Tíminn - 28.05.1957, Qupperneq 4
'4
TÍMINN, þriðjudaginn 28. maí 1957.
f
KrafíaverkiS í Manorville — Sjö ára
drengnr ofan í bninn — Allt björgnii-
arstarf virtist vonlaust — SkorSaSur
í brunnimim í fullan sólarkring — Lífs
í nístandi kulda
i
i
Sagan gerist í smábænum j
Manorville, N. Y., í Banda- j
ríkjunum. Benny litli Hoop-
er, sjö ára gamall, var aS
leik meS félaga sínum utan j
við beimili sitt. Skammt þar j
frá hafði faðir hans verið að
grafa brunn, en nú gekk
hann áleiðis upp að húsinu. j
h'snn sneri baki við börnun- j
, um þegar hann heyrði eitt- |
1 hvað þrusk, síðan óp: Benny
* datt niður í brunninn.
Kent Hoóper þreif vasaljós og
flýtti sér aftur að brunninum.
Sonur hans var skorðaður niðri
við botn, 21 feti neðar, þar sem
brunnurinn var ekki nema 10
þumlunga víður. Jakkinn hans
hafði svópzt upp yfir höfuð hon-
urr, önnur höndin var skorðuð
beint upp í loftð. Pabbi, snökti
drengurinn.
Hooper lét reipi siga niður í
brunninn, en Benny hafði ekki
Ikrafta til að halda sér í það með
annarri hendinni aðeins. Þá hrað-
eði faðir hans sér inn til að kalla
á lögreglu og slökkvilið bæjarins.
Skyndilega tóku neyðartilkynn-
ingar að berast til næstu sím-
síöðvar. Símstjórinn, Borghild
Hooper, var önnum kafin við að
sinna þeim næstu tuttugu mínút- !
urnar; þá fyrst varð henni Ijóst
■að það var verið að kalla á hjálp
heim til hennar, að sonur hennar
Var í hættu.
Þa3 er vonlausf
Þegar móðir Bennys kom heim
var björgunarliðið orðið fjölmennt
í garði hennar. Slökkviliðsmenn-
Irni:.' dældu súrefni niður í brunn-
inn til Bennys. Það var komið
fham á kvöld og garðurinn var
uppljómaður af kastliósum, bif-
reiðar komu á hraðri ferð með á-
höld og sjálfboðaliða íil hjálpar.
Björgunarmennirnir hömuðust við
að grafa nýjan brunn í tíu feta
fjarlægð frá brunninum sem
Benny hafði fallið í og samhliða
hor.um. Vélskófla var sett af stað
til að hraða greftrinum en eftir
skamma stund varð hún að hætta
því að brunnurinn hrundi saman.
Nokkrir menn snöruðust niður í
brunninn og mokuðu upn úr hon-
um á nýjan leik með skóflum. Kl.
11 um kvöldið sást að hönd Benn-
ys skalf og féll máttlaus niður.
Það var síðasta skiptið sem lífs-
mark sást með honum. Þurr sand-
Beiri nýling eldsneylis í dráitar-
vélabreyílum
Leiksystir Bennys vakir mo3 móSur
hans moSan unnið er a'ð blöruuninni
ur féil skrjáfandi niöur á höfuð
honum.
Alla þessa löngu köldu nótt
börðust björgunarmennimir 150
áfram. Hvað eftir annað hrundi
niður í brunninn og hann fylltist
svo að byrja varð á nýjan leik.
Þegar komið var fram á næsta
dag andvarpaði lögreglustjórinn
sem stjórnaði aðgerðunum: Þetta
er vonlaust, við náum honum
aldrei lifandi.
Kraftaverkið
En áfram var haldið þrátt fyrir
þreytuna, þrátt fyrir það að eng-
Björgunermennirnir unnu alla liðlanga nóttina og langt fram á næsta dag. — Vélskóflan var gagnslaus.
ar líkur virtust til að drengurinn
væri lengur á lífi. Fólkið vildi
ekki gefast upp. Síðdegis var loks
komið svo langt að brunnurinn
var orðinn nægilega djúpur, en
nú skildi 10 feta þykkur veggur
milli Bennys og björgunarmanna
hans. Þá kom hjálp frá atómtil-
raunastöðinni í Brokhaven sem
þarna er í nágrenninu, ívöföld
pípa úr hertu stáli (ætluð til
varnar gegn geislaáhrifum). Hún
var hömruð gegnum vegginn yfir
til Bennys. Ungur negri, Sam
Woodson, skreið gegnum pípuna
og kom við hönd Bennys. Hún var
náköld. Þá var klukkan 7,32 e.h.
og 23 klukkustundir og 48 mínút-
ur síðan Benny féll niður í brunn-
inn. Woodson náði tökum á drengn
um og þeir voru dregnir til baka
gegnum pípuna. Benny stundi.
Hið ótrúlega hafði gerzt: hann var
á lífi!
Niðri í brunninum var kuldinn
• 55 stig (á Fahrenheit). Benny var
heill á húfi nema hvað hann hafði
fengið milda lungnabólgu. Hann
j átti líf sitt að launa jakkanum
j sem hafði myndað loftrúm um höf-
1 uð honum og fyrst og fremst fólk-
! inu sem var ákveðið að hann
skyldi ekki deyja heldur halda
lífi.
Dísilhreyflar nýta yfirleitt elds-
neytisorkuna talsvert betur en ben
zín- og steinolíuhreyflar, vegna
meiri þjöppunar, en því miður
eru þeir dýrari í innkaupi og við-
haldi. meðai annars vegna hinnar
dýru eldsneytisdælu, og hingað til
hafa þeir einnig verið kröfufrekari
með gæzlu. Dísilhreyfillinn hefir
þess vegna aldrei náð verulegri út-
breiðslu í þeim löndum, þar sem
varð á eldsneyti er tiltölulega iágt,
t. d. í Bandaríkjunum. í þessum
löndum hafa menn heldur viljað
hinn einfalda og meðfærilega
benzinhreyfil, er ekki gerir mikl-
ar kröfur um gæzlu til þess. er
situr í ekilssætinu.
Það þarf mikla þjöppun.
Þess vegna er eðlilegt, að menn
hafi reynt að finna leiðir til að
gera hreyfilinn betur úr garði,
Drengurinn er kominn til sjálfs sín í súrefnistjaldi á sjúkrahúsinu.
þannig, að hann hafi hina góðu
eldsneytisnýtingu dísilhreyfilsins,
án þess að tæknilegir gallar hans
fylgi þar með.
Mesta hindrun þessa er í sjáifu
benzíninu. Til þess að fá betri nýt-
ingu, verður nefnilega að auka
þjöppunarhlutfallið, þ. e.a. s. hlut-
fallið milli rúmfangsins yfir bull-
unni, þegar hún er í hotni, og þeg-
ar hún er uppi og hér þolir venju-
legt benzín ekki hærra hlutfall en
um 7:1, en dísilhreyflar hafa venju
lega hlútfallið 15:1. Ef reynt yrði
að nota hærra þjöppunarhlutfall
en venjulegt er í benzínhreyflum,
myndi verða forkveikja — sjálfs-
íkveikja í benzínlaftinu.
Miklar endurbætur hafa þó orð-
ið á hæfni benzínsins til að þola
samþjöppun. Fyrir fáeinum árum
gat venjulegt benzín aðeins þolað
þjöppunarhlutfallið 6:1, en nú
hefir tekizt að framleiða benzín,
(sem enn er þó á tilraunasfigi),
sem þolir þjöppunarhlutfallið 12:1,
eða nærri því eins hátt hlutfall og
er í dísiihreyflinum.
Til þess að rannsaka kosti hins
háa þjöppunarstigs, smíðaði Oliver
dráttarvélaverksmiðjan í Banda-
rikjunum tilraunahreyfil, sem
hafði þjöppunarhlutfallið 12:1 og
hafði til samanburðar venjuiegar
hreyflagerðir verksmiðjunnar, m.
a. „Oliver 70“, sem var sömu
stærðar, en með þjöppunarhlut-
fallið 6,5:1. Það kom í ljós við til-
raunina, að hestorkutalan óx um
92%, en eldsneytissparnaður varð
36%.
Nú mega menn ekki vænta þess,
að slíkur hreyfill komi í dráttar-
vélar í bráð; til þess dugar ekki
það benzín, sem nú er á boðstól-
um. Tilraunabenzínið, sem notað
var í þennan hreyfil, hafði oktan-
tölu — en það er tala, sem gefur
til kynna haefni benzíns til að
þola samþjöppun — sem var yfir
100, en okkar núverandi benzín
hefir oktantölu í kringum 80. En
það er stöðugt verið að bæta það.
Fyrir aðeins 17 árum var oktantal-
an um 70.
Vínanda og vatni bætt í.
, Það er einnig farið að gera til-
raunir með sára einfaldar aðferðir
til þess að bæta benzínið; hér er
um að ræða að bæta í vínanda og
Sigri hrósandi lyfta björgunarmennirnir Benny upp úr brunninum.
faðir hans situr við rúmstokkinn.
(Framhaid á 8. síðu.)