Tíminn - 20.06.1957, Side 2

Tíminn - 20.06.1957, Side 2
TÍMINN, fimmtudaginn 20. júní 1957, Kadraba skorar hið glæsiiaga mark sitt í síðari hálfleik. Frábær sýningarleikur tékkneska úrvalsiiðsins gegn Vai í fyrrakvöld Eitt bezta lið, sem keppt heflr hér á landi. - Tékkar Íeika við Akurnesinga í kvöld Sjaldan eða aldrei hafa Reykvíkingar orðið vitni að glæsi legri knattspyrnu en í fyrsta leik tékkneska úrvalsliðsins, er það lék við íslandsmeistarana Val í fyrrakvöld. Yfirburðir gestanna voru svo gííurlegir, að svo virtist sem aðeins eitt lið væri á vellinum. Úrslit í leiknum urðu þau, að Tékk- arnir skoruðu sex mcrk gegn engu, en sú markatala gefur ekki vel tii kynna hina miklu yfirburði liðsins, og mörkin hefðu eins getað orðið helmingi fleiri. Valsmenn voru heppn- ir í leiknum að fá ekki á sig fleiri mörk, og markmaður þeirra. Pjörgvin Hermannsson, stóð vel í stöðu sinni, og var bezti maður liðs síns. Téfckarnir nota þá leikaðferð, sem reyndist Ungverjum svo vel um árabil. Miðherji þeirra leikur frekar aftarlega, en innherjarnir tveir framar, og kantmennirnir ut- arlega og heldur aftar.Myndar fram línan því nokkurs konar tvöfallt vaff á kvolfi. Framverðirnir lágu mjög framarlega, enda yfirburðir liðsins svo miklir, að þeir þurftu sjaldan að leika á sínum vailar- helmingi. Voru Tékkarnir því oft- ast sjö upp við vítateig Vais, og var því oft mjög mikil þröng þar, Valsmenn léku að mestu varnar- leik. Tékkarnir nota mjög stuttan samleik, mest nákvaemar innan- fótarspyrnur, og þannig gekk knötturinn stundum milli fimm sex manna inn í vítateig Vals. — Markskotin brugðust þeim hins- vegar mjög i þessum leik, eins og oft vill verða með lið, sem vön eru að leika á grasvélli, í fyrsta leiknum á maiarvelli. Milii tuttugu og þrjátíu sinnum skutu Tékkarn- . ir yfir eða framhjá marki Vals í þessum leik — og í því sam- ; bandt má geta til þess marks um j yfirburði liðsins, að Valsmenn I áttu fimm skot á mark Tékkana ! í leiknum og var ekkert þeirra hættulegt. Tékkar fengu 20 horn- spyrnur í leiknum, en Valur eina. Mörkin. Þrátt fyrir næstum stöðuga sókn frá leikbyrjun voru Tékk- arnir furðu lengi að finna leiðina í markið. Valsvörnin var all sterk, þó ef til viil að heppni hafi ráðið meiru með það fyrir Val. Á 24. mín. tókst miðherjanum, Kadraba, að skora fyrsta mark Tékka. — Litlu síðar eða á 26. mín. áttu Valsmenn fyrsta skotið á ' tékkneska markið í leiknum, og | voru því heldur skárri en Danir j í því tnfelli. Þegar þetta tékkn- I eska úrvalslið lék við úrvalslið j Kaupmannahafnar á laugardag áttu Danir fyrsta skotið á mark, j er hálftími var af leik. Tékkar skoruðu svo tvö önnur mörk í þessum háálfleik með stuttu milli bili. Gerði Kadraba annað þeirra, en vinstri innherji, Zikan hitt. í síðari hálfleik fór leikurinn einnig að mestu leyti fram á vallar helmingi Vals, þar sem Tékkar léku listir sínar fyrir framan mark ið svo unun var á að horfa. Hins vegar létu mörkin á sér standa, og áhorfendur voru farnir að álíta j að Valur myndi sleppa mjög vel j frá Leiknum. En því var nú ekki ! að heilsa. Á síðustu 10 mín. skor- uðu Tékkar þrjú mörk, hægri inn herjinn Pospichal gerði tvö þeirra, en Kadraba eitt, og var það stór glæsilegt mark. Knettinum var spyrnt fyrir frá kanti, og spyrnti miðherjinn strax í markið, án þess að knötturinn næmi við jörð, og flaug hann í netið alveg óverjandi. Liðin, í liði Tékka eru allir leikmenn irnir mjög jafnir, svo að erfitt er að gera upp á milli þeirra. Eng inn þeirra var með neina tilhneig- ingu til einleiks, því sarftleikurinn gekk fyrir öllu. Virtist því hver leikmaður sem hlekkur í sterkri keðju. í liði Vals lék Björgvin mjög vel í markinu, en vörnin, Halldór Haildársson, Árni, Njálsson og Magnús Snæbjörnsson stóðu sig eftir atvikum sæmilega, þó var Magnús alltof grófur í leik sínum gegn hinam prúðu leikmönnum Tékka, sem forðuðust allt sem hét áhlaup og hrindingar. Fram- lína Vals var hins vegar mjög sunduriaus, og náði engu úr leik sínum. Dómari í leiknum var Guðjón Einarsson, en línuverðir Guðbjörn Jónsson og Hannes Sigurðsson. Annar leikur tékkneska liðsins er í kvöld og leikur þaó þá við Akurnesinga. Félagið hefur fengið aðstoð allra greina flugstarfseminnar og standa því vonir til þéss að „flug- dagurinn" verði nú, eins og að undanförnu, til þess að vekja at- hygli á sem flestum þáttum ís- lenzkra flugmála, og auk þess til nokkurrar skemmtunar. Blaða- menn ræddu í gær við forráða- menn dagsins, sem skýrðu frá tilhögun hans. M. a. munu hollenzk hjón sýna listir sínar í lofthelg Ákveði'ð hefir verið að efna nú til „flugdags“ n. k. sunnu- dag, hins sjötta í röðinni frá fyrsta flugdegi Svifflugfélags íslands, er haldinn var á Sandskeiði 1938. Að þessu sinni er það Flugmálafélag íslands, sem forgönguna hefir. íog einnýg affeöngumiðarnir að skemmtuninni í Tívoli um kvöldið og dregið verður í happdrættunum. kl. 12 á miðnætti í Tívoli. Veitt verða góð verðlaun. Iílukkan 8 á sunnudagskvöldið hefjast hátíðahöldin að nýju í Tívoli, en garðurinn mun verða opnaður kl. 7 e.h. Þar verða fjöl- breytt skemmtiatriði og dansað verður til kl. 1 eftir miðnætti. Barnaspítalinn (Framhald af 1. síðu). aði og líni. Verður búnaðurinn á sínum tíma notaður í hinum glæsi- lega spítala, sem Hringskönur eru nú að byggja og verður vonandi tilbúinn eftir 2—3 ár. Upphaflega var hugmyndin sú, að reisa sjálfstæðan spítala, en síðar var ákveðið eftir vandlega íhugun, að tengja barnaspítalann starfandi sjúkrahúsi, og á þanB hátt spara bæði stofn- og rekstrar- kostnað. Tókust um þetta samning ar við Landspítalann árið 1952 fyrir milligöngu þáverandi heil- brigðismálaráðherra Steingríms Steinþórssonar og prófessors Jó- hanns Sæmundssonar. Samkvæmt þeim samningi leggur barnaspít- alasjóður fram helming kostnaðar byggingarinnar, sem verður tvær hæðir í vesturálmu nýbyggingar Landsspítalans. Auk þess leggur sjóðurinn fram allan búnað hverju nafni sem nefnist. Deildarlæknir hinnar nýju deild- ar verður Kristbjörn Tryggvason og deildarhjúkrunarkona Árnína Guðmundsdóttir. ___ ____ Vélfræðingur ráð- inn starfsmaður eyfirzkra bænda ERIK EYLANDS vélfræðingur hefur verið ráðinn starfsmaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar og Ræktunarsambandanna í héraðinu og verður hlutverk hans einkum að hafa yfirumsjón með notkun og viðhaldi hinna stórvirku tækja, sem samböndin eiga að hafa um- ráð yfir. Er hann að taka til starfa nú þessa dagana. Það mun ný- lunda að búnaðar- og ræktunar sambönd ráði sérfræðing í með ferð véla til að hafa slíkt almennt umsjónarstarf á hendi, og bendir ráðning Eylands til þess, að menn geri sér ljóst, hversu geysilega þýðingu það hefur að hinar dýru og mikilvirku vélar hljóti rétta meðferð og nauðsynlegt viðhald. Hollenzkur loftbelgur. Fyrir miliigöngu hollenzka flug . málafélagsins fær „flugdagurinn“ ■ flugbelg, sem notaður verður til sýninga. Til íslandsfararinnar völd ust einu hjón heimsins, sem gert1 hafa þennan þátt loftsiglinga að sérgrein sinni. Hjónin hafa sýnt I þessa íþrótt rúmlega 200 sinnum I víðs vegar um heiminn. Stærð loft belgsins er 460 rúmmetrar og um mál hans 27 metrar. Með í för-1 : inni verður sérfræðingur í þess-' ; ari grein, hjónunum til aðstoðar. Belgurinn verður fylltur með með | vetni. Póstu með loftbelgnum. Póstmálastjórnin hefir ákveðið, að senda 10 kíló af pósti með, loftbelgnum, en það eru um 2 þús. sendibréf, sem stimpluð verða sérstaklega vegna þessa, og stimpillinn síðan eyðilagður. Bréf in má senda hvert sem er í heim inum. Bréfin verða svo tekin þar, sem lofbbelgurinn lendir og flutt tii viðtakanda eftir venjulegum póstleiðum. Verður bréfunum veitt viðtaka i afgreiðslu Loftleiða, og gjald er 20 krónur undir hvert bréf og rennur það til Fiugmála- félagsins. Fiugkeppni. í sambandi við flugdaginn verð- ur flugkeppni í fyrsta skipti. — Þátttakendur í keppninni verða bæði atvinnuflugmenn og áhuga: I flugmenn. Vonir standa til að keppnin verði í kvöld. Sigurveg- aranum verður veittur verðlauna bikar, sem Skeljungur gaf. Flugdagurinn. Sjálfur flugdagurinn hefst kl. 2 e.h. á sunnudag. Að loknu ávarpi formanns Flugmálafélagsins hefst i flugsýningar. Einnig verður sýn- j ing á flugleikni sem stjórnað verð ur frá jörðu. Þá munu tveir banda riskir flugmenn sýna fallhiífa- stökk úr þyrilvængju. Að lokum verður svo hollenzki flugbelgurinn leystur. Aðgöngumiðar að „flugdegin*- um“ gilda sem happdrættismiðar S'iiiHiiiiiiiitiiiiiiiitiiiiiiiitiiiiiiHníinntiöiiimiiiiiniiuHuiiHiuHiittimiiiuiiiiiiiHiiiiiiHmHiiiiiiiiiiiuiitiiiuiiiuHiiiHiiiHHriiiiimiiiiiniiiiiiiHiititÍHiíuiiipiiiifluiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiuiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimitiiHiiiiimmimiiiiimimmiiiiiiif =iiiiiiiiiiiiiiiniiii!iiiíiiiiiiiHiiii!iiiHmiu!itiiiiHiiiiiiii|iiiiiuiiiuuiH!iiiiiii!ii!iiiH[iiiiimiiiniiii!Hiiiiiiiiiiu!Hiiiiiiiiiiitii!iiiiuii!iiiHiiiiiiii!iu!iiiiiiiiinmimiimmumiimiimmmniiimmimmmmimiiiiimiiiiiimiiimiimHiHiimiiiimimHiiiiimmiiimmmmmmmim!iiiimmi;s giiiiiiiiiiiiiiiiitiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitMiiiiHiiiiiiiiiititiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiHiiiiiiniiiutifhiiiiiiiiiuiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiHiiiiiiiMiiuuiniuuiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^ K,SÁ, Í.S.S. K.R.R. 1 í kvöld kl. 8,30 leika á ífjróttavellimam AKRANES Komið og sjáið eitt giæsilegasta knattspyrnulið, sem keppt hefir hér, tékkneska urvalsliðið. Hvernig tekst Akurnesingum gegn því? - S AÖgöngnmiSar vería seldir á ífaróttavellimun frá kl. 1 í dag. — KaupitS i = mitSa tímaníeffa, foríizt |jrengsti. I 1 VÍKíNGUR I gífmiiinnmnrififiiniiiiHniiiiiiímiiniíniitinnHninitimirriiunifliiiiiiniiiinmíffiiiiiiiniKiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHimiiiiiiiiiiHiiMiiiiHfiiirtiiiliiiifHiiiuuiiiiHiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiinilHiiimiiiiiiiBiiiiiiiiimmiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiuiiiiimmiimiiiiHiiiiiiiijiiuiuiiiiimuuiimmi Fjölbreytt hátíðahöld á sunnudaginn kemur, - ,flugdaginn‘

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.