Tíminn - 08.06.1957, Blaðsíða 6
6
Útgefandl: Frsmsóknarflekksriaa
Ritstjórar: Haukur Snorrasaa,
Þórarinn Þórarinssoa (ák).
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindarsðtu
Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaSamonm).
Auglýsingar 82523, afgreiðfla 382M
Prentsmiðjan Edda hf.
Endurskipun fiskverzlunarinnar
MEÐAL þeirra mörgu
merku laga, sem seinasta Al-
þingi afgreiddi, ber ekki sízt
að nefna lögin um skipan út-
flutningsverzlunarinnar. —
Samkv. þeim skal skipuð
þriggja manna nefnd, sem
fær víðtækt vald til að end-
urskipa og endurbæta það
fyrirkomulag, sem nú er bú-
ið við.
Það eru nú liðnar nokkr-
ar vikur síðan lög þessi voru
samþykkt á Alþingi og síðan
staðfest með venjulegum
hætti. Nefnd sú, sem lögin
gera ráð fyrir og áður er sagt
frá, hefur þó enn ekki verið
skipuð. Vafalaust verður það
gert mjög fljótlega og þann
ig hafið það endurbótastarf,
sem Alþingi hefur lagt grund
völl að með framannefndum
lögum.
ÞAB hefur oft verið rak
ið hér í blaðinu hvílík nauð-
syn það væri að koma heil-
brigðara fyrirkomulagi á
skipun útflutningsverzlunar
innar. Verzlun einstakra
sjávarafurða hefur komist í
hendur fárra aðila, sem
mjög hafa verið tortryggðir
um að draga óeðlilega stóran
hluta í sinn vasa. Úr því
verður sennilega ekki skorið,
hve réttmæt þessi tor-
tryggni er, því að margar
feluleiðir geta þar komið til
greina. Eins og málin standa
nú, er það ekki heldur að-
alatriðið, heldur hitt, að
komið verði á þeirri skipan,
að fiskverzlunin fari fram
fyrir opnum tjöldum og fiski
menn og aðrir þeir, sem hér
hafa hagsmuna að gæta,
geti eftirleiðis fylgst með
því, að hér séu hvergi brögð
í tafli.
JAFNHLIÐA því, sem
slíkri endurskipan verður
komið á fiskverzlunina, þarf
að skipuleggja nýtt átak til
að afla sjávarútveginum sem
mestra og víðtækastra mark
aða. Reynzlan af því, þegar
Spánarmarkaðurinn hrundi
á sínum tíma, er stöðug á-
minning þess, að sjávarútveg
urinn þarf að hafa góöa
markaði sem allra víðast,
svo að hann reynist ekki á
flæðiskeri staddur, þótt viss
ir markaðir bregðist. Jafn-
framt því, sem við vinnum
að því að treysta markaði
okkar í Evrópu, bæði aust-
an og vestan tjalds, og í
Bandaríkjunum, þurfum við
að leggja kapp á að afla
okkur markaða í Afríku og
Suður-Ameríku og jafnvel
Asíu, því að á þessum stöðum
getur verið að finna beztu
markaði framtíðarinnar.
ÞAÐ er von manna, að
sú stjórn alþýðustéttanna,
sem nú fer með völd, taki
þessi mál föstum tökum, svo
að hún marki í þeim álíka
stór spor, þótt að vísu með
nokkuð öðrum hætti verði,
og umbótastjórnin 1934—37,
er lagði grundvöllinn að hraö
frystihúsunum og skreiðar-
framleiðslunni, sem afkoma
útvegsins hefur mjög byggzt
á síðan. Því fyrr og bet-
ur, sem stjórnin fullnægir
þessari tiltrú, því meira og
öruggara mun fylgi hennar
líka verða.
Aðalvitni aðalritstjórans
FYRST eftir útvarps-
umræðurnar lét aðalritstjóri
Morgunblaðsins mjög lítið
til sín taka I blaðinu. Hrak-
för Sjálfstæðismanna í um-
ræðunum verkaði þannig á
hann. Það er fyrst í gær, sem
Mbl. ber þess vitni, að hann
sé örlítið farin að rétta við
aftur. Forustugrein blaðsins
er rituð í þeim slúðursagna-
stíl, sem sérkennir skrif að-
alritstjórans.
Greinin er annars leiðin-
legt vitni um það, að ekki
hefur honum batnað neitt
við hvíldina. Honum hefur
ekki farið neitt fram við það
að hugsa ráð sitt, heldur lem
ur hann hausnum við sama
steininn og áður.
Aðalefni greinarinnar er
rógur um það, að ríkisstjórn
in hafi fengið nýju lánin til
Sogsvirk j unarinnar vegna
verzlunar um hersetuna. Ann
ars hefði Bandaríkjastjórn
ekki greitt fyrir þessum lán
um. Aðalvitnið, sem aðalrit-
stjórinn færir þessu slúðri
sínu til sönnunar, er Þjóð-
viljinn!
í sömu grein marge,ndur-
tekur svo aðalritstjórinn það
að íslendingar hafi fengið
Marshallhjáipina án allra
pólitískra skilyrða. Þá gleym
ir hann alveg vitni sínu, Þjóð
viljanum, sem hefur jafnan
haldið því fram, að Marshall
féð hafi verið endurgjald fyr
ir hersetuna!
Það rétta er, eins og allir
vita, að Þjóðviljanum skjátl
ast í báðum tilfellunum. Sogs
lánin nýju eru veitt án allra
pólitískra skilyrða eins og
Marshalllánin á sínum tíma.
Þetta veit aðalritstjóri Mbl.
manna bezt. — Vissulega
ber það vott um sjúklega
gremju, svo að notuð séu orð
„Wall Street Journal“, að
þannig skuli nú vera komið
fyrir Bjarna Benediktssyni
að Þjóðviljinn sé orðinn aðal
vitni hans í slúðurherferö,
sem ekki beinist gegn ríkis-
stjórninni nema aö litlu
leyti, heldur fyrst og fremst
gegn mjög vinveittu ná-
grannaríki.
TÍMINN, laugardaginn 8. júní 1951
Svalbarðskirkja á Svalbarðsströnd
vígð á uppstigningardag
Svalbarðskirkja á Svalbarðs-
strönd var vígð á uppstigningar-
dag 30. maí. Undirbúningur að
smíði kirkjunnar var hafinn fyrir
fimm árum, en smíði hennar var
að mestu lokið á síðasta ári. Yfir-
smiður hefir verið Adam Magnús-
son byggingameistari á Akureyri.
Um múrverk sá Tryggvi Sæmunds-
son Akureyri, raflagnir Viktor
Kristjánsson Akureyri og máln-
ingu annaðist Jón A. Jónsson Ak-
ureyri. Prédikunarstóllinn er smíð-
aður af Ágúst Jónssyni Akureyri
en fagurlega útskorinn af Jóhanni
Björnssyni Húsavík. Þykir stóllinn
hið mesta listaverk. Kirkjubekkir
er smíðaðir af Kjartani Magnús-
syni bónda Mógili. Grunnflötur
kirkjunnar er 115 fermetrar, en
norður úr henni gengur álma 44
fermetra, sem í eru skrúðhús funda
herbergi, eldhús, snyrtiherbergi og
líkhús. Hæð kirkjunnar er 17 m.
Er krossinn upplýstur með neon-
ljósi. Teikningu af kirkjunni gerði
Bárður ísleifsson arkitekt. Bvgg-
ingarkostnaður mun vera 750--800
þús. Kirkjunni hafa þegar borist
margar veglegar gjafir, t‘ d. hefir
kvenfélag sveitarinnar gefiö ijósa-
krónu og annan ljósaútbúnað, sem
láta mun nærri að kosti um 30 til
35 þús. Þá hafa hjónin Ingibjörg
Ágústsdóttir og Sigmar Benedikts-
son vélstjóri á Svalbarðseyri gefið,
| Sjálf kirkjuvígsian hófst með
1 því að þrettán hefnpuklæddir prest
| ar með biskup í broddi fvlkingar
Igengu í nina gömlu kirkju. Þar
1 flutti prófasturinn sr. Friðrik A.
Friðriksson ræðu og sálmar voru
sungnir. Síðan báru biskup og pró-
fastur helgidóma kirkjunnar í
hína nýju kirkju. í upphafi athafn
arinnar var sunginn víxlusálmur,
er sr. Vald. V. Snævarr hafði ort
og gefið kirkjunni í tilefni dagsins.
Síðan helgaði biskupinn kirkj-
una með ræðu, og íjórir prestar
lásu riíningarorð. Þá prédikaði
sóknarpresturinn sr. Þorvarður G.
Þormar. Lagði hann í prédikun
sinni út af þessum orðum Jóhann-
esar (Jðh. 14—12) „Sannlega sann-
lega segi ég yður: sá, sem trúir á
mig, mun einnig gjöra þau verk,
| sem ég gjöri, og hann mun gjöra I
enn meiri verk en þessi. Því að ég !
! fer til föðurins“. Að endingu var I
‘ þjóðsöngurinn sunginn. Þegar þess 1
| ari athöfn var lokið, flutti Ben.
Baldvinsson, Efri-Dálksstöðuni lýs-
ingu á kirkjunni, sagði frá aödrag-j
anda og framkvæmd byggingarínn
ar. Einnig tóku þessir menn til
máls: Sr. Valdimar V. Snævarr, Jó-
hann Skaftason, sýslumaður, sr. j
1 Benjamín Kristjánsson, cn hann
flutti fróðlegt erindi um Svalbarðs
! kirkju, Júlíus Havsteen, fyrrv.
! sýslum., herra biskupinn Ásmund-
Prédikunarstóllinn í Svalbarðskirkju
er forkunnarfagur, gerðuf af Jó-
hanni Björnssyni, Ílstskefa.
(Ljósm: Gísli Ól.)'
Mikill mannfjöldi sótti • kirkju-
vígsluna, sem var hin hátíðlegasta
og öllum, sem við hHna voru, ó-
gleymanleg. — Sk. J.
Aðalt’undur Sölumið-
stöðvar Hraðfrysti-
húsamia
Hin nýja Svalbarðskirkja, séð að aftan og á hlið.
Aðalfundur Sölumiðstöðvar
Hraðfrystihúsanna hófst í Reykja
vík 29. maí og stóð í 2 daga.
Mættir voru 80 fulltrúar frá frysti
húsum innan samtakanna.
Elías Þorsteinsson, formaður
stjórnar S. H., setti fundinn og
bauð félagsmenn velkomna. Skýrði
formaður frá framleiðslu áranna
19565 og 57, sölu hennar, starfs
grundvelli frystihúsanna ásamt
fleirum liagsmunamálum.
Björn Halldórsson framkvæmda
stjóri las upp reikninga fyrirtækis
ins og skýrði þá. Heildarútflutn
ingur S. H. á árinu var 52.000
lestir að verðmæti 300 millj. kr.
Jón Gunnarsson framkvæmda
stjóri flutti fundinum skýrslu um
sölur og markaðshorfur í hinum
ýmsu löndum.
S.H. seidi framleiðslu frystihús
anna í 13 markaðslöndum, þar
sem S. H. hefur ýmist umboðs
menn, eigin fulltrúa eða sjálfstæð
fyrirtæki.
til minningar um foreldra Sig-
mars, hina fegurstu altaristöflu
gerða af próf. Magnúsi Jónssyni.
Margar aðrar höfðinglegar gjafir
hafa kirkjunni borizt. T. d. hafa
Svalbarðsströndungar, sem fluttir
eru í burt sýnt hug sinn til heima-
byggðar með rausnarlegum gjöf-
um. Ibúar hreppsins eru nú um
230. Formaður byggingarnefndar
er Benedikt Baldvinsson, Efri-
Dálksstöðum. Til gamans má geta
þess, að gamla kirkjan á Svalbarði,
sem byggð var 1846 kostaði í þá
daga 760 Rsd.
ur Guðmundsson, sóknarprestur-
inn sr. Þorvarður G. Þormar, pró-,
fasturinn sr. Friðrik A. Friðriks-I
. son og Sigurjón Valdimarsson, sem
l tilkynnti að Sparisjóður sveitar-■
innar hefði ákveðið að gefa kirkj- j
unni 50 þús. kr. Að þessu ioknu* 1 2 3 4 5
sungu ailir viðstaddir sálminn:
Þín miskunn, ó, Guð. Biskup ogl
prófastur þjónuðu fyrir altari, Jó-.
hann Konráðsson söng einsöng.
Síöan gengu allir kirkjugestir í
samkomuhús hreppsins, en þar
veitti kvenfélag sveitarinnar hinar
höfðinglegustu veitingar.
Séð inn eftir kirkjunni; altari og altaristafla fyrir miðju.
Eftirfarandi tillögur voru sam
þykktar á fundinum:
1. Aðalfundur S. H. 1957 skorar
á Verkaiýðsféiagið Dagsbrún og
Alþýðusamband íslands, að það
veitti samþykkti og beitti sér fyr
ir því, að löndun úr togurum
megi hefjast kl. 4 að nóttu.
2. Með hliðsjón af hinum stór
kostlegu kauphækkunum síðustu
10 ára, sem nema um 2(5%, þá skor
ar aðalfundur S. H. íf)§jr a hæst
virt Alþingi og ríkí^stjprn, að
koma á jafnvægi í efiiahagsmál
um landsins. Jafnframt ' verði
tryggt, að kaupgjald og'vérðlagi
í landinu verði ekki hærra en
það, að útfiutning'sátvínnúvegír
landsmanna geti starfað . á heil
brigðum grundvelli miðað við
skráð gengi íslenzkrar krónu, eða
aðrar þær ráðstafanir, seþi gerðar
verða á hverjum tíma.
3. Aðalfundur S. H. 1957 beinir
vinsamlegum tilmælum tij hæst
virtrar ríkisstjórnar, að hún sjái
til þess með nauðsynlegunx ráð
stöfunum, að togaraflotínn hafi
ekki verri afkomu við yeiðar fyrir
innanlandsmarkað, en að sigla með
hann á erlandan markað.
4. Aðaifundur S. H. 1957 skorar
á hæstvirt Alþingi og ríkisstjórn
að sköpuð verði skilyrði til stofn
lána fyrir frystihúsin og vinnslu
stöðvarnar, eins og nú er í gildi
fyrir fiskiskipaflotann.
5. Með hliðsjón af vaxandi kröf
um neytenda í fiskmarkaðslöndun
um um aukna vöruvöndun, sam
þykkir aðalfundur S. H. 1957, að
skora á ríkisstjórnina, að láta nú
þegar semja reglugerð um ferks
fiskmat á öilum þeim fisk er fer
(Framhald á 8. síðu.)