Tíminn - 23.05.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.05.1957, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, fimmtudaginn 23. maí 1957, Cttgefandl: FramtóknarfloklcurlM Ritstjórar: Haukur Snorrasoa, Þórarinn ÞórarinssM (áh). Skrifstofur í Edduhúsinu vi8 Lándargötu Simar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaSamena). Auglýsingar 82523, afgreiBala 2321 Prentsmiðjan Edda hf. 1—-------------------------------------------------------------- Flokkur milljónamæringanna og sérhagsmunanna L UNDANFARNA daga hafa tvö mál sett aðalsvip- inn á störf Alþingis, breyt- ingarnar á bankakerfinu og stóreignaskatturinn. Tals- menn Sjálfstæðisflokksins hafa hamast gegn báðum þessum málum af meira offorsi en nokkrum öðrum. Ástæðan til þessa er augljós. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn látist vera flokkur allra stétta, er hann fyrst og fremst flokkur milljónamær jnga og sérhagsmuna. Ann- að framannefndra mála stefnir að því að draga úr sérhagsmunum, en hitt að því að krefjast sanngjarna framlaga af auðkýfingunum til þess viðreisnarstarfs, sem nú er verið að vinna. Þess- vegna hamast Sjálfstæðis- flokkurinn meira gegn þess um málum en nokkrum öðr- um. TALSMENN Sjálfstæðis flokksins viðurkenna, að all ar meginbreytingarnar, sem ráðgerðar séu á bankakerf- inu, stefni i rétta átt. Af mál efnalegum ástæðum eru þeir því ekki andvígir þess um breytingum. Það, sem veldur reiði þeirra er það, að samhliða því og þessar breytingar koma til fram- kvæmda, missir Sjálfstæðis- flokkurinn meirihlutavald sitt yfir aðalbönkunum. Þeir vita þó vel, að Sjálfstæðis- flokknum ber ekki þetta vald með neinum rétti, þar sem hann er bæði í minnihluta á þingi og með þjóðinni. Samt reyna þeir af öllum mætti að halda í þessu ó- réttmætu og óeðlilegu sér- réttindi. Þetta er vissulega glöggt dæmi þess, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur notfært sér valdastöðu sína á undanförnum árum til að afla sér óeðlilegra sér- réttinda, er hann gæti not- að til hagsbóta fyrir gæð- inga sína, og hvernig hann heldur dauðahaldi í þessi sér réttindi, þótt hann viti, að hann eigi ekkert réttmætt tilkall til þeirra. ÞÁ TELJA talsmenn Sjálfstæðisflokksins það mikið glapræði, að lagðir skuli sérstakur skattur á menn, sem eiga meira en eina millj. kr. skuldlausa eign. Samkomulag var um að leggja þennan skatt á, þegar lagðar voru almennar byrgðar á landsmenn urn ára mótin til að hindra stöðvun útflutningsframleiðslunnar. Það þótti vera réttlátt, að þeir allra ríkustu bæru meiri byrðar en aðrir, enda hafa þeir grætt mest á verð bólgu undanfarinna ára og því eðlilegt að þeir skili nokkru af þessum gróða aft ur. Mjög er þessum skatti þó stillt í hóf, þar sem hann verður ekki nema 8 millj. á ári næstu 10 árin. Má bezt á þeirri upphæð marka hvílík fjarstæða það er, að þessi skattur verði nokkuð lamandi fyrir atvinnulífið. Samt komast nú ræðu- menn og málgögn Sjálfstæðis flokksins miklu meira gegn þessum skatti en nokkrum á lögum áður. Á sama tíma leggja Sjálfstæðismenn á skattgreiðendur í Reykja- vík tuttugfalda þessa upp- hæð í útsvörum, án þess að kveinka sér hið minnsta. Betri vitnisburð er ekki auð- ið að fá fyrir því, að það eru milljónamæringarnir, sem forusta Sjálfstæðis- flokksins ber fyrst og fremst fyrir brjósti. Þessvegna kvart ar hún ekki undan sköttun- um nema þeir hitti þá sér- staklega. HJÁ því getur ekki farið, að sá stóri hópur alþýðu- fólks, sem hefur fylgt Sjálf stæðisflokknum að undan- förnu, veiti þessu fulla at- hygli. Barátta hans gegn stórgróðaskattinum er ekki í þágu þess eða barátta hans fyrir óeðlilegum yfirráðum yfir bönkunum, því að þau yfirráð hefur hann ekki not að í þágu almennings, held ur nokkurra útvaldra gæð- inga. Þessu fólki hlýtur að verða það ljósara eftir en áður, að það á enga samleið með slíkum flokki milljóna mæringa og sérhagsmuna- manna. Gengislækkunardraumur íhaldsins P! MBL. er nú farið að birta um það stórar fyrir sagnir, að gegnislækkun sé væntanleg innan skamms. Bersýnilegt er, að Sjálf- stæðismenn eru farnir að gera sér gáðar vonir um á- rangur iðju sinnar við að spenna upp kaup og verð- lag. Með ráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar á s. 1. vetri, var stefnt að því að komast hjá gengislækkun. Flest benti til að þetta myndi tak ast, en því er ekki að neita, að nú er það orðið tvísýnna vegna þess árangurs, sem forsprakkar Sjálfstæðis- flokksins hafa náð í verð- bólgu- og kauphækkunarbar áttu sinni. Þetta þurfa allir andstæð- ingar gengislækkunar að gera sér ljóst. Því meiri á- rangri, sem Sjálfstæðisflokk urinn nær í umræddum efn- um, því örðugra verður að halda uppi verðgildi krónunn ar og afstýra gengisfalli. Akur hans var haginn og heiðin og skógurinn í dag er 250 ára afmæli sænska náttúrufræðingsins Linné. Allir sem einhverja nasasjón hafa af grasafræði kannast við nafn hans. Það var hann sem skipaði plöntu- ríkinu í fylkingar fyrstur manna, og er því kerfi hans haldið enn í dag að miklu leyti; auk þess varð hann fyrstur til að skipa mönnum í flokk spendýra; og er þá ótalið að hann var snjall rit- höfundur og hefir haft mik- il áhrif á sænskar bókmennt- ir á seinni tímum. Greinin sem hér fer á eftir er eftir Carl Johan Elmquist og er lausl. þýdd úr Politiken. Carl Linnæus fæddist í þennan heim aðfaranótt 23. maí árið 1707 á prestssetrinu Ráshult syðst í Smá landi. Sagan segir að faðir hans, presturinn Nils Linnæus, hafi fært móður hans blóm dag hvern með- an hún gekk með sveininn, og mega menn svo geta sér þess til, að hinn mikli grasafræðingur hafi kosið sér lífsstarf þegar í móður- lífi. Nils Linnæus ræktaði garð sinn svo vel að hans lí'ki fannst tæpast í allri Svíþjóð. Og strax og Carl litli var orðinn nógu stálpað- ur fékk hann sinn eigin skika að rækta, og þar kom hann upp öllum plöntunum úr garði föður síns. r I dag er 250 ára afmæíi sæuska náttúrufræð- ingsins Linnés, sem lagði grundvöll að grasafræði nútímans Carl von Linné. Uppruni og uppeldi Faðirinn virðist hafa haft meiri áhrif á hinn unga Linné en móðir- in; hann lifði það að sonur hans var orðinn heimsfrægur maður, og varð það honum til mikillar gleði á elliárunum. Sænska skáldið Os-1 car Levertin, sem ritað hefir fagur- lega um Linné, segir: Uppruninn og uppeldið á prestssetrinu setja greinilega svip sinn á Linné, koma fram sem trúrænn undirtónn í öllu eðli hans og heimsskoðun. Sjálf barnatrúin á guð — það sem kalla mætti kjarna lúterstrúarinnar —I fyllti brjóst hans þegar í bernsku,' og varð smátt og smátt óaðskilj-1 anlegur hluti af trú hans á köllun sjálfs sín. | í ljósi þessarar barnslegu trúar verður að líta á sjálfstraust Linné, sjálfstraust, sem rannsókn- ir hans urðu til að styrkja. Hann er trúlega einn hinna síðustu úr hópi mikilla vísindamanna sem stefndi að því fyrst og fremst að útskýra og — lofa — hið stórfeng- lega Sköpunarverk drottins. Að þessu leyti var hann innilega barns legur, og honum gat engan veginn skilizt að djúp gæti myndazt milli trúar og vísinda. Hjá honum unnu trú og vísindi hlið við hlið, og allt lífsstarf hans stefnir ad majo- rem dei gloriam.Engu að síður var hann barn upplýsingaaldarinnar, og ó þeirri öld tók efagirni raun- hyggjumanna fyrst að láta á sér kræla. Biblíufestan speglast einnig í stíl hans. Biblíumálið er honum eðlilegt tungutak. Að sögn sér- fróðra manna minnir einnig latín- an á hinum lærðu ritgerðum hans meira á Vulgata en Cicero. Ferðir og fræðirit 28 ára gamall fór Linné til út- landa og gisti sum hin frægustu lærdómssetur í Hollandi, Englandi og Frakklandi. í Leiden gaf hann út Systema naturae árið 1735; það er talið merkasta vísindaverk hans þótt því fari fjarri að það væri hinn eini árangur ferðar hans. Á ferða- og námsárum sínum kynnt- ist hann mörgum framúrskarandi vísindamönnum, og þá var einnig grunnur lagður að 'heimsfrægð hans. Ilaustið 1738 sneri hann heim aftur til Svíþjóðar og settist að í Stokkhólmi, þar sem hann fékkst við læknisstörf, þar til hann varð prófessor í Uppsölum árið 1741, fyrst í læknisfræði, síðan í grasafræði. Allar hinar frægu ferðabækur Linnés sem ritaðar eru í dagbók- arformi, fjalia um ferðir hans hans innanlands; þar sem honum voxu allir hnútar kunnugir, gerði hann mestu uppgötvanir sínar. Fyrstu ferð sína fór hann til Lapplands — það var áður en hann hélt til út- landa — en þá var jurta- og dýra- líf þar hartnær órannsakað. Á þess um tíma var slík ferð hreinasta ævintýri. En það er einnig skemmtilegt að fylgjast með hon- um á ferðum hans um hversdags- legri slóðir: Ölándska och Got- hlandska resan (farin 1741, útg. 1745), Wástgöta resan (1746, 1747) og Skanska resan (1749, 1751). Á þessum ferðum sínum rann- sakaði hann jurtalífið og vaxtar- skilyrði í héruðum landsins með það fyrir augum að Sviþjóð gæti orðið sjálfri sér næg i ræktun lyfja jurta og litunarjurta. I ferðabók- unum finnur lesarinn einn af lykl- unum að snilligáfu hans: forvitni hans var alltaf vakandi og athyglin með eindæmum skörp. Hann sr ekki blindaður af sérhæfingu; víst er hann grasafræðingur, en fólkið og dýrin og minjar fortíðar- innar vekja ekki síður óhuga hans en jurtirnar. í hvert skipti sem hann sér rúnastein staðnæmist hann til að reyna að ráða áletrun- ina. Á einum einasta degi á Ey- landi rannsakar hann þrjá rúna- steina, skoðar gamalt virki, sem hann mælir upp og lýsir nákvæm- lega, finnur tug plantna, sem hann hafði ekki áður fundið á eynni, og veitir konu, sem á vanskapað barn læknisráð og hjálp. Lýsing þjóðar og þjóðlífs Þannig biðu hans stöðugt nýir at burðir og ævintýri á ferðalögun- um; og atburðir, sem virtust smá- vægilegir urðu oft þýðingarmestir, svo sem þegar hann finnur sjald- gæft skorkvikindi eða sjaldgæfa jurt. Því fór fjarri að Linné ætlaði sér að rita fagrar bókmenntir, hann taldi sig aðeins skýra Ijóst og skilmerkilega frá ferðum sín- um og rannsóknum. En einmitt þessi vinnubrögð gera það að verk- um, að hann lýsir náttúrunni af sjaldgæfri innlifun; hann gefur sér tóm til að njóta fagurs landslags, og í lýsingu þess bregður fyrir hjá lionum Ijóðrænum tón. Fræði- mennska og ritsnilld sameinast fag urlega í verkum hans. Síðari tíma rithöfundar hafa margt lært af honum; meðal lærisveina hans má nefna August Strindberg, Albert Engström og Harry Martinson. Lýsingar Linnés á hinu gamla sænska bændasamfélagi, siðujn þess og venjum, verða kannske framar öðru til þess að gera ferða bækur hans að heillandi lesningu fyrir nútímamenn. Á ferðum sín- um kynnist hann bændurn, prest- um, veiðimönnum og fiskimönnum, og hann lýsir bóndabýlum, kirkj- um, hallarrústum og klæðnaði og siðvenjum bændanna jafn nákvæm lega og jurtum, skordýrum og fugl- um. Menn hafa áfellzt Linné fyrir að bregða of rómantískum Ijóma yfir sveitalífið. Þetta er vafalaust rétt, en hann gat ekki annað, því að hug ur hans var fullur af gleði ó þess- um ferðum. Honum þótti vænt um starf sitt, hann gladdist yfir feg- urð og tilbreytni náttúrunnar, og hann fann til gleði visindamanns- ins við að gera stöðugt nýjar og nýjar uppgötvanir. Þess utan hef- ir honum sjálfsagt liðið eins og skólastrák í sumarleyfi, hann var laus við kennarastólinn og allar daglegar skyldur. Það er einmitt þessi gleði, sem varpar sólgliti yfir dagbækur hans, lesarinn kennir sömu hamingju og höfundurinn. Sé það rétt, að liann hneigist til að gylla sveitalífið og náttúruna um of, er það aðeins ein hlið enn á snilligáfu hans. í ferða- bókum hans gefst okkur öllum leik mönnum greiður gangur að vísinda gáfu hans. Við fylgjum honum að vinnu hans „á akrinum“. Og akur hans er haginn og heiðin og skóg- urinn. Við gætum sagt að akurinn væri rósofið teppi, sem gýðjan Flóra breiðir út fyrir fætur Blómakon- unginum. Fréttaþættir úr Daiasýsiu Aðalfundur Kaupfélags Hvamms fjarðar var haldinn að Ásgarði, þann 18. þ.m. Ifelztu niðurstöður reikninga félagsins fyrir síðastliðið ár voru sem hér segir: Vörusala félagsins á árinu jókst um 300 þús. kr. Tekjuafgangur varð kr. 124,942,808 og var hon- um, samkv ákvörðun fundarins ráð stafað þannig, að 4% rennur í stofnsjóð félaganna en 2% í við- skiptareikninga, Tillög í sjóði félagsins voru svipuð og árið áður og afskriftir af fasteignum, áhöldum og vélum námu samtals kr. 89,839,16. Skuld ir viðskiptamanna höfðu hækkað nokkuð á árinu og voru við árs- lok kr. 381,902,72. Samkvæmt skýrslum framkv,- (Framhald á 8. síðu,)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.