Tíminn - 24.04.1957, Síða 6

Tíminn - 24.04.1957, Síða 6
6 T f MI N N, miðvikudaginn 24. apríl 1957. Utgefandl: FramsókntrflokkurlliB Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb). Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn). Auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda hf. Bjarni og Bandaríkin STARFSHÆTTIR þeir, sem Mbl. hefur valið sér síð- an það fékk aðalritstjóra og lenti í stjórnarandstöðu, lýsa sér mætavel í ræðu þeirri, sem hinn nýi aðal- ritstjóri hélt hjá Heimdell- ingum fyrra sunnudag „um öryggi íslands og hótanir Rússa“. Ræðan, sem nú hef- ur birzt í Mbl., hefur á sér öll einkenni slúðurkerlingar- innar. Svo full er hún af dylgjum og slúðursögum um andstæðinga Sjálfstæðisfl. Þótt látið sé í veðri vaka að ræðan eigi að beinast gegn Rússum, verður niðurstaðan hjá ræðuhöfundinum samt sú, að hún beinist gegn Bandaríkjunum fyrst og fremst. Stóra höggið, sem ræðumaðurinn hyggst að greiða núverandi ríkisstjórn lendir nefnilega ekki síður á Bandaríkjunum, ef þar væri um sök að ræða. Það er ekki óalgengt að þannig fari fyrir slúð- urkerlingum. Því óvand- aðra slúður, sem þær temja sér, því vanalegra er það, að slúður þeirra bitni á öðrum en því er ætlað að hitta. TIL ÞESS að finna þvl, sem sagt er hér á undan full an stuðning, þykir rétt að birta hér þann kaflann úr ræðunni, þar sem höf. telur sig vera að rekja ástæð- urnar fyrir því, að frestað var i haust að framfylgja tillögu Alþingis frá 28. marz 1956. Höfundur byrjar á að reyna að hrekja forsendur ríkisstjórnarinnar fyrir frest , uninni og segir síðan: „Hitt er miklu verra, að lausn varnarmálanna hefir nú verið sett í beint samband við þeim alveg óviðkomandi mál, sem sé fjárhagsmálin. Allir vita, að lántakan, sem gerð var fyrir áramót in og fengin var hjá Banda ríkjunum, þegar íslenzka stjórnin fékk 4 millj. doll- ara — og efasamt er, að rík isstjórnin hefði getað hald ið velli, ef hún hefði ekki fengið þá skildinga hjá Bandaríkj amönnum, — sú lánveitnig var bein forsenda þess, að fallið var frá endur- skoðun varnarsamningsins nokkrum vikum áður. Utanríkisráðherra hefir lýst því yfir, og ég efast ekki um að það sé satt hjá hon- um ,að hann hafi aldrei sjálf ur átt viðræður við Banda ríkjamenn um slíkar lánút- veganir. En samhliða þvi, sem hann átti í sínum við ræðum, samhliða, — og raunar einnig áður og eft- ir — þá átti Vilhjálmur Þór, bankastjóri, ýmist í Banda ríkjunum eða hér samninga við Bandaríkjastjórn til að biðja um lánin. Og dyrnar fyrir lánveitingunum opn- uðust ekki fyrr en búið var að gera samninginn um það áð falla frá endurskoðun ERLENT YFIRLIT: Alit Bohlens Samkomulag líklegra um afvopn.inarmálin en Þýzkalandsmálin varnarsamningsins. í banda j rískum blöðum, var um leið i og fallið var frá endurskoð- uninni, sagt að i þessu sam- bandi ætti að verða töluverð ar lánveitingar til íslend- inga. Sú frásögn hefir síðan rætzt. Hún rættist með lán- tökunni fyrir áramótin, sem beinlínis var veitt úr sjóði, sem ætlaður er til að tryggja öryggi Bandaríkjanna. Hún rættist með þeirri lánveit- ingu, sem veitt var nú fyrir fáum dögurn, Um þessar mundir er ver- ið að ganga frá láni til Sogs- ins, sem er auðvitað mjög gott mál, og mikilsvert út af fyrir sig, en tíminn, sem það er afgreitt á og atvik öll segja nokkuð í hvaða sam bandi við önnur mál það er gert.“ ÞÓTT hér sé hvergi kveð ið fast að orði, er það eigi að síður ljóst, hvað ræðuhöfund urinn er að fara. Með hæfi- legum dylgjum og slúðri á að koma því inn hjá fólki, að íslenzka ríkisstjórnin hafi látið Bandaríkjastjórn kaupa sig til þess með lánveiting- um að falla frá ályktun Al- þingis 28. marz 1956. Banda rikjastjórn hafi m. ö. o. mút að íslenzku ríkisstjórninni til þess að falla frá yfirlýstri stefnu Alþingis. í viðleitni sinni til að ó- frægja núv. ríkisstjórn, gæt ir slúðurkerling Mbl. þess ekki, að hún ófrægir jafn- hliða og ekki minna stjórn Bandaríkjanna. Hún tekur undir þann óhróður Moskvu kommúnista, að Bandarík- in beiti mútum til að tryggja sér herstöðvar og yfirráð í öðrum löndum. Hún staðfest ir þannig óbeint þann ó- sanna áburð, að íslendingar hafi gert hervarnarsamning inn á sínum tima sem endur gjald fyrir Marshall-aðstoð ina. Slúðurkerling Mbl. gengur alveg fram hjá þeirri stað- reynd, að Bandarikin hafa veitt fjölmörgum þjóðum samskonar lán og þau, sem þeir veittu íslendingur um áramótin og veita nú í sam- bandi við Sogsvirkjunina, án þess að heimta pólitískt endurgjald fyrir. Meðal slíkra lánþiggjenda eru t. d. þjóðir eins og Indverjar og aðrar hlutlausar þjóðir Asíu. Það er jafn rangt og ósæmilegt að bera mútur á Bandaríkin í sam- bandi við þessar lánveiting ar og það var á sinum tíma að stimpla Marshallaðstoð- ina sem mútufé. Að sjálfsögðu getur slúður kerlingin þess ekki heldur að fregnir amerísku blað- anna á síðastliðnu hausti um að lánveitingar hefðu verið ræddar í sambandi við varnarmálin, voru allar send ar þeim frá Reykjavík, og þarf því ekki að efast um, hverjir heimildarmennirnir I SEINUSTU viku hélt Charles Ewing Bohlen alfarinn frá Moskvu, en þar hefir hann dvalið í fjögur ár sem sendiherra Bandaríkjanna. Fáum dögum fyrir burtförina frá Moskvu sat Bohlen boð hjá sýr- lenzka sendiherranum, þar sem hann hitti Krustjeff og fleiri valda- menn Sovétríkjanna í seinasta sinn. Við það tækifæri lét Krust- jeff svo ummælt við fyrirspurn frá blaðamanni, að Bohlen væri mjög vel fær maður. Okkur fellur vei við færa sendiherra, bætti Krustjeff við, því að þeir draga réttar álykt- anir og senda réttar skýrslur til ríkisstjórna sinna. Bohlen hefir um langt skeið verið talinn annar færasti sérfræð- ingur Bandaríkjanna í málum Sovétríkjanna, ásamt Kennan, er var sendiherra í Moskvu á undan honum. Þeir byrjuðu báðir sem starfsmenn í sendiráði Bandarikj- anna þar 1934, en þá fyrst stofn- setti Bandaríkjastjórn sendiráð þar, því að það dróst þangað til Roosevelt varð forseti, að Banda- ríkin viðurkenndu stjórn kommún- ista. Báðir höfðu Bohlen og Kenn- an lært rússnesku áður en þeir fóru til Moskvu. Síðan Bohlen varð sendiherra í Moskva hefir hann umgengizt for- ráðamenn Sovétríkjanna mjög mik- ið og bersýnilega unnið sér tiltrú þeirra, eins og ummæli Krustjeffs benda til. Bohlen mun samt hafa verið orðinn þreyttur á vistinni í Moskvu og óskað eftir breytingu. Hann verður nú sendiherra Banda- ríkjanna á Filippseyjum. HVERT er svo álit Bohlens varð- andi fyrirætlanir valdhafa Rússa og framvindu mála eystra þar, þeg- ar hann heldur þaðan eftir fjög- urra ára samfleytta dvöl? Að sjálf- sögðu hefir hann ekkert látið opin- berlega uppi um það, en frétta- menn hafa reynt að hafa sem mest- ar spurnir af því áliti, sem hann hefir látið uppi í einkasamtölum. Hér á eftir verður reynt að draga það saman í stuttu máli, sem frétta menn „New York Times“ og „New York Herald Tribune“ telja sig hafa orðið vísari um skoðanir Bohlens varðandi framangreind mál. ÞAÐ ER álit Bohlens varðandi stjórnarskipan Sovétríkjanna inn á við, að enn hafi ekki verið horfið neitt að ráði frá hugmyndakerfi bolsévismans, er byggist á kenning- um Marx og framkvæmd Lenins og Stalins á þeim. Sjálf grundvallar- stefnan sé óbreytt, þótt stundum séu gerð tilvik frá henni til bráða- birgða, eins og þeir Lenin og Stal- in líka tíðkuðu. Ætlun valdhafanna sé ekki sú að gera Stalin lít- inn að því er snertir hlut hans í uppbyggingu bolsévismans, en hins vegar verði bent á yfirsjónir hans sem einræðisherra. Tilgangurinn með því sé að tryggja að nýju völd kommúnistaflokksins og koma í veg fyrir að nýr einræðisherra komi til sögunnar á ný. Bohlen telur það mestu breytinguna í Sov- étríkjunum síðan Stalín féll frá, að voru. Það rétta er líka, að lánsútveganir hafa aldrei verið tengdar saman við varnarmálin, hvorki af fyrr- verandi eða núverandi ríkis- stjórnum. í RÆÐULOKIN bíður höfundur upp á samstarf gegn kommúnismanum. — Greind hans ætti þó að geta sagt honum, að lítið lið er í þeim efnum að manni, sem étur upp eftir Moskvukomm únistum eitt eitraðasta slúðr ið um það stórveldið, sem nú leggur mest af mörkum til að treysta lýðræði og frið í heiminum. b o H L E N nú sé stjórnin í höndum fleiri manna í stað eins manns áður. Bohlen álítur, að hægt verði að sjá það fyriríram, hvort nýr ein- ræðisherra sé í uppsiglingu í Sovét- ríkjunum. Það geti menn séð, ef eitthvað gerist af því þrennu, að lögreglustjórnin komist í hendur eins manns, að einhver háttsettur leiðtogi verði fangelsaður eða að blöðin byrji að hæla einhverjum manni sérstaklega. ERFIÐLEIKAR þeir, sem vald- hafar Sovétríkjanna hafa að glíma við innanlands, eru ekki sízt þess- ir: | Uppbyggmg efnahagskerfisins er I komin í of fast form til að full- nægja breyttum kröfum og aðstæð-1 um. Sveigja kerfisins er ekki nægi- •. lega mikil. Það er of stirt og sein-1 virkt. Krustjeff hefir nú boðað, tilraun til að bæta úr þessu með j því að draga úr yfirstjórninni í I Moskvu og koma upp nýjum og sjálfstæðari miðstöðvum í ýmsum landshlutum. Áróðurinn fyrir hugmyndakerfi bolsévismans fullnægir ekki heldur nýjum viðhorfum og aðstæðum. Þegar sami áróðurinn er stöðugt endurtekinn og sömu vígorðin hljóma áratug eftir áratug, fara þau að verka gamaldags, einkum í eyrum unga fólksins. Hver ný kyn- slóð þarf helzt eitthvað nýtt í þess- um efnum. Hér standa leiðtogar Sovétríkjanna ekki sízt frammi fyr- ir miklum vanda. Þjóðemislegar vakningar hinna ýmsu þjóða og þjóðarbrota, sem byggja Sovétríkin, valda ráðamönn- um Sovétríkjanna stöðugt áhyggj- um og erfiðleikum. Þótt reynt sé stundum að koma til móts við þær, virðist það ekki leysa vandann, heldur ýta undir auknar sjálf- stjórnar- og sjálfstæðiskröfur. BOHLEN telur að engar meiri- háttar breytingar hafi orðið á utanríkisstefnu Sovétríkjanna. Valdhafar þeirra vilja ekki missa ’ neitt af þeim yfirráðum, sem síð- ! ari heimsstyrjöldin færði þeim. i Bohlen telur því ekki líklegt, að ! samkomulag náist um sameiningu i Þýzkalands eða frelsun Austur- Evrópuríkjanna í fyrirsjáanlegri framtíð. Hins vegar telur hann, að forráðamenn Sovétríkjanna séu andvígir styrjöld og vilii komast hjá henni. Þess vegna telur hann vel líklegt, að hægt verði að ná samkomulagi við Sovétríkin um ýms mál, sem ekki eru eins við- kvæm metnaði þeirra og hagsmun- um og Austur-Þýzkaland og Austur Evrópuríkin. Meðal slíkra mála geta verið vissir þættir afvopnun- armálanna. Ennfremur málefni hinna nálægari Austurlanda. Sam- komulag um slík mál gæti svo greitt fyrir auknu samkomulagi síð- ar. BOHLEN telur, að ekki þurfi að fylgja því nein hætta að semja við Sovétríkin vegna þess, að valda- menn þeirra séu sérlega klókir eða óheilir. Hins vegar telur hann rétt, að allir slíkir samningar verði háfð ir svo ljósir, að auðvelt sé að sýna fram á, ef þeir eru ekki haldnir. Hann er ennfremur andvígur sér- stökum samningum milli Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna einna, því að bandamenn Bandaríkjanna myndu þá telja, að gengið væri fram hjá þeirn. Heppdegast sé því að semja um sjík mál á sem breið- ustum alþjóðlegum grundvelli, helzt innan ramma S. Þ. Bohlen telur, að sá tvískinnung- ur, sem nú kemur fram í áróðri rússnesku valdhaíanna út á við, stafi af tvennu. Annað sé það, að þeir óttist, ef einskonar hringur flugsprengjustöðva verði myndað- ur um Sovétríkin. Hitt sé það, að þeir óttist nýja einangrun, líkt og á tímum Stalíns. Því fyrra reyni þeir að verjast með hótunum, en hinu síðara með blíðmælum. Þetta valdi tvískinnungnum. Bohlen tel- ur, að valdhafar Sovétríkjanna telji mikilsvert að auka að nýju samskipti þau við lýðræðisríkin, er mynduðust eftir fráfall Stalíns, en fallið hafa niður að miklu leyti eftir atburðina í Ungverjalandi. Valdhafar Rússa muni reiðubúnir til talsverðra tilslakana til þess að fá þessi mál aftur í fyrra horf. BOHLEN álítur, að valdhafar Rússa telji það ekki vera ngitt sér- stakt áfall fyrir sig. þótt atburð- irnir í Ungverjalandi hafi orsakað fylgistap kommúnista vestan járn- tjalds. Þeir leggi ekki svo mikið upp úr svokölluðum í meðreiðar- sveinum kommúnista, þegar allt komi til alls, því að fylgi þeirra bili oftast, þegar til alvörunnar komi. Valdhafar Rússa leggi mest upp úr því að eiga örugga fylgis- menn vestan tjalds, og þeir telji betra að eiga þar fáa örugga fylgis- menn en marga ótrygga. Ungverja- landsmálin hafi gert gagn að því leyti, að nú viti Rússar betur hverjum þeir geti treyst og hverj- um ekki.' ■ *.• Bohlen leggur fyrst og seinast áherzlu á það, að því aðeins geti náðst samkomulag við Sovétríkin, þó í áföngum verði, að vesturveld- in séu sterk og samhent. Rússar myndu verða ófúsari til samkomu- lags, ef þeir teldu sig geta treyst á vaxandi sundurlyndi meðal vest- rænna þjóða. Þ. Þ. r Agætor ársfageaðor Fraoisóknarmasma í Svarfaðardal Dalvík 15. apríl. — Framsóknar félag Svarfdælinga hélt ársfagn að sinn i samkomuhúsinu að Höfða í Svarfaðardal s. 1. laugardags kvöld við góða aðsókn. Klemenz Vilhjálmsson, Brekku, formaður félagsins setíi samkomuna. Jón Jónsson á Böggvisstöðum flutti ræðu. Hjörtur Eldjárn á Tjörn sagði frá nýafstaðinni Englands för á námskeið Ferguson-verk- smiðjanna. Friðjón Kristinsson las upp og síðan var dans stiginn af miklu fjöri. Samkomugestir nutu myndarlegra veitinga og var hófið mjög ánægjulegt og fór vel fram. PJ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.