Tíminn - 10.04.1957, Qupperneq 6
6
Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn
Ritstjórar: Haukur Snorrason,
Þórarinn Þórarinsson (áb),
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn).
Auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323.
Prentsmiðjan Edda hf.
Viðskilnaður Olafs og skólaskipið
MORGUNblaSið skýrir
írá því í gær undir stórri fyr
irsögn, að fjórir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins, þeir Sig
urður Bjarnason, Sigurður
Ágústsson, Magnús Jónsson
og Kjartan J. Jóhannsson,
hafi lagt fram á Alþingi til
lögu til þingsályktunar um
athugun á því, hverni'g ungir
menn verði örvaðir til þátt-
töku í sjómennsku og um
skólaskip. Mbl. segir að tillag
an hljóði á þessa leið:
„Alþingi ályktar að kjósa
5 manna nefnd til þess að
rannsaka og gera tillögur um
leiðir til þess að örva unga
menn til þátttöku í sjó-
mennsku og fiskveiðum. Skal
hún m. a. athuga möguleika
á rekstri skólaskips fyrir ung
sjómannaefni og gera til-
lögur og kostnaðaráætlun
um útgerð þess og tilhögun
hennar.“
ÞÁ minnist Mbl. á greinar
gerð þá, sem fylgir tillög-
unni og birtir m. a. eftirfar
andi kafla úr henni:
„Það er kunnara en frá
þurfi að segja, að undanfar-
in ár hefur ríkt mikill og
vaxandi skortur á sjómönn
til þess að manna íslenzka
fiskiskipafiotann. Hefur því
orðið að fá erlenda sjómenn
til starfa á skipunum, bæði
togurunum og vélbátunum.
Samkvæmt upplýsingum
Landssambands íslenzkra út
vegsmanna munu nú vera
um 1000 færeyskir sjómenn
á íslenzkum fiskiskipum. Er
það a. m. k. Vs hluti allra
þeirra sjómanna, sem á flot-
anum eru .
Engum dylst, að ef fslend-
ingar verða framvegis að
manna fiskiskipaflota sinn
erlendum mönnum, er vá
fyrir dyrum“.
Flutningsmenn virðast svo
helzt sjá það til úrbóta á
þessum vanda, að athugað-
ur sé möguleiki fyrir rekstri
skólaskins fyrir ung sjó-
mannsefni.
í GREINARGERÐ þeirra
þingmanna S.iálfstæðisflokks
ins er það ekki rakið,
hvaða orsakir liggja til þess,
að íslendingar fást ekki leng
ur til sjómennsku, og und-
ir hverra leiðsögn sú öfug-
þróun hefur átt sér stað. í
þessu sambandi er það nefni
lega ekki ómerkilegt umhugs
unarefni, að seinustu 10 ár-
in eða frá því í janúar 1947
þangað til í júlí 1946 heyrði
stjórn sjávarútvegsmálanna
undir ráðherra úr Sjálfstæð
isflokknum, þar af seinustu
sjö árin undir Ólaf Thors.
Undir þessari handleiðslu á
sjávarútvegsmálunum hefur
þessi öfugþróun átt sér stað.
Forkólfar Sjálfstæðis-
flokksins hafa oft stært sig
af því, að þeir hefðu manna
mestan áhuga fyrir vel-
gengni sjávarútvegsins.
Hvernig má það ske, að flótt
inn frá sjávarútveginum hef
ur fyrst og fremst átt sér
stað undir handleiðslu
þeirra?
Svarið er ósköp einfallt.
Stjórn sjávarútvegsmálanna
hefur verið í fyllst ólestri
seinustu árin. Þannig hefur
verið búið að samkeppnis-
færasta atvinnuvegi þjóðar-
innar, að hann hefur orðið
mesti styrkþegi þjóðfélags-
ins. Fjármagn og vinnuafl
hefur því leitað ahnað. f
lok stjórnartímabils Ólafs
Thors blasir því þessi stað-
reynd við: Sjávarútvegur-
inn er á pappírnum mesta
hallafyrirtæki þj óðarinnar,
um langt skeið hefur ekkert
verið gert til að efla og end
urnýja togaraflotann, og
fiskiskipin eru að % hluta
rekin með erlendu vinnu-
afli!
VEL má vera, að það sé
góð hugmynd að fá skóla-
skip. En skólaskip munu þó
lítils megna til að snúa af
braut þeirrar öfugþróunar,
sem átt hefur sér stað sein-
ustu árin undir sjávarútvegs
stjórn þeirra Sjálfstæðis-
manna. Ef sjávarútvegurinn
á að halda hlut sínum, verð
ur að vinna markvisst að því
að tryggja honum og sjó-
mönnum þann hlut, sem
þeim ber. Núv. stjórn hef-
ur þegar unnið merkilegt
starf í þá átt. Hún tók bet-
ur kröfum útgerðarmanna
við seinustu áramót en áð-
ur hefur verið títt og hún
hefur gert lagfæringar á hög
um sjómanna, m. a. með
auknum skattahlunnindum
sjómanna. Hún hef.ur hafist
handa um éflingu og endur
nýjun fiskflotans. Það mikla
viðreisnarstarf, sem hér bíð
ur, verður hins vegar ekki
unnið allt í einu. í slíkt óefni
voru þessi mál komin, þegar
Ólafur skildi við.
Hver sagði Mogganum aprílfrétt?
UM seinustu mánaðarmót
birti Mbl. þau tíðindi í
Reykjavíkurbréfi sínu, að
þrír nafngreindir fyrrv. og
núv. alþingismenn hefðu
verið skipaðir í einhvers-
konar nefnd, sem blaðið kall
aði „yfirstjórn búnaðar-
mála“ (!), og hefði svo mik-
il völd, að með tilkomu henn
ar væru aðrar stofnanir land
búnaðarins í raun og veru
að engu gerðar! Svo mikið
fannst Mbl. um frétt þessa,
að það birti myndir af
„nefndarmönnum“ öllum.
En þegar farið var aö
spyrja „nefndarmennina“
um störf þeirra kom í ljós,
að þeim var þessi nefndar-
skipun Morgunblaðsins ó-
kunn með öllu, og kváðust
ekki vera í neinni nefnd sam
an, hvorki í landbúnaðar-
TIMINN, miðvikudaginn 10. apríl 1957.
ERLENT YFIRLIT:
Þingkosningarnar í Danmörku
Veríur mynduð ríkisstjórn á Weiðum grundvelli eftir þær?
Á FÖSTUDAGINN kemur mun
danska þingið ljúka störfum sín-
um að þessu sinni. Áður en það
lýkur störfum, munu fara fram
almennar pólitískar umræður, sem
verða eins konar upphaf kosninga-
baráttunnar, sem er fyrir höndum,
en þingkosningar eiga að fara
fram 14. maí næstkomandi.
Að rcttu lagi hefðu kosningarn-
ar ekki átt að fara fram fvrr en í
september, en almennt samkomu-
lag hefir orðið um að flýta þeim
um þennan tíma. Ástæðan til þess
er m. a. sú, að horfur eru nú mjög
erfiðar í efnahagsmálum Danmerk-
ur. Mikið verðfall hefir nefnilega
orðið erlendis á landbúnaðarafurð-
um, sem eru helztu útflutnings-
vörur Danmerkur. Rétt þykir að
ný stjórn, sem ekki hefir kosning-
ar yfir höfði sér, glími við þann
vanda, enda vona menn að hin
nýja stjórn verði eitthvað sterk-
ari en núverandi stjórn, sem er
H. C. H A N S E N
minnihlutastj órn Alþýðuflokksins
eins. Radikalir hafa veitt henni
stuðning og þannig varið hana
falli.
FLOKKASKIPTING er nú þann-
ig í danska þinginu, að Alþýðu-
flokkurinn hefir 74 þingmenn,
Vinstri flokkurinn 42, íhaldsflokk-
urinn 30, Radikali flokkurinn 14,
Kommúnistaflokkurinn 8 og Rétt-
arsambandið 6.
Skoðanakannanir hafa farið fram
nokkrum sinnum undanfarið á
fylgi flokkanna. Seinasta könnun-
in fór fram í febrúarmánuði síðast-
liðnum. Ef marka má niðurstöður
hennar, mun Alþýðuflokkurinn
tæplega halda sama fylgi og í
kosningunum 1953, kommúnistar
munu tapa verulega, en allir hinir
flokkarnir munu vinna lítilsháttar
á, Vinstri flokkurinn þó einna
mest.
Samkvæmt niðurstöðum þessarar
skoðanakönnunar veltur það á blá-
þræði, hvort kommúnistar missa
ekki öll þingsæti sín. Til þess að
fá þingsæti, þarf flokkur annað
hvort að vinna kjördæmasæti eða
fá yfir 60 þús. atkv. samanlagt.
Samkvæmt skoðanakönnuninni
ættu kommúnistar að fá 65 þús.
atkv., en fengu 93 þús. atkv. 1953.
Þá fengu þeir formann sinn, Aksel
Larsen, kjördæmakosinn, en hann
virðist í mikilli hættu að missa
sæti sitt, ef niðurstaða skoðana-
könnunarinnar reynist rétt.
málum né öðrum.
Einhver hrekkjalómur hef
ir þarna sagt Mbl. apríl-
frétt, sem það hefir tekið
alvarlega, eins og afmælis-
greinina frægu um franska
skattstjórann í vetur.
i KOSNINGABARÁTTAN er enn |
ekki hafin að ráði, a. m. k. bera j
blöðin ekki merki hennar. Fátt I
bendir til þess, að hún verði átaka- j
mikil. Á kjörtímabilinu, sem er að ;
líða, hefir ekki skorizt neitt stór-1
vægilegt í odda milli flokkanna, j
þar sem stiórnin hefir orðið að j
i semja um öll helztu málin við and j
stööuflokkana. Stærsta málið, sem
hefir verið afgreitt á kjörtímabil-
inu. er löggjöfin um almennan
ellilífeyri. Með henni hafa Danir
tekið upp víðtækari ellilífeyri en
nokkur þjóð önnur. Verður því
vafalaust veitt athygli víða um
heim, hver reynsla þeirra verður
af benni.
! Horfur eru ekki á því að kosn-
ingabaráttan einkennist af neinum
djúpstæðum ágreiningi milli flokk-
anna. Alþýðuflokkurinn mun t. d
ekki setja neina þjóðnýtingu á
oddinn. Afstaða kjósenda til flokk-
anna mun mjög markast af því,
hverjum þeir treysta bezt til að
fást við lausn hinna mest aðkall-
andi dægurmála.
Margir kjósendur virðast enn
ekki ráðnir. Þannig virðist það t.
d. vera með þá, sem hafa fengið
atkvæðisrétt síðan 1953. Við skoð-
anakönnunina í febrúar svöruðu
50% þeirra, að þeir væru óákveðn-
ir. Af þeim, sem voru ákveðnir,
fylgdu 50% Alþýðuflokknum, 20%
Vinstri flokknum, 13% íhalds-
flokknum og 10% Radikalaflokkn-
um.
ALLT BENDIR til, að kosninga-
baráttan milli aðalflokkanna muni
fyrst og fremst snúast um innan-
landsmálin, en utanríkismálin
muni lítt bera á góma. Þannig er
búizt við því, að allir aðalflokk-
arnir muni standa að svari dönsku
stjórnarinnar til Bulganins. f sam-1
bandi við það hefir hið óháða blað ;
í Kaupmannahöfn, „Information", I
gert allharða liríða að Erik Erik-1
sen, formanni Vinstra flokksins, í j
tilefni af því, að „Vestkysten" í
Esbjerg, sem hefir verið talið mál-
gagn Eriksen, birti hógværari for-
ustugrein um bréf Bulganins en
flest hinna dönsku blaðanna. „In-
formation" hefir spurt Eriksen,
hvort hann væri eitthvað að nálg-
ERiK ERIKSEN
ast sjónarmið Radikala flokksins.
sem fylgir hlutleysisstefnu.
Eriksen hefir svarað með því að
hann hefði fylgt þátttöku Dan-
merkur í Atlantshafsbandalaginu,
og stefna sín væri enn óbreytt að
því leyti.
„Information“ dregur þá ályktun
af þessu m. a., að heldur sé að
draga úr samstöðu íhaldsflokksins
og Vinstri flokksins í utanríkis- og
varnarmálum. Það hafi m. a. kom-
ið nýlega fram í þinginu, að Vinstri
flokkurinn vildi ekki ganga eins
langt í vígbúnaðinum og íhalds-
flokkurinn.
Allmikið er þegar rætt um það
hvaða stjórn muni fara með völd
í Danmörku eftir kosningar. Áður
en minnihlutastjórn Alþýðuflokks-
ins tók við, fór með völd minni-
hlutastjórn Vinstri flokksins og í-
haldsflokksins undir forystu Erik-
(Framhald á 8. siðu).
Grímseyjariaxinn.
ÁHUGAMAÐUR skrifar: Fregn
in um Grímseyjarlaxinn vakti
mikla athygii í gær, og vakti á
ný allar sögurnar um „þann
stóra“, sem legið hafa niðri síð-
an vertíð iauk. Einhver speking-
ur iætur Morgunblaðið hafa það
eftir sér, að þessi 49 punda
skepna muni „líklega vera Nor-
egslax“. Segir Mbl. þetta lax-
veiðimann „með mikla reynslu". i
Reynslu við hvað? Við dorg uppi
í á eða við fiskirannsóknir? Um
mæli þessi eru í meira lagi út;
í hött. Vísast veit enginn um ferð
ir þessa fisks. Og vel mætti bíða
athugana á honum, sem fyrir
dyrum standa, áður en „laxveiði
menn, með mikia reynsiu að i
baki“ fara að láta blöð hafa eft-
ir sér fuliyrðingar af þessu tagi.
Sá stóri í Laxá.
VEL MÁ sem sé hugsa sér, að
þessi fiskur sé uppvaxinn í ís-
lenzkri á. Jafnstærstu laxar hér
á landi fæðast upp í Laxá í Aó'-
aldal. Á hverju ári að kalla má
fást þar fiskar yfir 30 pund, og
sá stærsti sem þar hefir fengizt
á stöng var 36 pund. Grímseyjar
laxinn mundi ekki hafa vegið
mikið meira eftir nokxra dvöl í
ánni. En um það eru mörg vitni
að stórlaxar ganga í Laxá. Fyrír
3 árum voru tveir menn að veið-
um á neðsta veiðisvæði árinnar,
snemmá í júní. Annar renndi
færi í streng, en hinn sat pppi
á kletti og horfði á, sá hvar
tveir fiskar lágu í strengnum og
var annar mun stærri en hinn.
Leiðbeindi hann nú félaga sínum
hvernig renna skyldi færinu, og
eftir nokkrar tilraunir, fór svo,
að minni laxinn tók, en hinn
hvarf út í iðuna. Minni iaxinn
vóg 32 pund, er á land kom. Hve
stór var þá hinn?
Farsælt fyrirkomulag.
MEÐALÞUNGI laxa í Laxá hef
ir jafnan verið mestur á landi
hér, og hefir haldist nokkurn
veginn í horfi síðustu áratugi
Engin netaveiði er lengur í Laxá
í ánum hér sunnanlands, sum
um hverjum, hefir meðalþungi
laxa minnkað stórlega og ískyggi-
lega og segir það sína sögu um
áhrif netanna. í Laxá hefir verið
stunduð stangaveiði einvörðungu
nú hátt á annan áratug, og ’er
reynslan mjög lærdómsrík. Með-
alveiði helzt í horfi, og er mun
meiri nú en var síðustu árin,
sem veitt var í net og kistu. Stang
veiðimennirnir sjálfir takmarka
veiðitímann. Veiða aðeins til 31.
ágúst, þótt lög leyfi veiði til 15.
september. Þegar líður að
hrygningu, fær laxinn frið. Þá
er veiði aðeins leyfð frá kl. 7 til
12 f. h. og frá 4,30 til 10 e. h,
og hefir þetta gefizt mjög vel
Þetta fyrirkomulag og góð sam
búð landeigenda og veiðimanna
hefir reynst farsælt fyrir þessa
ágætu veiðiá. , •,