Tíminn - 24.04.1957, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.04.1957, Blaðsíða 7
T í M IN N, miðvikudaginn 24. aprfl 1957. z MINNINGARORÐ: ARI ARNALDS Ari Arnalds, fyrrum sýslumaður og alþingismaður, lézt 14. þ. m. og fer útför hans fram í Reykja- vík í dag. Hann fæddist 7. júní 1872 á Hjöllum við Þorskafjörð í Barða strandarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Jón Finnsson og Sig- ríður Jónsdóttir, sem bjuggu á Hjöllum um fjörutíu ára skeið á síðari hluta næstliðinnar aldar. Þau eignuðust ellefu börn, tíu syni og eina dóttur. Tveir af son- um þeirra dóu nýfæddir, og sá þriðji 16 ára gamall, en hin systkin in náðu flest háum aldri. Ari ólst upp í foreldrahúsum á Hjöllum með systkinum sínum, við mikla og stöðuga vinnu eins og þá var títt. Á sumrin var það hjáseta og heyskapur, en smala- mennska o. fl. haust og vor. Skepnuhirðing á vetrum, og oft sátu þeir Ari og bræður hans þá í vefstólnum. A vetrarkvöldum var sögulestur í baðstofunni, þar sem fólkið sat við vinnu sína. Það var skóli þeirra tíma. Strax um fermingaraldur þráði Ari mjög að komast í latínu skólann. En þó að foreldrar hans væru bjargálna og kæmust vel af með sinn barnahóp, höfðu þau ekki fé aflögu til þess að borga með skólakostnað. Skólanáminu varð því að fresta um sinn, og Ari vann heima við búskapinn næstu árin. Tæplega tvítugur var hann um tíma við nám hjá séra Guð- mundi í Gufudal og vorið 1892 réðst hann til séra Arnórs Árna sonar prests á Felli í Kollafirði. Vann hann hjá presti um vorið, sumarið og haustið en lærði hjá honum undir skóla næsta vetur. Vorið 1893 skrapp svo Ari til Reykjavíkur og tók próf inn í annan bekk latínuskólans. Á skólaárunum var Ari í kaupa- vinnu á sumrin, og vann nokkuð að kennslu á veturna, samhliða náminu til þess að afla sér tekna. Hann tók stúdentspróf 26 ára gamall vorið 1898, og fór þá um sumarið til Kaupmannahafnar til háskólanáms. Hafði fyrst i hyggju að nema stjörnufræði og stærð- fræði en komst að þeirri niður- stöðu við nánari umhugsun að það nám myndi verða svo kostn- aðarsamt, að hann gæti tæplega lokið því. Snéri sér þá í þess stað að lögfræðinámi og lauk prófi í þeirri grein árið 1905. Þegar Ari var að taka fyrrihluta lögfræðiprófs í Kaupmannahöfn, veiktist hann hastarlega af berkl- um og lá lengi þungt haldinn. Eftir að hann komst á fætur fór hann á hressingarhæli í Noregi með hjálp góðra manna í Höfn, sem höfðu kynnst honum og feng ið mætur á honum. í Noregi var Ari í full tvö ár og náði þar bata, en vegna veikindanna lauk hann náminu tveim árum síðar en ella hefði orðið. Eftir að hann lauk lögfræðiprófinu við Hafnarháskóla í júní 1905, fór hann aftur til Noregs og var blaðamaður við blað ið „Verdens Gang“ í Oslo til loka þess ár. Árið 1905 var merkisár í sögu norsku þjóðarinnar. Þá var slitið sambandinu milli Norðmanna og Svía, eftir kröfu Norðmanna, og Noregur varð sjálfstætt konungs- ríki. Ari fylgdist vel með atburð unum í Noregi á því ári og hafði til þess góða aðstöðu, þar sem hann var þá starfsmaður við eitt af blöðunum í Osló. Vafalítið má telja að þátttaka'hans í íslenzkum stjórnmálum næstu árin hafi að nokkru leyti átt rætur að rekja til áhrifa, er hann varð fyrir sem áhorfandi að frelsisbaráttu frænda okkar í Noregi árið 1905. Á fyrsta áratug þessarar aldar risu pólitískar öldur einnig hátt hér á landi. Þá skiptist þjóðin í landsmálaflokka eftir viðhorfinu til sjálfstæðismálsins, og það mál var helzta viðfangsefni stjórnmála mannanna. Þeir, sem þá gengu Jengst í sjálfstæðiskröfunum, nefndu sig Landvarnarmenn og flokk sinn Landvarnarflokk. Hann Ari Arnalds. Myndin var tekin af hcnum, er hann var áttræður. starfaði á tímabilinu 1902—1912. Ari varð einn af forustumönnum í þeim flokki 1906, og umsvifamik- ill áhrifamaður í stjórnmálunum næstu árin. Hann kom heim frá Noregi í byrjun ársins 1906 og var það ár á Eskifirði. Þar gaf hann út blaðið Dagfara, sem beitti sér fyrir stefnu Landvarnarmanna. Var Ari eigandi og ritstjóri blaðs ins. En í ársbyrjun 1907 fluttist hann til Reykjavíkur, og í byrjun marzmánaðar það ár varð hann meðritstjóri Ingólfs, sem var aðal- blað Landvarnarmanna. Þegar hér var koinið var skammt að bíða sögulegra tíðinda. Millilandanefnd var skipuð sumar- ið 1907 til þess að fjalla um sam- bandsmálið. í henni voru þrettán Danir og sjö íslendingar. Nefndin settist á rökstóla í Kaupmanna- höfn næsta vetur og lauk störfum í maí 1908. Klofnaði nefndin og var einn af íslenzku nefndarmönn unum í minnihluta. Meirihlutinn samdi og lagði fram uppkast að lögum um ríkisréttarsamband Dan- merkur og íslands. Var það venjulega aðeins nefnt „Uppkast- ið“. Hófust nú miklar deilur um land allt út af sambandsmálinu, og var það aðalmál kosninganna sem fram fóru 10. sept. 1908. Andstæðingar „Uppkastsins" unnu mikinn sigur í alþingis- kosningunum 1908, og miklar breytingar urðu þá á skipun Al- þingis. Af 34 þjóðkjörnum þing- mönnum, sem áttu sæti á þingi eftir þær kosningar, voru 14, sem ekki höfðu áður setið á þingi, og af þeim nýliðum var aðeins einn fylgjandi „Uppkastinu" en allir hinir andstæðingar þess. Ari bauð sig fram í Stranda- sýslu í kosningunum 1908, og náði kosningu. Munu þó engir hafa spáð honum sigri þegar hann lagði út í kosningabaráttuna, því að þar átti hann við að etja mikilhæf an mann, er hafði traust héraðs- búa, Guðjón Guðlaugsson frá Ljúfustöðum. Hann hafði þá ver- ið þingmaður kjördæmisins í 15 ár, og var atkvæðamikill á þingi og forustumaður í félagsmálum sýslubúa. En það var með Stranda- menn eins og fleiri, að þeim geðj- aðist ekki að „Uppkastinu“, og fylgi við það varð Guðjóni að falli. — En seinna var hann þing- maður í allmörg ár. Ari átti sæti á Alþingi 1909 og 1911. Þar sem andstæðingar ,Upp kastsins" voru þá í miklum meiri- hluta á þingi, náði það frumvarp ekki fram að ganga, en þingið samþykkti annað lagafrumvarp um samband landanna. Það frumvarp hlaut þó ekki staðfestingu, og fátt merkilegt gerðist eftir það í sambandsmálinu þar til fullveldis viðurkenningin fékkst árið 1918. Árið 1912 hætti Ari að taka þátt í baráttu stjórnmálaflokka1 en tók að sinna öðrum verkefnum. I En hann lifði það að sjá rætast draum sinn um fullt stjórnarfars legt sjáifstæði þjóðar sinnar. Deil an við Dani um sambandsmálið er‘ úr sögunni, og viðfangsefni stjórn málamanna og flokka eru önnur nú en þau voru fyrir nokkrum ára- tugum. En þó að frelsið sé fengið er ekki allur vandi þar með bú- inn 1 niðurlagi þeirrar frásagnar af stjórnmálabaráttunni 1902— 1912, er Ari skrifaði síðar og birti í bók sinni „Minningar" fórust honum orð á þessa leið: „Og það mun ekki hvíla minni vandi á hondum framtíðarkyn- slóðanna að varðveita fengið frelsi en sá vandi hefur reynst að afla þess“. f íramhaldi af þessu hvetur hann íslendinga til að sameinast „um að vera jafnan á verði andlegt og fjárhagslegt sjálf- stæðj þjóðar og einstaklinga“. Víst ættu menn að muna þessi viturlegu orð Ara Arnalds og fara eftir þeim. Sjálfstæðisbarátta þjóð arinnar er ævarandi. Árið 1914 varð Ari sýslumaður í Húnavatnssýslu og gegndi því embætti í fjögur ár. En 1918 var hann skipaður sýslumaður í Norð ur-MúlasýsIu og bæjarfógeti á Seyðisfirði. Þeim störfum gegndi hann til 1937, en þá lét hann af embætti og fluttist til Reykjavík ur. Var hann þá 65 ára að aldri. Ari Arnalds var virðulegur og vandvirkur embættismaður, og hlaut hylli manna í þeim héruðum, þar sem hann starfaði. Hann gerði sér far um að jafna ágreining og var ráðhollur þeim mörgu mönn- um, er leituðu til hans með sín vandamáh Eftir að Ari fluttist til Revkja I víkur vann hann um tíma í stjórn : arráðinu. En þegar hann hætti störfum þar, tók hann að fást við , ritstörf. Til þess hafði hann áður haft lítinn tíma, að því frátöldu 1 að hann var ritstjóri stjórnmála blaða 1906—1909. eins og áður er frá sagt. Fyrsta bók hans, „Minn- ingar“ kom út 1949, þegar hann var meira en hálfáttræður og síðar i komu út tvær bækur eftir hann, ! „Örlagabrot" og „Sólarsýn". i Ari hafði frábæra frásagnarhæfi leika. Sagði manna bezt frá tíðind- I um. Og í ritsmíðum hans nutu þessir hæfile^kar sín vel. Bækur hans eru ritaðar á fögru máli og bera vott um sérstaka vandvirkni eins og annað sem hann vann. Það er heillandi ævintýrablær yf- ir sögum hans. Ari kvæntist Matthildi Einars- dóttur skálds Kvaran haustið 1908. Þau skildu. Synir þeirra eru þrír, Sigurður, Einar og Þorsteinn, allir í Reykjavík. Ari Arnalds er horfinn sjónum GRÖÐUR OG GARÐAR: INC-ÓLFUR DAVÍÐSSCWl Ekki er sama hverju sáS er . I Tímanlega þarf jafnan að hugsa fyrir frækaupunum. — Allmargir ala sjálfir upp káljurtir og blóm úti í vermireitum eða í kössum innanhúss. Má fara að sá til káls- ins um miðjan apríl. Sáð er í vel unna garðmold eða túnmold og cr bezt að hafa sendið lag efst til að hylja fræið. Þegar jurtirn- ar eru komnar upp er þeim góð birta nauðsynleg og hæfileg hlýja. Loftgott verður að vera á jurtun- um, ella er hætt við svartrót, eink- um á blómkáli. Jurtirnar eiga að vera þrýstnar og þreklegar. Tveim þrem vikum eftir sáningu (að jafnaði) eru smájurtirnar teknar upp til grisjunar og gróðursettar til bráðabirgða í annan reit eða kassa, með svo sem 5 sm. bili milli jurta. Þegar svo líður að gróðursetningartima úti í garði, þarf að herða jurtirnar, þ.e. smá- venja þær við svala útiloftið, með því að hafa reitina opna eða sáðkassana úti, þegar sæmilegt er veður, og loks dag og nótt. Sama aðferð dugar við flest sumarblóm, sem sá þarf til í reit eða inni, til að lengja vaxtartímann. Til margra þeirra má sá í apríl, en sumra fyrr (sja bókina Garða- gróður). Oft er spurt hvaða tegundir káls séu hér beztar til ræktunar. Á íslandi verður að velja frernur fljótþroska káltegundir, þátt ekki myndi þær jafn föst höfuð og „vetrarkál". Algengasta og örugg asta hvítkálsafbrigðið heitir Ditmerker. „Júlíkangen“ myndar öllu betri höfuð og geymist leng- ur, en er líka seinvaxnara og þarf jafnbetri kjör. Vetrarhvítkál er of seinþroska og dugar ekki til rækt gerðasta káltegundin og getur þrifist á hverju byggðu bóli á ís- landi, jafnvel á Hornströndum, Melrakkasléttu og norður í Grims ey. Og það þolir talsvert frost. Grænkálsfræi má sá beint í gar5- inn í maí, en bezt er að sá lika til þess inni, eða i vermireit, svo hægt sé að nota það snemma. Má nota blöðin á hvaða vaxtarskeiði sem er. Á sumrin eru neðstu blöðin tínd fyrst til matar. Græn- kál er Ijúfengt bæði hrátt og soðið. Börn verða oft mjög sólgin í það. Garðperla eða karsi er sú jurt, sem fyrst verður matarhæf á vor- in, jafnvel 10—14 dögum eftir sáningu inni í kassa. Fræinu er þrýst niður í moldina með fjöl, en ekki hulið. Hægt er að rækta mustarð, gulrófur eða næpur inni á svipaðan hátt og borða ung blöð in sem salat. Ungar og smáar útiræktaðar næpur eru líka gó5 ar til matar. Reynið ræktun silfurblöðbu (Sölvbede) úti í görðum. Hinir breiðu blaðleggir hennar eru góð ir til matar seinni hluta sumars. Ung silfurblöðkublöð eru mat- reidd sem salat eða spínat. Fræi allmargra sumarblóma má sá í garðinn þegar tíð er orð- in góð. Má þar til nefna vinablóm, hjólkrónu (Barajó), einærar draumsóleyjar (Valmúa), strand- rós eða strandlevkoj, gullhúða (Kaliforníuvalmúi), brúðarslæðu, kornblóm, þorskamunur (Linaria) snækraga (Ileris) o. fl. Auðvitað blómgast þær fyrr ef sáð er til þeirra inni, en þess þarf venju- lega ekki. Nóg er til af seinþrosk- aðri sumarblómum, sem verður að sá til inni eða í vermireiti. Silfurblaðka. unar hér á landi. Tappkál þrosk- ast heldur fyrr en hvítkál og er gott til sumarnotkunar, t. d. af- brigðið Erstling. Af blómkáli er Erfurter Deræg mjög bráðþroska og algengt. Einnig snjókúlan (Snebold). „Stór dansk“ og Regama o. fl. eru seinvaxnari en geta myndað falleg höfuð, þar sem kjör eru góð. — Blöðrukál (Savejakál) er fremur seinþroska kál, með blöðrótt blöð. Mjög mat argott, t.d. afbrigðið Ulmer. — Grænkálið er næringarríkasta, fjörefnaauðugasta og langharð- okkar. En með verkum sínum á langri ævi skráði hann nafn sitt þannig í þjóðarsöguna, að það mun lengi geymast. Sk. G. Margar slíkar tegundir fás*t til kaups á vorin um gróðursetningar tímann. Nú er kominn tími til að setja kartöflur til spírunar, a.m.k. í betri héruðum. Sumir eru komnir á lag með að láta kartöflur spíra í mold i kassa inni og gróðursetja svo plönturnar úti, líkt og kál, þegar tíð er orðin góð og fá þá uppskeru mjög snemma. — Hin- um góðkunnu gullauga. kartöflum hættir oft við að springa, bæði í garðinum og nýlega upptekh- um. Norðmenn segja að ef kart- öflugrasið sé slegið eða drepið t. d. með sýruúðun nokkru fyrir upptöku á haustin beri miklu minna á því að kartöflurnar springi. Þetta væri reynandi hér á landi, en ekki er vitað hér hve (Framhald á 8. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.