Tíminn - 01.05.1957, Page 7

Tíminn - 01.05.1957, Page 7
T f MI N N, miðvikudaginn 1. maí 1957. (Ferðabréf það, sem hér birt-' ist frá Vigfúsi Guönumdssyni er' ritað nokkrum dögum áður en b'réf það, sem birtist síðast í Tímanum. j En það barst ekki fyrr en í gær, | mun hafa lent á refilstigum heims- póstsins, og er sú skýring ein á því að þetta bréf birtist síðar en skyldi. Lesendur eru beðnir að at- huga þetta). Santiago, 26. marz 1957. Kæru samlandar! Þar sem ég er nú staddur hér í nokkra daga á endastöð ferðar minnar í þetta sinn, er ef til vill rétt að tína fram fáeina fróðleiks- :‘mola um þetta fjarlæga — og mörgum heima ókunna — en að ýmsu leyti sérkennilega land. Chile er ólíkt öllum öðrum lönd- um og ríkjum heimsins í lögun. Eins og menn vita úr landafræð- inni er það strandlengja með kyrrahafinu, allt á suðurhlið jarð- ar. Það er 4300 kílómetrar á lengd frá norðri til suðurs, en ekki nema um 150—200 km. á breidd. Og þar af eru hin risavöxnu Andes- fjöll jafnan væn sneið af austur- hluta landsins. En hæstu tindar þeirra fjalla eru hæstu fjöll heims- ins, að undanteknum Himalaya. Chile nær yfir nærri 40 breidd- argráður frá norðri til suður, en ísland t. d. nál. þrjár. Og það er talsvert meira en sjö sinnum stærra heldur en okkar land. — Á því búa um sex milljónir manna. í venjulegu tali er landinu skipt niður í þrennt: Norður-, Mið- og Suður-Chile. í Mið-Chile búa %o af landsmönn um. Þar er höfuðborgin, Santiago, með talsvert á aðra milljón íbúa. Og þar er nær allur iðnaður landsins, og hann er talinn vera sem næst að hálfu leyti í höfuð- borginni. Einnig er í Mið-Chile h. U. b. allt ræktanlegt land ríkisins. í Norður-Chile, sem er talið Vera nærri 40% landsins, er mik- ill námugröftur. Þar eru einhverj- ar mestu koparnámur heimsins, einnig járn, silfur o. fl. Þar er salt pétursvinnslan og úr saltpétrinum er m. a. unnið joð mjög mikið. En Chile framleiðir mest af því joði, eem notað er í heiminum. Vatnið gengur kaupum og sölum Við suðurhluta landsins eru firð jr, vogar og víkur, sker, hólmar — eyjar óteljandi, eins og á Breiða- firði heima. En við norðurstrend- ur landsins er íítið um þess háttar. Sums staðar þar við strendurnar eru biinar til útflutningshafnir fyr ir opnu hafinu, vegna málmnáms- jns og saltpétursvinnslunnar. Á norðurhluta landsins kem- Ur oft ekki dropi úr lofti allt árið og stundum ekki mörg ár sam- fleytt. Enda er landið þar einhver omurlegasta bruna-eyðimörk, sem til er á jörðinni. Þeir hafnarbæir, sem þar eru, vegna útflutnings á málmum og Ealtpétri, verða t. d. stundum að leiða neyzluvatnið allt upp að 2— 300 km. veg ofan úr reginfjöllum) Kvað vatnið svo oft ganga þar kaupum og sölum í bæjunum í flöskum, svipað og mjólk — og sé það þá stundum lítið ódýrara. SauSf járbúskapur í uppgangi í Suður-Ch'le, sem er helmir.gi Etærra heldur en ísland að flatar- máli, búa aðeins fyrir innan 100 þús. manns. Lengi var þar talið Jiær óbyggilegt. En nú á síðari ár- Um hefir þotið þar upp sauðfjár- búskapur og eru þar nú taldar vera orðnar 7—8 milljónir sauð- íjár. í öllu Chile er talið að séu um 2% milljón nautgripir. Talsvert er líka af hestum, svínum, múldýrum og ösnum. Eins og gefur að skilja er veðr- éttan í Chile ákaflega misjöfn. Það er allt frá hitabeltisveðráttu nyrzt til storma, stórrigninga, kulda og Enjóa syðst, suður í Patagóníu og Eldlandinu, sem hvort tveggja er klofið sundur á milli Chile og Ar- jgentínu. Þar er syðsta byggð í lieimi. Hún er dálítið sunnar en þjýja Sjáland. Landamæri Chile og Argentínu fcru jafnan um há Andesfjöllin, en Frá Santiago i Chile. — Hvíta húsiS til hægri er hús forseta landsins. FerSabréf frá Vigfúsi GuSmundssyni: CHILE- land saltpétursins, regin- fjalla og anðngra náma - þau ganga sem geysimikill fjall- garður frá norðri til suðurs eftir endilangri vestanverðri Suður-Ame ríku, þótt þau lækki mikið syðst. Hér í Mið-Chile er veðráttan hin indælasta. Jafnan er svalt á nótt- um og venjulega ekki mjög heitt á daginn, þótt heiður sé himinn og glaða sólskin, eins og oftast er hér. Þennan tíma, sem ég er búinn að vera hér, er alveg hæfilegur hiti á daginn — ekkert' of mikill. En það er meira heldur en ég get sagt frá þeim stööum, sem ég hefi heimsótt hér í S-Ameríku, þótt betra væri þó slíkt í Argen- tínu heldur en Brasilíu. En þaö er nú líka að byrja að hausta núna, þótt engin merki sjáist þess samt hér á gróðri jarðar, nema blóm- skrúðið kvað vera að miklum mun minna heldur en að vorinu eða framan af sumri. Goft rækfarland í Mið-Chile Talið er að álíka stórt land sé ræktanlegt hér á Chile og ísland er stórt að flatarmáli, eða um 100 þús. ferkm. Það er nær eingöngu hér í Mið-Chile. Það er víða hið prýðilegasta ræktarland, einkum líka fyrir það, að vatnið úr ánum, ofan úr fjöllunum, er tekið til á- veitna yfir það. í Norður-Chile hverfa allar ár, að undantekinni einni, niður í sand- og grjót eyðimerkurinnar rétt fyrir neðan fjöllin. Þannig er það þar á að m. k. tíu breiddar- gráðum. En hér hjálpa árnar afar mikið við ræktunina. Og vex hér margs konar jarðargróður mjög vel, svo sem hveiti, baunir, bygg, hafrar, mais, hampur o. m. fl. Einn- ig vaxa margs konar ávextir ágæt- lega, og sumir þeirra eru svo góð- ir, að ég hefi tæplega bragðað þá jafn góða annars staðar í heimin- um! * 1 En galli er á gjöf Njarðar. Af allri ræktanlegrí jörð hér í Ohile er talið að a. m. k. % áf henni eigi minna en 1% af íbúun- um. Veldur þetta miklu óréttlæti og sárri óánægju meðal almenn- ings. Og eins gerir útlenda fjár- magnið, sem er reyndar driffjöðr- in í námurekstrinum o. fl. fram- kvæmdum. Þykir mörgum þetta hvort tveggja veita mjög ótraustan grundvöll undir þjóðarbúskapinn. Og er vöknuð talsverð hreyfing í landinu um að brcyta þessu hvoru- tveggja. En þar er við ramman reip að draga. AuSnum misskipt Einn höfuðgallinn á sambúðar- háttum íbúanna hér eins og i Arg- entíu og víðar hér í S-Ameríku, er, hve auðnum er misskipt. Stór-auð- menn eiga mestan hluta landsins, sem þeir hafa oft fengið fyrir nær því ekki neitt. En við mannvirki, svo sem vegi, járnbrautir o. fl., sem kostað er af almannafé, stórhækk- ar landið í verði, þótt allra gífur- legast sé það í borgum og bæjum. Svo að hvað sem eigendurnir lifa hátt í luxus og svalP. geta þeir ekki einu sinni eytt vöxtunum af eignunum og verða æ ríkari og rik ari. Oft er þá ekki svo vel að þeir eyði tekjunum í því ríki, sem eign- ir þeirra eru, heldur gera þeir það í öðrum löndum, svo sem í Banda- ríkjunum, og þó einkum í París. Það er alþekkt hve mikill fjöldi Suður-Ameríkana býr þar í dýr- ustu luxushótelununi tímunum sam an og eyðir þar of fjár. En þetta allt eykur óróann og óánægjuna meðal hins vinnandi fólks, sem framleiðir verðmætin. Svona er þetta hér í Chile og víð- ar. Og af þessu skapast verkföll og ýmiskonar órói, sem hamingjan má vita til hvers leiðir, ef þróunin og. vitið verður ekki á undan bylting- um eða einhvers konar „kollsteyp- um“. Talið er að urn 20 þús. Þjóðverj- ar séu hér í Chile. Einkanlega eru þeir hér í sunnanverðu miðland- inu. Þó að þeir séu ekki fleiri en þetta, þá er talið að þeir séu mjög áhrifamiklir í landinu og þar á meðal séu þeir drjffjöðrin í hinum hraðvaxandi iðnaði hér. Margir þeirra kváðu vera orðnir mjög rík- ir, en þeir kváðu hafa það fram yfir marga aðra, að þeir nota sér auðæfi yfirleitt í þessu landi, sem gaf þeim þau. Þeir kváðu vera mjög samheldnir sem Þjóðverjar og varðveita sitt þjóðerni vel, en eru þó um leið taldir einhverjir beztu borgarar Chile. Afkomendur Þjóðver.ia, sem komu hingað til Chile fyrir 400 árum, kváðu tala, skrifa og lesa þýzku almennt eins og þeir væru uppaldir í Þýzka- landi. íbúar Chile eru taldir skiptast aðallega í fjóra flokka: 1. Afkom- endur Spánverja, sem fyrstir komu hingað af hvítum mönnum, dálítið blandaðir Bretum og írum. Og mynda þeir aðallega ýfirstétt- ina. 2. Ý'msijr landnemar (mest frá Evrópu), se,m mynda einkum milli stétt. 3. Kynblendingar (Mestizer) Snánverja og Indíáná, og eru þeir fjölmennastir. Og 4. hreinir Indiá- 1 nar. sem fer þó alltaf fækkandi. Stjórnarkerfið er lýðveldi (rebu- blik) og er löggjafarþingið i tveim ur deildum. Forseti landsins er valinn með frjálsum kosningum til sex ára af öllum borgurum lands- ins, sem eru orðnir 21 árs og kunna að lesa og skrifa. Stærslu borgir Skólaskylda er fyrir börn og vf- irleitt ókeypis skólakennsla. Fjór- ir háskólar eru í landinu. Santiago er langsamlega stær=ta bor" landsins. Hún stendur dálitið frá hafinu, 5—600 metra yfir sjáv- j armál. Bak við hana í dálítilli f.jar- j lægð rísa hin risaháu Andesf.iöll, ' og ber við himinn, venjulegast með fannkrýnda efstu fjallatopp- 1 ana. j Borgarstæðið hér þykir hið feg- ' ursta og borgin sjálf er myndarleg ( og falleg — og gestsauganu finnst hún yfirleitt menningarleg. | Næst stærsta borg Chile er Val- pariso, með Látt uppunc ir hálfa milljón íbúa. Hún er aðUhafnar- borg Mið-Chile, dálítið hér norð- vestur með ströndinni. í þeirri borg eru allt nýlega.r mvndarlegar byggingar og allt vel skipulagt. Eldri hús eyðilögðust nær öll fyrir nokkru (1903) i jarð skjálfta og um leið eldsvcða. And- esfjöllin ganga þarna næstum fram undir sjó. Rétt sunnan við Valpariso er mjög góð og fræg baðströnd: Vina del Mar. Við Vina del Mar er fjöld' mjög fullkominna baðstrandarhó tela, ríkismannabústaðir og ýmsar veglegar klúbbbyggingar. Hafnarbæirnir í Norður-Chile hafa risið upp vegna útflutnings á saltpéíri og málmum. En þegar salt pétursvinnslunni stórhrakaði, eink um vegna samkeppni um köfnun- arefnisáburð, unninn í vélaiðnað; í ýmsum löndum, með hjólp raf- magns og vísindatækni margs kon- ar, — þá lögðust sumir útflutn- ingsbæir við ströndma í cyði — og aðrir því sem næst. En sumir bæirnir þar eru enn i blóma, einkum vegna hins mikla málniútflutnings. Þannig hefir und anfarið verið flutt um einn þess- ara hafnarbæja talsvert á aðra milljón smólesta á ári af málmi til Bandaríkjanna. Iðnaðurinn hér í Mið-Chile er rekinn með rafmagni, sem fengið er við virkjun ánna hér úr Andes- fjöllunum. En erfitt kvað vera víða að virkja þær, því berg og jörð er laust í sér og mikið af lausahnullnngsgrjóti í árbotnun- um, sem er á sífelldri hreyfingu. Ekki er mikið um fossa og frekar erfitt með uppistöður til vatns- miðlunar. Árnar eru lika mikið notaðar hér í Mið-Chile til áveitna og hjálpar vatn þeirra ákaflega mikið við vöxt margs konar jarðargróðurs. Eg minnist ekki frá yngri árum mínum að ég kannaðist nokkuð við frá Chile, nema saltpéturinn. Og -vipað gæti ég trúað að væri um ýmsa aðra heima. Enda er landið mjög afskekkt. Og engar samgöng- ur við önnur lönd framundir síð- ustu ár, nema eftir hafinu, og þar heldur engín alfaraleið í nálægð. En nú hefir betta batnað mikið við flugsamgöngur og svo við járn- brautina og „veginn“ ýfir Andes- fjöllin til Argentínu. Sjálfir sögðu Chilebúar oft áður, að þeir byggju á afskekktasta j horni heimsins. Chiíe-saftpéturinn Að ég kannaðist vel við saltpét- urinn og þar af leiðandi örlítið við landið, var einkum vegna kennslu míns elskulega og ógleymanlega kennara og vinar Páls Jónssonar (frá Reykhúsum í Eyjafirði) á Hvanneyri og síðast í Einarsnesi. Hann ræddi svo oft f jarðræktar- tímunum um ágæti Chile-sailpét- ursins. En á þeim árum var Chile saltpéturinn helzti köfnunarefnis- áburðurinn i heiminum. Fluttist z hann þá svo að segja vítt um ver- öld alla. Hann var vist sá fyrsti verulegi áburður þessarar tegund- ar, enda eru á annað hundrað ár síðan farið var að vinna hann hér í landi, og hafði Chile eiginlega um langt skeið einkaaðstöðu með hann. Þá var saltpéturinn svo dýrmæt- ur fyrir Chile, að útflutningsgjald- ið af honum (10 US-dollarar af smálest) varð meiri hluti ríkis- teknanna. Var þá talið að lang- mestur hluti borgaranna hér £ landi væri algerlega skattfrjáls til ríkisins. Þegar saltpétursútflutn- ingrum fór að stórhraka á síðari áratug, olli það mjög miklum vand ræðum fyrst í stað, en er nú óð- um að jafnast aftur me'ð nýjum og auknum iðnaði, aukinni ræktun jarðarinnar o. fl. í Þolinmæði þraufir vinnur J allar Þjóðin í Chile er talin einna dug legust allra Suður-Ameríkuþjóð- anna. Borgarlýðurinn hér í höfuð- staðnum kemur vel fyrir sjónir, rösklegur og ákveðinn að sjá. Hér sést ekki svertingi, en talsvert margir eru með sterkum Indíána- svip, og því miður er til mikil fá- tækt, en mikið er reynt til þess að bæta úr því. Strax í Rio de Janeiro sagði Pálmi Ingvarsson mér, að ein dyggð væri sérstaklega nauðsynleg þar í Brazilíu og það væri þolin- rna'ði. Þetta hefi ég mjög feng- ið að reyna. að er rétt hér í Suður- Ameríku. Það er heldur erfitt fyrir útlending að ferðast um hana. Ógn arleg skriffinnska og „serímoníur“ sem allt gengur með miklum seina- angi og i endalausum, sífelldum biðsölum. Oftast fer þetta fram hjá konsúlum eða'sendiráðum, toll búðum og ýmsum afgreiðslum far artækja. En hér t. d. bættist það við, sem ekki hefir verið áður, að landamæraverðirnir hér, upp í háfjöllunum, skipuðu mér að til- kynna konm mína á lögreglustöð ina, eftir komu mína í borgina. Hafði ég þó fullkomna áskrift, (vísa) á vegabréf mitt um leyfi til að mega fara inn i landið og vera í því ákveðinn tíma, og leyfi svo inn í næsta reki, er ég færi héðan. Ilefi ég hvergi í heiminum þurft að bæta þessu ofan á alll annað á ferðalagi, fyrr en hér. Jú, ég ark- aði á lögreglustöðina, sem er í gríð arstórri byggingu hér í borg. Þar var allt fullt af löngum biðröðum, nær því við hverja afgreiðslu, en þær voru fjölda margar. Þegar ég fann, eftir mikla leit, þá biðröð, sem ég átti að standa í voru þar um 30 manns á undan mér, og varð ég að bíða í óratíma þar til ég náði afgreiðslumanninum. Þó gat hann lítið annað en fengið mér eyðublað sem ætti að fylla út hjá annarri af greiðslu. Jú, ég þangað og var þar sízt minni biðröð en sú fyrri. Þeg- ar loks kom að mér, þá fyllti, jú, afgreiðslumaðurinn út skjalið og að því búnu fékk hann mér það. En ennþá vantaði á það stimpil frá 3. afgreiðslunni, er hann benti mér á hvar væri í gagnstæðum enda hins stóra sals. Eg þangað og skip- aði mér i langa biðröð. Loks kom að mér og skjalið var stimplað. Þar með var þessu lokið, ég gat farið. En allt þetta hafði tekið mig fimm klukkutíma. Þetta er lítið dæmi til að sýna hvernig gengur stundum til hérna og að Pálmi hafði rétt fyrir sér um þolinmæðina, hve hún væri nauð- synleg í Suður-Ameríku. En fólkið er víða mjög þægilegt og velviljað. Þegar ég kom ofan af Andes- fjöllunum frá Argentínu, kom ég hérna megin í þeim ofan i djúpaa dal. Eftir honum rann stór kol mórauð á, en samt ekki nein stór- elfur. Hún rann niður allan. dalinn, sem var nokkuð langur, í slórgrýtisurð og strengjum. Hvergi foss í henni og hvergi hylur. Þannig kváðu árnar vera hér. í dalnum voru snarbrattar, háar hlíðar beggja megin og gróður lausar niður fyrir miðju og ekki mikill gróður hið neðra. Undir lendi var hér því ekkert. Þarna var talsvert af bændabýlum, þótt mjög væru þau sírjál ofarlega í dalnum. Höfðu ibúarnir rutt smá bletti í grjótinu umhverfis eða nálægt bæjum sínum, og á þeim (Frambald 4 11. síðu.j

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.