Tíminn - 08.06.1957, Blaðsíða 8
8
T f M I N N, Iaugardaginn 8. júní 1957.
iÍ7(VENPAll/
Flokkun gistihúsa
Engin lausn virðist ætla að
verða á gistihúsaskorti þessa lands
í ár, þrátt fyrir það, að öllum er
ljóst, að drjúgar tekjur ættu að
geta orðið hér af erlendum ferða-
mönnum, ef sæmilega væri að
þeim búið. En engin sýnileg af-
sökun er til fyrir því, að í þeim
gistihúsum, sem til eru, sé ekki
veitt góð þjónusta, en á því vill
oft verða misbrestur. Ein sjálfsagð
asta hvatningin til að bæta úr því,
sem miður fer, virðist mér vera,
að gistihús séu flokkuð í gæða- og
verðflokka eftir þeirri þjónustu og
húsakynnum, sem þau bjóða. Mig
minnir, að Ferðaskrifstofa ríkisins
hafi umboð til að líta eftir gisti- j
húsarekstri hérlendis og virðist;
hún eðlilegur aðili til að koma í
framkvæmd þessari flokkun. Sá
háttur er víðast hafður erlendis, j
að í herbergjum gistihúsanna er,
um notkun flestra grænmetisteg-
unda, sem hér er völ á. Myndir
eru margar í bókinni og gefa þær
ágætar fyrirmyndir um snyrtilega
framreiðslu margra rétta.
Þessi bók verður vafalaust vin-
sæl meðal húsmæðra og á höfund-
ur hennar þakkir skilið fyrir þá
vinnu, sem hún hefir lagt í þýðing-
ar og samningu uppskriftanna.
S. TH.
Ær ber tvisvar -
þremur lömbum
Sauðárkróki, 6. jvini. — Það bar
við á Hafragili í Laxárdal, að ær
ein bar einu lambi snemma á burð
artíma. Tíu dögum síðar bar hún
tveimur lömbum í viðbót. Öll lömb
in lifa og dafna vel méð móður
spjald, sem greinir í hvaða gæða- j sinni. — GO.
flokki gistihúsið sé og hvaða gjald
beri að greiða fyrir gistingu og
aðra þjónustu. Einnig er þess getið
í öllum upplýsingaritum fyrir
ferðamenn, hvaða gæðaflokki
hvert gistihús tilheyri. Væri þessi
háttur hafður á hér, myndi það
skapa aðhald og keppni um að
komast í hærri gæðaflokka og fá
þar með leyfi til að taka hærra
gjald fyrir þjónustu. Hver veit
nema að þá færi líka oftar að i
fylgja bros og yingjarnlegt viðmót!
hinni veittu þjðnustu? Kunnur ís-
lendingur, sem dvelur langdvöl-
um erlendis, sagðist nú fyrir
skemmstu hafa skrifað hjá sér
þann dag, sem þjónn á íslenzku
veitingahúsi hefði í fyrsta sinn
boðið sér brosandi góðan dag að
fyrra bragði, en eftir því kvaðst
hann hafa beðið í tuttugu ár.
S. TH.
Aðalfundur
(Framhald af 6. síðu).
til vinnslu hér í lndinu ioga ætlað
ur er til sölu á erlendum markaði.
Telur fundurinn, að því aðeins
sé hægt að ná góðum árangri og
vörugæðum, að vandað sé til fram
leiðslunnar og meðferð hráefnis
ins, allt frá því fyrsta að fiskur
inn er veiddur og þar til hann
er fluttur út, sem fullunnin vara
til hinna ýmsu viðskiptalanda.
6. Fundurinn fagnari samkomu
lagi LÍÚ og SH við ríkisstjórnina
um útflutningsuppbætur á frosna
vorsíld og telur að samkomulagið
muni verða til þess að auka veru
lega framleiðslu og útflutning á
þeirri framleiðsluvöru. Fundurinn
treystir því að samkomulag náist
einnig við bankana um að þeir
láni 85% af áætluðu söluverði
frystrar síldar, svo sem verið hef
ur, á þessu ári, um frystan fisk.
í stjórn voru kosnir:
Elías Þorsteinsson, formaður,
Einar Sigurðsso n,varaformaður
Ólafur Þórðarson, ritari,
Sigurður Ágústsson, meðstj.
Jón Gíslason, meðstj.
Lands- og gagnfræðaprófi lokið
í Skógaskóla
Héraðsgagnfræðaskólanum að Skógum var slitið sunnu-
daginn 2. júní árdegis að viðstöddum nemendum, kennurum
og skólanefnd.
Ný maíreiðsíubók
Bókaútgáfan Setberg í Reykja-
vik hefir nýlega sent frá sér mat-
reiðslubók eftir frú Guðrúnu
Hrönn Hilmarsdóttur. Þetta er
snotur bók að öllum frágangi og
fjallar einkum um grænmeti og
ýmsa smárétti. í formála er gerð
grein fyrir næringargildi grænmet
istegunda og bent á hagnýtar
geymsluaðferðir. Bendir frúin m.
a. á það, hve hraðfrysting græn-
metis sé æskileg og vonandi taka
fleiri í þann streng, svo að brátt
þyki jafn sjálfsagt að hafa á boð-
stólum hraðfryst grænmeti og kjöt
og fisk.
í bók þessari, sem nefnd er
„Grænmeti og góðir réttir", eru
m. a. ágætar uppskriftir af hráum
salötum úr grænmeti, en þau eru
í senn holl og bragðgóð, séu þau
vel tilbúin. Óvani mun einkum
valda því, að þau eru ekki algeng-
ari á matborðum okkar, en raun
ber vitni. Þá eru ágætar uppskrift
ir af soðnum og bökuðum græn-
metisréttum og yfirleitt er að sjá,
að þarna sé að finna leiðbeiningar
Neskirkja
(Framhald af 5. síðu).
veitti honum rétt til að komast
strax upp í 3. bekk. Burtfaraprófi
lauk hann þaðan 1934. Síðan setti
hann upp teiknistofu hér í Reykja
vík og hefir hlotið alls um 20 sinn
um verðlaun fyrir uppdrætti sína,
þar sem keppt hefir verið nafn-
Iaust um verkefni, sem boðin hafa
verið út. Þ. á m. fékk hann hæstu
verðlaun (ekki nefnd fyrstu verð-
laun) fyrir tillöguuppdrátt að ráð-
húsi fyrir Reykjavík.
Ágúst er vel að þeim heiðri kom-
inn, sem honum mun hlotnast fyrir
Neskirkju. Deila má um hvort æski
legt sé fyrir þjóðina að leggja mik-
ið kapp á kirkjubyggingar, mit-t í
önn sinni við að byggja upp at-
vinnulíf sitt. En það er alltaf á-
nægjuefni, þegar vel tekst um
hverja framkvæmd. Því óska ég
Ágústi Pálssyni til hamingju með
verk sitt og söfnuðinum með hina
fögru kirkju.
Kristján Friðriksson.
Athöfnin hófst með því að nem
endur sungu skólasönginn.
Sr. Sigurður Einarsson flutti
bæn. Þá tók skólastjórinn, Jón R.
, Hjálmarsson, til máls og flutti
skýrslu um skólastarfið s. 1. vetur
og afhenti skírteini. í skólanum
voru alls 97 nemendur. Úr yngri
bekkjunum útskrifuðust 58 nem-
endur, 28. apríl. Eftir höfðu þá
orðið í skólanum nemendur þeir,
sem gengust undir gagnfræðapróf
25 að tölu og landspróf 15 að tölu.
Hæstu einkunn í 1. bekk hlaut
700manns hafasynt
200 m. í Hafnarfirði
HAFNARFIRÐI í júní 1957. —
Norræna sundkeppnin er nú í full
um gangi hér og þennan hálfan
mánuð sem hún hefur staðið yfir,
hafa um 700 manns synt 200 metr
ana í Sundhöll Hafnarfjarðar. —
Árið 1954 gaf Vélasalan h.f. fagran
silfurbikar til keppni innan Nor-
Ingvar Árnason ,Skógum, ág. eink 1 rsenu sundkeppninnar milli R.vík
9.00. Á unglingaprófi var ur> Akureyrar og Hafnarfjarðar.
unn 9.UU. A unglmgaproíi var
hæstur Arnaldur Árnason, Skóg-
um, með 8,61.
J Á gagnfræðaprófi var hæstur ^
Gylfi Sigurjónsson, Vestmannaeyj |
um, með 8, 87. í landsprófsgrein- i
um varð hæstur Albert Valdimars ,
snn Hreiðri, Holtum, með 8,38,
Hlaut það bæjarfélag bikarinn til
eignar sem mestri þátttöku náði
í keppninni miðað við íbúatölu.
Hafnarfjörður hafði þá 28,1%,
Reykjavík 27,6% og Akureyri
25%.
Nú hefur Hafnarfjarðarkaupstað
en úr öllum greinum þeirrar deild ; ur gefið bikar til keppni innan
ar hlaut Sigurður Sigurðsson,
Hemlu, Landeyjum, hæstu eink-
unn, 8,47. Allir þessir nemendur
hlutu bókaverðlaun úr verðlauna-
sjóði skólans.
Aðra hæstu einkunn á gagn-
fræðaprófi hlaut Pétur Brynjólfs-
son, Bíldudal. Verðlaun fyrir ágæt
iseinkunn í íslenzkum stíl hlutu
þau Guðrún Björnsdóttir, Hvols-
velli og Baldur Óskarsson, Vík í
Mýrdal. Ennfremur hlutu verð-
laun fyrir trausta og ágæta fram-
komu í skólanum þau Sigurður
Eymundsson Hornafirði og Ólöf
K. Celin, Tálknafirði.
Sérstök verðlaun fyrir hæstu
einkunn í búnaðarfræði hlaut
Lárus Valdimarsson, Kirkjubæjar-
klaustri, bókaverðlaun frá velunn-
ara skólans, sem ekki vildi láta
nafns síns getið.
Að endaðri skýrslu skólastjór-
ans ávarpaði hann hina nýju gagn
fræðinga og landsprófsfólk og
hvatti til trúmennsku í starfi og
jákvæðra lífsviðhorfa. Þakkaði
samveru og samstarf og árnaði
öllum heilla og sagði skólanum
slitið.
Þá var sunginn sálmurinn „Faðir
andanna“.
Síðastur tók til máls formaður
skólanefndar, Björn Björnsson,
Þakkaði hann öllum, sem eitthvað
höfðu lagt af mörkum til eflingar
Skógaskóla og árnaði brautskráð-
um nemendum heilla og hem-
ingju.
Heilsufar í Skógaskóla hefur ver
ið mjög gott s. 1. vetur, félagslíf
nemenda hefur verið með ágætum
og skólastarf allt með blóma. —
í skólalok gróðursettu nemendur
með aðstoð kennara 1200 trjáplönt
ur í skógrækt skólans.
Narrænu sundkeppni|nnar 1957,
milli sömu bæja og hlýtur sá bær-
inn bikarinn til eignar sem mestri
aukningu nær frá því 1954 miðað
við íbúatölu.
Vill sundnefndin hvetja alla,
hvar sem þeir eru á landinu að
hefja nú þegar undirbúning til
æfinga ,með það fyrir augum að
synda 200 metrana og stuðla þann
ig að sigri íslands.
Góður árangur af
frjósemitilraunum
Þórður Gíslason bóndi á Öl-
keldu í Staðarsveit gerði í vetur
frjósemitilraunir með hormóna-
lyfi á 30 ám s. 1. vetur fyrir Til-
raunaráð í búfjárrækt. í 15 ær
var dælt hormónalyfi, en hinar
15 hafðar til samanburðar. Engin
tilraunaærin hafði áður verið tví-
lembd. Ærnar voru á aldrinum
2—7 vetra.
Útkoman í vor varð sú, að hor-
mónaærnar eignuðust til samans
38 lömb. Ein þeirra var fimm-
lembd, tvær fjórlembdar, 4 þrí-
lembdar, 5 tvílembdar og 3 ein-
lembdar. Öll lömbin lifðu og voru
vel frísk við fæðingu.
Af samanburðaránum voru tvær
tvílembdar, hinar einlembdar. —
Ærnar fengu allar sama fóður og
annað fé á bænum.
•■iffiiTiE I IVI” I N ; N- »
AuflíjAil í Timaam
• ■HTMilHMMlBHNnRNSM*
Auglýsingar
sem eiga að bii'tast í sunnudagsblöSum í
sumar þurfa að hafa borizt blaðinu fyrir
kl. 5 e. h. á föstudögum.
ijiii!n!iiiiiiiiiiiiiimii!!i[ii!iiiiiiiiiiiinmivMiiiik<miiiiiiiii!ii!iiiiiii!imi!imuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiJi!i
Fesurða
57
hcfst í TÍVOLÍ annan hvítasunnudag kl. 8,30 e. h. I
| 1. Hljómsveit Haraldar Jósefssonar leikur. |
| 2. Guðmundur Jónsson, óperusöngvari, syngur. i
| 3. Töfrabrögð: Baldur Georgs. 1
| 4. Torfi Baldursson leikur samtímis á munnhörpu |
1 og gítar. |
| 5. FEGURÐARSAMKEPPNIN. |
| 6. Hanna Ragnars syngur dægurlög. |
1 7. Dans á Tívolí-paliinum til kl. 2 eftir miðnætti. 1
| Aðgöngumiðar eru seldir í söluturninum við Arnarhól 1
§ og Laugavegi 33 og í Tívolí. Garðurinn opnaður kl. 7. 1
| Opinn til kl. 2 eftir miðnætti. Strætisvagnaferðir frá §
| Búnaðarfélagshúsinu. Til að forðast þrengsli verða 10 1
| miðasölur í gangi. f
ðHinimnmmmmmiinpmnmmuiiwiimmmiiiiimmmmuniiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimmimmimiiiuumiii
HigagiMiaHisHHiHumiiiiiiiuiiuiiiumimiiiiUHiiuiiimmiiimiiiimuimimiimnmiiimiRiuiBssn^
| 17. júní 1957 |
Þeir, sem hafa hugsað sér að sækja um leyfi til |
I veitingasölu 1 sérstökum skálum eða tjöldum í sam- |
I bandi við hátíðasvæðið 17. júní, fá umsóknareyðublöð 1
{§ í skrifstofu Strætisvagna Reykjavíkur, Traðarkots- |
| sundi 6. I
Umsóknir skulu hafa borizt nefndinni fyrir hádegi 1
I hinn 12. þ. m. |
I Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur j§
liiiliiiiiiiiiiililiiillllliiliiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiniininiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiinimiinii
ijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiimiiiimmiimiiiiimuimiiuiiiiiiiifliiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiimi
I E R I N D I I
M. E. Lind, fyrrver- |
andi Afríkutrúboði, I
flytur erindi í Aðvent- |
kirkjunni í kvöld kl. |
8,30. — Erindið nefn- |
ist: Tuttugu ár í j§
hjarfa Afríku. j§
Allir velkomnir. 1
AÐVENT- |
SÖFNUÐURiNN |
iiiiliiiiniiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiimmiiu
|pi!niimiiwiiniiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|)iiiiiiííiiijiiiiniiiiiiin'iiiiiimii.im
| Uppboð að Hotel Stokkseyri j
1 Að loknu nauðungaruppboði húseignarinnar Hótel |
1 Stokkseyri, sem fer fram á eigninni sjálfri þriðjudag- i
| inn 11. þ. m. kl. 2,30 e. h., verður haldið uppboð á |
| öllu lausafé dánarbús frú Söru Benediktsdóttur, eig- i
| anda hótelsins. Seld verða eldhúsáhöld, ýmis rafmagns- |
I tæki, borðbúnaður, húsgögn, rúm og rúmklæði.
| Sýslumaður Árnessýslu. 1
ÍÍíiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiifiiiiiJiiiiimi