Tíminn - 22.05.1957, Blaðsíða 6
6
Útgefandl: FramsólcnarflokkwrlM
Ritstjórar: Haukur SnorrasoB,
Þórarinn Þórarinsson (ák).
Skrifstofur í Edduhúsinu viS LindargSto
Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn).
Auglýsingar 82523, afgreiðsla 232X
PrentsmiSjan Edda hf.
Skattur á milljónamæringa
TALSMENN Sjálfstæðis
flokksins hafa að undan-
förnu haldið uppi á Alþingi
harðri mótspyrnu gegn frum
varpi ríkisstjórnarinnar um
stóreignaskattinn, en sam-
kvæmt því eiga þeir, sem
eiga yfir eina millj. kr. í
skuldlausri eign, að borga
sérstakan skatt af afgang-
inum. Með ráðstöfunum
þeim, sem gera þurfti um
seinustu áramót, varð að
leggja talsverðar byrðar á
alla landsmenn og þótti því
ekki nema sanngjarnt og eðli
legt, að sérstakar byrðar yrðu
lagðar á þá, sem hafa breið-
ust bökin og mest hafa grætt
á verðbólgu undangenginna
ára.
í ræðu, sem Eysteinn Jóns
son fjármálaráðherra flutti
við umræður um þetta mál í
fyrradag, hrakti hann mjög
rækiiega helztu firrur Sjálf-
stæðismanna um þetta mál.
Þykir því rétt að rifja hér
upp nokkur atriði úr þessari
ræðu hans.
SJÁLFstæðismenn halda
því fram, sagði fjármálaráð-
herraherra, að þessi skattur
sé þjóðhættulegur og muni
leggja atvinnuvegi í rústir
og valda atvinnuleysi o. fl.
En þegar betur væri að gáð,
hefðu Sjálfstæðismenn ekki
ætíð litið svona á málið. Ár-
ið 1950 þegar þeir voru í rík
isstjórn var lagður á svipað
ur skattur, miðaður við 300
þús. kr. eign .Þá var hann
ekki þjóðhættulegur. Þetta
væri sönn mynd af Sjálfstæð
isflokknum, það sem var
gott 1950 þegar þeir voru í
stjórn, er óalandi og óferj-
gott 1950, þegar hann var í
st j órnarandstöðu.
ÞÁ BENTI ráðherrann
á það, að í stóreignaskatts-
frumvarpinu nú, væri tek-
ið miklu meira tillit til fram
leiðslutækjanna en í lögun-
um 1950. Þá voru skip met-
in til skatts á vátryggingar-
verði, en samkv. frv. nú á að
draga 40% frá vátryggingar
verði. Af vátryggingarverði
flugvéla skal nú draga 25%
— ekkert 1950. Frumvarp-
ið gerir ráð fyrir að miða
skuli við 1 millj. sem skatt
skylda eign.
Þá kvaðst fjármálaráð-
herra vilja benda á, að spari
fé væri undanþegið stóreigna
skattinum, og það ætti ein-
mitt að jafna metin milli
fasteignaeiganda og annarra
sem hafa átt eignir, sem sí
fellt hafa hækkað í verði
með vaxandi verðbólgu, og
sparifjárins, sem rýrnað
hefði að sama skapi. Þetta
frumvarp væri einmitt hvatn
ingt til manna að eiga frem
ur sparifé en aðrar eignir, og
það væri spor í rétta átt að
auka hina nauðsynlegu fjár
magnsmyndun í landinu til
almennra nota.
SJÁLFstæðismenn telja
það óhæfu, sagði ráðherr-
ann, að skatturinn skuli lagð
ur á einstaklinga, en ekki á
félög. Þessu sama héldu þeir
fram 1950, en féllust þó á
það að lokum, að skatturinn
þá væri lagður á með sama
hætti og ráðgert er nú. Þaö er
mér ánægja, sagði fjármála-
ráðherra að skýra þetta nokk
uð nánara, því að hér kem-
ur einmitt að veika bletti
þeirra Sj álfstæðismanna,
Þegar stóreignaskatturinn
var á lagður 1950, vildu Sjálf
stæðismenn einmitt hafa
þennan hátt á, leggja á félög
in en ekki einstaklingana.
Framsókanrmenn urðu að
ganga hart fram í því að
skatturinn yrði lagður á sam
anlagðar eignir hvers ein-
staklings. Og hvað var það,
sem Sjálfstæðismenn sáu í
þessu? Lausn þeirrar gátu er
ofur einföld. ______________
Það hefir einmitt verið
mjög tíðkaður leikur ýmissa
stóreigna- og fjáraflamanna
að skipta hlutafélögunum,
eiga litla hluti í mörgum fé-
lögum, og ef vilji Sjálfstæð
ismanna hefði náð fram að
ganga 1950, hefði svo farið,
að margir mestu auðmenn
landsins, sem áttu eignir
sínar í mörgum litlum hlut
um í ótal félögum, hefðu
orðið svo að segja skatt-
frjálsir. Þess vegna er ein-
mitt sá háttur hafður á í
frumvarpinu að leggja á ein
staklinga, draga eignir hvers
og eins þeirra saman í eitt
og leggja á þær samanlagð-
ar. Með því móti fæst sam-
ræmi í greiðslur manna, af
þeirri eign, sem þeir eiga.
AÐ LOKUM vék ráðherr
ann, að þeirri fullyrðingu
Sjálfstæðismanna, að stór-
eignaskattur sá, sem frum-
varpið gerði ráð fyrir, væri
hættulegur. Hann væri að-
eins á lagður til þess, að þeir
sem eiga eignir, sem verð-
bólgan hefir sífellt hækkað
í verði leggðu sitt fram til
þess að halda uppi og ná
jafnvægi í efnahagslífinu.
Þessi skattur væri áætlaður
um 80 millj. kr. í allt og ætti
að greiðast á 10 árum, eða
8 milljón krónur á ári. —
Aðrar eins skattaálögur
hefðu nú Sjálfstæðismenn
séð. En það er ekki sama
hvar þeir koma á. Hér leggj-
ast þeir á þá, sem Sjálfstæðis
menn bera mest fyrir brjósti.
Þessvegna kveinka þeir sér
undan honum. _______________
Þar er komið að kjarna
málsins. Forkólfar Sjálf-
stæðisflokksins kveinka sér
undan að leggja 8 millj. kr.
árlegan skatt á milljónamær
ingana á sama tíma, og þeir
leggja tuttugfalda þá upp-
hæð á útsvarsgr. í Reykjavík
án þess að láta sér bregða.
Gleggri sönnun þurfa menn
ekki fyrir því, að Sjálfstæðis
flokkurinn er flokkur millj
ónamæringanna fyrst og
fremst.
TÍMINN, miffvikudaginn 22. maí 1357.
Walter Lippmann ritar um alþjóðamál:
Ef friður á að haidast verða samningar
að takast á miili Moskva og Washington
Upphaf samninga um afvopnunarmál fólgií í
{jví aí koma á jafnvægi á milli möguleika
Rússa á skymíiárás og framleiSsIumáttar
Bandaríkjamanna
Washington: Svo virðist
sem líkur séu fyrir því að
samkomulag náist á Lund-
únarráðstefnunni um ein-
hverjar reglur um afvopnun.
Harold Stassen og stjórnin í
Washington gefa það ein-
dregið í skyn að ekki sé öll
von úti og ekki virðist leika
nokkur vafi á því, að hjá
báðum aðilum sé vilji fyrir
hendi til að semja um tak-
markað eftirlit með afvopn-
un að minnsta kosti til
reynslu.
Bftir margra ára viðræður um
„afvopnun" er vissulega ekki á-
stæða til annars en að vera efa-
gjarn, og gera ráð fyrir því, að
báðir aðilar hafi takmarkaðan á-
huga á því að semja. Ráðstefnurn-
ar allar hafi sem sé verið ætlaðar
til áróðurs, en ekki samninga.
En hvernig sem því er farið
bendir ýmislegt til þess að raun-
verulegur áhugi til samninga sé
grundvöllur þeirra viðræðna, sem
undanfarið hafa farið fram á mil'li
Stassens og Zorins í Lundúnum.
Ef þetta reynist rétt, hljótum
við að spyrja okkur, hvers við meg
um vænta á næstunni.
Kafda stríðið ekki í rénun
Ekkert bendir til þess, að kalda
stríðið sé neitt í rénun og sannar
lega bendir ekkert til þess, að
lausn deilumálanna í Evrópu eða
M-Austurlöndum sé á næstu grös-
um. En hvers vegna skyldum við
þá gera ráð fyrir, að lausn afvopn
unarmálanna sé líkleg, fyrst lausn
hinna stóru deilumála er svo fjarri
sem raun ber vitni?
Eg geri ráð fyrir, að hægt sé að
gera ráð fyrir að forráðamenn
hernaðarblakkanna beggja hafi
gert sér grein fyrir því, að keppn-
in í hernaðartækninni er nú orðin
meiri en báðir aðilar hafi raunveru
lega vald á. Auðvitað vill hvorug-
ur verða fyrri til að hætta, en báð
um aðilum er það sameiginlegt, að
þeir skynja, að kapphlaupið er orð-
ið erfitt og ýmislegt bendir til þess
að bæði NATO-ríkin og austur-
blokkin þarfnast hvíldar í bráð.
Bylting í hernaðartækni
Stærsta bylting í hernaðartækni
til þessa gengur nú yfir heiminn.
Þessi gífurlega bylting hlýtur
að valda sérfræðingum í hern-
aðartækni hinum mestu áhyggj
um og vandræðum. Eiga þeir að
vopna heri landa sinna með þeim
vopnum, sem til eru í dag og
taka áhættunni af því, að þessi
vopn kunni að reynast úrelt inn
an skamms?
Eða eiga þeir að bíða til morg-
uns eftir þeim vopnum, sem þá
verða til að láta skeika að sköp-
uðu í dag?
Stærsta klípan er í því fólgin,
að hvorug hernaðarblökkin hefir
efni á því, að vopna heri sína þeim
vopnum sem til eru, um leið og
unnið er að því að taka nýjustu
hernaðartækni morgundagsins í
þjónustu sína. Þessi klípa hefir
bæði fjárhagslegar og hernaðarleg
ar afleiðingar, sem valda erfiðleik-
um, hver á sinn hátt, á báðar hlið-
ar.
Róttæk stefnubreyting Breta
Á Vesturlöndum er sterk til-
hneiging til að komast úr klípunni
á svipaðan hátt og Bretar hafa
þegar gert. Þ. e. a. s. með því að
leggja allt sitt traust á eyðingar-
mátt kjarnorkuvopnanna til varn-
ar, sem hefir satt að segja í för
með sér róttæka stefnubreytingu
frá fyrri hernaðartækni. Ef til vill
má segja sem svo, að önnur leið
hafi ekki verið fær eftir tilkomu
þessara vopna. En óneitanlega hlýt
ur stefna þessi að hafa í för með
sér hinn ógnvekjandi möguleika,
að ef ekki tekst með henni aði
koma í veg fyrir styrjöld, kann
svo að fara að meginland Evrópu
verði orrustuvöllur fyrir kjarn-j
orkuvopn. Hér erum við komin að
þvi, sem Eisenhower Bandaríkja-
forseti benti á fyrir nokkrum ár-
um, að ekkert gæti komið í stað-
inn fyrir frið.
Við getum sagt þetta með öðr
um orðum. Ef friður á að hald- Walter Lippmann
ast, verður að ná samningum í
einhverri mynd á milli Moskva ið Ieiftursókn, sem kæmi gersam-
og Washington. lega á óvart.
Bandaríkjamenn munu seint
Rússar dragast aftur úr gleyma árás Japana á Pearl Har-
Ýmislegt bendir til þess, að vald bor °S, vita Þýí glögglega hvað
hafar Rússa muni sjá sér hag í því leifturárás er. I öllum viðræðum
að vígbúnaðarkapphlaupið nái að um afvopnunarmál, hafa þeir lagt
stöðvast. Sem stendur standa Rúss-. a Þa® ^iÞla áherzlu, að trygging
ar að baki vestrænum þjóðum í verbi vebt fyrir því, að slíkar árás-
hernaðartækninni og verða það ir reynist óframkvæmanlegar. Á-
sjálfsagt næstu árin. i berzia °kkar á hernaðareftirlit úr
Rússar virðast vera áhyggjufull iotti mi®ar ekki sízt að því að
ir yfir þessum ósigri, líklega hafa syiPta hulunni af Þeirri ieynd, sena
þeir mestar áhyggjur út af greini- aiitat hefir hjúpað möguleikana a
legum yfirburðum Bandaríkjanna iei,fturárás án nokkurrar viðvörun-
í smíði fjarstýrðra flugskeyta. ar-
Bandaríkjamenn hafa nú fullsmíð
að slík flugskeyti, sem þeir gætu
skotið inn í mitt Rússland frá stöðv
um í Evrópu. Rússar hafa hins
vegar engin sikeyti er náð gætu til
Bandarikjanna.
Báðum aðilum finnst þeim þann-
ig ógnað með hinni nýju hernað-
artækni. Eins og segir í hinni
hvítu bó'k brezku stjórnarinnar um
landvarnamál, búa Bretar ekki yf-
ir neinum þeim vopnum, er hindr-
að gætu kjarnorkuáráBir á Bret-
land í nýju stríði. Og hinn sama
skilning leggja þjóðir meginlands-
ins í hina nýju tækni.
Á hinn bóginn er Rússum ógnað
með algjörri eyðingu með tilkomu
hinna fjarstýrðu flugskeyta, sem
þeir hafa engar varnir gegn.
En þetta eru ekki öll atriðin,
sem liggja til grundvallar því, að
möguleiki til samninga virðist
vera fyrir hendi, þó að þetta séu
megin atriðin.
Bandaríkjamenn gleyma ekki
Pearl Harbor
Frá okkar sjónarmiði eru
stærstu hernaðarlegir yfirburðir
Rússa þeir, að þar sem landið er
lokað einræðisrfki gætu þeir haf
Við vildum gjarnan gera Rúss-
um það eins erfitt að hefja leiftur-
árás á okkur eins og það er fyrir
okkur að gera slíka áráis á þá.
Rússar óttast fram-
leiðslumáttinn
Frá sjónarmiði Rússa felst
hernaðarmáttur Vesturveldanna
einkum í hinum gífurlega fram-
leiðslumætti Bandaríkjanna. Þeir
liafa ekki gleymt ástandinu í síð-
ustu styrjöld og hinum mikla
framleiðslumætti Bandaríkjanna
er framleiddu vopnin fyrir banda
menn.
Það, sem Rússar fyrst og fremst
sækjast eftir, er að ná samningum
um bann við framleiðslu vopna,
einkum kjarnorkuvopna. Eins og
við vildum gjarnan lyfta hulunni
af Ráðstjórnarskipulaginu, hafa
þeir ekki síður áhuga á því að
minnka hinn mikla mátt banda-
rísks iðnaðar.
Upphaf nokkurra samninga um
þessi mál hlýtur að vera fólgið í
því að koma á jafnvægi á rnilli
þessara tveggja þátta hernaðar-
máttarins — möguleika Rússa til
skyndiárásar og hins mikla fram-
leiðslumáttar Bandaríkjamanna.
(Einkaréttur á íslandi: Tíminn).
B. S. í. og Orlof skipuleggja í samein-
ingu 100 innanlandsferðir í sumar
Hálfs dags til tálf daga feríir um alla lands-
hluta og óbygg'Öir landsins
Hafin er samvinna milli Bifreiðastöðvar íslands og Or-
lofs h.f. um skipulagningu ferða innaniands og hafa þessi
fyrirtæki gefið út ýtarlegan og vandaðan bækling, þar sem
lýst er ferðaáætlunum á tímabilinu 23. maí til 1. september.
Hér er um að ræða mislangar ferðir, frá hálfs dags til tólf
daga ferða um alla landshluta og óbyggðir. Alls eru skipu-
lagðar hundrað ferðir.
Það hefur oft borið við á undan
förnum árum, að auglýstum hóp-
ferðum innanlands hefur orðið að
aflýsa sökum lítillar þátttöku. —
Oftast hefur þetta stafað af því
að margir aðilar hafa auglýst ferð
ir til sömu staða samtímis. Af-
lýsing ferða hefur að sjálfsögðu
haft í för með sér óþægindi og
vonbrigði fyrir þá sem fest höfðu
sér farseðil.
Stærstu fyrirtækin sam-
einast.
Til þess að ráða bót á þessu
hafa tvö stærstu fyrirtækin, sem
sjá um hópferðir, sameinast um
skipulagningu ferða fyrir almenn
ing um allt landið. Og með þessari
samvinnu Bifreiðastöðvar íslands
og Orlofs má telja nolckurn veg-
in fullvíst að engri ferð verði
(Framhald á 8. síðu.)