Tíminn - 24.04.1957, Page 12
VeðriS í dag:
Hvass suðaustan, rigaiug.
Miðvikudagur 24. apríl 1957.
Hitinn kl. 12 í gær: ~™]
Reykjavík 6 st., Akureyri 7 st.,
London 16 st., París 16 st., Kaup
mannah. 6 st. New York 17 st.
Friðdk efstur i lands-
liðsflokki.
Eftir fimm umferðir á Skák-
þingi íslendinga, sem nú stendur
yfir á Akureyri, er Friðrik Ólafs
son efstur með fimm vinninga,
liefir unnið hverja skák. Annar
er Freysteinn Þorbergsson með
41/2 vinning. Þriðji Arinbjörn
Guðmundsson með 3V2 v. Fjórði
Bjarni Magnússon með 2j4 v. —
Fimmti Eggert Gilfer með 2 v.
og biðskák. Sjötti Júlíus Bogason
með 2 v., og biðskák. Aðrir kepp
endur hafa færri vinninga.
í meistaraflokki er Þráinn Sig-
urðsson frá Siglufirði efstur með
6 vinninga. Annar er Jóhann
Snorrason Akureyri með 5 \2 v.
Sjötta umferð var tefld í gær-
kvöldi.
Fékk 63 lestir í einm!
netalögn
Afli Vestmaiuiaeyjabáta hefir
verið misjafn, en nokkrir bátar
|> fengið góðan afla, sérstak-
lega þeir, sem farið hafa austur
í Meðallandsbugt. T.d. kom vél-
báturinn Björg frá Eskifirði það
an nieð 63 lestir úr einni lögn
sJ. föstudag. Skipstjóri á Björgu
er Hilmar Bjarnason frá Eski-
firði. Annar bátur fékk 56 lest-
ir. Björg hefir fengið á einni
viku um 160 lestir og mun
hásetahlutur eftir hana vera um
8 þús. kr.
Slys á RauSarárstíg
Strengjakvartetf Björns Olafssonar,
Verk eftir nær öll íslenzk tánskáld
flutt á tónlistarhátíð um helgina
TÓBsknldafélf gi'í gengst fyrir hljómleikunum
^ar sem fólki gefst kosfur á að kynnast ís-
lenzkum túnverkum
Um næstu helgi verSjur haldin í Reykjavík hijómlistarhá-
tíð þar sem flutt verða eingöngu verk eftir núlifandi íslenzk
tónskáld, nærri alla félaga í tónskáldafélaginu, en þeir eru
nú 21 að tölu. Jón Leifs og fleiri tónskáld áttu í gærdag fund
með blaðamönnum og skýrðu þar frá þessu. Voru þar auk
Jóns þeir Þórarinn Jónsson, Skúli Halldórsson, Páll ísólfs-
son, Karl Runólfsson og Hallgrímur Helgason.
1 - i mikill kostnaður, sem það hefir í
Þessi tónskaldahatið verður hin £gr meg s^r
fyrsta, þar sem eingöngu verðai
flutt íslenzk tónverk og eingöngu Hefst með stofutónlist
eftir núlifandi tónlistarmenn. Tón-
listarmennirnir hafa lengi undir-
búið slíka kynningu á verkum sín-
um, enda lítil tækifæri hér til
slíkra kynninga, vegna þess hve
erfitt og dýrt er að koma
þeim til flutnings. Þegar norrænai
tónlistarhátíðin var haldin hér;
stóð til að flytja sérstaklega íslenzk;
verk, en af því gat ekki orðið. Fyr
ir rúmum þremur árum, þegar fé-|
Það slys varð í gærmorgun á
Rauðarárstíg, að lítil telpa,
fjögurra ára, varð fyrir jeppa og
meiddist á höfði. Telpan heitir , lagið varð tíu ára, var ætlunin að
Borghildur Jónsdóttir, Sunnu-1 efna til slíkrar tónlistarkynningar
hvoli við Háteigsveg. Reyndist á íslenzkum verkum, en það er
Siún hafa fengið heilarhristing. fyrst nú, að ráðist er í þetta, enda.
Maður drukknar er bát
hvolfir við Rifshöfn
Á miðvikudag fyrir skírdag varð það slys, að maður frá
Hellissandi drukknaði, er bát, sem hann var á með öðrum
manni, hvolfdi. Maðurinn, sem drukknaði, hét Björn Krist-
jánsson. Hann var 59 ára gamall og lætur eftir sig 12 börn,
J>ar af þrjú í ómegð.
Atvik slyssins eru annars þau að
Björn fór með þróður sínum á bát
til þess að vitja um hrognkelsanet,
«em lágu skammt undan Rifi. Voru
þeir nýbyrjaðir að draga netin,
þegar bára kom undir bátinn og
hvolfdi honum. Komust mennirnir
báðir á kjöl.
Skipverjar á vélbátnum Ver frá
ísafirði, sem staddux var í Rifs-
höfn sáu. þegar slysið varð og fóru
þeir á bát sínum til hjálpar. Þeg-
ar þeir komu á slysstaðinn var
Björn orðinn laus við bátinn og
var látinn, þegar honum var bjarg-
á laugardag.
Tónskáldahátíðin, sem hefst á
laugardaginn, hefir verið vel og
lengi undirbúin, segir Jón Leífs.
Sinfóníuhljómsveitin kemur þar
fram undir stjórn Olavs Kiellands
og strengjakvartett Bjöms Ólafs-
sonar leikur. Auk þess koma fram
einsöngvarar, söngflokkar og ein
leikarar.
Tilhögun hátíðarinnar verður
sú, að á laugardag kl. 4,30 hefst
með því, að Gylfi Þ, Gíslason
menntamálaráðherra flytur ræðu.
Síðan hefjast stofutónleikar. Á
sunnudaginu klukkan 9 e. Ii.
verða kirkjutónleikar í dónikirkj
unni, þar sem dómkirkjukórinn
syngur undir stjórn Páls ísólfs-
sonar og Viktor Urbaucic leikur
á orgel.
Sinfóníutónleikar á
þriðjudagskvöld.
Á þriðjudagskvöldið verða svo
sinfóníutónleikar í Þjóðléikhús-
inu og hefjast þeir klukkan 9.
Olav Kielland stjórnar hljóm-
sveitinni og verða eingöngu flutt
verk eftir núlifandi íslenzk tón-
skáld. Þjóðleikhúskórinn syngur
(Framhald á 2 síðu)
að um borð í Ver. Hinn maður- jl lutnillfifar í .1. 1 fllllll-
inn var enn á kjöl, er honum var j 0
bjargað.
Björn Kristjánsson var fyrrum
oddviti á Sandi og útgerðarmaður
þar.
Drengir finna mannslík í skúta í
hrauninu suðvestur af Vífilsstöðum
LikitS rcyndist vera aí Baldvin Skaftasyni, er
hvarf á leitf til Vífilstaía um miðjan janúar
Þann nítjánda janúar í vetur steig miðaldra maður af
strætisvagni á Fífuhvammsvegi í Kópavogi og ætlaði að Víf-
ilsstöðum. Maður þessi hét Baldvín Skaftason og spurðist
ekki til hans fyrr en nú á föstudaginn langa, að þrír drengir
fundu lík hans í hrauninu suðvestur af Vífilstöðum.
Baldvin heitinn hafði verið Bjúk-
lingur um tíma á Vífilstöðum, en
hafði nýverið byrjað starf hjá Sam-
bandinu. Síðast fréttist til hans um
áttaleytið að kvöldi þess nítjánda,
en þá tók hann sér far með áætl-
nnarvagni suður í Kópavog, og tal-
ið aS hann hafi ætlað að ganga
beint til Vífilstaða. Hríð var á,
þegar Baldvin fór úr bifreiðinni.
Baldvins heitins var leitað mikið,
þegar veður batnaði, en sú leit
bar ekki’ árangur.
í hraunskúta.
Á föstudaginn langa voru dreng-
ir úr Kópavogi á ferð í hrauninu
suðvestur af Vífilstöðum. Rákust
þeir þá á lík Baldvins í hraunskúta
og gerðu þegar aðvart. Baldvin
Skaftason var fæddur 11. septem-
ber 1909 og því á fertugasta og
áttunda aldursári þegar hann lózt.
Tvær IiópíerSir vom íarnar anstur í
Oræfi á bíkrni í páskavikunni j
Leiðir greiífærar og lítið í vötnum
Efnt var til óvenjulegra hópferöa í páskavikunni og haldiíS
austur í Öræfi. Mun það ekki hafa verið gert um þetta leyti
árs fyrr. Var þetta Guðmundur Jónasson og ferðaskrifstofa
Páls Arasonar, og voru sex fjallabílar í förum og alls um
90 manns. Munu svo fjölmennir ferðamannahópar ekki hafa
gist Öræfin í einu öðru sinni.
landaflugi aukast
Á fyrstu þrem mánuðum þessa
árs fluttu flugvélar Fiugfélags ís-
lands 1545 farþega milli landa,
en 1131 á sama tíma í fyrra.
Lætur því nærri að tala far-
þega í millilandafluginu hafi auk-
ist um þriðjung á þessum tíma
miðað við s.l. ár.
Vöruflutningar milli landa jan.
-febr-marz 1957 námu 57339 kg.
en 37500 á sama tíma í fyrra. Póst
ur fluttur milli landa á þessu
tímabili nam 7100 kg., en 5930
kg. s. 1. ár.
í innanlandsfluginu urðu farþeg
ar nokkru færri fyrstu þrjá mán
uðina í ár, sem stafar af rekstrar
stöðvun vegna verkfalls á flug-
flotanum.
Farþegar fyrstu þrjá mánuðina
í ár voru í innanlandsfluginu
6140, en 6738 í fyrra. Vörur flutt-
ar innanlands voru í ár 210 þús.
kg. en 240 þús. kg. á sama tíma
í fyrra.
Hinsvegar jókst póstflutningur
í lofti nokkuð. Var fyrstu þrjá
mánuðina 1957 53012 kg., en á
sama tíma 1956 var hann 45344
kg.
Vegir máttu heita eins góðir og
um hásumar, og sandar og vötn
eins greiðfær og orðið getur. Gekk
því ferðin vel. Guðmundur Jónas-
son fór með sinn óp austur að Jök
ulsá á Breiðamerkursandi. Ekkl
lagði hann þó á bílum í ána en óð
yfir hana og kannaði botn og taldi
liann, að áin mundi fær bifreiðum
núna.
Salt sjávarlón.
Guðmundur Kjartansson, jarð-
fræðingur, var með í förinni og
fékk hann Sigurð í Kvískerjum til
þess að fara með sér austur að
Jökulsá, og reru þeir um lónið og
könnuðu dýpt þess o. fl.
Það er nú auðsætt, sagði Guð-
mundur, er bfeðið átti tal við hann
(Framhald á 2. síðu)
Skipverji á Norð-
lendángi drukknar
Aðfaranótt skírdags varð þa<¥
slys á togaranum NorölendingL
sem var a® veiðum út af Garð-
skaga, að ungur maður, Rögn-
valdur Axelsson frá Ólafsfirði
féll útbyrSis og drukknaði. Mun
honum hafa skolað út í ólagi,
Var hans leitað um hríð em
fannst ekki.
Rögnvaldur var um tvítugt og
átti foreldra og systkin á lífi í
Ólafsfirði. Hann var dugnaðar-
maður hinn mesti og hafðí
lengi verið skipverji á Norðlendi
ingi.
1
Halastjarnan Arend Roland sést nú
gerla hverja heiðskíra nótt
Frá Reykjavík sést hún í stefnu yfir Akranes
heldur neÖan viÖ miÖjan himin
Þessi kvöldin má sjá óvenjulega sýn á himni, einnig hér
á landi, þegar heiðskírt er. Er það halastjarnan Arend Ro-
land, sem er á yfirreið og sést nú neðan við miðjan himin í
norðuráít. Hefir hún verið sýnileg undanfarin kvöld og mun
einnig verða svo næstu 2—3 vikurnar.
Undanfarin kvöld hefir loft ver
ið skýjað þangað til í fyrrakvöld.
Þá var heiðskírt, og sást stjarnan
þá mjög vel, lýsandi kjarni um-
vafinn ljósþoku og út frá því lýs-
andi hali.
Sú stærsta síðan 1910.
Trausti Einarsson, prófessor,
sagði blaðinu í gær, að þetta
væri talin stærsta halastjarnan,
sem hér hefir sézt síðan 1910.
Hún er kennd við stjörnufræð-
inginn, sem fyrst uppgötvaði
hana, eins og venja er. Fann hann
hana í nóv. s.l. og var þá hafizt
handa um að reikna út braut henn
ar. Síðustu dagana var hún þar
komin, sem hún gengur næst
jörðu, og var þá um það bil miðja
vegu milli sólar og jarðar. Nú er
hún farin að fjarlægjast jörðina
aftur.
Búast má við, sagði Trausti, að
stjarnan verði sýnileg næstu
kvöld og raunar alla nóttina næstu
sólarhringa, ef bjart verður yfir.
Geislaverkun getur valdið
krabbameini og hvítblæði
segsr Joliot-Curie. Hættan vofir yfir ölhim, ef
vetnissprengjutilraunum verÖur ekki hætt
PARÍS, 23. apríl. — Franski vís-
ingamaðurinn og nóbeisverð-
launahafinn Frederic Joliot-
Curie hélt því fram í ræðu í
kvöld, að geislavirkar agnir í
gufulivolfinu gætu valdið krabba
meini, ef ekki yrði hið bráðasta
bundiun endir á tilraunir með
vetnissprengjur. Joliot-Curie,
sem uin skeið var yfirmaður
kjarnorkurannsókna í Frakk-
landi, kvað „næðing vitfirringar
innar“ neyða hvert ríkið af öðru
til þess að taka þátt í vígbúnaðar
kapphlaupinu.
Hinir færustu vísindamenn
hefðu kvað eftir annað varað
við afleiðingum geislaverkana
og sjálfur hefði hann taiið sér
skylt að benda almenningi á
þessa hættu. Geislavirka efnið
strontium 90 getur varðveizt í
allt að 30 ár, og það er þetta
efni, sem myndast við kjarnorku
og vetnissprengingar. Það svíf-
ur síðan um í gufuhvolfinu og
fellur smátt og smátt til jarðar
með regní og ryki, sem sezt á
gróður jarðar. Menn og dýr eta
hinn mengaða gróður og fá þann
ig strontium í líkamann. Jafnvel
mjólk verður geislavirk á þenn-
an hátt.
Ef tilraunum með kjarnorku*
og vetnissprengjur verður >icki
hætt, er vafalítið, að magnið af
strontium í gufuhvolfinu verður
svo mikið að það verður stór-
hættulegt mönuum, ekki sízt
börnum, sem eru að vaxa, og
geíur m.a. valdið krabbameini
og iivítblæði. Sýnt er, að geisla-
virkni sú, sem menn verða fyrir,
er vaxandi, sagði Joliot-Curie.
Margir láta sig þetta vandamál
litlu skipta og halda að þeim
sjálfum sé óhætt, þar eð þeir
séu svo fjarri þeim stöðum þar
sem tilraunirnar eru gerðar. —<
Þetta er blekking. Sérhvert okk
ar er í mikilli hættu og ekki síð-
ur afkomendur okkar, ef tilraun
um með vetnis- og kjarnorku-
vopu verður ekki hætt þegar í
stað, sagði Joliot-Curie.