Tíminn - 22.05.1957, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.05.1957, Blaðsíða 7
T í MI N N, miðvikudaginn 22. maí 1957. Mikið nauðsynjamál að auka töðufall litlu býlanna Kaflar ur ræSu Páls Zóphóuíasscnar viS 2. umr. í efri deild um frv. unr landnám og ræktun í sveitiim Frumvarp stjórnarinnar um landnám, ræktun og byggingar í sveitum, er nú orðið að lögum. Samkvæmt frumv. eru aukin verulega framlög til nýbýla og minni býla og byggingarstyrkur til frumbýlinga. Þegar málið var til 2. umræðu í efri deild, flutti Páll Zóphóníasson at- hyglisverða ræðu, þar sem hann drap á ýmis atriði, er snerta þessi mál, Kaflar úr henni fara hér á eftir. Herra forseti. Þegar yið nú við 2. umræðu hér í deildinni byrjum að ræða þetta mál, sem ég tel lang merkasta málið á þessu þingi, þá vildi ég gjarnan með nokkrum orð um gefa nokkurt yfirlit yfir hvern ig málið horfið við frá mínu sjón- armiði og hverja nauðsyn ég tel á að afgreiða það. Eg hefi skrifað greinaflokk, hvar af þrjár hafa birzt í Tímanum, en hinar hafa nú ekki haft plátt þar enn, en þær koma síðar, um það hvernig ástandið er í hverri ein- Etakri sýslu. Og af þeim geta menn séð þær sömu tölur, sem fram ikoma í áliti minni hlutans, eftir Pálma Einarsson, sem úr þeim hef ir unnið með mér, um hvernig tún stærðir eru nú í heil á landinu. En það er nú svo, að það er ekki tún- stærðin ein, sem þarna kemur til greina. Það þarf að taka tillit til fleira, þegar þið afgreiðið þetta mál og takið afstöðu til þess. Það er nú svo, að bændurnir geta yfir- Jeitt ekki rekið bú á sínum jörðum til þess að þau séu arðgæf, nema þeir hafi aðstöðu til þess að afla heyja á jörðinni, sem búféð aftur geti umsett í afurðir, sem séu það miklar, að hægt sé að selja fyrir það verð, að kostnaðurinn við hey öflunina, ásamt með öðrum óhjá- kvæmilegum kostnaði við búrekst- urinn, eins og landsskuldum og út- Bvari og sköttum o. s. frv., náist upp borðinn. Meðan barizt er á út- engjum hingað og þangað um land ið, þá gekk þetta, meðan fólkið Jrostaði lítið eða ekki neitt. En um Jeið og kaupgjaldið óx, þá varð þetta ómögulegt. Þá sneru bænd- urnir sér að því yfirleitt að reyna að stækka túnin, og það opinbera fór að koma þá á móti þeim með jarðræktarstyrk. (1924). Flokkun jarða eftir töðufalli Nú skal ég með nokkrum íölum Býna hvernig þetta hefir gengið, því að það er meira komið undir uppskerunni á túnunum heldur en Út af fyrir sig stærðinni, en upp- Bkeran á túnunum er svo misjöfn, að sumarið 1955 þá fékk sá bóndi, gem fékk minst af túni sínu, um éllefu hesta af hektaranum, en sá, sem fékk minnst af túni sínu, um ir sjá að þetta skiptir líka máli. Eg Jiefi þess vegna flokkað jarðirnar, Bem byggðar voru 1955 í hópa,eftir þvi hve mikið töðufall var á jörð- unum. Það yfirlit lítur þannig út: um með litlu túnin, og fjölgar þeim, sem hafa stærri tún eða meira töðufall. Það miðar í áttina og miðar meira að segja vel í átt- ina sérstaklega á síðustu fimm ár- unum. Af þessu er alveg ljóst, hver höfuðnauðsyn það er að koma þess um jörðum upp, sem hafa minnst töðufall, til þess að myndist þar grundvöllur fyrir sæmilegum bú- skap. Núna er þetta svo, að bænd- urnir, sem á þeim búa, þeir gera hvort tveggja, annars vegar hafa þeir ekki nóga vinnu á jörðinni. það koma ekki eftir þá þau afköst í þjóðarbúið, sem á að vera. Og hins vegar fara þeir þá burtu oft og cinatt, til þess að afla sér tekna utan búskaparins. Eg hefi verið þar í sveit stadd- ur, vestur á Vestfjörðum að vori til á kúasýningu að af 34 bændum í sveitinni voru tveir heima í sveit- inni, hinir allir til sjós á vertíð til að afla tekna til viðbótar sínum litlu tekjum af búunum. Og þessi bú eru þá svo lítil, að þegar bónd- inn er heima, að stunda skepnurn- ar t. d. að vetrinum, þá vinnur hann ekki nema lítið brot af þeirri vinnu, sem menn vinna þar sem bú reksturinn er kominn í lag og þar sem bóndinn hefir nóg að starfa. Vinnuaflið nýtist þess vegna ekki. Það er fyrst og fremst vegna þessa, og ég legg áherzlu á það, að það er fyrst og fremst vegna þessa sem við þurfum að koma heyskapnum á þessum jörðum upp. Það er ekki af því, að þessi bóndi, sem á jörð- inni býr, þurfi sérstaklega að halda á því að fá jörðinni breytt í þessu efni. Það er af því að þjóð- félagið þarf þess. Þjóðfélagið þarf að fá nýtt vinnuafl hvers þjóðfé- lagsþegns og fá framleiðsluna sem allra ódýrasta, og þess vegna er það sem það á að leggja vinnu og peninga og allt sem hægt er, í það að skapa þá aðstöðu á þessum jörð um, að mennirnir geti búið þar mannsæmandi lífi og haft þær tekj ur, sem þeir þurfa fyrir sína fjöl- skyldu. Túnstærð og iöðufall eftir sýslum Við sjáum þetta líka, ef við lít- um á stærð túnanna og heyfallið af þeim eftir sýslum, og þá sjáið þið, hve geysilega þetta er misjafnt. Þetta sést á eftirfarandi skýrslu um meðal túnstærð á byggðum jörðum í hinum ýmsu sýsium, svo og framtalinnar töðu árið 1955. — Fyrst er tónstæðið í ha. þá taða af k að heiöra Dani fyrir að skiia ekki handritunum? Taða 1930 1940 1949 1955 tiestar % % % % 1—100 40,8 32,1 12,4 7,4 101—200 40,8 38,0 32,1 24,1 201—300 11,4 18,0 25,5 33,2 SOl—400 4,1 6,7 15,0 17,0 «01—500 1,4 2,3 7,4 8,0 601—600 0,6 1,4 3,7 4,0 601—700 0,3 0,6 1,6 2,1 701—800 0,2 0,4 0,7 1,3 yfir—800 0,4 0,5 1,5 2,9 Þið sjáið af þessu að á þessum 25 árum, sem þarna er um að ræða i>á fækkar blessunarlega jörðun- því í hestum og loks er sýslunum raðað eftir töðumagni á ha.: 1. Rangárvallasýsla 14,5 521 5 2. Kjósarsýla 14,2 485 6 3. Arnessýsla 14,0 547 3 4. Borgarfj.sýsla 13,7 544 4 5. Eyjafjarðars. 13,2 559 2 6. A-Húnavatnss. 11,9 587 1 7. Skagafj.sýsla 10,8 429 8 8. Mýrasýsla 9,9 447 7 9. V-Skaftafellss. 9,0 308 15 10. S-Þingeyjarsýsla 8,8 348 12 11. Dalasýsla 8,6 408 9 12. V-Húnavatnss. 8,0 396 10 13. N-ísaf j arðarsýsla 7,9 313 14 14. N-Þingeyjars. 7,9 337 13 15. A-Skaftafellss. 7,0 266 18 16. S-Múlasýsla 6,8 299 16 17. N-Múlasýsla 6,8 261 19 18. V-ísafjarðars. 6,8 348 11 19. Snæfellsness. 6,4 289 17 20. Barðastr.sýsla 6,1 260 20 21. Strandasýsla 6,1 257 21 Meðaltúnið á landinu er 10,2 ha stórt, og gefur af sér 414 hes'ta. Þið sjáið af þessu, að þetta er ákaflega misjafnt í sýslunum. Og ef við förum að gá að jörðunum, sem byggðar eru og hafa minnst Páll Zóphóníasson iúnin, þá kemur það út að það er i sumum þeirra allt niður í 52% af b.vggðum í Barðastrandasýslunni, sem eiga tún sem éru minni en 5 hektarar. Það er meira en önnur hver jörð árið 1955. Misjafn arður af búfénu Nú skal það viðurkennt mjög fús lega af mér, að það er ekki ein- hlítur heyskapurinn, og það getur hugsast og kemur oft fyrir, að menn sem hafa minni töðu heldur en maður telur æskilegt, að þeir hafi, á annan hátt upp arð af sínu búi. Sérstakiega gildir þetta um Strandasýsluna, þar sem er ákaf- lega mikið af hlunnindum, og koma tekjur í gegnum þau. En þetta gildir líka af því, að búféð er mis arðsamt. Og án þess að fara nánara út í það, skal ég benda á það, að í gegnum eftirlits- og fóð- urbirgðafélögin, þar sem maður fær annars vegar hvað margt fé er á fóðri að vetrinum, hins veg- ar hvað mörgum lömbum er slátr að og hvað þau hafi haft mikið kjöt alls, sem slátrað hefir verið. í þriðja lagi, hvað mörg lömb eru sett á og seld-til lífs. Ef maður reiknar líflambið með sama kjöt- þunga og sláturlambið, þá sýnir það sig, að arðurinn, sem bóndinn fær af sínu fé er svo misjafn, að í heilum hreppum getur þetta mun að upp undir helming. Fyrir árið í fyrra er ég búinn að reikna þetta út fyrir 12 félög, sem hafa sent til mín skýrslur, þar af er það hæst í Kirkjubólshreppum í Stranda- sýslunni. Þar eru 2679 fjár á fóðri og þar kemur á fóðraða kind 21,3 kg. af dilkakjöti. Sá hreppurinn, sem aftur er lægstur, hann hefir 2980 kindur á fóðri og fær 11 kg. af kjöti eftir fóðraða kind. Þar á milli standa svo hinir. Sama gildir um nautgripina. Meðalkýrnyt er helmingi hærri en þar sem hún er hæst. Það er því ekki aðeins kom- ið undir því, hve heyöflunin er mikil, heldur líka undir því, hvern ig búfénaðurinn er, sem þeir láta breyta heyinu í afurðir og hvernig með hann er farið. Þetta er hins vegar ekki sagt til þess að draga úr því að aukin sé túnstærð litlu býlanna. Það tel ég hið allra mesta nauðsynjamál. Nokkur atriði eru í frv. þessu, sem ég tel betur fara á annan veg, þótt ég geri ekki breytingartillög- ur við það. Eg skal fyrst minnast á _það, sem ég tel miður farið, en sem ég býst ekki við, að verði breytt, hvorki nú eða i náinni fram tíð, úr því sem komið er, — og það er það, að ég hefði talið eðli- legt að það væri ekki nýbýlastjórn og landnámsstjóri, sem ættu að sjá um stækkun á þessum gömlu tún- um og úthluta þeim fjórum mill- jónum í ár og fimm milljónum næstu ár, sem verja á til þess, held ur Búnaðarfélag íslands. Dregið úr hlutverki Búnaðarfélags íslands Búnaðarfélag íslands er sam- safn af öllum búnaðarsamböndum, Illar tungur hafa haldið því fram, að sendiráð fslands í Kaup- mannahöfn gætti ekki nógu vel vöku sinnar í handritamálinu og ’neðal annars léti það aldrei neitt til sín heyra opinberlega um nálið. Sendiráðið hefir nú rekið nf sér allt slyðruorð í þessu efni. í íslenzku blaði birtist frétt, þar ;em sagt var frá tillcgu manpa, sem vilja fylgja málinu fram af meiri einbeitni en gert hefir verið til þessa. Danir vöknuðu fremur 'lla við, því að slíku höfðu þeir ekki átt von á. Sendiráðið brá líka hart við. Það sendi fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins og spurðist fyrir um þau býsn,"sem nú væru að gerast úti á íslandi. Utanríkis- ráðuneytið lét ekki á sér standa fremur en endranær, þegar mis- sagnir birlast um íslenzk málefni í j erlendum blöðum. Það sendi jafn-, harðan skeyti og leiddi sendiráðið I í allan sannleikann. Sendiráðið. sendi svo óðara frá sér fréttatil-' kynningu og kvað Dani mega vera rólega, því að tillagan væri ekki borin fram af ábyrgum aðilum á íslandi. Fleiri aðilar en sendiráðið og ut- anríkisráðuneytið hafa látið þetta mál til sín taka. Morgunblaðið hef- ir brugðið út af venju sinni og skipar sér nú fast við hlið rikis- stjórnarinnar. Þarf þá víst ekki um að efast, að tillagan muni vera meira en lítið varhugaverð, þegar bæði Morgunblaðið og ríkisstjórn- in snúast öndverð gegn henni. Mbl. kveður þó stórum fastara að orði, því að það telur hana blátt áfram „þjóðinni til minnkunar“. Loks mun svo „snillingurinn“ Sigurður Magnússon hafa tekið í streng með ríkisstjórninni og Mbl. í útvarpsþætti um daginn og veg- inn, og getur þá vart orðið öflugri og fríðari sú fylking, sem hefir skipað sér gegn tillögunni. Hver var svo þessi stórhættu- lega tillaga? Hún var sú, að sendi- herrastóll íslands í Kaupmanna- höfn yrði látinn standa auður, unz Danir hefðu skilað handritunum. Málinu er þannig háttað, að sendi- herrann í Kaupmannahöfn hefir sáralítið að gera og miklu minna en sendiherrar íslands annars stað ar. Embættinu er fyrst og fremst haldið við í virðingarskyni við Dani. Mér og fleirum finnst að hægt sé a. m. k. að spara þjóðinni útgjöld við að sýna Dönum þessa virðingu meðan þeir sitja á rétti okkar í handritamálinu og beita okkur þar fullum yfirgangi. Mörg eru dæmi þess, að sendiherrar hafi verið kvaddir heim, þótt við- komandi þjóð hafi orðið fyrir miklu minni yfirgangi en við í handritamálinu. Hér er ekki um svo stórt skref að ræða, að sendi- herra sé kvaddur heim, heldur aðeins að skipa ekki í embættið að nýju meðan handritamálið er óleyst. Því er haldið fram gegn tillög- unni, að Danir muni ekki neitt skelfast við það, þótt við höfum ekki sendiherra í Kaupmannahöfn. En hafa þeir nokkuð glúpnað við það eða orðið samningafúsari vegna þess, að við höfum haft sendiherra í Kaupmannahöfn í virðingarskyni við þá? Ekki verð- ur sú ályktun dregin af reynslu undanfarinna 12 ára. Er líklegt að það breytist nokkuð, þótt £ sæti Sigurðar Nordals komi mað- ur, sem vart verður jafnoki hans að gáfum og glæsileik? Með því að hafa stólinn auðan minnum við Dani hins vegar á það, að krafan um endurheimt handritanna er okkur full alvara. Það er ekki víst, að Danir telji slíkan ágrein- ing þeirra og íslendinga sér til ávinnings, t. d. vegna yfirráða þeirra í Grænlandi. Danir vilja gjarnan vegna yfirráða sinna í Grænlandi skapa það almennings- álit í heiminum, að þeir komi fram af sérstökum drengskap við bæði fyrrverandi og núverandi nýlend- ur sínar. Myndu þeir telja auðan sendiherrastól íslands vegna yfir- gangs þeirra í handritamálinu stuðning við slíkt almenningsálit? Staðreyndin er sú, að í undan- farin 12 ár hefir ekkert áunnizt með þeirri aðferð, sem hefir verið beitt, og jafnvel frekar gengið aftur á bak seinustu misserin, því að deyfð og doði hefir færzt yfir íslendinga í málinu. Danir geta því haldið að sér höndunum. Ég er sannfærður um, að með slíku framhaldi fáum við handritin. aldrei. Þau verða þá geymd áfrana úti í Kaupmannahöfn á óeldvörð- um stað, sem ótvíræður vitnis- burður um ræktarsemi íslendinga við mestu dýrgripi sögu þeirra, móðurmáls og menningar. Ef íslenzk alþýða og æskulýður vaknar ekki og vekur ráðamenn- ina til dáða, bíður okkar fullur ósigur í handritamálinu. Og þeim ósigri munu þá fylgja eftir fleiri ósigrar í sjálfstæðisbaráttunni. Að lokum skal minnzt örlítið á það, sem Mbl. hefir vikið að mér persónulega í þessu sambandi. Það telur mér mikla óvirðingu gerða með því, að í tilkynningu utan- ríkisráðuneytisins hafi verið sagt, að umrædd tillaga væri ekki bor- in fram í nafni Tímans. Með þv£ hafi ég verið ómerktur. Það rétta er, að ég er sjálfur heimildarmað- ur að þessu, því að áður en ráðu- neytið sendi frá sér tilkynninguna, talaði blaðafulltrúi þess við mig og spurði mig að því, hvort það væri ekki rétt skilið, að tillagan hefði ekki verið borin fram í nafnf Tímans. Ég kvað það rétt vera, því að frá henni hafði aðeins ver- ið sagt sem frétt, án umsagnar af hálfu blaðsins. Síðar hefi ég skrif- að um málið undir nafni og eru greinar, sem birtar eru undir sér- stökum höfundarnöfnum, aldrei taldar skrifaðar í nafni viðkom- andi blaðs. Ritstjórar Mbl. vita þetta manna bezt og sýnir það vissulega mikla málefnalega fá- tækt þeirra, þegar þeir gera slík- an útúrsnúning að uppistöðu í að- algreinum sínum. Ritstjórum Mbl. get ég svo sagt frá því að lokum, að ekki eru all- ir flokksmenn þeirra á sama máli og þeir um það, að umrædd tillaga sé „þjóðinni til minnkunar“. Sá þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem á lengsta og merkasta þing- sögu að baki, hefir tjáð mér þakk- ir sínar fyrir að hafa komið til- lögunni á framfæri, en látið í ljóa litla ánægju yfir skrifum þeirra Sigurðar og Bjarna. Það þykir mér margfalt meira virði en þótt ég hefði hlotið óheilan stuðning þeirra. Þ. Þ. ræktunarsamböndum, og undir því starfa héraðsráðunautarnir. En það er vitaómögulegt að framkvæma þetta mál, hvernig sem það verður afgreitt, nema með aðstoð og sam- vinnu við þessa aðila, sem ailir lúta yfirstjórn Búnaðarfél. íslands. Þess vegna var mifelu eðlilegra, að Búnaðarfélag íslands hefði þessa framkvæmd með höndum í frv. heldur en landnámsstjóri. Hins vegar mun hér vera að ræða um sömu viðleitni og hefir smám sam an verið hjá því opinbera. Málin hafa verið færð frá Búnaðarfélag- inu og undir aðrar sérstakar stofn anir eða beint undir ríkisstjórn- ina, þegar Búnaðarfélagið og þeir, sem að því standa, hafa verið búnir að vinna nógu mikið að þeim og koma þeim almennilega af stað. Þannig var það um jarðræktartil- raunirnar. Þær fóru fram um ára- tugi alveg á vegum Búnaðarfélags- íslands. Nú eru þær allar komnar undir sérstaka stjórn og beint und- ir stjórnarráðið. Þannig fór um búfjárræktartilraunirnar. Það var alveg sama. Þar reið Búnaðaríélag- ið á vaðið, hafði þær með höndum og sá um þær líka um áratugi. Nú eru þær allar komnar undir sér- staka stjórn og beint undir stjórn- arráðið. Þannig var um fiskirækt- ina. Það byrjaði á því að hafa fiskl ráðunaut og leiðbeina um fiskiklak þannig var það með eybýlin o. s. , (Framhald á 9. síðu). ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.