Tíminn - 26.05.1957, Síða 7

Tíminn - 26.05.1957, Síða 7
TÍMINN, sunnudaginn 26. maí 1957. 2 - SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ - SjálfstæSisflokkurinn afhjúpar sig sem flokk milljónamæringa og sérhagsmuna. — „Áílra stéttau gríman féll af honum viS umræSurnar um stóreignaskattinn og bankamálin. — Sjálf- sagt réttlætismál að þeir ríkustu beri þyngstar byrSar — HreintrangIæti,aSminnihIutafIokk ur ráði yfir aðalbönkunum — Einstæð stjómarandsfaða — Sjálfstæðismenn vildu fella niður helztu tekjustofna byggingarsjóðs — Merk lög til eflingar dreifbýlinu j Al'þingi hefir starfað af miklu 5cappi í vikunni sem leið. Fundir hafa verið langir og umræður all- harðar með köfilum. Mestar hafa uimræðurnar orðið um stjórnar-( frumvörpin, sem fjalla um stór- eignaskattinn og endurbætur á bankakerfinu. Sjálfstæðismenn1 !hafa haldið uppi miklu málþófi( gegn þeim frv. og reynt að telja þau hina mestu óhæfu og ósann- j girni. Með því hefir Sjálfstæðis- flokkurinn afhjiipað sig öllu betur; en hann hefir áður gert. Andóf ( tians gegn þessum málum hefir' leitt það svo glöggt í ljós, að það eru sérhagsmunir og milljónamær- ingar, sem hann ber fyrst og fremst fyrir brjósti. AHur áróður ihans um það, að hann sé „flokkur ailra stétta“, hefir enn sem fyrr reynst að vera blekking ein. Ef Sjálfstæ'ðisflokkurinn væri „flokkur allra stétta“, myndi hann ekki hafa liamast af slíku ofstæki gegn stóreignaskattin- um, og raun ber vitni um. Hann hefði þá talið eðlilegt, að auðkýf- Ingarnir bæru þyngstu byrðarn- ar, þegar nauðsynlegt er að þyngja álögur á almenningi. Hann myndi þá ekki heldur berj- ast fyrir því, að flokkur, sem er f miklum minnihluta á þingi og meðal þjóðarinnar, réði yfir að- albönkunum og notaði það til að hlynna að vissum gæðing- um og stuðningsmönnum. Aðeins flokkur milljónamæringa og sér- hagsmunamanna getur hagað sér á slíkan hátt. Stóreignaskatturinn Það verður vissulega ekki sagt, að stóreignaskatturinn gangi lengra en réttmætt er. Til þess að verða skattskyldur, þarf einstakl- ingur að eiga meira en einnar millj. króna eign, skuldlausa. At- vinnutæki njóta sérstaks frádrátt- ar. Sparifé er alveg undanþegið skattinum. Hin eðlilegu rök fyrir skattinum eru þau, að þar sem anauðsynlegt hafi reynst að hækka élögur á allan almenning, sé eðli- legt, að þyngstar byrðar séu lagð- ar á þá, sem breiðust hafa bökin, og eiga jafnframt gróða sinn mest »ð þakka verðbólgunni, sem hefir ekert hlut annarra á sama tíma. Allar röksemdir um það, að skatturinn íþyngi framleiðslunni, falla um sjálfar sig, þegar nánar er aðgætt. Skatturinn mun alls Biema um 80 miilj. kr. og greiðist ineð jöfnum afborgunum á 10 ár- Bm. Hann mun því verða um 8 millj. kr. á ári og ekki nema hluti af þeirri upphæð mun lenda á at- Vinnufyrirtækjum. Slíkur skattur getur því ekki orðið atvinnuvegun- um tilfinnanlegur. Það eru einnig falsrök, að hann sé líklegur til að draga úr sparifjórsöfnun. Þvert á xnóti er hann líklegur til að örfa hana, þar sem spariféð er skatt- frjálst. I Þegar þetta allt er athugað, geta menn ekki haft nema eina raunverulega ástæðu til þess að vera andvígir skattinum. Hún er sú, að milljónamæringarnir skulu halda öllu sínu, þótt álögur hækki á almenningi. Það sé rangt að leggja hlutfallslega mest á þá, sem hafa breiðust bökin. Það sé almenningur, scm fyrst og fremst eigi að borga brúsann. Þetta er hin raunverulega stefna Sjálf- ! stæðisflokksins í stóreignaskatts- ! málinu, þótt reynt sé að klæða I hana í annan búning. Þegar til alvörunnar kom, gat hann ekki j lengur leynt því, að það eru milljónamæringarnir, sem liann ber fyrst og fremsf fyrir brjósti. 1 Þessi afstaða Sjálfstæðisflokks- Finnska þjóðþingið átti 50 ára afmæii hinn 23. maí s. I. Emil Jónsson, forseti sameinaðs þings, mætti sem full- trúi Alþingis á hátíðahöld, sem efnt var til í Helsinki í t lefni afmælisins dagana 22.—25. maí. Færði hann finnska þinginu gjöf, fundarhamar, sem gerður er af Rikarði Jónssyni. Á myndinni hér að ofan sést hylkið, sem er utan um fundarhamarinn, og er það einnig mjöj haglega gert. Á hylkinu eru skornir út fánar Finn- lands og íslands, en nöfn landanna standa þar undir. ins verður enn augljósari, þegar þess er gætt, að hann hefir fús- lega staðið að öllum skattaálögum ríkisins á undanförnum árum og kveinkar sér nú ekki neitt við það að leggja á útsvör í Beykjavík, sem munu í ár nema margföldum stóreignaskattinum. Það er fyrst, þegar milljónamæringarnir eru skattlagðir sérstaklega, sem Sjálf- stæðisflokkurinn iveinkar sér Endurbætur á bankakerfinu Andstaða Sjálfstæðisflokksins til endurbótanna á bankakerfinu sýna það ekki síður greinilega, að það eru sérhagsmunirnir og auðmenn- irnir, sem flokkurinn ber fyrst og fremst fyrir brjósti. Talsmenn Sjálfstæðisflokksins á Alþingi hafa játað, að þær helztu endurbætur, sem ráðgerðar eru á bankakerfinu samkv. frumvörpum ríkisstjórnarinnar, stefni allar i rétta átt. Það sé til bóta, að auka sjálfstæði seðlabankans. Það sé til bóta, að gera Útvegsbankann að hreinum ríkisbanka. Það sé einnig' eðlilegt, að bankarnir starfi í sam-j ræmi við stefnu ríkisstjórnarinn-; ar, en ólíklegt er, að slíkt geti blessast meðan hatramir andstæð-. ingar hennar ráða yfir þeim. Þrátt fyrir það, þótt forkólfar Sjálfstæðisflokksins viðurkenni þetta allt, hamast þeir gegn bankafrumvörpunum af öllum mætti. Ástæðan er sú — og sú ein, — að framkvæmd umræddra breytinga mun hafa það í för með sér, að Sjálfstæðisflokkur- inn missir meirihluta sinn i stjórn aðalbankanna. Flokkurinn á vitanlega ekkert réttlætanlegt tilkall til þessa meirihluta, þótt hann hafi náð honum í skjóli úr- eltra laga, enda bætist það Jíka við, að hann hefir misbeitt hon- um á freklegasta hátt. Samt berst liann fyrir því af slíku ofurkappi að halda i þessi sérréttindi, svo að hann geti áfram notað þau í þágu gæðinga sinna og til póli- tísks stuðnings. Það skiptir hann engu, þótt hann eigi ekkert rétt- lætanlegt tilkall til þeirra. Sjald- an hefir komið betur í ljós, að til- gangur Sjálfstæðisflokksins er framar öðru sá að ná í óeðlileg sérréttindi fyrir gæðinga sína og halda í þau, hvað, sem það kost- ar. Enn á ný hefir það ótvírætt sannast, að hann er flokkur sér- hagsmuna og auðkýfinga fyrst og fremst. Þeir sleggjudómar Sjálfstæðis- manna, að stjórnarflokkarnir ætli að misnota völd sín yfir bönkun- um, eru að sjálfsögðu út í bláinn. Tilgangurinn er þvert á móti að koma í veg fyrir þá misbeitingu, sem hefir átt sér stað. Hinir nýju ráðamenn bankanna hafa vissulega næg víti til varnaðar, þar sem eru stjórnarhættir íhaldsins á bönk- unum og m. a. hafa verið þeir í seinni tíð, að til þess að hefjast þar til áhrifa, þurftu menn helzt að vera í ættartengslum við formann Sjálfstæðisflokksins, svo að ekki sé minnst á lánveitingarn- ar. Einstæð sljórnarandstaða Sjálfstæðisflokkurinn hefir gl'öggt sýnt það með framkomu sinni í stóreignaskattsmálinu og bankamálunum, að hann er flokk- ur milljónamæringa og sérrétt- inda útvaldra gæðinga, þótt hann látist vera „flokkur allra stétta“. Hann hefir ianframt sýnt það með öðrum starfsháttum sínum að und- anförnu, að hann svífst einskis í baráttu sinni til að viðhalda gróða- möguleikum og sérréttindum fram angreindra aðila. í þeim tilgangi að reyna að fella núv. ríkisstjórn og kornast aftur til valda, svo að ekki verði haggað við gæðingun- um og sérhagsmunum þeirra, hef- ir hann að undanförnu beitt að- ferðum, sem engin stjórnarand- staða mun enn hafa leyft sér í lýð- frjálsu landi, nema þá ábyrgðar- lausustu og öfgafyllstu einræðis- flokkar. Það liggja nú fyrir því órækar sannanir, að forkólfar Sjálfstæð- isflokksins liafa reynt að spilla fyrir því í Bandaríkjunum, að lán fengist þar til Sogsvirkjunar- innar og annarra nauðsynlegra franikvæmda. Þar hafa þeir hald- ið því fram leynt og ljóst, að slík lán væru aðeins vatn á myllu kommúnista, sbr. ummæli hins grama leiðtoga Sjálfstæðisflokks- ins í „Wall Street Journal". Þeg ar þetta hefir ekki borið árangur, hafa forkólfar Sjálfstæðisflokks- ins gripið til þess ráðs að reyna að koma af stað nýrri verðbólgu- skriðu og grafa þannig grunninn undan framleiðslunni. í þeim til- gangi hefir Mbl. verið látið tor- tryggja ráðstafanir ríkisstjórnar- innar af fremsta megni, iðnrek- endur verið látnir bjóða fram! kauphækkun og erindrekar Sjálf- stæðisflokksins sendir á fundi verkalýðsfélaganna til þess að vinna þar að uppsögn samninga, kaupkröfum og verkföllum. Þann ig er jöfnum höndum unnið að því að grafa undan lánstrausti þjóðarinnar út á við og atvinnu- vegunum inn á við. Það er ekki hikað við að leiða hina mestu kjaraskerðingu og ógæfu yfir þjóðina, ef það gæti orðið til þess að stuðla að falli ríkisstjórnar- innar og koma Sjálfstæðisflokkn- um til valda. Stjórnarandstaða, sem hagar sér á þennan veg, mun vissulega ekki ná takmarki sínu. Hún mun að- eins styrkja stjórnina í sessi. Gerð forkólfa Sjálfstæðisflokksins er hins vegar söm fyrir því, og sýnir vissulega, að flokkurinn er hreinn valdastreituflokkur sérhagsmuna- manna, sem telur allt leyfilegt í valdabaráttunni, eins og bræðra- flokkar hans í Suður-Ameríku. Húsnæoismálalöggjöfin nýja sg Sjálfstæðisflokkurinn Auk þess, sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefir beitt sér á þingi gegn stóreignaskattinum og endurbót- um á bankakerfinu, hefir hann haldið uppi miklu málþófi gegn hinni nýju húsnæðislöggjöf. Mál- þóf þetta er þó ekiki sprottið af því að hann hafi hér neitt nýtt fram að færa. Þvert á móti heíir hann lagt til að fella niður tekjur bygg- ingarsjóðs bæði af stóreignaskatti og skyldusparnaði, því að hann er á móti hvoru tveggja, en af þessu tvennu mun byggingarsjóður hafa aðaltekjur sínar í framtíðinni. í staðinn hafa Sjálfstæðismenn bent á þá leið til tekjuöflunar að taka erlent lán, enda þótt litlar iíkur séu til að slíkt lán myndi fást, a. m. k. er það ekki sennilegt, e£ dæmt er af því, hve ógerlegt reynd ist að fá lán erlendis í tíð fyrrver- andi stjórnar. Þau erlend lán, sem fást kunna, er líka eðlilegra að nota til að auka framleiðsluna en til byggingarstarfsemi. Fjár til þess síðarnefnda verður fyrst og fremst að afla innanlands. Ef að tillögum Sjálfstæðis- manna hefði verið hcrfið, hefðl nær ekkert fjármagn fengizt til byggingalána umfram það, sem verið hefir tvö seinustu árin. Samt skammast þeir svo yfir því, að ekki sé aflað nægilega mildls fjár til íbúðalána með hinni nýju. löggjöf. Samkvæmnina og heið- arleikann vantar ekki í málflutn- ing þeirra Sjálfstæðismanna. í fyrstu virtist svo, að Sjálfstæð- ismenn ætluðu að vera með skyldu sparnaðinum. Þeir féllu þó fljótt frá því og hugsa sér vafalaust að reyna að efna til óánægju með hann hjá þeim, sem hugsa meira um líðandi stund en framtíðina. Ótrúlegt er þó, að hann græði mikið á slíkum áróðri, heldur miklu fremur hjálpi þetta til að opna augu hugsandi fólks fyrir á- byrgðarlausu lýðskrumi og lodd- araskan íhaldsforingjanna. Ný lög í þágu dreifbýlisins Það má nú telja nokkurn veginn víst, að Alþingi ljúki störfum fyr- ir mánaðamótin. Seinustu dagana hafa mörg stórmál verið afgreidd, eins og t. d. húsnæðismálalöggjöf- in og stóreignaskattslögin. Þá hafa verið afgreidd þýðingarmikil lög sem sérstaklega snerta viðhald og eflingu dreifbýlisins. Má þar t. d. nefna lögin um landnám, ræktun og byggingar í sveitum, lög um eflingu Fiskveiðasjóðs og lög um skipakaup til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Með lögunum um landnám, ræktun og byggingar í sveitum er aukið verulega framlag til ræktunar á minni býlunum, fram lag til nýbýla og byggingarstyrk- ur til frumbýlinga. Þá hafa veð- deild Búnaðarbankans verið tryggð aukin fjárráð mcð lögum um stóreignaskattinn og skyldu- sparnaðinn. Allt þetta á að geta orðið til þess að skapa efnalitlu fólki, ekki sízt ungu fólki, betri skilyrði til búskapar. Er það líka mikil nauðsyn til þess að draga úr fólksflutningum úr sveitunum. Mcð hinum nýju lögum um skipakaup til þess að stuðla að jafnvægi í byggð Iandsins, er ríkisstjórninni heimilað að kaupa 12 150—250 smál. skip, en áður hafði hún aðeins heimild til að kaupa 6 slík skip. Þegar hefir verið samið um smíði sex skipa, en mikil eftirspum er effc- ir þcim og hefir því heimildin verið aukin. f sömu lögum er heimildin til kaupa á 15 tog- urum, er einnig skal ráðstafa með það fyrir augum, að þeir tryggi jafnvægi í byggð landsins. Með lögunum um eflingu Fisk- veiðasjóðs eru árlegar tekjur hans af útflutningsgjaldi auknar um 4\'-i millj. kr., miðað við verðmæti útfluttra sjávarafurða 1956. Þetta gerir sjóðinn nmn færari um að gegna hlutverki sínu. Með þessum lögum og fleirum, t. d. búfjárræktarlögunum, sem verða afgreidd nú eftir helgina, hefir ríkisstjórnin sýnt fullan vilja til að vinna að eflingu dreifbýlis- ins, eins og lofað er í stjórnarsátt málanum. Má vissulega vænta þess að framannefnd lög marki merki- lega áfanga í þeim efnum. ^

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.