Tíminn - 22.05.1957, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.05.1957, Blaðsíða 5
T í M I N N, miðvikudaginn 22. maí 1957, 5 Orðið er frjálst Þorsteinn Jónsson: Eitrun fyrir refi og refaveiðar Fjölbreytt starf á æskulýðshein ili templara á Akureyri s.I. vetusr > Starfsemi Æskulýðsheimilis templara hófst í Varðborg um m'ðjan október 1956. Svo að segja allri miðhæð hússins var þá breytt í leik- og lesstofur og var þar komið fyrir leiktækj- um, svo sem knattborði, borðtennis, margs konar kúluspilum, töflum og bókasafni. Auk þess var veitingastofunni á neðstu hæð hússins breytt í vinnustofu. Guðmundur Einarsson, Brekku og Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi skrifa báðir í Tímann ný- lega um refaeitrun og refaveiðar, og er alveg furðulegt, hvað þessir menn geta fullyrt. Þeir halda því báðir fram, að dýrbítir eti ekki eitrað hræ og menn hreinrækti bíti með því að eitra. Ég skal ekkert fullyrða um það, hvort bítir eti eitrað hræ, og það held ég að þeir geti ekkert fullyrt um heldur. Þótt G. E. hafi stundað refaveiðar í 5 ár, á ég bágt með að trúa því, að hann þekki svo alla háttsemi tófunnar ,að hann geti sagt ákveðið um þetta. Ég hefi nú stundað refaveiðar og refaeitrun milli 10 og 20 ár, og ég skal ekki fullyrða neitt um það, hvort bítir eti hræ eða ekki. En það er ekki sama, hvers konar æti maður lætur í eitrið og hvernig það er framkvæmt. Það ber Mtinn árangur að eitra kjöt af hrossum, kindum og því- líku. Það er ekki nema rétt tilvilj- un, að refirnir eti það, og svo eru margir, sem setja eitrið í kjötið, þegar það er orðið kalt, en þá brýzt eitrið ekkert út um kjötið. Mér hefir reynzt bezt að eitra rjúpur og setja eitrið i þær ný- skotnar. Á því hafa margar tófur fallið. En svo ég víki nú aftur að dýr- bítnum, sem þeir ræða svo mikið um, bæði G. E. og G. Þ. og halda að maður hreinrækti með eitrun- inni, þá vil ég spyrja þá að eftir- farandi: 1. Halda þeir virkilega, að dýr- bítur sé einhver sérstök refateg- und? Mér er ókunnugt um, að svo sé, og hefi yfirleitt verið á þeirri skoðun, að dýr verði ekki bítir fyrr en þau eldast, og það hefi ég fylli- lega sannfærzt um, þegar óg heíi skotið tófur á grenjum á vorin. Það eru gömlu dýrin, sem drepa lömbin. 2. Halda þeir virkilega, að hvolp ar undan dýrbítum, sem íæddust s. 1. vor, séu svo skynsamir, að þeir taki ekki eitur í vetur, sem sett er á afrétti? Ég fullyrði, að þeir taka eitrið, og með því móti fjölgar dýrbítn- um síður. Annars eru í raun og veru allar tófur dýrbítir, því að þær, sem ekki drepa sauðfé, drepa óhemju mikið af fugli, svo ég held, að það sé enginn skaði, þótt þær færust af eitri. G. E. segir, að það hafi aldrei skeð svo vitað sé, að dýrbítur hafi verið unninn með öðru en skot- vopnum, en ég vil spyrja hann: Hvernig ætlar hann að sjá það á dauðri tófu við eitur, hvort hún er bítur eða ekki? Ég treysti mér ekki til þess. Um það, að ómannúðlegt sé að eitra, vil ég segja þetta: Allar þær tófur, sem hafa farizt af eitri hjá mér, hafa legið rétt hjá hræinu, svo það er sýnilegt, að þær hafa drepizt strax. Ég skal ekki segja neitt um það, hvort fyrir geti komið, að þær lifi eitthvað, ef þær eta ekki nógu mik ið af eitrinu. Þess vegna er um að gera að láta nógu mikið af því í hræið, svo það hrífi sem fvrst. Og það get ég sagt þessum mönnum, sem hafa svo mikið ritað um þetta, að það getur hæglega komið fyrir, að refirnir særist af skotum og ná- ist ekki, og ég efast um, að það sé betra en hitt. Og að endingu þetta: Við eigum að ráða niðurlögum refsins með öllu móti, bæði með eitrun og skot vopnum. Það verður vitanlega að fara varlega með eitrið og alls ekki eitra nálægt mannabústöðum, svo hundar og önnur húsdýr nái ekki í það. Það hefir aldrei farizt á eitri hjá mér annað en tófur og einir tveir hrafnar, sem ég hefi orðið var við. Aðeins eitt ennþá: Væri ekki ráðlegt að verðlauna eitthvað þá, sem vinna alveg greni á vori. t. d. með því að greiða kr. 100,00 fyrir hvert fullorðið dýr og kr. 50,00 fyr ir hvolp? Brakanda, 12. marz 1957, Þorsteinn Jónsson. Heimilið var opið íyrir 10—12 ára börn á þriðjudögum og fimmtu dögum kl. 5—7 e. h. og á sömu dögum var það opið fyrir ungl- inga kl. 8—10 síðdegis. Vegna mikillar aðsóknar yngri barna varð að takmarka aðganginn við aldur. Börnin sóttu heimilið strax mjög vel og voru jafnan 30—40 gestir innan dyra fyrri hluta kvöldsins (kl. 5—7), þar til í febrúar, að þá minnkaði aðsóknin nokkuð eins og jafnan, þegar daginn lengir og aðstaða til útivistar batnar. í fyrstu var aðsókn unglinga frá lí—10 fremur lítil, en fór vax- andi, þegar leið á veturinn. Má vera, að sundlaugin, sem íók til starfa síðastliðið haust, hafi átt stærsta herberginu í Varðborg breytt í sjúkrastofu og það búið öllum þeim húsbúnaði og hjúkr- (unargögnum, sem almennt er í sjúkrastofum, þar á meðal tveim uppbúnum sjúkrarúmum. Hjúkr- unargögnin voru fengin að láni frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Kennslan var bæði verk- leg og munnleg og miðaðist við það, að stúlkurnar gætu tekið að sér hjúkrun í heimahúsum og yrðu færari en ella til þess að verða starfsstúlkur í sjúkrahúsum. í febrúar leiðbeindi Tryggvi Þorsteinsson nokkrum drengjum i hnútum og kaðlavinnu. Framkvæmdastjóri Æskulýðs* heimilisins var Tryggvi Þorsteins- son kennari. „ ~j Orðið er frjálst Kristján H. Breiðdal: — Lausn vandamáls — Frá starfsfræSsludeginum. Jóhann Þorkelsson, héraðslæknir, svarar fyn- irspurnum varðandi læknisfræði og heilbrigðismál. Lausn vandamála er hugtak, er tekur yfir ærið breiðan grunn, bæði á pólitískum leiðum og fé- lagslegum grundvelli. Hinn póli-1 tízki vegur er sínu verri en hinn ópólitíski þjóðvegur í landinu, sem háður er þó misfella tíðarfari Ey-! landsins. í atvinnulífi Íslendinga1 er lausn vandamála höfuð viðfangs efni nútíma borgarbúa, sjómanna1 og bændastéttarinnar í heild: — Koma þar fjölmörg öfl til, bæði náttúrleg og ónáttúrleg. Aflaleysi og ill veður þjaka þá er sjóinn sækja, harðæri og illæri sumar og ! vetur, hrjá landbóndann mörgum sinnum á einni búskaparævi. Allt endurtekur þetta sig, frá kynslóð til kynslóðar. Hin öra vél og lækni-1 þróun færir þjóðina að ýmsu leyti og fyrirhyggja einstaklingsins, er að þoka meir og meir fyrir lausn þoka meir og meir fyrir lausn vandamála á breiðari grundvelli heilla stétta, og jafnvel þjóðarinn- ar í heild, á ýmsum sviðum, sam- göngumál, til lands og sjávar, raf- væðing, félagsmál, skólamál, o. fl. Einstaklingurinn er að hverfa, jafn vel í alþjóða mannhaf, svo gott eða bölvað, sem það kann að reyn- ast iitlu kotríki norður í Dumbs- hafi. Gegn þessu verður ekkert gert eða sagt, aðeins kannast við það, sem sögúlega staðreynd og óum- flýjanlegt fyrirbæri, og rökrétta afleiðingu vorra eigin óska um nú- tíma þjóðfélag og tæknimenningu. Sérhvert ár endar með þeirri vissu að úrlausn vandamála hefst með hverju nýju ári. Af þessu ber okk- ur að læra, og haga allri framfara þróun samkvæmt reynslu og þekk ingu hins liðna árs. Menn koma fram i útvarpi og blöðum, eftir að verulegar truflanir hafa skeð, og þeirri stóru höfuðskepnU — tækn- inni — fataðist fótaburðurinn, svo mjög, að jafnvel auðjöfrar höfuð- borgarinnar sátu í sinni 7 sjö her- bergja ibúð ljóslausir og loppnir, hafandi enga björg í búri til næsta xnáls. Lýsa þeir stundum slíkum ftugnablikum með góðlátlegu skopi eða þá að þeir bregða bændum landsins um dáðleysi, er þeir verða fyrir barðinu á bilun tækninnar. Tæknibúskapur í nútímaþjóðfélagi er þannig uppbyggður að sumartíð þarf að vera alla vetur á íslandi. Vegna þeirra kynna, sem ég hefi nú í vetur sérstaklega, haft af sam gönguörðugleikum sakir snjóa hér á sunnanverður Snæfellsnesi, og þeim viðbrögðum til úrlausnar sem grípa varð til, vildi ég fara nokkr- um orðum um þá hlið málsins. í þremur hreppum — hinni fornu Hnappadalssýslu auk Staðar- sveitar — hafa bændur nú á síð- ari árum, tekið upp nýbreytni þá í búnaði, sem nú ríkir, að fram- leiða mjólk til daglegrar sölu, er Mjólkursamlag Borgarness tekur á móti. Vegalengdin er um 90 km vestur frá Borgarnesi. Á þessu svæði eru nálega allir bændur með mjólkursölu og lætur nærri að hálf ar tekjur þeirra séu af mjólkuraf- urðum. Afréttalönd hér um slóðir takmarka mjög sauðfjáraukningu frekar en þegar er orðið. Mjólkur- framleiðsla getur hins vegar auk- ist að mun í öllum hreppunum, ef meira öryggi fengist með vetrar- flutninga þegar fannir loka leiðum venjulegum bílum, sem þó hefir ekki komið fyrir í áraraðir fyrr en nú í vetur, sem eftirminnilegt er, að alla vegi lagði undir 50—60 cm snjó á einni nóttu, á um það bil 100 km leið, er varaði um tveggja mánaða skeið. Þetta ástand olli bændum miklu fjárhagslegu tjóni, sem full þörf er að finna ráð gegn. Mætti vel hugsa sér að mögulegt sé að yfirstiga slíkt ástand, ef stórum „trukk- bílum“ væri beitt strax í byrjun. í fyrstu var reynt að halda opinni leið með jarðýtum, sem þó aldrei skyldi verið hafa. Snjólagið var í þetta sinn þannig. Eftir hvern upp- mokstur fyllti allt á ný jafnóðum og margfaldaði það hæð sjóna á vegunum, sem aldrei gat skafið á burt eftir það, enda þótt allur snjór fylki af þeim köflum vega, sem ekki var upp ýtt, svo sem sjá mátti á hverjum afleggjara og víð- ar. Að lokum var ein mjólkurferð farin héðan að vestan. Ýta dró stóran yfirbyggðan sleða. Tók sú erð 50 klst. í akstri fram og til baka, sem endaði hér á Vegamót- um. Var þá eftir um 20 km leið. Þessi tilraun varð ekki endurtekin sakir dýrleika. Þar eð mjólkur- flutningar lögðust niður um tveggja mánaða skeið, hurfu og möguleikar, á venjulegan liátt með aðdrætti vara og eldsneytis. Varð því brátt að bregða til annarra úr- ræða. Snjóbilar voru fengnir til vöruflutninga um hríð, svo og stór sleði, er ýtu var beitt fyrir. Þetta tókst vonum framar, og skorti eng an neitt að lökum. En dýrt var drottins orðið. Raddir heyrast um það, að þetta ætti að kenna bændum að búa sig betur undir veturinn.En því miður er ekki lausn vandamálsins fólgin í því. í mörgum tilfellum er ekki fáanlegt í landinu það vörumagn á hautnóttum, sem nægði bændum vetrarlangt. Upphitun húsa og mas eld öll, er af gasolíu gjör — nú- tímatækni —. Þess er heldur ekki að vænta, að allur almenningur geti keypt, í einu það magn, sem nægði í 5—6 mánuði, ásamt 6 þús. kr. íláti undir olíu. Hins vegar eiga bændur hér um slóðir 2 þús. lítra geyma, en ýms atvik, svo sem of blautir vegir seint á haustin, heim að bæjum, valda því að ekki er hægt að byggja sig upp á réttum tíma, og þar við bætist að rétta tækifærið verður oft ekki notað sakir anna hjá olíuflutningabílum. Margs þarf að gæta áður en því er slegið föstu á fínum sófa í Reykjavík, að dug og fyrirhyggju bænda skorti. Það er vissulega ósanngjörn krafa á hendur bændum, er búa vilja við nútíma véla og tækni- menningu og framleiða vörur á daglegan markað, að krefjast af þeim alls öryggis um byrgðir vegna fólks og fénaðar, þegar á haustnóttum, vitandi það að lausn vandamálisins er samt utangarðs. Nútima véla og tækni búskapur verður ekki rekinn með neinni liliðsjón af gömlum búnaðarhátt- um, þótt góðir væru á sínum tíma. Þó sum staðar í landinu gildi hinn gamli tími enn, má það engan veg- inn rugla okkur í úrlausn nútíma vandamála vélamenningarinnar. — Finna verður ráð — tækniráð — mætti nefna það. Hætta verður að bysa við óviðráðanlegan snjó á veg unum, enn þess í stað leysa flutn- ingamálin með tækjum ofan á snjónum. Enn samt fæ ég ekki séð, að snjóbílar þeir er við enn höfum yfir að. ráða, geti komið til greina í vöru- og mjólkurflutningum, sak- ir þess hve dýrir þeir eru í rekstri og hve lítinn þunga þeir orka að draga. einhvern þátt í því. Samtals komu 1712 gestir á heimilið. Strax og heimilið tók til starfa, hófst þar kennsla í gerð upp- hleyptra Jandakorta. Nemendur voru 15. Tryggvi Þorsteinsson sá um kennsluna. Námskeið. Samtímis hófst námskeið í flug- módelsmíði. Due Eðvaldsson sá um námskeiðið. Nemendur voru 14 og var vinnustofan þá fullskip- uð. Þegar námskeiði þessu Iauk, stofnuðu nemendur með sér félags skap, sem þeir kalla Módelklúbb Akureyrar. Þessi félagsskapur hafði ókeypis afnot af vinnustof- unni til marzloka og unnu þeir þar tvö til þrjú kvöld í viku og stundum einnig um helgar. I nóvember hófst námskeið í hjálp í viðlögum. Sóttu það 20 drengir og unglingar á aldrinum 11—18 ára. Kennarar voru Ric- hard Þórólfsson og Tryggvi Þor- steinsson. Bókin Hjálp í viðlögum eftir Jón Oddgeir Jónsson var öll lesin og lærð, og verklegar æfing- ar gerðar í öllu því, sem við var komið. Að lokum gengu nemend- ur undir allstrangt próf. í janúar hófst námskeið í hiúkr un. Kennari var frú Ragnheiður Árnadóttir, fyrrum yfirhjúkrunar- kona. Nemendur voru 12 stúlkur á aldrinum 15—20 ára. Á meðan námskeið þetta stóð yfir var Bókasafnið. Bókasafnið var opnað 6. nóv. og starfrækt til 1. apríl. Þaö var op- ið á sama tíma og heimilið. Tvö herbergi voru höfð fyrir lcstrar- stofur og voru þa.u á móti bóka- herberginu í vesturhlið hússins. Alls voru skráð um 500 börn, sejn fengu bækur lánaðar á þessum tíma. En auk þess fengu þau oft að fletta blöðum inni í bókaher- berginu án þess að þau væru skráð. Flest sóttu 30 börn á cinum degi bókasafnið, en vanalega frá 10—20. í bókasafninu eru um 1600— 1700 bindi. Er mest af því bóka- safn Halldórs Friðjónssonar fyrrv. ritstjóra, er hann gaf Æskulý8$- heimilinu. Voru barnabækurnar sér í skáp og mest notaðar af börnunum. Bókavörður var Bjarni Halldórsson, skrifstofustjóri. Starfsfræðsludagurinn. Æskulýðsheimilið lauk störfum að þessu sinni með því að gangast fyrir fyrsta starfsfræðsludegi hér á Akurevri. Fékk heimilið Ólaf Gunnarsson sálfræðing hingað til bæjarins til að skipuleggja störf dagsins. Var starfsfræðsludagur- inn sunnudaginn 14. apríl kl. 2—4 e. h. Veittar voru upplýsingar £ 62 starfsgreinum og önnuðust þær 42 menn úr viðkomandi greinum. Mest var spurt eftir ýmsum grein- (Framhald á 3. síðu.) Frá starfsfræðsludeginum. Frk. Ingibjörg Björnsdóttlr gefur upplýsingar, um Ijósmóðurnám. t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.