fyrst og
fremst vetrarveiði). Nefndin stikl-
ar í kringum þessa hugmynd með
svipaðri varfærni og um kjarn-
sprengju væri að ræða. Það er
sjálfsagt ómetanlegt, að forustu-
mennirnir séu varkárir, einkum
þar sem hin einfalda alþýða sér
enga hættu! Nefndinni er ekki
grunlausa, að það hafi lítinn ár-
angur borið erlendis að hækka
skotlaun cg finnst því varhuga-
vert að hætta verulega á það, —
og þykir jafnvel líklegt ef tófum
fækkaði að mun ,að þá bæri hækk
unin engan árangur hér. í nefndar
áliti er sundurliðuð skýrsla um
ýmislegt viðvíkjandi refaeyðingu,
sem nær yfir s. I. þrjú ár. Þar er
liður sem ætla má að sé nokkurn-
veginn áreiðanlegur, því hann hef
ur lengi verið bókaður árlega, en
það er árlegur heildarkostnaður
við refaeyðingu. Hann sýnir þessi
þrjú ár stöðugt hækkun, sumsstað
ar með risaskrefum. Virðist því
ekki svo bráð hætta á fækkun
refa, að ekki megi hætta á hækk-
un skotlauna vegna þess. Þá er
helzt að skilja, að nefndin sé and-
víg þessari hækkun af sparnaðar
ástæðum. Já, aldrei skal ég mæla
á móti hagsýnum sparnaði. En
gömlu búmennirnir minntust stöku
sinnum á það með góðkíminni
vorkunsemi, að spara eyrinn en
spilla krónunni“. Vonandi dettur
engum í hug slíkt í þessu sam-
bandi!
VETRARVEIÐI.
Vík ég þá nokkrum orðum að
vetrarveiði: Meðan skinnaverð var
hátt, stunduðu margir hana með
ágætum árangri, sér til mikilla
tekna. Þegar skinn urðu verðiaus
og lítt seljanleg, lagðist sú veiði
niður að mestu, þó fáeinir ein-
staklingar geri alltaf nokkuð af
henni, mest af ahuga og þegnskap.
Hafa Þingeyingar alitaf verið ofar-
lega í þvi nytjastarfi. En þetta
hefir aldrei verið litið stórum aug
um af löggj'aíarvaldinu, svo þegar
fyrst var efnt til skotlauna af opin
beru fé, voru þau IILÆSILEGA
smásálarleg (mig minnir 60 kr.)
eða varla fyrir skósliti. Ofurlítið
þokast þau upp á við, en engan-
veginn í samræmi við nauðsyn.
Meðan vetrarveiði var stunduð af
kappi, átti hún drjúgan þátt í
fækkun tófu, og munu í sumum
sýslum hafa verið unnar miklu
fleiri tófur á veturna en vorin, þó
grenjavinnsla hafi oftast endra-
nær verið drýgsta eyðingar-aðferð
in. í gengisleysi vetrarveiða, nú á
annan tug ára, má líklega sjá
aðal-orsök þess hversu grenjakostn
aður hækkar ört. Ætti mönnum
því að vera ljóst að vetrarveiði
j Ma ekki falla niður, en til þess
að nokkur fáist til þess að stunda
hana að ráði, verða menn að fá
nokkur laun erfiðis síns, — sem
er meira en þeir geta skilið, sem
lítið þekkja til þeirra starfa.
; Kostir vetrarveiði eru margir.
I Þar læra rnenn fyrst og fremst að
I reynslunni, og eru frjálsir að því
j að gera glappaskot alveg á eigin
I ábyrgð, en fá við það áhuga fyrir
þessari snjöllu íþrótt, sem eflir
bæði líkamsþrek og hyggjuvit. Þá
er engin aðferð öruggari til þess
að kynnast leyndum refaholum og
nýjum grenjum en sú að elta tófu
slóðir. Enginn aðferð býður held-
ur önnur eins skilyrði til þess að
æfa nýliða til þess að taka við af
eldri skyttum, jafnótt og þær
hljóta að leggja niður vopn sín,
samkv. eðlislögmáli. Sé nokkuð
greitt að gagni fyrir þessa veiði,
geta snjallir menn og röskir hagn-
ast á henni, fyrir eigin heppni og
atorku — og eru vel að því komn-
ir. Á grenjum er svo mikið í húfi
að nýta tækifærin, að betra er
að þurfa ekki að byrja þar með
algjöra nýliða. Loks er svo það,
að engin aðferð við eyðingu refa
er jafn mannúðleg og að skjóta
þá á vetrum.
VANDAMÁL, SEM EKKI
VERÐUR UMFLLTÐ.
Svo lengi sem reynt er að byggja
búskap landsmanna að töluverðu
leyti á sauðfjárrækt, neyðumst við
til þess að standa í styrjöld við
tófuna. Nú þegar er kvartað yfir
því sumsstaðar, að illa gangi að
fá hæfar skyttur til þess að vinna
greni. En hvað haldið þið þá að
verði eftir 10—20 ár, þegar flestar
þær skyttur sem nú eru heilla-
drýgstar, verða hættar, ef ekkert
er gert til þess að örva unga menn
til starfsins? Ég þykist hafa fært
fyrir því skiljanleg rök, að sæmi-
leg hækkun skotlaúna, sé hin lík-
legasta, og i rauninni hin eina
leið til þess að tryggja að refa-
skyttur hverfi ekki úr sögunni.
Ræð ég því eindregið til þess að
hún verði reynd, — nema ráða-
menn okkar séu þegar farnir að
sjá það í glæstum hillingum að
þetta sé eitt starfið, sem við getum
látið útlendinga vinna fyrir okkur,
á meðan við brjótum egg og burst
um skó fyrir agra útlendinga, —
sem auðvitað er miklu léttara
verk og löðurinannlegra — þar til
við komumst á svo hátt menning-
arstig, að búa allir í nokkrum þorp
um, geturn hætt að snúast við
sauðkindur, en lofum minkum ein
um og refum að rífast um lands-
nytjar og bítast um yfirráð sögu-
frægra höfuðbóla.
KRAFA BÚNABARÞINGS.
Fyrir tveim árum dirfðist Bún-
aðarþing að fara þess á leit að op-
inbert framlag fyrir að skjóta
hlaupatófu yrði hækkað í 300 kr.
Alþingismönnum okkar þótti þessi
hógværa ósk firn mikil, brugðu
karlmannlega sveðjum sínum, og
nitíTm 11jn yTj-*
Smetanakvartettinn í Austurbæjarbíéi á tónleikunum föstud. 5. opríl
Smetana-kvarteltÍEe frá Prag
Aðrir hljómleikar Smetana-
kvarteítsins frá Prag voru í Aust
urbæjarbíói á mánudagskvöldið
og voru viðfangsefni eftir Beeí-
hoven, Brahms og Dvorák. Húsið
var þéttskipað áheyrendum, r-em
fög'nuðu listamönnunum mjög
innilega.
Smetana-kvartettinn hefir áður
verið kynntur í Tímanum. Hann
skipa þessir menn: Jiri Novák,
fiðla, Lubomir Kostecký, 2. fiðla,
dr. Milan Skampa, víóla og
Antonin Kohout, selló. Allt eru
þetta ungir menn og einkar við-
feldnir.
Mest er þó um vert, að þeir
eru afburðasnjallir listamenn,
hver á sínu sviði og allir sameig-
inlega, og ágætir fulltrúar tékk-
neskrar menningar og listar. Þess
ir hljómleikar voru unaðsstund. í
leik fjórmenninganna fer saman
mikil kunnátta, sniöll listtúlkun
og fullkomin þjálfun og fágun.
Þarna var hvergi snurða á þræðin
um, verkin féllu fram eins og tær
lind, stundum blítt og angurvært,
stundum með fossafalli, samt aldr
ei svo að útaf flóði. Listamenn-
irnir flvtja verkin af svo mikilli
kunnáttu, að þeir þurfa ekki nqjt
ur að lesa, músíkin streymir bcint
írá hjartanu. Fjórir menn ganga
inn á sviðið, þar sem stnnda 4
stólar, taka sér sæti, og svo hofst
leikurinn, og aldrei er minnstx
hik á neinum.
Fj’rsta verkið á efnisskránni var
kvartett í c-moll op. 18. nr. 4 eft-
ir Beethoven. þar næst kvartett
í B-dúr op. 67 eftir Brahms, loks
kvartett í As-dúr op. 105 eftfr
Dvorák.
Það cr ástæðulaust að fnra að
gera upp á milli flutnings þc:>sára
undurfögru verka. Þau voru öll
snilldarvel leikin. E. t. v. var rnest
ur þróttur og heitastur hljómur í
kvartett Dvoráks, og má kalia það
að vonum.
Þetta eru einhverjir ánægjuleg-
ustu tónleikar Tónlistarfélagsiris
um langa hríð, og er það ekki
sagt til lasts neinum listamanni,
sem á undan hefir farið. En kcma
Smetana kvartettsins er tónlistar-
atburður, sem lengi mun minnzl.
Þá komust menn í snertingu við
hin fegurstu tónlist eins og hún
er flutt af hinum ágætustu lista-
mönnum. Ac.
lctu skammt stórra höggva milli jingu þessara laga, held ég veija
þar til þeir höfðu skorið tillöguna! það, að telja vandlega þau d;)r,
niður í 180 kr., sem gilt hefir síð-; seni vinnast, en þar til var að 'ns
an. Milliþinganefndin hætti á, eft-jbókaður heildarkostnaður refaeyð-
ir varfærna athugun, að leggja íii, j ingar. Þess vegna er ekki þægilcgt
að þetta vrði fært upp í 250 kr. j aS sýna betta í töJum, en reynt
— og h'efir víst þótzt sýna verulega skal að drepa á það: í fyrra grennsl
rausn! Loks vogar Búnaðarþing sér; aðist ég efir þessu í min.ni vveit.
svo að leggia til að hækka þetta í Heildarkostnaður refaeyðingar ; ar
400 kr. -— og hefir liklega marg-jtil frá mörgum árum, en ekki dýra
an sund'að, þegar komiB er í slíka i talan. En þar sem ég þekkti aýar
hæð!! Annars hlýtur það að vera {grenjaskytturnar, fékk ég dýratöl-
Ijóst hverjum þeim, sem þekkir juna hjá þeim. frá næstliðnu voH,
eitthvað til vetrarveiða, að þeir,og komst að þeirri niðurstöðu, að
sem að slíku káki standa, munu j kosta mundi þar nær 1200 kr.
ekkí oft hafa látið sig fenna í kaf j grenjadýrið. Hjá oddvita annarar
á greni, legið margar klst. fyrir isveitar ekki mjög langt frá, fékk ég
tófu í snjó og kulda, eða gengið; þessar tölur fyrir sama vor, og
frá 40—80 km. á dag, o. s. frv., cn i kostaði þar fullum helmingi meira
ekkert af þessu verður íalið til j dýrið, eða 2500 kr. Nú fyrir fáum
mjög fágætrar reynslu meðaL dögum spurði ég tvo oddvita úr
þeirra, sem lagt hafa að sér við: nærsveitum Rvíkur eftir þessum
vetrarveiði. Nei, því miöur erujtölum hjá þeim á s. 1. vori. Hjá
þessar tillögur líkastar því að vera j öðrúm þeirra kostaði grenjadýrið’
runnar undan rifjum þeirra ! 2300 kr., en hjá hinum 3480 kr. pg
manna, sem varla hafa mígið í j rúml. þó. (Þessar tölur eru miðað-
mosató, eða stigið á stein, nema! ar við það, að jafna öílum grenja-
steyptan af mannahöndum. Og enn \ kostnaði á fullorðnu dýrin, til öám-
eiga svo þingmenn okkar eftir að! anburðar við vetrarveiði, — þV: þó
þæfa þessar tillögur; þarí varla að' einhvern tíma kunni að hafa Verið
ástæða til þess fræðilega, að vara
kastað verði til þess
óttast að
höndum!
En hvað allar þessar vangavelt-
ur um smámuni, kosta höfuðgjöld
margra refa, veit ég því miður
ekki, — sem ekki er von, þvi ekki
er einu sinni víst að þingskjölin
beri þ«að með sér, en töluverð upp-
hæð hlýtur það a'ð verða.
Það veröur að skeika að sköp-
uðu, þó hárin rísi á höfðum bing-
| mannanna, en ég trúi því, að með
I núgildandi verðlagi eigi skóílaun
fyrir hlaupadýr, ekki að vera
lægri en eitt þúsund krónur á dýr.
Væri þetta viðtekið, myndi grenj-
um fækka að mun, og kostnaður
þar með lækka. Hafa sparnaðar-
postular okkar nokkurn tima gjört
sér það ómak að athuga, hyað
grenjavinnsla kostar á dýr?
IIEILDARKOSTNAÐUR.
Þarfasta nýmæli í síðustu breyt-l
bæhdur við að setja á lömbin’urrd-
an ánum, sem drepa undan sér á
vorin, munu skyttur ekki trúa því
almennt, að liggja þurfi á grenjiíjn
fyrir þær tófur, sem skotnar eru á
vetrum, eða hafa fyrir yrðlingufn
þeirra). Þá má heldur ekki- ganga
fram hjá þvi, að oft hafa tófur
gjört ærinn skaða, frá því að þær
leggjast í greni og þar til þau tru
unnin.. Má þar aðeins hafa hlió.ión
af sögu Guðm. Einarss-otlar á
Brekku (Tíminn, 8.3. 1957) þcgar
tveir bítir sluppu af grenjum Lund
rlælinga vorið 1395. Bændiir vðru
•þó ósmeykir við það, og eitruðu
rausnarlega fyrir þá veturinn cítjjp,
.sem var harður. En svo neyðarleg-
ir og kaldrifjaðir voru þessir rcfjp,
að i stað þess a(S farga sér á eitfi,
eins og til var ætlast af þoim,
drápu þeir næsta vor 40 lömb og
(Framhald á 8. síðu).*