Tíminn - 23.05.1957, Blaðsíða 5
TÍMINN, fimmtudaginn 23. maí 1957.
5
RITNEFND S. U. F.:
Áskell Einarsson, form.
Ingvar Gíslason.
Örlygur Hálfdánarson,
Viðtal við Þorstein Sveinsson, Djúpavogi:
Fólkið flyzt ekki brott af f élags-
svæði Kaupfélags Beruf jarðar
KaupfélagiS rekur hraðfrystihós,
fiskim jölsverksmið ju og gerir út þrjá
stéra báta
Þorsteinn Sveinsson er fædd-
ur að GóustöSum í Skutulsfirði
2. maí 1924 og ólst þar upp. Nam
í Gagnfræðaskóla ísafjarðar einn
vetur. Samvinnuskólanum 1944—
’46. Hóf síðan störf hjá Ríkisbók
haldinu, var þar í eitt ár, en réð-
ist síðan austur á Djúpavog sem
barnakennari til eins vetrar,
starfaði hjá kaupfélaginu um
sumarið og tók við stjórn þess
um áramótin 1948—’49.
Hvenær tókstu við kaupfélags-
Etjórastarfinu?
— Það var 1949.
— Þú ert sem sagt búinn að vera
kaupfélagsstjóri í 8 ár á Djúpavogi
og hefir tekið við þeim starfa að-
eins 24 ára gamall. Hafðir þú ekki
fremur lítil kynni af kaupfélags-
starfi og verzlun yfirleitt, er þú
þínu í Samvinnuskólanum?
— Frekar lítil kannske, annars
hafði ég einnig starfað um nokk-
urt skeið hjá heildsölufyrirtæki
hér í bæ.
— Var þetta ekki erfitt í upp-
hafi?
— Jú, ekki er því að neita, að
þegar ungur maður ræðst til slíkra
6tarfa, þá er margt nýtt, sem læra
þarf, og hefst ekki nema með vilja
35:0
„Árin 1930—1950 voru gef
in út 40 rit eftir handritum
í Árnasafni (auk Ijósprents).
Utgáfur fornrita eftir prent-
uðum heimiidum voru auð-
vitað miklu fleiri og lang-
mestar á íslandi.
Af þessum 40 útgáfum
rita sáu íslenzkir menn um
35, eina Norðmaður og ís-
lendingur í félagi, eina Norð-
maður, tvær Englendingar,
eina HoHendingur. Engin
mikilvæg útgáfa var unnin
án þátttöku íslendings . . .
Ekkert ritanna birti danskur
maður."
Dr. Björn Sigfússon í Stúdenta-
blaði 1. des. 1951. (Vísar nánar
til greinar eftir prófessor Jón
Helgason).
jisveitum fer alls ekki á brott, held-
! u.r unir vel í sínum heimahögum,
iþrátt fyrir það, að því verði ekki
J neitað að miklir erfiðdeikar eru
i samfara störfum þeirra. Það er
j engirm barnaleikur að stofna ný-
j býli, þótt nýbýlastyrkurinn sé
j nokkur, þá er hann ekki nánda
og einbeitni. Það er til fárra að ^ nærri nógur. Hann þyrfti að
leita nema sjálfs sín. hækka um helming og auka þyrfti
— Hvað voru nú félagsmenn lánin út á íbúðarbyggingar.
margir í kaupfélaginu þegar þú
komst þangað, og hefir þeim ekki
fækkað í beinu hlutfalli við flótt-
ann, sem á að vera úr öllum sveit-
um?
— Félagsmenn voru 130 þegar
ég kom þangað, en eru nú 163 með
milli 5—600 manns á framfæri
sínu. Hvert einasta heimili er í fé-
laginu. Af þessu má sjá að félaga-
tala hefir aukizt til muna, enda
er enginn flótti úr byggðarlaginu,
síður en svo. Á undanförnum þrem
ur árum hafa verið stofnuð fjögur
nýbýli og fjórir ungir menn tekið
við búum af feðrum sínum eða
keypt sér jörð. Fólkið í þessum
imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiioiiimiiiiiiiiiiiimiuicir' IUNGIR 1
W j IfRAMSÓKNARMENN! |
Munið að synda 200\ metrana og gerið hlut 1 íslands í norrænu sursd \ keppninni sem stærst-1 1 an. |
ÞORSTEINN SVEINSSON kaupfélagsstjóri Stjórn F.U.F. í Reykjavík. - 3 IMMMMMMMMMllMMMIIMMMMIMMMMMMMMIMMMMIMMIia
í sveitunum, svo höfum við á Djúpavogi gamalt samkomuhús, er ungmennafélagið á. En þótt slí'k aðstaða sé mikilvæg, þá er það fleira sem til greina kemur, og þá mælt, að handritin séu íslenzkt stolt, þau eru ísland. Miðstöö ísi. fræða
er aðstaða til þess ef til vill góð? j fyrst og fremst viðgangur þorps-
Þið sbátið kannske af nýbyggingu ins og aukin atvinna þar.
félagsheimilis, svo sem margir
fleiri?
Hvað félagslífið snertir, þá höf-
um við enn ekkert félagsheimili,
en í byggingu er eitt slíkt í Beru
neshreppi, sem jafnframt verður
barna- og unglingaskóli, þegar það
Hvað hefir helzt gerzt í atvinnu-
málum hjá ykkur og hverjir hafa
helzt forgöngu þar um, er það ekki
eins og víða annars staðar helzt
hreppurinn og kaupfélagið?
— Jú, hreppsfélagið hefir byggt
hafskipabryggju, komið upp raf-
verður búið. Einnig er fyrirhugað ■ stöð og byggt nýjan barnaskóla á
að byggja félagsheimil í Geit-; Djúpavogi og hefir í hyggju enn
hellnahreppi. Þegar þau eru bæðijnýjar hafnarbætur vegna vaxandi
uppkomin þá vænkast hagur okkar' (Framhald á 8. síðu.)
Handritamálið enn á dagskrá:
Hvergi betri skiiyrði til útgáfu og rann
sókna handritanna en í Reykjavík
Háskóli Isíands útskrifar árlega marga mennta-
menn til fornritarannsókna, en Ðani skortir mjög
mannafla til þeirra
Eitt er það mál, sem enn er óútkljáð milli íslendinga og Dana,
handritamálið svonefnda. Allt frá árinu 1907, er fyrst var fyrir alvöru
hreyft við þessu máli með ályktun Alþingis það ár, hefir sí og æ verið
vakið máls á því, þótt stundum hafi liðið nokkuð á milli stóraðgerða.
10:0
í sama blaði segir sami
höfundur frá því að af 18
formálum fyrir Ijósprentun-
UTn Munksgaards á íslenzk-
um handritum hafi íslenzkir
menn ritað 10, en danskir
engar. 8 formálanna rituðu
menn af þessu þjóðerni: 3
Svíar, 3 Norðmenn, 1 Eng-
tendingur og 1 Þjóðverji.
S. 1. áratug hefir e. t. v. verið
meiri hreyfing í málinu en oftast
áður, þótt flestum muni nú þykja,
að harla lítið hafi verið að því
unnið skelegglega síðast liðin 4—5
ár, þótt geta megi nokkurra at-
burða, er athygli hafa vakið, svo
sem tilboðsins frá Dönum um
skiptingu handritanna milli þjóð-
anna, þannig að í hlut íslands
kæmi það, sem óumdeilanlega
varðar íslenzk málefni ein saman,
en Danir haldi hinu, sem tilboðs-
menn töldu hafa alþjóðlegt gildi.
„Tilboðið“ fann ekki hljóm-
grunn á íslandi og var því alger-
lega hafnað. Kom þá fram sú ein-
huga stefna íslendinga í þessu
máli, að þeir sætta sig ekki við
málamiðlun aðra en þá að full
skil verði gerð á þeim handritum,
sem hafnað hafa í Danmörku, en
eru íslenzk sköpunarverk og ís-
lenzkir þjóðardýrgripir. „Allt eða
i ekkert“, það er hin íslenzka átefna.
Það er full ástæða til þess að
rekja hér í stuttu máli viðhorf og
röksemdir beggja þjóða í handrita-
málinu. Rök íslendinga eru í fá-
um orðum þessi, að því er virðist:
a) Þjóðarmetnaður.
b) Á íslandi eru bezt skilyrði
fyrir því, að handritin verði að
því vísindalegu gagni, sem allir
eru sammála um að þau eigi að
vera.
c) Vegna rannsókna á sögu ís-
lands er mjög bagalegt að svo
mikilvæg skjöl sem íslenzku hand
ritin séu í Danmörku, enda muni
ekki aðrir en íslenzkir fræðimenn
leggja stund á almenna íslenzka
sögu.
Rök þeirra Dana, sem ekki vilja
afhenda handritin, eru bessi:
a) Bezt skilyrði til rannsókna
handritanna eru í Kaupmanna-
höfn.
b) Árni Magnússon arfleiddi,
svo að ekki verður vefengt, há-
skólann í Höfn að handritasafni
sínu. Það var „síðasti vilji“ hans,
að háskólinn geymdi safnið og
annaðist það.
Rök íslendinga
Við skulum nú athuga þessi
rök nokkru nánar, og vil eg þá
fyrst víkja að röksemdum íslend-
inga.
Þjóðarmetnaður.
a) íslendingar eru afar fátækir
að minjum verklegra framkvæmda
í landi sínu. Hús frá liðnum öld-
um eru öll fallin, enda var bygg-
ingaefni hér á öllum öldum afar
frumstætt. Hið sama er að segja
um önnur mannvirki, vegi, brýr,
hafnir o. s. frv. Allt slíkt eru verk
síðustu kynslóða.
Sannleikui-inn er sá, að frá for-
feðrum okkar höfum við varla
annan arf þegið en þann, sem
skráður er á bókfell og pappír.
Okkar dýrasti þjóðarauður, og það
sem gerir okkur kleift að kalla
okkur þjóð, eru fornar bókmennt-
ir og þau rit, sem geymzt hafa
ifrá liðnum öldum, en flest hafa
ilent í erlendra manna höndum.
J Það er því sannarlega þjóðar-
metnaður að við fáum til varð-
veizlu þessa dýrgripi okkar.
j Það er deilt um lagalega rétt-
, inn til handritanna — og jafnvel
I svo vizkulega ályktað af sumum,
að íslenzku handritin í Kaup-
mannahöfn séu raunar einskis
Jmanns eign — en við erum ekki
í nokkrum minnsta vafa um sið-
J ferðilegan rétt okkar til handrit-
I anna og á þeim grundvelli hefir
krafan oftast verið flutt. Við skul-
! um enn ekki deila um lagalega
réttinn, en ég held, að ekki verði
ágreiningur um, að það var næsta
tilviljanakennt, að handritin eru
nú í umsjá Dana og sannanlega
ekki annað en afleiðing af þeirri
eymd, sem mest hefir orðið á ís-
landi í aldanna rás, og er vafa-
laust að miklu leyti Dönum ein-
um að kenna. Þeirra þjóðarmetn-
aður getur því varla orðið fyrir
sári, þótt handritunum sé skilað,
þegar tímarnir hafa breytzt til
hins betra. Hitt er rökréttara, að
þjóðarmetnaði þeirra yrði stæling
að því að afhenda íslendingum
handritin. Dönsk þjóðarsál er fólg-
in í öðru en þessum skinnpjötlum
af íslandi, enda hefir almenning-
ur í Danmörku lengst af enga hug-
mynd haft um tilvist handritanna,
hvað þá gert sér rellu út af vistar-
stað þeirra. En það er ekki of-
í Reykjavík
b) Önnur röksemd íslendinga
er ekki hvað veigaminnst. Eftir
að Háskóli íslands var stofnaðiir,
hefir skapazt betri aðstaða á ís-
landi til handritarannsóknanna en
í Kaupmannahöfn, einfaldlega af
því, að Háskóli íslands hefir sér-
menntað fleiri stúdenta til rann-
sóknanna heldur en Kaupmanna-
hafnarháskóli eða nokkur annar
háskóli í heiminum. Hér útskrif-
ast árlega fjölmargir hæíir menn
til þess að vinna að útgáfustarf-
semi, en hendur þeirra eru að
mestu leyti bundnar, af því að
handritin, sem þeir eiga að vinna
úr, eru þeim víðsfjarri. í Kaup-
mannahöfn er ástandið aftur á
móti ekki beysnara en svo að
þeim stúdentum, sem leggja stund
á íslenzk fræði, fer óðum fækk-
andi, og starfsemi Dana við út-
gáfu íslenzkra rita er næsta fá-
tækleg, þar sem þeir hafa alltof
fáum mönnum á að skipa til starf-
ans. Það hefir talizt til stórvið-
hurða, ef danskur maður hefir á
síðustu þremur til fjórum áratng-
!um lagt nokkurt starf af mörknm
! til vísindalegrar handritaútgáfu
, (annað en fjármagn), enda er það
talið óðs manns æði nú á dögum
að fela öðrum en íslenzkum rnönn-
Jum að gefa út íslenzk fornrit, því
j að þeir eru nálega einu mennirn-
I ir, sem hægt er að treysta til þess
að lesa óbrenglað úr handritunum.
Þetta er engum sagt til iasts, held
ur er þetta mjög eðlilegur hlutur,
þar sem ritin eru skráð á feðra-
tungu þeirra, sem þeim er jafn-
tamt að tala sem að draga andann.
Þegar nú svo er komið, að Árna-
safn er bókstaflega farið að gjalda
þess að vera í Danmörku vegna
,skorts á hæfum mönnum, en marg
! ar vinnufúsar hendur bíða á ís-
iandi eftir að safnið komi heim,
þá virðist það eitt samrýmanlegt
hinum alþjóðlega vísindamálstað,
að handritunum sé skilað í hend-
ur fslendingum.
1 - 1.
Rannsókn íslandssögu
c) Þriðja röksemd fslendinga,
' sem hér verður rædd lítillega, er
! sú staðreynd, að mikið af íslenzku
handritunum í Danmörku snerta
íslenzk mál einvörðungu og hafa
því gildi fyrir ísland eitt saman.
Frumgögn íslenzkrar sögu er mörg
hver að finna innan veggja
danskra safna. íslendingar hafa
mikil not fyrir þessi gögn, en
Danir alls ekki. Það er rétt, að
Danir hafa boðizt til að skiia þess-
um ritum og skjölum og viður-
kennt þar með, að það sé ekki svo
háskalegt, þótt vörzlu þeiira sé
lokið á miklum hluta íslenzkra
skjala. Það er aðeins eftir að fá
( (Framhald á 8. síSu.)