Tíminn - 26.05.1957, Síða 4
4
T f M IN N, sunnudaginn 26. maí 1957,
Attræður:
Halldór Stefánsson
fyrrverandi alþingismaður
Halldór Stefánsson, fyrrverandi
alþingismaður er fæddur á Desja-
*nýri í Borgarfirði eystra h. 26.
«iaí 1877. Foreldrar hans voru
4>restshjónin á staðnum, Stefán
Pétursson og Ragnhildur Björg
Idetúsalemsdóttir. Stefán prestur
var sonur Péturs prests á Valþjófs-
slað, Jónssonar vefara, en það er
k’illuð vefaraætt, sem frá honum
er komið og margt hinna mikil-
fcæfustu manna. Var Jón vefari
dóttursonur séra Hjörleifs prófasts
á Valþjófsstað Þórðarsonar. Kona
Péturs prófasts var Anna Björns-
dóttir prests á Eiðum, Vigfússon-
ar, prests í Garði í Kelduhverfi,
Björnssonar, en móðir Önnu var
Þórunn dóttir Guðmundar sýslu
Hianns ríka í Krossavík, Pétursson
oi'. Allt eru þetta svo kunnar kraft
miklar prestaættir austur þar, að
þess garist eigi þörf að rekja nán-
ar. Ragnhildur B. var dóttir Metú-
salems sterka í Möðrudal. Standa
a'ð henni kunnar ættir. Og
þangað mun Halldóri hafa
brugðið mest um atgerfi og lund
a, far og má þó vera að annað
hefði maður ályktað ef hann hefði
verið prestur, eða sýslumaður.
Ætt þeirra Möðrudalsmanna er
cinnig vel kunn af mörgum sök
um, og vel rakin í riti Halldórs
sjálfs um Möðrudal á Efra Fjalli,
og í Ættum Austfirðinga. Jón í
Möðrudal, faðir Metúsalems sterka
var scnur Jóns bónda er þar setti
byggð úr eyði 1789, Sigurðssonar
tuggu, en Sigurður átti þá konu
scm Ólöf hét, Árnadóttir, bónda
á Straumi i Hróarstungu, en það
er ókunn ætt. En nýlega var ég
að lesa Grýlukvæði séra Brynjólfs
Halldórssonar á Kirkjubæ, d. 1737,
scm eru ort liílu fyrir 1720, en
Ólöf var fædd 1708. Kemur Grýla
fceiman frá sér úr Rangárhnúki
íg Iiittir fyrir Orm bónda á
itangá, Bregður hún honum um
tiisku. (Hann er forfaðir minn)
Hún læíur eins og hún sé dálítið
góðkvandi við ekkjuna í Dagverð
argerð'i, en skattyrðist við Finn
boga á Vífilsstöðum og Sigga á
HeykoUsstöðum. En er hún hittir
Árna á Straumi, kveðst hún geta
haft þar allt með sjálfskyldu og
það sé ekki nær að fúni af myglu
kafloðnir maurar þínir en þeirra
njóti einhver þurftugur. En
Árna kvað sér illa aftur farið
ef slík óvætt skuli sig kúga og
grípur torfljáinn, en Grýla nær
un'. skammorfið og verða svipting
ar unz Árni mæðist og segir Grýlu
að hann eigi nautkrakka nógu þrif
legan og hann. skuli hún hafa. Svo
fÓF nú betur og sæll vertu Árni,
sagk Grýla og iabbaði út í Litlu
Steinsvað. Kvæði séra Brynjólfs
hefur víða að geyma góðar mann
■lýsingar á Tungubændum á þess
uíu tíma og Árni er sýnilega þrifn
aðar og forstandsbóndi, fyrst hon-
ui ér brugðið um maura og naut
krakkinn er þriflegur hjá honum.
í ætt írá Sigurði tuggu og Ólöfu
Árnadóttur hafa það verið rakin
ætternikenni. Er slæmt að vita
ekki hverra manna Árni var.
Árið 1884 gerðist séra Stefán
pi - tur ó Hjaiiastað, en þar naut
b'ar.s cigi lengi við, því liann and
aðir.t l,. 12 ágúst 1887. Voru börn
i njjú 12 að tölu og flest í bernsku.
Komust þau öll til þroska og er það
t>j’> kunnugt, hversu mannvænleg-
ur hópur hér var í uppvexti og
rey ídist síðan vera í þjóðiífinu.
Ei i. var auður í garði frekar en
vant er að vera á barnaheimilum
á íslandi, né styrkjuin og t-rygg
ingum til að dreifa. Voru sum
bfrnin tskin í fóstur á góð heim
ál), en ekkjan setti bú á einni af
pre.tíekknajörðinni, Geitagerði í
FJjótsdal. Þá var Halldór 11 ára
gamall er hann kom í þessa sveit,
þar sem hann átti eftir að koma
við sög'u, og telur enn í dag sína
sveit. Halldór dvaldi með móður
sinni 1 Geitagerði. Þurfti hann
snemma á sér að halda í störf
unuip og kom í ljós að hann var
lundmikill og kappsamur, og vakti
sner.Via eftirtekt livað honum
var sýnt um að ganga ekki úr
störfum fyrr en þeim voru gjörð
full skil. Má segja að það hafi ver
ið ríkast einkenni á Halldóri í.
öllum störfum síðan. Árið 1895 ■
gekk Haildór á Möðruvallaskól
ann og útskrifaðist þaðan vorið
1897. Gekk honum námið með
ágætum og er hann einn þeirra
sem útskrifast hafa af þeim gamla
Möðruvallaskóla með hæstu eink
un. Árið 1900 réðst hann í Skriðu
klaustur til stórbóndans Haildórs
Benediktssonar og hafði þar for
sögn á verkum næstu 3 ár, því
Halldór bóndi var lítt tilfær og
létu ferðamenn þess getið, að.eng
inn hestur bæri hann, sakir gild
leika. Þetta ár 1900, hinn 1. des.
kvæntist Halldór Björgu dóttur
Halldórs bónda, hinni ágætustu
konu, og varð þeim 5 barna auð
ið. Árið 1903 réðst Halldór starfs
rr.aður hjá Pönlunarfélagi Fljóts
dalshéraðs, sem starfaði á Seyðis
firoi, en forstjóri þess var þá
bróðir hans Jón Filippseyja-
kappi. Stóð svo til 1909 að félagið
leystist upp. Hafði það lent í fjár
kröggum í verðhruninu mikla er
varð á landbúnaðarafurðum er
sauðasalan til Englands hætti.
Kalldór fór þá heim í dalinn aft
ur og setti bú í Hamborg, stutt
fyrir utan Skriðuklaustur. Var
það jafnan fremur lítið býli en
farsælt eins og flest býli í
Fljótsdal. Bjó Halidór þar snotru
búi og komu í ljós hans ættarein
kenni að hann gerðist hinn mesti
þrifnaðar bóndi. Hafði hann gnótt
í búi, vista og búnaðar, svo ég er
ekki viss um nema honum hafi
verið brugðið um maura, eins og
Árna forföður hans.
Árið 1910 var Kaupfél. Héraðs
búa síofnað með aðsetri á Reyð
arfirði. Voru Fljótsdalsbændur
þar í fararbrcddi og gekk Halldór
í stjórn þess og var formaður
hennar lengi síðan. í hreppsnefnd
starfaði hann og oddviti um hríð
og sýslunefndarmaður um tíma.
Auk þess gekk hann í stjórn Bún
aðarsambads Austurlands 1918 -og
var það næstu 3 ár. Þótti Halldór
vaxa af hverju starfi þar sem hann
var tilkvaddur. Árið 1921 fluttist
Halldór til Vopnafjarðar. Keypti
hann jörðina Torfastaði ,sem er
ein bezta jörð þar um slóðir. Varð
strax mikill svipur á búsetu Hall
dórs á Torfustöðum. Var hann kor;
inn í hreppsnefnd 1922 og þegar
í stað oddviti hennar og var það
síðan meðan hann dvaldi í Vopna
firði. Þetta sama ár, hinn 13. okt.,
missti hann Björgu konu sína, og
má skilja að erfiðari urðu honum
búhagir er svo mikils var misst
enda var Björg hin mesta forstands
kona um bú- og heimilisstjórn.
Elztá dóttir þeirra, Ragnhildur
tók við búsforráðum og fórst ágæt
lega vel. Var heimil Halldórs á
Torfastöðum hið mesta fyrirmynd
arheimili og var annasamt af
margskonar erindarekstri er menn
áttu við Halldór bónda, bæði vegna
hreppsstjórnar og annarrar fyrxr
greiðslu er menn höðfu þangað að
sækja. Varð Halldór vinsæll í
Vopnafirði sem síðar .bar raun á.
Árið 1923 var Halldór kosinn 1.
þingmaður Norðurmýlinga. Bænda
pólitíkin var þó að vinna á í Norð
urmúlasýslu, en Norðmýlingar
höfðu jafnan kosið þingmann sakir
almenns tr^usts, og var það ekki
nema stundum að þeir voru flokks
legir .samherjar. Var það ljóst að
það var hið almenna traust á Hall
dóri sem greiddi götu hans til
þingfarar, og enn voru þingmenn
Norðurmýlinga ekki af sama
flokki. Árið 1927 var Halldór aftur
ur kosinn 1. þingmaður Norðinýl
inga og með honum Páll Hermanns
son. Stóð nú bændapólitikin föst
um fóíum í Norðurmúlasýslu.
Varð svo enn í tvennum kosning
um 1931 og 33, en þá gengu þeir
Tryggvi Þórhallsson og Halldór
Stefánsson úr flokki og mynduðu
Bændaflokkihn með fleirum. Þá
sögu þarf ekki að rekja en Hall
dór féll í Norðurmúlasýslu árið
eftir, 1934.
Lauk þar með afskiptum hans af
stjórnmálum. Þótt enn héldi hann
; um sinn ýmsum umboðslegum
störfum frá sínum flokkstíma.
j Halldór kvæntist aftur 17. apríl
1928 Halldóru Sigfúsdóttur bónda
á Hofströnd í Borgarfirði eystra
hinni ágætu=ta konu og vorið eftir
brá hann búi á Torfastöðum og
flutti til Reykjavíkur. Tók hann þá
við forstöðu tryggingarstofnunar
ríkisins, Brunabótafélagsins og
slysatrygginganna og gengdi því
starfi síðan, nálega til aldurstak-
marka.
Eftjr að Halldór hafði hætt af
skiptum af stjórnmálum og sat í
næði í starfi sínu í Reykjavík fór
hann að sinna fræðamennsku.
Hann er einn af þeim, ef til vill
mörgu íslendingum, sem iðkað
hafa lærdóm allt sitt líf. Meðan
! hann bjó í Hamborg, kynnti hann
sér samvinumál og erfðafræði og
ritaði um þau mál fræðilegar grein
ar í Timarit Samvinnumanna og
Ársrit Búnaðarsambands Austur
lands. Halldór var ekki málskrafs
maður á fundum né geysir á rit
velli, en fræðileg rök sem hann
kunni setti hann fram með yfir
burðum skýrlega, hvort heldur var
í ræðu eða riti og hélt sig umbúða-
i laust við kjarna hvers máls. Stóð
J hann af þessum sökum jafnan
j manna bezt fyrir máli sínu, þó
færra segði en þeir sem aldrei
> voru búnir að tala nóg. Er það vel
| kunnugt nð þeir, sem af sjálfum
• sér læra, hafa fastari og öruggari
; skoðanir en þeir sem fara með
! skólalærdómsfleipur. Margháttuð
lífsreynsla og yfirburðagreind
1 gerðu Halldóri fært að mynda sér
skoðanir og honum myndi þá illa
aftur farið eins og Árna forföður
hans ef óvættir skyldu þar af
honum kúga.
1 En þá var Halldór kominn nokk
uð á sjötugsaldur er hann tók að
| sinna því verkefni, sem ég ætla
] að haldi nafni hans lengst og
bezt á lífi. Hann fór að sinna aust
firskum fræðum og eftir hann
liggja í því efni það mikil verk,
að hann tekur sæti við hlið
hinna miklu austfirsku fræði-
manna sér Einars Jónssonar og
Sigfúsar Sigfússonar.
Séra Einar vann í ættfræðinni,
Sigfús í þjóðfræðunum, báðir með
yfriburðum en Halldór sneri sér að
hinni almennu viðburðafræði og
hreifingum tímanna. í þessum stíl
hefur Halldór unnið og á þessu
ári, þegar síðasta bók hans er kom
in út, má heita að Halldór sé bú
inn að vinna mjög samfellt og
greinargott yfirlit yfir sögu Aust
urlands. Austfirðngiafélagið í
Reykjavík hafði undir forustu Sig
urðar Baldvinssonar póstmeistara
myndað sjóð er verja skyldi til
söguritunar Austurlands og er
þessi sjóður tók til starfa 1945
varð Halldór formaður ritnefnd
»4?
»4»
Þáttur kirkjunnar:
Bænadagur
ÞESS ER GETIÐ í helgum
fræðum, að Kristur hafi átt
hljóða stund að morgni utan
giaums og hávaða borgarinnar.
Hann átti stað, vafalaust ynd
iilega blómabrekku uppi í fjall-
inu. og þangað fór hann til að
safna kröftum, efla sig til dags-
verksins. Það verður siálfsagt
orfitt í vsi og þröng nútímans
í fjcTmenninu, að fylgja dæmi
hans. En getum við raunveru-
lega gnldið það afhroð, sen;
bænarlaust lif verður.
H')ið var Jesús að gera upp
í fiallið? Hann var svo mikili,
vitur og gðður, að svo mætti
svnast. að hann þyrfti ekki að
b'ria um re;tt af því, sem van-
sæla og synduga sál vanhagsr
m-ast um.
P-ÆNIN. HUGTAKIÐ sjálft, er
oft misskilið. Flestir telja þexta
fyrst og fremst einhver crð,
sem þá ættu helzt að vera ósk-
ir um eitthvað sérstakt. En
slíkt er aðeins einn þattur bæn-
arhugtaksins. Bæn er fyrst o.g
fremst áköf leit að hinu göfga.
fagra og góða, sanna og rétta, í
einu orði sagt: Bænin er lcit
að Guði.
Jesús finnur Guð bezt í un-
aði náttúrunnar í faðmi morg-
unsins við blóm>aangan og fugla
söng, útsýnið yfir himinblátt
vatnið og til fjarlægra fjalla,
sem sólin kyssir mjúkum geisla
vörum. Þannig opnast honum
föðurfaðmurinn eilifi, þannig
vekja ástarundur Guðs upp
hina hreinu elsku í sál hans,
þann kærleika, sem gat faðmað
að sér lítið barn, dáðzt a'ð feg-
urð eins blóms, en líka faðmað
alian heiminn með ástúð og
mildi útbreiddra arma í kvól
krossins, þar sem hvorki óvinir,
ræningjar né ástvinir voru und-
an Skildir.
ÞANNIG VAR bæn Jesú. Þetta
var erindi hans upp í fjallið á
morgnana. Þar gat orðið kraft-
stöðin, sem sál hans naut og
teygaði af í svo ríkum mæli.
Skyldi hann ekki einmitt þar
hafa ort ódauðlegu ljóðin, sem
við köllum Sæluboðanir, eða
sönginn um liljurnar og fugla
himinsins, eða dýrðaróðinn um
kærlei'ka Guðs, þegar hann
horfðí á smalann. sem fól litla
lambið villta við barm sér.
Og sannarlega þurfum v;ð
börn tuttugustu aldarinnar, ald-
ar storma og styrjaldar, alda
hinnar miklu orku og æ.gilegu
krafta. að eignast slíkar kraft-
stöðvar kærleiks og bæna. E;n-
mitt ættu bær að geta beint öil-
um kröftum efnisins inn á þær
brautir, sem veita blessun og
frið.
OG VIÐ ÞURFUM öll að eiga
blióða stund á hverjum morgni
áður en hark dagsins hefst,
kannske í svefnherberginu úti
við gluggann eða í stofunni lijá
fallegri mynd eða hljóðfærinu,
eða úti í garðinum eða einhverj
um stað, sem okkur finnst Guð
vera næst. Og gott er að lesa
þarna eitt sálmavers, eina smá-
grein í Nýjatestamentinu eða
leika lag. syngja söng, kannske
hlusta á fallega músík í útvarp-
inu, eitthvað sem lyftir yfir
þröngan hring hversdagsleik-
ans. En umfram allt þögn í sál-
unni, kyrrð, góðieiki, ró og frið
ur, sem speglar, endurspeglar
dýrð Guðs við sólaruppkomu
eða dagskomu. Og mikið má
það vera, ef einhver, já, flestir,
sem reyndu að eignast slíka
helgistund fyndu ekki, hvernig
Guð gengur um í morgungeisl-
unum, fyndu ekki nálægð yndis
legra engilvara, horfinna ást-
vina, og fengiu svo kraft og
jafnvægi í sál sína til að vinna
störf dagsins, já, allt sitt ævi-
starf í kærleika til Guðs og
manna.
EINN SLÍKUR bænadagur, ein
slík stund helguð af himins
náð, oss hefja til farsældar má
Hinn ákveðni „bænadagur"
kirkjunnar ætti fyrst og fremst
að minna á þetta, svo að hvert
heimili, hver kristinn maður,
ætti sín augnablik í nálægð
Guðs á hverjum degi.
Árelíus Níelsson,
«!i$ill!íiasi§ I 7 - l ÍT-rJi. = >5„ «r i'wllN' 11.. I' li. 5,..=.. í ffliwil'lillillis ..Sliisiffilffinillialllliillíii
ar þeirrar er kosin var til fram
kvæmda. Meginþunginn af þessu
starfi hefur hvílt á Halldóri og
bækur félagsins bráðum 6 að tölu
hefur Halldór ritað að meirihluta
og sumar af þeim einn.
Það má segja að Halldór byrj
aði á þessu merka starfi með því
að gera niðjatal foreldra sinna er
prentað var sem handrit í tilefni
af 100 ára afmæli föður hans.
„Að fortiíð skal hyggja ef frum
legt skal leggja“ kvað Einar, og
Halldóri reyndist þetta gæfusamt
því nú var hann kominn á þá
leiðina, sem honum var svo auð
farin. Þá ritaði hann sögu Möðru-
dals á Efr-Fjalli hinnar merku
jarðar, höfuðbólsins í bláfjalla
geimnum, þar sem forfeður hans
höfðu búið á tvennum tímaskeið
um lengi í senn. Þá skrifaði hann
sögu Jökuldalsheiðarbyggðarinnar,
byggða og ábúendasaga, og birtist
hún í 1. bindi ritsafnsins „Austur-
land“. í annað bindi skrifaði hann
yfirlit um landnámssöguna austur
þar.
I þriðja bindi sama ritsafns skrif-
aði hann mikinn hluta þess og um
þjóðfélagshreifingar á Austurlandi
og austfirska menn. Auk þess
eins og áður segir 4. bindi og 6.
bindi þessa ritsafns. Auk þess skrif
aði Halldór ritling, sem hann kall
aði Refskák stjórnmálanna um
ýmsa þá vankanta sem honum
þótti vera á stjórnmálalífi Islend
inga.
Halldór skrifaðar góðan stíl,
hreint mál og meitlað og má víða
finna í ritum hans ágætan sagna
stíl. Kom þetta strax fram með
ágætum í sögu Möðrudals á Efra
Fjalli, sem er skemmtilega vel rit
uð bók. Á bak við stuttan og kald
an stíl tekst Halldóri að láta blika
á viðkvæm örlög lands og manna
í Möðrudal. Það er forn frægð af
sagnaritun. Halldór hefur alltaf
verið bóndi, eins og þeir hafa
bezt gerzt á íslandi og endurskin
þess mætir manni enn á heimili
hans á Flókagötu 27 í Reykjavík,
þótt þar virðist nú vanta alla
hamra og allar tengur, amboð
tögl og hagldir, sái og söðla, sem
einu sinni prýddu heimili hans
með ríkilæti í góðri hirðu.
Þrjú börn af fyrra hjónabandi
Halldórs eru á lífi, Halldór starfs
ma'ður hjá Búnaðarfélagi íslands,
Pétur starfsmaður hjá Tryggingar
stofnun ríkisins og Arnbjög hús
freyja á Akureyri gift Ólafi
Tryggvasyni. Ragnhildur dóttir
hans gift Sveini kaupm. Sigurjóns
syni í Reykjavík er dáin fyrir
nokkrum árum. Einn dreng, Stefán
misstu þau hjón á ungum aldri og
stofnuðu minningarsjóð um hann
sem er eign Fljótsdalshrepps. Þau
hjón Halldór og Ilalldóra Sigfús
dóttir eignuðust tvö börn, Ragnar
viðskiptafræðing og Herborgu, enn
í föðurgarði.
Allir hinir mörgu vinir og sam>
ferðamenn Halldórs árna honum
allra heilla, með þökkum fyrir
langt og dáðrikt ævistarf, nú á
þessum sjónarhóli.
Benedikt Gíslason
frá Hofteigi.
AKUREYRI í gær. — Nýlega var
opnuð veitingastofa hér í bæ. Er
hún til húsa í nýja Útvegsbanka-
húsinu og er einkar smekkleg. —.
Eigandi veitingastofunnar er Brynj
ólfur Brynjólfsson. Þar er m. a.
seldur góður matur með hóflega
verði. ED,